Mjölnir


Mjölnir - 03.03.1948, Qupperneq 2

Mjölnir - 03.03.1948, Qupperneq 2
HlOLNIB -v— 2 •— VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjaröar Símar 194 og 210 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson Blaöiö kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10 Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Okkur er lífsnauðsyn að halda viðskipta- tengslum við Austur-Evrópu Fátt er hugsandi mönnum nú meira áhyggjuefni en það, að vita stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, afurðasöluna, í höndum þeirra ógæfumanna, sem nú fara með völd í landinu. Meðan nýsköpunarstjórnin sat við völd, voru aðgerðir allar í þeim málum miðaðar við það, að reyna að vinna sem víðast markaði fyrir útflutningsafurðir okkar, og náðist þegar allmikill árangur á því sviði. Gerðir voru samningar um viðskipti við þær þjóðir, sem vegna legu sinnar og atvinnuhátta eru okkar eðhlegu markaðslönd, þjóðirnar á meginlandi Evrópu. Tókst fyrir tilstilli nýsköpunarstjómarinnar, og þá fyrst og fremst atvinnu- málaráðherrans Áka Jakobssonar, sem hafði þau mál að vera- legu leyti með höndum, að hnekkja að mestu einokunaraðstöðu, sem sumum viðskiptavinum okkar hafði tekizt að skapa sér hér á kreppuárunum. Má þar til néfna einokunarstöðu feitmetis- hringsins Unilever á lýsisútflutningi okkar. Um leið og tókst að afla markaðs fyrir lýsið í Sovétríkjunum, þar sem hringur þessi á engin ítök, neyddist hann til að hækka það verð, sem hann hafði áður greitt fyrir þessa vöru, vegna samkeppninnar. Svíar máttu heita einráðir um saltsíldarverðið, en er sala á síld hófst til Sovétríkjanna, náðust hagstæðari samningar við þá en nokkurn hafði órað fyrir. Fleiri dæmi mætti nefna, en hér skulu aðeins nefnd þessi tvö dæmi, sem munu einna kunnust almenningi. En nú virðast æðstu ráðamenn þjóðarinnar vera komnir all- langt á veg með að eyðileggja þessa aðstöðu, að því er bezt verður séð eingöngu af blindu hatri á stjórnarfari Sovétþjóð- anna. Verzlunarsamningar þeir, er við höfum gert við Sovét- ríkin eru þó einhverjir þeir hagstæðustu, sem við höfum gert við nokkra þjóð. T. d. seldum við þeim á s.l. ári fyrir 45 millj. kr. meira en við keyptum af þeim og fengum mismuninn í frjáls- um gjaldeyri, en á sama tíma var verzlunarjöfnuður okkar við Breta, sem ríkisstjórnin leggur höfuðkapp á að selja afurðir okkar, óhagstæður um 83 milljónir króna. Okkur íslendingum er það lífsnauðsyn að við verðum ekki ein- angraðir verzlunarlega, að við verðum ekki aftur háðir þeim markaðsþjóðum, sem eru aðalkeppinautar okkar um framleiðslu fiskafurða, ekki sízt þar sem þær hafa lýst því yfir óbeinlínis, að þær geri ekki ráð fyrir viðskiptum okkar til frambúðar. Hafa tvær slíkar yfirlýsingar komið fram nýlega frá aðstandendum Marshalláætlunarinnar, en þeir, sem að henni standa, eru fyrst og fremst engilsaxnesku stórveldin. Önnur þessara tyfirlýsingía /er á þá leið, að eftir 1950 muni þörfin fyrir fiskframleiðslu íslendinga mirntka stórlega. Hin yfirlýsingin er frá hemámsstjórn vesturveldanna í Þýzka- landi og er á þá leið, að eitt helzta /verkefni hinnar nýju þýzku ríkisstjómar sé að koma sem fyrst upp stórum þýzkum fisk- veiðaflota. Við íslendingar vitum, að þeim flota verður stefnt á miðin okkar. Það liggur því í augum uppi, að verði viðskipta-tengslin við Vestur-Evrópu rofin, og eingöngu treyst á fviðskipti Við Marshall- löndin svonefndu, er afkomu okkar í framtíðinni stefnt í voða, en með því að styrkja tengslin við Austur-Evrópu, sem ireka áætlunarbúskap, og með því að halda jafnframt öllmn leiðum opnum anhnrsstaðar, eins og sósíalistar og allir, sem ekki eru blindaðir af pólitískum fordómiun, Iiafa haldið fram að gera ætti, er treystur grundvöllur Undir blómlega afkomu. Núverandi ríkisstjórn virðist hallast eindregið að fyrri leiðinni, af afglapaskap, skemmdafýsn eða undirlægjuskap gagnvart hin- um erlendu húsbændum sínum, nema allt þetta sé. En sú stefna er helstefna, og miðar að því að gera okkur að ósjálfstæðu lepp- ríki húsbænda ríkisstjórnarinnar. Þjóðin verður að taka í taum- ana, og helzt sem fyrst. Hjartanlega þakka ég rausnarlega peningag jöf, sem mér harst frá starfsmönnum S. R. P. Einnig þakka ég samstarf á liðnum árum. BALDVIN ÞORSTEINSSON rposturinn ★ Frá Antoni Kristjánssyni