Mjölnir


Mjölnir - 24.03.1948, Blaðsíða 4

Mjölnir - 24.03.1948, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 24. marz 1948 12. tölublað. 11. árgangur. ♦♦♦♦♦♦♦« TIL LEIGU TIL LEIGU -t.-. "-''V ■ % 9H* Búðarpláss í húsinu Aðalgata 30 (Bíóbúðin) til leigu. Upplýsingar gefur ODDUR THORARENSEN ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Ibúð Ibúð Hef til sölu 4 herbergi og eltlhús, ef viðunandi hoð fæst. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 1. apríl n.k., sem gefur allar nánari upplýsingar. HALLGRÍMUR MÁRUSSON DAGLEGAR FLUGFERÐIR Flugfélag íslands býður yður daglegar flugferðir, þegar veður leyfir, milli Sigluf jarðar og Akureyrar og Sigluf jarðar og Reykja- víkur um Akureyri. Fargjöld verða sem hér segir: Milli Sigluf jarðar og Akureyrar ................ kr. 80,00 Milli Siglufjarðar og Reykjavíltur .............. — 240,00 Afgreiðslu á Siglufirði aimast Jón Kjartansson, Norðurgötu 4, sími 31, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. FUNDUR FUNDUR verður haldinn í Verkamannafélaginu Þrótti miðvikudaginn 24. marz í Alþýðuhúsinu kl. 8,30: DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. Inntaka nýrra félaga. Kosning 1. maí-nefndar. 2. Vaktimar í síldarv'erksmiðjunum. 3. Lagabreytingar. Kosning laganefndar. 4. Kaupgjaldssamningarnir. 5. Árshátíð félagsins. 6. önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Félagsmenn eru beðnir að f jölmenna á fundinn. STJÓRN ÞRÓTTAR ♦♦♦♦♦♦♦•« Unglingsstúlka (12—14 ára) óskast til að gæta barns í sumar. Hulda Sigurhjartardóttir Sími 80 Kvenarmbandsúr merkt M.P., hefir tapazt. Skilist til Þórðar Guðmundssonar Hverfisgötu 8 BÆKUR eru beztu fermingar gjafirnar: Ilöfum nú úrval af góðum bókum svo sem: Ritsafn Jóns Trausta, compl. Þúsund og ein nótt, compl. íslands þúsund ár Lýðveldishátíðin Merkir íslendingar Virkið í Norðri Passíusálmarnir Sögur ísafoldar Biblian í ínyndum o.fl. o.fl. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal AMMA GAMLA Eftír WANDA WASSILEWSKA Þá heyrðist kallað hinu megin við girðinguna: „Natalka, Natalka! Hvar ertu? Natalka!" „Eg er að koma, pabbi! Eg er að koma!“ Berir fæturnir á henni glömpuðu í sólskininu. Anissia hrissti höfuðið. „Alveg eins og fjörugur kiðlingur. Jæja, gamla hró, það er víst kominn tími til að lita á þessa tvo------“ Hún reis erfiðlega á fætur. Það var alltaf svo erfitt að standa upp. En þegar hún var búin að rétta úr bakinu gátu fæturnir borið liana þótt aumir væru. Hún hvíldi þungt á stafnum sínum og staulaðist um garðinn. Hún leitaði eftir stíg- unum í garðinum með hálfblindxun augunum. Hún hefði geta fundið þá alla með bundið fyrir augun. Hún var búin að búa þarna í — hvað mörg ár? Nítíu? Níutíu og eitt------? „Nei, ég hef tapað tölunni. Eg er orðin rugluö í þessum áraf jölda, hvað mörg ég er búin að sjá.‘ Hún fór fyrir hornið á girðingunni og inn í garð nábúans, föður Natölku. Plómutrén uxu lengra yfir frá, hinumegin við blómabeðin og línið, rétt hjá stikilsberjarunninum. Skúrinn, sem var agnarlítill, með torfþaki var í kafi undir hrúgu af hrisi og trjágreinum. Hún þreif- aði sig áfram í leit að dyrunum. „Ég get varla fundið þær. Þau hafa hrúgað þessu svo upp, að það er næstum því ómögulegt að finna þær------“ Hinir tveir særðu menn lágu í heybyng. — Gamla konan kraup niður og rýndi framan í þá. „Ja, hjálpi mér! Þetta eru unglingar----“ Annar hinna særðu manna vaknaði upp úr hitaveikimókinu, sem hann hafði fallið í, og lyfti höfðinu, sem var vafið í sárabindi. „Hver er þar!“ hrópað hann. „Ssss — Ssss — Eg er hún amma gamla Anissia og kom til þess að líta á ykkur, Liggðu bara rólegur og láttu fara vel um þig------ „Vatn-------“ „Vatn? Auðvitað næ ég í vatn handa þér, sonur, ég skal koma með allt, sem þið þarfnist“. Gamla konan skildi ekkert hvernig hún fékk þessa krafta. Þessir sáru verkir í fótunum hurfu Hún gleymdi þeim. Hún sótti vatn í brunnimi, fulla könnu og fór svo til baka í litla skúrinn í garðinum. „Hérna, fáðu þér að drekka, fáðu þér að drekka sonur. Þetta er ágætt vatn — kalt og svalandi úr brunninum okkar. Hérna fáðu þér nú að drekka. Þetta er reglulegt lifsins vatn, en ekki venjulegt sull.