Mjölnir


Mjölnir - 10.03.1948, Blaðsíða 4

Mjölnir - 10.03.1948, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 10. raarz 1948 10. tölublað. 11. árgangui Síldveiðibannið er þáttur í hrunstefnu ríkisstjórnarinnar (Framhald af 1. síðu). Aðgangseyririnn Eftir Alexander Woolcott Töfrar Cosette og frægð hennar fyllti skóla- sveinana í Saint-Cyr herskólanum viðkvæmnis- þrungnum dapurleika. í hvíldarhléum þeirra 'i rökkrinu bar hana einatt á góma, og allir luku upp einum munni um, hve hart væri til þess að vita, að svo vesæl væri mata hermannsins, að ekki einn einasti þeirra, sem einhverntíma mundu leggja á hina óumflýjanlegu hefnd, mundi nokkru sinni ganga út í gný orrustunnar með minningu um ástarunað glæstustu konu Frakklands í huga. Hvaða foringjaefni gat gert sér vonir um að eignast fimm þúsund franka? Þetta var vissulega hryggðare'fni. En, hrópaði einn í hópnum með titrandi röddu og tindrandi auðum, það væru þúsund herskólasveinar í Saint-Cyr, og enginn þeirra væri svo bágstaddur að hann gæti ekki, ef honum gæfist tóm til, komist yfir að minnsta kosti fimm franka. Þessi vísdómsorð urðu upphaf Cosette-sam- skotanna, og happdrættisins. Var hún rekin með svo dæmalausri fórnfýsi og sjálfsafneitun, svo margþættri l:\nastarfsemi, miðlun og sláttu- mennsku, og með svo hjartnæmum bænabréfum til grunlausra frænkna og guðmæðra, að annað eins hafði aldrei áður þekkst í Saint-Cyr. En á hinni fyrirfram ákveðnu stund skilaði síðasti maðurinn hinum tilskildu fimm frönkum. En þegar verið var að draga um, hver hreppa skyldi hncssið, vinninginn í þessu einstæða happ drætti, komst einn af kennurum skólans á snoðir um hvað á seyði var. Varð hann í senn skelfdur og yfir sig undrandi og fór þegar í stað til yfir- foringjans og skýrði honum frá uppgötvun sinni. Er hinn aldni hershöfðingi hafði hlýtt sögu hans, varð hann svo gagnsnortnn, að hann mátti vart mæla dálitla stund. Síðan mælti hann: • „Piltur sá, sem vinnur í happdrætti þessu, mun njóta öfundar kynslóðar sinnar. En piltur- inn, sem klakti út hugmyndinni um það, hann — hann — kæri vinur hann mun einn góðan veðurdag verða marskálkur Frakklands." Því næst skellti hann upp úr við tilhugsun- ina um hinn bjarteyga ungling, sem innan skamms mundi koma að dyrum Varietees leik- sviðsmegin, hafandi ekkert með sér nema æsku sína og aðgangseyrinn. Hin barnalega f járhags- áætlun hafði nefnilega ekki gert ráð fyrir ferða- kostnaðinum til Parísar, engu fé til þess að standast vagnleigu, ekki einu sinni blómvendi né hugsanlegu kvöldverðarboði. Yfirforínginn lét í ljós ósk um, að sér yrði leyft að greiða þennan hluta kostnaðarins úr sínum eigin föðurlega vasa. Ý'mis aukakostnaður er óhjákvæmilegur," mælti hann. „Sjáið svo um, að skálkurinn, sem vinnur, verði sendur til mín áður en hann leggnr af stað til Parísar.“ Síðdegis næsta dag gekk herskólasveinn einn fyrir hershöfðingjann, glæsilega vaxinn og her- mannlegur í rauðu stuttbuxunum og bláa kyrtl- inum, með tárhreina, hvíta glófa á höndum, spjátrungslega borðalykkju á húfimni og hjart- að hoppaði í brjóstinu. Hershöfðinginn mælti ekki orð frá vörum, en stakk dálítilli pyngju með Hlöðvesdölum úr gulli í lófa hans, kyssti hann á báðar kinnar i blessunarskyni og tók sér síðan stöðu við gluggann, voteygur, en þó hálf- hlæjandi, og liorfði á eftir honum unz hvíta borðalykkjan á húfunni hans hvarf á bak við trén meðfram veginum. Sólin skein glatt inn um glugga Cosette og varpaði geislum sínum á ábreiðuna hennar næsta morgun, er hún settist upp og fór að hugleiða þann dag, er hún átti nú í vændum. Herskólasveinninn hennar lá samanhnipraður í sætum, draumlausum svefni, og það var ekki laust við, að hún yrði snortin ,er hún sá, hví- líkur unglingur hann var. Henni varð ósjálfrátt að minnast eigin æsku og hvernig hún hafði komist áfram i heiminum.Upp úr því fór hún að hugleiða æskuskeið hans, og fékk dálítinn sting í hjartað, er hún varð þess vísari, að hann var enn ekki kominn af því. Því næst varð hún gripin undrun. Og með því, að hjá henni var jafnan skammt milli hugsunar og athafnar, ýtti hún þegar við honum, svo hann hrökk upp. „Heyrðu, gamli minn,“ spurði hún, „hvernig í ósköpunum fór herskólasveinn í Saint-Cyr að þvi að komast yfir fimm þúsund franka?