Mjölnir - 31.03.1948, Qupperneq 2
2
M J 0 L N I R
— YIKUBLAÐ —
Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar
Símar 194 og 210
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson
Blaðið kemur út alla miðvikudaga.
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
Tilræðið við verkalýðsfélögin
Ríkisstjórn Islands er hreinræktuð einræðisstjórn í viðskipta-
og atvinnumálum. Ekkert má flytja inn né út nema með leyfi
stjórnarvaldanna. Enginn má stofna atvinnufyrirtæki nema með
sérstöku leyfi, ekki einu sinni lítið verkstæði. Ríkisstjórnin selur
allar vörur út úr landinu, fyrir það, sem henni sýnist, eigendur
varanna, framleiðendurnir, fá þar ekkert um að segja. Þessi beinu
afskipti ríkisstjórnarinnar og yfirstjórn atvinnurekstursins í land-
inu, verður eðli sínu samkvæmt til þess, að í öllum átökum og
hagsmunaárekstrum milli verkalýðsins og atvinnurekenda verður
ríkisstjórnin beinn deiluaðili og þá gagnaðili verkalýðsins.
Reynsla síðasta árs sannar þetta glögglega. Hin glæfralega
verzlunarpólitlk ríkisstjórnarinnar, þar sem íslenzkar afurðir eru
sí og æ seldar undir markaðsverði af pólitískum ástæðum, þrengir
mjög kosti atvinnuveganna, en það ástand notar svo ríkisstjórn-
in til að krefjast kauplækkana. Með lögum frá Alþingi hafa laun
allra launþega í landinu verið lækkuð. Vísitalan er fölsuð og sögð
mikið lægri en hún er í raun og veru.
En ríkisstjórninni nægir þetta ekki, hún undirbýr nú stórfelld-
ar launalækkanir til viðbótar. R'íkisstjórninni er ljóst, að verka-
lýðssamtökin eru sterk, þegar eining þeirra er góð og þau myndu
ekki þegjandi láta bjóða sér nýjar launaárásir. Þetta veit ríkis-
stjórnin vel og leggur hún því allt kapp á það nú, að lama verka-
lýðssamtökin. Hinn ofsalegi áróður gegn kommúnistum er einn
liður í þeirri herferð. Ríkisstjórnin hefur tekið upp kjörorð Hitlers,
„allir gegn kommúnistum.“ Eftir á, þegar æsingar væru komnar
á það stig að menn væru hræddir að láta bendla sig við komm-
únisma, er svo hægurinn á fyrir ríkisstjórnina að skilgreina hvað
kommúnismi er. Og þá verður það kommúnismi að fallast ekki á
stórfelldar kauplækkanir, „þjónusta við Rússa“, „glæpur“ og ann-
að eftir því. Ríkisstjórnin hefur meira að segja ekki getað beðið
eftir því, að „æskilegt hugarástand“ væri komið hjá fólkinu. 1
deilunum s.l. sumar rigndi yfir verkamenn ásökunum um, að
afstaða þeirra væri ,,kommúnismi“, verkföllin væru „glæpur“,
„skemmdarstarfsemi" og gerð eftir „fyrirskipunum 'frá Moskva“.
Verkalýðnum er nauðsynlegt að gera sér ljóst að hverju stefnir,
og vera tilræðinu viðbúinn.
Sósíalistafélag Siglufjarðar
heldur aðalfuiul sinn í Suðurgötu 10, kl. 8,30 síðd., íimmtudaginn
1. apríl næstkomandi. ,..
D A G S K R Á :
Félagsmál, inntaka nýrra félaga
Skýrsla formanns og gjaldkera
Kosningar
Önnur mál.
Félögum Æskulýðsfylkingarinlnar boðið á fimdinn.
Stjórnin
IB 0 Ð
Hef til sölu 4 herbergi og eldliús, ef viðunandi boð fæst. —
Tilboðum sé skilað til uiydirritaðs fyrir 1. apríl n. k., sem gefur
allar nánari upplýsingar. — Réttur ásltilinn til að táka hvaða
tilboði sem er eða hafn,a öllum.
HALLGRÍMUR MÁRUSSON
BÍLL TIL SÖLU
Nýr 5 tonna Austin bíll, ásamt vélsturtu, til sölu nú þegar. —
Upplýsingar gefur undirritaður.
K. HELLAND.
★ Páskafriður og mjólkurslag-
ur. Páskahelgin er nýliðin hjá,
þessi hátíð upprisunnar og
vaknandi l'ífs, boðberi vorsins
á norðurhjara veraldar. Varla
munu páskar öðru sinni hafa
heilsað jafn blítt og nú, inn-
dælis vorblíða hefur verið hér
yfir helgina blómarósirnar hafa
tekið fram sínar litskrúðugu
dragtir og kápur, og með því
sett sitt vormerki á bæinn. Jafn-
vel grösin hafa látið freistast af
hinni miklu blíðu og skotið öng-
um, sem strax hafa orðið græn-
ir. Já, víst hefur vorið drepið á
dyr og er óskandi, að það verði
ekki hrakið frá þeim áður en
það fær að stíga að fullu inn
fyrir þröskuldinn.
