Mjölnir - 10.03.1948, Qupperneq 2
2
MJÖLfíIR
— VIKUBLAÐ —
IJtgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar
Símar 194 og 210
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson
Blaðið kemur út alla miðvikudaga.
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
FINNLAND, TEKKO-SLOVAKlA. OG
AFTURHALDIÐ A ISLANDI
Blöð afturhaldsins í hinum svonefndu' Marshall-löndum hafa
mikið að gera um þessar mundir. Húsbændur þeirra í Ameríku hafa
skipað þeim að herða atlöguna gegn kommúnismanum. Jafnframt
hefur Bandaríkjaþing samþykkt að stórauka lánveitingu sína til
áróðurs erlendis fyrir heimsvaldastefnu sinni. Og málpípur þess
um víða veröld taka kipp, æpa og öskra af hei'ft og vonzku gegn
hinum vondu mönnum, kommúnistum, svo að Göbbels heitinn
mundi verða grænn af öfund í gröf sinni, ef hann mætti sjá og
heyra aðfarir þeirra.
Málgögn afturhaldsins hér á landi eru auðvitað með í þessum
ólátum, gerandi ráð fyrir, að sá, sem hæst hefur, muni hreppa
stærstu dollarafúlguna. Hafa aðalmálgögn íhaldsins og aðstoðar-
íhaldsins, Mogginn og Alþýðublaðið, á hendi stjórnina og forust-
una í dansinum.
Það er gömul reynsla hér á landi, að þegar afturhaldið hefur
haft eitthvert skítverk í undirbúningi, hefur það tekið til við að
skamma erlenda kommúnista fyrir alla hugsanlega glæpi og a'fbrot.
harðstjórn og ofbeldi. Sama hefur átt sér stað fyrir flestar kosn-
ingar á seinni árum. Er mönnum minnisstætt, að um síðustu bæjar-
stjómarkosningar var í haldið í Reykjavík yfirleitt alls ekki til
viðtals um ástandið í bæjarmálunum, heldur var það með allan
hugann austur í Garðaríki. Mogginn birti níðrit eftir lygarann
Köstler og lagði síðan út af þeim dag eftir dag í dálkum sínum.
Væri hann spurður um eitthvert atriði varðandi málefni bæjarins,
svaraði hann út 'í hött, eins og hann væri staddur á annarri stjörnu.
Þá minnist margur Finnagaldursins. Þá var hafin herferð um
allan heim til þess að reyna að snúa hinni nýbyrjuðu styrjöld milli
Þjóðverja annarsvegar og Bretar og Frakkar hinsvegar upp í
sameiginlega krossferð þessara ríkja gegn Sovétríkjunum og
sósíalismanum. Hefur áróður sennilega aldrei gengið eins langt hér
á landi og þá, því þá var sjálft ríkisútvarpið tekið i þjónustu hans,
svipað og útvarpsstöðvar ófriðarþjóða á stríðstímum.
Svo virðist sem nú sé að hef jast nýr Finna-galdur, nýtt Köstlers-
tímabil í stjórnmálaáróðri á íslandi, með þeim mun þó, að nú eru
það ekki hinn langhataði Stalin og hans lið í Rússíá, heldur hinn
vondi kommúnisti Gottwald í Tékkóslóvakíu og „frændur vorir
Finnar“, og þeirra uppátæki, sem áróðurspostularnir hafa nú að
átyllu.
Og hvað er það svo, sem er að gerast í þessum löndum ?
1 Tékkóslóvakíu hefur það gerzt, að nokkrir afturhaldssamir
stjórnmálamenn hafa neitað að framkvæma að fullu stjómarsamn-
ing, sem þeir gerðu við myndun stjórnarinnar. Sterkasti flokkur-
inn hefur skorað á hina flokkana að vera áfram í stjóm, en til-
nefna aðra ráðherra í stað þeirra, sem vildu ganga á gerðan mál-
efnasamning stjómarflokkanna. Hafa þeir gert það og meira að
segja vikið nokkrum þingmönnum úr flokkunum, en samkvæmt
stjórnarskrá landsins hafa stjórnmálaflokkar heimild til þess. Þá
hafa fyrirtæki með meira en fimmtíu menn í þjónustu sinni verið
þjóðnýtt, og stórjörðum verið skipt milli bændanna, sem yrkja
þær. Hundruð þúsunda bænda og verkamanna hafa komið saman
á fundi til þess að fagna þessum aðgerðum og hylla ríkisstjórnina.