rafvirkja hefur blaðinu borist bréf það, er hér fer á eftir, og er það svar við pistli „Utvarps- hlustanda", sem birtist hér í dálkunum í síðasta blaði: t „Eg er þér hjartanlega sam- mála með það, að útvarpstrufl- anir eru óþolandi, en ég er þér ekki sammála með, að ekkerl sé gert til að hindra þær, og því til sönnunar vil ég segja þér, aö rafveitan eyddi 53 dagsverkum síðastliðið ár í leit að útvarps- truflunum. Þú segir, að hlustað sé á kvartanir, og gefin fyrirheit um að bæta úr — en efndirnar tali skýrustu máli o.s.frv. Eg tek þetta til mín, því aðrir geta. ekki staðið við gefin fyrirheit til úrbóta 'i þessu, en hver sem þú ert, útvarpshlustandi, getur þú ekki, væni mirin, staðið við þessa sögu þína. En í þessu sam- bandi skal ég upplýsa þig og segja þér, að í landinu eru inn- flutningserfiðleikar, sem einnig koma niður á varahlutum til rafmagnstækja, og taktu nú vel eftir. Minnst 90% af útvarpstruflunum koma frá skemmdum rafmagnstækjum innanhúss (hér í er talið viðtæki og útbúnaður) með öðrum orð- um, frá íbúðum hlustendanna, og þess vegna ætti það ekki að vera ofverk hlustendans að taka bilaða raftækið úr sambandi með ríkisútvarpið sendir. Eg sagði íbúðum hlust- endanna, vegna þess að eftir tölu 'íbúða og viðtækja í bænum er viðtæki í hverri einustu Lbúð. Eg vona, að þú sért ekki í þeirra hóp, sem loka fyrir við- tækið en ekki „truflvakann", eða þeirra, sem segja, þegar þeim er sýnt það, sem truflaði: „Eg hafði ekki hugmynd um aö þetta truflaði, «það gerði það ekki í gær“ — eða þeirra, sem fela skemmdu raftækin þegar við komum. Að síðustu þetta. Rafveitan á ekki að sjá um að viðtækið, loft- netið og jarðsambandið við við- tækið sé í lagi, en áreiðanlega 50% af öllum útvarpstruflunum stafa frá einu af þessu, stimd- um tvennu, stundum öllu. Einn- ig getur rafveitan ekki komið í veg fyrir truflanir frá loft- skeytastöðinni eða ritsímanum hér, og venjulegar lofttrufl- anir verður þú einnig að þola, og ef þú hefur loftnetið þitt ná- lægt (ekki nær en 1 m.) raf- magnslínum, þá máttu alltaí eiga von á slæmum hlustunar- skilyrðum. Með vinsemd. Anton Kristjárisson fhjja bíc 'ikudaginn kl. 9: ÁST OG TÁR ntudaginn kl. 9: ÁST OG TÁR udaginn kl. 9: irzan og hlébarðastúlkan jardaginn kl. 9: ÁST OG TÁR íudaginn kl. 3: trzan og hlébarðastúlkan íudaginn kl. 5: ÁST OG TÁR íudaginn kl. 9: TÖKUBARNIÐ ★ S.l. laugardag var hér til moldar borinn Barði Barðason skipstjóri er lézt 21. f.m. Barði heitinn var einn af kunn ustu borgurum þessa bæjar. Var hann með, á sinni tíð, einn af kunnustu skipstjórum norðan- lands. Einnig tók hann merkan þátt í ýmsum félagsstörfum, var til dæmis um langt skeið einn styrkasti og dugmesti frumkvöð ull bindindisstarfseminnar hér í bæ. Nýkomnar bækur Sagnakver Skúla Gíslasonar ísl. menning Lífsþorsti Á langferðaleiðimi Amstur dægranna Speglar og fiðrildi Kvendáðir Kona var mér gefin Tímaritið Það bezta Jazzblaðið o.fl. o.fl. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal LÁGMARKSKAUPTAXTI Verkakv.fél. „Brynju“, Siglufirði frá 1. jan. 1948 Lögbundin vísitala 300 stig. a) Almenn dagvinna 6,45 10,32 12,90 b) ísliúsvinna 6,75 10,80 13,50 c) Vinna við liraðfrystiliús 5,70 9,12 11,40 Brynjukonur skulu sitja fyrir vinnu. STJÓRN OG KAUPTAXTANEFND VKF. „BRYNJU“ TILKVNNING Eigendur báta þeirra, sem staaida í f jörumii innan við eign Ásgeirs Péturssonar undir Hafnarbökkum, eru vinsamlega beðnir að færa iþá suður fyrir Hafnarlækinri, eða á annan stað þar sem þeir verða ekki til trafala fyrir undirbúningi að framkvæmdum við innri liöfnina. Hafi bátarnir ekki verið f jarlægðir fyrir laugar- dag n.k. verða þeir fluttir burt á kostnað eigenda. Siglufirði, 3. marz 1948. BÆJARSTJÓRINN TIL SOLII TIL SÖLII húseignin Grundargata 17. Lóðin er stór og á henni stendur einnig' góður geymsluskúr, sem t.d. gæti verið ágætt verkstæði fyrir iðnaðarmann. Skriflegum kauptilboðum sé komið til undir- ritaðs fyrir 10. marz, sem einnig gefur frekari upplýsingar. BJÖRN DUASON >♦♦♦♦ TILKYNNING Þar sem ég hef tekið við afgreiðslu bóka Máls- og menningar, eru þeir áskrifendur, sem eiga ótekmar bækur frá 1947 eða eldri, beðnir að vitja þeirra sem fyrst. Þeir sem óska eftir að fá bækurnar heimsendar hringi í síma 270. Kristmar Ólafsson

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.