Vorblíðan hefur sett sinn svip
á bæinn um þessa helgi og er
þar náttúrunni fyrir að þakka.
Það er líka annað, sem sett
hefur svip á bæinn um helg-
ina og það eru, „mjólkurslag-
irnir“, — leiðindafyrirbæri, er
menn bera ábyrgð á og hljóta
að verða dómfelldir fyrir af öll-
um þeim fjölda, sem af brýnni
nauðsyn hafa orðið að gerast
þátttakendur í þessu leiðinda-
fyrirbrigði mjólkurmála bæjar-
ins.
Það brá mörgum í brún, er
þeir fóru að sækja mjólkina á
föstudaginn langa. Mjólkurbúð
samsölunnar var harðlokuð svo
allur skarinn varð að knýja á
hjá mjólkurbúð bæjarins. Varð
þar strax mikil þröng, svo leita
varð aðstoðar lögreglunnar. —
Hópurinn, sem beið afgreiðslu
varð það stór, að hann náði
þvert yfir Túngötu. Biðin reynd-
ist löng hjá mörgum, því að
ekki eru allir jafn frekir að
koma sér áfram í slíkum ,hasar‘
Nokkru fyrir kl. 12 var sagt,
að öll samlagsmjólk væri búin.
En fjöldi var þarna, sem þurfti
að kaupa bæði Hólsmjólk og
samlagsmjólk, svo þröngin
minkaði lítið en óánægjan óx og
margfaldaðist, því að vitað var,
að nóg mjólk var til í búð sam-
sölunnar. Héldu flestir hinir
mjólkurlausu þangað með lög-
regluþjónana í fararbroddi. —
Hittu þeir forstj. búðarinnar
og fór þess á leit, að hann af-
greiddi þá, sem enga mjólk
fengu í hinni búðinni. Fór svo,
að hann opnaði kl. hálf eitt, og
var þá kominn geysistór hópur
fólks, sem frá hafði horfið við
hina búðina áður.
Á páskadaginn endurtók sag-
an sig, aðeins önnur búðin opin,
búð samsölunnar harðlokuð all-
an daginn. Troðningurinn og
vandræðin þau sömu og á föstu-
daginn. Á annan páskadag voru
báðar búðirnar opnar, en nú brá
svo við, að engin samlagsmjólk
var til í bæjarbúðinni, en allur
slagurinn í samlagsbúðinni. —
Menn hafa spurt og spyrja enn:
Hver stjórnar slíkri endemis
vitleysu? Hvaða vinnuvísindi
eru í slíku og hvaðan er það tak-
markalausa virðingarleysi, gagn
vart bæjarbúum í heild, sprottið
sem lýsir sér í þessari fram-
komu forstj. mjólkursamsölunn
ar hér, en hann verður óumflý-
anlega að teljast ábyrgur gagn-
vart okkur bæjarbúum.
Þessi síðustu fyrirbrigði í
mjólkurmálum okkar gefa til-
efni til frekari hugleiðinga um
það í hverju ástandi þau eru.
Og þau minna óþægilega á hina
leiðinlegu „rjómaslagi", sem sí
og æ eiga sér stað, minna á
ósvífna framkomu mjólkursam-
sölunnar við Sigluf jörð, sem ef-
laust er einn stærsti viðskipta-
vinur hennar, t.d. fyrir jólin s.l.
þegar hún sendi rjóma til
Reykjav'ikur og vestur um alla
firði, en Sigluf jörður mátti gei'a
sig ánægðan með slatta fenginn
frá Húsavík.
Fleira og fleira mætti nefna,
en skal eigi gert nú. Hinsvegar
finnst mér, að ekki væri úr vegi
fyrir bæjarstjórn að taka þessi
mál til athugunar því áreiðan-
lega eru allir bæjarbúar á einu
máli um það, að slíkt ástand og
það, sem birtist um páskahelg-
ina sé til vansæmdar og vand-
ræða öllum bænum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Óánægður mjólkurkaupandi.
★ Æskulýðsfylkingin. .. heldur
fundu í Suðurgötu 10 n.k. föstu-
dag kl. 9 e.h. Sjá auglýsingu á
öðrum stað í blaðinu.
★ Sósíalistafélagið heldur aðal-
fund sinn n.k. fimmtudag 'i Suð-
urgötu 10.
Meðlimum Æ.F.S. sérstaklega
boðið á fundinn.