Nokkrum óþjóðhollum stúdentum hefur verið vikið úr háskólum,
flestum aðeins um stundarsakir. Mundi brottvikningin samsvara
því, að einum stúdent væri vikið úr háskólanum hér annaðhvert
ár. Enginn hefur verið drepinn í óeirðum, og áverkar ekki orðið
meiri en svo, að samsvara mundi meiðslum á einum dansleik í
verstöð á íslandi, þegar landlega væri. Tilkynnt hefur verið, að
starfsmenn og embættismenn, sem gera sig seka um skemmdar-
verk og ótrúmennsku í tarfi sínu, verði vikið frá og þeir settir til
vinnu í námum eða verksmiðjum.
I Finnlandi hefur það gerzt, að Sovétríkin hafa mælzt til þess,
að Finnar geri við sig vináttusamning og ef til vill gagnkvæman
samning um varnir gegn erlendum árásum, hliðstætt því, sem
mörg önnur rík hafa nú á döfinni. Er slíkt hinn versti þyrnir í
augum þeirra, sem hingað til hafa fyrst og fremst skoðað Finn-
land sem stökkpall til árása á Sovétríkin og vonast til að geta
notað það sem sl'íkt við hentugt tækifæri.
Þetta eru þá staðreyndirnar, sem hafðar eru að yfirvarpi bægsla-
gangsins í landsölublöðunum á íslandi og æsingafunda, sem aftur-
haldið efnir nú til í Reykjavík.
Kristinn Guðmundsson út-
varpsvirki biður blaðið fyrir
bréf það, sem hér fer á eftir:
,,í síðasta „Mjölni“ skrifar
Anton Kristjánsson rafvirki
heilmiklar ,,upplýsingar“ um út-
varpstruflanir og segir þar, að
mestar, eða 50% allra útvarps-
truflana hér í bæ, stafi frá bii-
uðum viðtækjum, loftnetum eða
jarðtengslum. 40% frá földum
heimilistækjum, (sem útvarps-
notendur trufli sjálfa sig með á
kvöldin). En aðeins 10% frá
útineti rafveitunnar (glóandi
víraklemmum og ónýtum ljósa-
perum) vélaverkstæðum, ríkis-
verksmiðjunum o.fl. ofl.
Eg skal viðurkenna, að út-
varpsnotendur, sem hafa léleg,
eða engin, loftnet eða jarðtengsl
við tæki sín, verða meira varir
við truflanir en þeir, sem hafa
hvortveggja 'i ágætu lagi. En að
truflanir stafi að mestu frá
þessu, er alveg útilokað.
Flestar truflanir hér, stafa
fyrst og fremst frá útinetinu,
þar næst frá ýmsum heimilis-
tækjum, þriðja lagi frá véla-
verkstæðum og ýmsum hand-
verkfærum þar. En fjórða lé-
legur útbúnaður við viðtækin
sjálf.
Það sem þarf að gera til að
útiloka útvarpstruflanir að
mestu er að rafveitan láti at-
huga útinetið og útiloka tru'fl-
anir þaðan. Næst ætti rafveitan
að setja rafvirkjum og verzl-
unum, sem raftæki selja, þær
reglur, að engin raftæki megi
selja, nema eftirlitsmaður raf-
veitunnar, liafi prófað þau og
deyft, hafi þau truflað. Þannig
útilokast (að mestu) að nýir
truflvaldar komist daglega í
notkun.