“ Þegar hann var spurður svona óvænt og óvið- búinn, kom á hann fát, hann missti alla stjórn á sér og áður en hann vissi af, var hann búinn að fleipra fram úr sér allri sólarsögunni um samskotin og happdrættið. Ef til vill hefur hann fundið, að það gat engan skaða gert úr því, sem komið var, en hún hlýddi á frásögn hans af svo mikilli athygli, og rak upp svo bjartar hláturkviður, meðan á henni stóð, að áður en lauk var hann farinn að leggja sig fram um að segja sem bezt frá. Er hann minnt- ist á herforingjann stóð hún á fætur og fór að ganga um gólf. Knipplingafaldurinn á kjólnum hennar dróst eftir gólfinu, og tár blikuðu á fjólulitum augum hennar. „Saint-Cyr hefur sýnt mér þá mestu sæmd, sem mér hefur nokkurntíma hlotnast,“ mælti hún, ;,og í dag er ég stoltasta kona Frakklands. En vissulega má ég ekki láta mitt eftir liggja. Þú skalt nú halda heimleiðis, og segja þá sögu af Ccsette, að hún sé kona hrifnæm. Og þegar iþú er orðinn gamall, gamall maður, skaltu geta sagt barnabömum þínum með sanni, að einu sinni þegar þú varst ungur, hafði þér hlotnast dýrasta ástarhnoss Frakklands, og það hafi ekki kostað þig neitt. Ekki einn einasta eyri.“ Hún kippti út skúffunni, sem hann hafði horft á hana læsa happdrættisféð niður í kvöldið áður. „Hérna,“ mælti hún og sveiflaði til hendinni með glæsilegri hreyfingu. „Ég gef þér aftur peningana þína.“ Og hún rétti honum frankana fimm, sem hann hafði lagt fram til samskotanna. ENDIR N Y J A B l Ó veiði nú vegna síldarvertíðarinn- ar í sumar? Hvaða tryggingu hefur ríkisstjórnin og stjórn SR fyrir því, að í sumar verði svo mikil síldveiði, að þörf verði allra síldarverksmiðja norðan- lands til þess að anna vinnslu hennar? Er þá gengið út frá þeirri röksemd þessara aðila sjálfra um það, að gera þurfi við allar verksmiðjurnar, sem reyndar er rökleysa. Hefur ríkis stjórnin yfirleitt nokkra trygg- ingu fyrir því, að nokkur síld að ráði veiðist hér í sumar? — Gamalt máltæki segir, að betri sé einn fugl í hendi en tíu í skógi, en blessuð ríkisstjórnin okkar virðist vera á annari skoðun. Þótt menn geri sér von- ir um góða sílda,rvertíð í sumar, er það ekki næg ástæða til þess að hætta við góða vertíð nú. Fáar atvinnugreinar eru eins mikilvægur þáttur í gjaldeyris- öflun þjóðarinnar og síldveiðin. Nú er verð á síldarafurðum hærra en nokkru sinni fyrr, og hefur stjórn SR verið boðin 140 £ í lýsistonnið og í mjöl- tonnið 48 £ Var þetta áður en brezka samninganefndin kom, en þá brá svo einkennilega við að ríkisstjórnin svipti verk- smiðjustjórnina umboði til að selja þessar afurðir. Er lítill efi á því, að hún ætlar sér að selja Bretum það, líklega við miklu lægra verði. Er hrunstjórninni vel trúandi til að selja það við smánarverði nú eins og í fyrra, þegar hún seldi lýsið á 95 £ og mjölið á 31 £. Þá er enn eitt athyglisvert atriði. Hvaða vit er í því, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að hætta framleiðslu vöru, sem allstaðar er auðseljanleg við hag kvæmu verði, eins og síldaraf- urðirnar eru, og senda bátaflot- ann í stað þess til öflunar á fiski, sem ekki virðist eins auð- velt að selja, þótt vitanlega standi einnig opnir ágætir mark- aðir fyrir hann, ef