“ Hinn hermaðurinn bylti sér til með háan hita. Hún bleytti tusku og lagði á brennheitt ennið á honum. „Ojá, og svona gömul skrukka getur gert eitthvað til gagns ennþá. Og Natalka. Hvernig hún lét við mig, hvernig hún lét við mig. Hvað var svo sem að skilja ? Hver ætli skilji það ekki, a ðveikur maður þarf að fá vatnssopa að drekka — og þú, sonur, nú liggur þú bara kyrr og lætur fara vel um þig. Vertu rólegur í einn eða tvo daga og þá fer þér að líða betur.“ Hún setti könnuna niður hjá hermönnunum og staulast hægt og varlega yfir í kofann sinn. Þegar þangað kom, settist hún aftur niður á tröpp- urnar og sofnaði strax, uppgefinn eftir ann- ríki dagsins. Hún skynjaði gegn um svefninn, suðuna í flugunum, sólarhitann og vellíðan við ylinn, sem lagði um allan kroppinn. Hún vakn- aði við kvöldkulið. Með erfiðismunum staul- aðist hún til sjúklinganna og svo til baka heim í kofann sinn. „Jæja, þá er nú þessi dagurinn á enda — — og á morgun verður líka hiti og sólskin.“ Morg- uninn eftir komu þrír menn inn í garðinn hennar. Amma gamla Anissia var ekki vitund hrædd við þá. Hvað varðaði hana um Þjóð- verjana? Ekki baun. Kannski liðu nokkrir dagar og svo kæmi dauðinn, sem var búinn að slóra svo lengi á leiðinni. Hún beið róleg. Hún heyrði hörkuleg hljóé ókunns tungumáls. Látum þá bulla og blaðra, held það sé sama — Hún gat hvort sem var ekki skilið eitt einasta orð, Þeir æptu að henni, en hún bara brosti hlý- lega og reyndi eins og hún gat að sjá framan í þá, til að sjá hverju þeir eiginlega líktust. Já, þeir voru bara þrír, þrír ungir spjátr- ungar, ekkert eldri en þeir, sem lágu úti í skúrnum hjá plómutrjánum. Þá datt henni allt í einu í hug — ætli sér ekki nægilegt vatn í könnunni? Bara að þeir færu nú í burtu og létu hana í friði — það var svei mér, kominn tími til að líta eftir hinum. Já, hún yrði að beita slægð, beita slægð, það mundi enginn taka eftir henni. Hver skyldi svo sem hafa gát á svona gömlu hrói, sem varla gat dregist úr sporunum. Þeir æptu og öskruðu til hennar og loksins fóru þeir. Anissia hélt, að nú væri hún laus við þá, en hún var varla staðin á fætur, þegar garðurinn fylltist af Þjóðverjum. „Átt þú þennan kofa?“ Hún brá upp hendinni til þess að hlífa aug- unum fyrir sólskininu. Einhver var að tala við hana á rússnesku — hennar eigið móðurmál, framburðurinn var bara eitthvað hrjúfari og harðari. Hún skildi allt, sem maðurinn sagði, en samt sem áður vildi hún helzt ekki þurfa að tala við hann. Herforinginn var samt ákveðinn. „Svaraðu! Átt þú þennan kofa?“ „Eg — já“ Fyrirliðamir töluðu saman. Anissia varð reið við þá, af því að þeir skyggðu á sólina. Hún fussaði reiðilega gegnum nefið. „Hvað er þetta?“ „Ekkert, — Það var ekkert.“ „Opnaðu dymar!“ „Hvað er þetta? Þær eru opnar,“ sagði Anissia undrandi. „Þú átt að opna þær, þegar þér er sagt að gera það!“ æpti túlkurinn til liennar. Hún brölti stynjandi á fætur, lagðist þungt á stafinn, opnaði hurðina betur og staulaðist hægt inn í kofann. Liðsforingjarnir þyrptust inn á eftir henni. „Það er þröngt hér og bölvað óloft,“ sagði herforinginn og gretti sig. „Það er hægt að opna gluggann,“ sagði einn undirforinginn og stökk til og ýtti upp glugga- bomnni. Það skrölti í rúðxmum, þegar glugginn þeyttist upp út 1 skuggalegan garðinn, ferskan og svalan af morgundögginni. „Spurðu hana hvar þorpsbúar séu,“ skipaði herforinginn. Amma gamla Anissia stóð kyrr, hallaðist fram á stafinn sinn og virti þá þögul fyrir sér. „Hvernig ætti ég að vita það?“ sagði hún og yppti öxlum við spurningu túlksins. „Eg er nú orðin svo gömul og kemst varla út úr dymn- um.“ „Býrðu hér alein?“ „Já, alein — Það em nú orðin tíu ár, sem ég er búin að vera alein —“ Þeir létu hana í friði. Þeir gerðu sig heima- komna í bekknum og rúminu og fóm að tala saman háværir. Hún beið fyrst lengi þar, sem hún var, en hökti svo fram að dyrunum. Þung hönd var lögð á öxlina á henni og hún dregin til baka. Nú skildí hún það, að þeir mundu ekbi Framhald.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.