Svo ætti að leita uppi og
deyfa gömlu truflvaidana, og
þar geta útvarpsnotendur sjálf-
ir hjálpað mikið til með því að
koma með ýms heimilistæki til
viðgerðar, þau tæki, sem þeir
vita að trufla útvarp, og gefa
rafveitunni upp truflvalda, sem
þeir vita um. En ef á að úti-
loka útvarpstruflanir að mestu
þá dugar ekkert kák. Það dugar
ekki að semja „upplýsinga“-
skrlá yfir tækin, eins og gert
hefir verið, því þau eru svo
ósvífin að trufla, þótt þau séu
skráð hjá rafveitunni. Anton
mun vel kunnugt, að víraklemm
ur geta oft truflað, og vil ég
minna hann á heitu klemmuna)
við Tjarnargötu-Aðalgötu, hvað
var sú klemma búin að valda
lengi truflun á því svæði?
Anton skrifar líka um, að
mikið hafi verið gert á s.l. ári,
til að hindra útvarpstruflanir,
og ætlar að sanna mál sitt með
þv'í, að 53 dagsverkum hafi
verið eytt í þetta starf. Vill nú
Anton ekki „upplýsa“ okkur
útvarpsnotendur, við hvað var
unnið, í þessum dagsverkum,
hvað margir truflvaldar teknir
úr notkun eða deyfðir o.s.frv.
Og hvað fóru mörg dagsverk í
að „upplýsa“ útvarpsnotendur
um, að truflunin væri í tækinu
sjálfu.
Að síðustu vildi ég segja
Anton, að truflun sú, sem fiá
Loftskeytastöðinni hér, stafar,
og sem er mjög lítilfjörleg frá
þeirri truflun séð, sem útinetið
veldur, þá veit ég, að stöðvar-’
stjórinn okkar vinnur að því, að
fá truflun þessa útilokaða, og
veit ég, að honum muni takast
það.
En ég gat ekki annað en bros-
að, þegar Anton minnist á rit-
símann, því þar eru engin tæki,
sem valda truflun í útvarpi.
Og að endingu bið ég „Mjölni“
fyrir kveðju mína til „útvarps-
notanda", sem skrifaði greinina
um truflanir í 8 tbl. og bið ég
hann að afsaka, að ég skuli
vera að sletta mér fram í skrif
hans, en ég vona, hann svari
Anton í sama tón og Anton
skrifar honum.
Kristinn Guðnnmdsson“.
N.N. biður blaðið fyrir eftir-
farandi orðsendingu:
Til rlkisverksmiðjustjómar. —
Þar sem nú er búið að ráða
verksmiðjustjóra og verksm.-
framkvæmdastjóra auk viðsk.-
framkvæmdastjórans sem fyrir
var, hefur mér dottið 'i hug,
hvort ekki hefði láðst að ráða
hræruvéla- og bílaframkvæmda-
stjóra. Mun ég ef til vill sækja
um starfið, ef það verður aug-
lýst laust til umsóknar.
Virðingarfyllst
N. N.
Til B.fí.J. Vegna þeirra alvar-
legu ásakana, sem í bréfi þínu
felast, treystir blaðið sér ekki
til að birta það í heild, nema þú
gefir upp nafn þitt. Aðfinnslu-
bréf sem þetta eru yfirleitt ekki
birt hér í bæjarpóstinum á
ábyrgð blaðsins. Hins vegar er
ekkert því til fyrirstöðu, að
bréf séu birt undir dulnefni, ef
jafnframt fyigir með nafn höf-
undarins.
Hafir þú óyggjandi sannanir
fyrir því, að leynisala eða önnur
ólögleg afhending áfengis eigi
sér stað hér í bænum, er vitan-
lega rétta leiðin að snúa sér til
lögreglunnar. Hinsvegar er vel-
komið, að Mjölnir birti bréf
þitt undir dulnefni, ef þú vilt
sjálfur bera ábyrgð á því og
gefur blaðinu upp fullt nafn
þitt.
Trúlofun. S.l. laugardag opin-
beruðu trúlofun s'ína ungfrú
Sigríður Guðlaugsdóttir og
Hilmar Þorkelsson bakaranemi.
Mjölnir óskar hjónaéfnunum
til hamingju.
Helgi Hannesson
málaliðsmaður
Eins og menn muna gerði
form. Baldurs á ísafirði reisu
mikla til norðurlandsins í sumar
er leið þegar vinnudeilur stóðu
sem hæst.