vel væri á málunum haldið. Með þessu uppátæki er einnig verið að stofna til atvinnuleysis í Reykjavík, og sjálfsagt hefur löngunin til að gera það verið mjög þung á metunum, þegar stöðvunin var afráðin. Ríkis- stjórnin og skálkaskjól hennar, f járhagsráð, voru búin að koma kyrkingi í iðnað og byggingar- framkvæmdir í vetur, svo að ekki er annað sýnt, en að henni muni þá og þegar takast að koma hinu langþráða atvinnu- leysi á. En þá kom síldin eins og skollinn úr sauðaleggnum og eyðilagði þessa þokkalegu áætl- un í bili. Hver einasti heilvita maður, sem ekki er algerlega blindaður af ofstæki og kommúnistahatri, hlýtur að sjá, að bann ríkis- stjórnarinnar við síldveiðunum er ekkert annað enn einn liður- inn í baráttu hennar fyrir hruni og eymd meðal almennings, eitt af skemmdarverkum hennar, sem beint er gegn alþýðunni í landinu til þess að beygja hana og auðmýkja, svo afturhaldið geti náð á henni þeim fanta- tökum, sem það óttast að það sé nú búið að missa algerlega. Skildi ekki sneiðina Heimskasta blað landsins, Morgunblaðið, he'fir nýlega vak- ið á sér athygli í Reykjavík fyrir að reyna að gera sér að áróðursefni nokkur háðsyrði, sem skáldið Tómas Guðmunds- son lét falla um það og önnur svipuð áróðurstæki afturhalds-1 ins á Þjóðviljahátíðinni á dög-1 unum. Hafði hann meðal annarsl í gamni komist svo að orði, aðT hér á landi væru menn ekki hengdir fyrir skáldskap sinn,' hvernig svo sem hann væri. En eins og kunnugt er hefur Mogg- inn lengi reynt að koma á þeirri trú, að þar sem sósíalistiskt stjórnarfar væri, ættu rithöf- undar á hættu að vera höfðinu styttri, ef valdhöfunum l'íkuðu ekki verk þeirra. En moðhausablaðið skildi ekki sneiðina, og eyddi miklu rúmi til þess að hrósa Tómasi, bæði fyrir skáldskap hans og svo það, að hann hefði ekki enn „tekið hina kommúnistisku bakteriu.“ Tómas er meðlimur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, og er spánýtt, að Mogginn telur fé- lagsmenn þess alveg ósmitaða af kommúnisma. HELGI HANNESSON (Framliald af 2. síðu). hvernig þeir lögðust flatir að fótum Sveins Ben og Finns Jónssonar, og flöðruðu utan um Þorstein M. þegar þeir voru í sameiningu að burðast við að eyðileggja grundvöll frjálsra verkalýðssamtaka — réttinn til að ráða sjálf sínum innri málum. Er það máske hugsanlegt, að fleiri kratar en Helgi Hannesson hafi verið á mála hjá Claessen valdinu s.l. sumar? Er það hugs- anlegt að Claessen & Co. hafi kostað aukablaðið af Neista, sem út kom til þess að hvetja verkamenn til þess að hjálpa þremenningunum við að eyði- leggja réttindi verkalýðssam- takanna ? Hvað er ekki hugsanlegt um menn, sem eru svipaðir og Helgi Hannesson, — menn, sem fá slíkan vitnisburð og hann fær hjá þeim, sem ætluðu að nota hann til illvirkja gegn þeirri stétt, sem hann var örlítils ráð- andi í. Það er vissulega margt sem bendir til þess, að þeir séu ekki svo fáir málaliðsmennirnir í hóp ísl. krata, — en líka má minnast þess, að þeir herír eru ekki sterkir né sigurvænlegir, sem byggja traust sitt á mála- liðsmönnum. 8 ára drengur drukknar Það slys vildi til í gær um sexleytið, að 8 ára drengur, Jón Ármann, sonur frú Helgu Guð- mundsdóttur og Áka Jakobs- sonar, alþ.m., drukknaði í Sund- lauginni í Reykjavík. Laugarvörðurinn sá drenginn sökkva og kafaði þegar á eftir honum. Voru hafnar lífgunar- tilraunir strax þegar hann náð- ist og var þeim haldið áfram í eina og hálfa klst., en báru ekki árangur. Fermingarkjóll til sölu. Upplýsingar í síma 204 Miðvikudaginn kl. 9: Hún skrifaði bókina Fimmtudaginn kl. 9 Hún skrifaði bókina Föstudaginn kl. 9: Kvikmynd sýnd Allur ágóði rennur til barna hjálparinnar. Laugardaginn kl. 9: Engin sýning

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.