★ Göturnar í bænum. Eftir hina
miklu umferð, sem verið hefur
um götur bæjarins í vetur í sam-
bandi við síldarflutningana, ma
segja, að allar göturnar, sern
ekki eru steyptar séu ófærar
gangandi mönnum og hverskyns
farartækjum. Þetta er í sjálfu
sér ekki óeðlilegt, þegar það er
athugað, að göturnar eru yfir-
leitt þannig byggðar í fyrstu, að
ekki hefur verið gjört ráð fyrir
nema mjög takmarkaðri bíla-
umferð, og alls ekki nema yfir
stuttan t'ima úr ári. Efnið sem
göturnar eru byggðar úr er að
mestu leyti mold og „grús“ og
slitlag þunnt og úr ófæru efni.
Má segja, að öll vinnubrögð við
gatnagerð hér hafi verið þannig,
að tjaldað hefur verið til einnar
nætur. Nú verður ekki hjá því
komizt, að hefjast handa og
byrja á lagfæringum og endur-
byggingu gatnanna almennt. —
Bæjarsjóður á ágætis grjót-
mulningsvél, og ætti veganefnd
in nú þegar að gera ráðstafanir
til þess, að hún verði sett í
gang og mölun á grjóti til
gatnagerðar hafinn í stórum
stíl. Nú eru í bænum fjöldi
verkamanna, sem lítið sem
ekkert hafa að vinna. Er það
sjálfsögð skylda bæjarstjórnar,
að þeir verkamenn, sem nú
ganga hér atvinnulausir verði
teknir til vinnu hjá bænum og
þá fyrst og fremst í það að
koma götum bæjarins 'i keyrslu-
fært ástand, en eins og þær eru
nú ,er langt frá þvi að svo sé.
Bæjarbúar eiga heimtingu á því,
að það fé, sem samkvæmt fjár-
hagsáætlun bæjar og hafnar-
sjóðs er ákveðið að verja til
gatnagerðar og til viðhalds
gatna verði notað, og að fram-
kvæmdir verði hafnar á þeim
tíma, þegar menn vantar vinnu.
Við heyrum oft talað um, að
bærinn okkar sé óþrifalegur.
Þetta er því miður alltof mikill
sannleikur, en til þess að hægt
sé að fegra og bæta útlit bæjar-
ins er það fyrst og fremst nauð-
synlegt, að sú ómenning, sem
hér ríkir í sambandi við útlit
gatnanna í bænum hverfi og að
bæjarstjóm sé sér þess meðvit-
andi, að það er henni til stór-
skammar, hvernig götumar í
bænum hafa verið og hvernig
þær eru nú, og að það sé hennar
Æ.F.S. Æ.F.S.
Æskulýðsfylkingin
félag ungra sósíalista heldur
félagsfund n.k, föstudag 2.
apríl kl. 9 e.h. í Suðurgötu 10,
DAGSKRÁ:
1. Inntaka nýrna félaga.
2. Félagsmál
3. Sundlaugarniál
4. Málfundaratriði: Hvort er
betra að vera í sveit eða
kaupstað. Tvær framsögu-
ræður.
5. Öimur mál.
Félagar! Fjölmennið stund-
víslega, komið með nýja félaga.
STJÓRNIN
Nýkomið:
Kjólar
Kvendraktir
Kvenpeysur (peysusett)
Undirfatasilki
Telpukápur
Dúkliuhöfuð
Gammosíubux.ur
Skóhom
Bamasokkar
VERZLUN
JÓNfNU TÓMASDÓTTUR
Herra-hattar
nýkomnir
Verð kr. 46,00
VERZLUN
JÓNÍNU TÓMASDÓTTUR
NÍ)A 810
sýnir
Miðvikudag kl. 9:
Kveiuiíagull kemur lieim.
Fimmtudag kl. 9:
Kveniiagull kemur heim.
Föstudag kl. 9:
Hátíð í Mexíco
Laugardag kl. 9:
Kaptain Kid
Sunnudag kl. 5:
Smámyndir og þættír
Sunnudag kl. 9:
Ópiir óttans
RÉTTUR
Tímaritið Réttur 2. hefti 31.
árg. er nýkomið út.- Flytur það
þrjár merkar greinar: Island og
Ameríka, eftir Einar Olgeirsson
— Hugleiðingar um líf og list,
eftir Jóhannes úr Kötlum; Allur
almenningur verður að styðja
verkalýðshreyfinguna í þeirri
miklu varnarbai'áttu, sem nú fer
í hönd, ræða Brynjólfs Bjarna-
sonar við umræðurnar um
þrælalög ríkisstjórnarinnar.
skylda að bæta úr slíkri
ómennsku. Bæjarbúar hafa
kosið þessa bæjarstjórn í trausti
þess, að hún yrði störfum sínum
vaxin og héldi þannig á málefn-
um bæjarins, að viðunandi væri,
en eins og götur bæjarins eru
og hafa verið er ástandið óþol-
andi. Það er krafa bæjarbúa,
sem bæjarstjórn getur ekki
skotið sér undan, að hafist verði
nú þegar handa um, að götum
bæjarins verði komið í viðun-
andi horf.
j
1