Hann fór með yfirskini verka-
lýðsvinar, og gerði allt sem
hann gat til að telja verka-
mönnum trú um, að þeir væru
að bregðast hugsjón verkalýðs-
hreyfingarinnar ef þeir gerðu
heildarsamninga. Litlar undii'-
tektir fékk maðurinn og gekk
svo langt á Raufarhöfn, að hann
kynnti sig sem erindreka ríkis-
stjórnarinnar til þess að reyna
að vekja virðingu verkamanna
fyrir sér. En allt kom fyrir ekki.
Maðurinn hafði ekkert, sem virð
ingar gat krafist.
Menn undruðust tiltæki þessa
manns, því varla hefði hann
ótilkvaddur farið frá atvinnu
sinni í svo langa ferð, og varla
hefði ríkisstjórnin valið jafn
óheppilegan mann í slíka för,
því að þótt henni sé áfátt í
mörgu þá 'er henni ekki alls
varnað.
En skýringuna er máske að
finna ’i grein, sem blaðið Vestur-
land birtir þ. 22. jan. s.l. og
nefnist „Sannleiksást barna-
kennarans“. I einum kafla þess-
arar greinar, en yfirskrift hans
er: „Verkalýðsleiðtogi á mála
hjá Glaessen“, segir frá því, að
það hafi verið Eggert Claessen,
sem sendi Helga Hannesson
form. Baldurs í hina miklu en
árangurslausu ferð um norður-
land til Raufarhafnar. Fullyrðir
blaðið að Helgi hafi farið úr
góðri og arðsamri atvinnu í
þessa ferð, og þá á kostnað
Claessens, sbr. málaliðsmaður.
E. Classen er höfuðpaurinn í
Vinnuveitendafélag Islands, öðr-
um deiluaðilanum s. 1. sumar, og
auk þess er hann einn af aðal
máttarstoðum Sjálfstæðisfl. —
„Vesturland“ er eitt af blöðum
Sjálfstæðisflokksins, og er því
lítt hugsanlegt, að birti slíkar
upplýsingar snertandi jafn
sterkan sjálfstæðismann og
Claessen ef enginn fótur væri
fyrir þeim.
Þessar upplýsingar, þótt þær
eigi aðeins við Helga Hannesson,
segja meira og upplýsa fleira
viðvíkjandi framkomu kratanna
í þessum vinnudeilum.
Er þess helzt að minnast
(Framliald á 4. sföu).
En hver sæmilega skynugur maður, sem eitthvað hefur fylgst
með stjórnmálum undanfarin ár, veit þó, að það er ekki ást á lýð-
ræði og mannréttindum, sem því gengur til, þegar það tekur að
þyrla upp blekkingum eins og nú, heldur öfugt. Afturhaldið hefur
alltaf setið á einhverjum svikráðum við frelsi og lýðréttindi alþýð-
unnar, þegar það hefur galað hæst um þau. Verstu óþrifaverk sín
hefur það alltaf framið í skjóli blekkingamoldviðris, lygaáróðurs,
sem það hefur þyrlað upp til þess að leiða athygli hins óbreytta
borgara frá þv'i, sem það var að aðhafst í svipinn.
Það er ekki hægt að segja með vissu um, hvað það hefur á
prjónunum nú. Vera má, að áróðurinn um Tékkóslóvakíu og
Finnland sé aðeins kyrjaður samkvæmt amerískum fyrirskipunum
og í von um höfðinglega umbun í dollurum fyrir góða frammi-
stöðu. Það getur líka verið eitthvað annað, t.d. dollaralántaka,
gengislækkun eða ný, vísitölulækkun.
En þótt Finnagaldur og Köstlerslygar hafi einu sinni dugað
vel, er ekki þar með sagt, að slíkt muni alltaf duga. Og víst er um
það, að almenningur er af langri og sárri reynslu farinn að þekkja
blekkingaraðferðir afturhaldsins betúr en áður. Þessvegna eru
mestar líkur til þess, að þessi nýja herferð verði algerlega áhrifa-
laus, nema ef heimska þeirra, sem stjórna henni, verður mönnum
hlátursefni. En þrátt fyrir það er rétt að vera vel á verði gagn-
vart þeim óþokkabrögðum, sem þeir kunna að hafa í undirbúningi.