Mjölnir - 02.06.1948, Qupperneq 2
— VIKCBLAÐ —
Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar
Símar 194 og 210
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson
Blaðið kemur út alla miðvikudaga.
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgi-eiðsla Suðurgötu 10
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
Keflavíkurflugvöllur opinber herstöð
, ,Fulltrúadeildin samþyldcti i gærkvöld fnunvarpið um
207.930.100 dollara f járveitingu til umhóta á herstöðvum og varð-
stöðvulm frá íslandi til Hawaii. Samkvæmt frxunvarpinu á að
verja 8,5 milljónum dollara til leynilegra flugstöðva í Alaska
og á Nýfundnalandi og 10 milljónum dollara til Keflavíkurflug-
vallar á Islandi. Frumvarpið fer nú til athugimar í nefnd, sldp-
aðri af fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í sameiningu.“
Þannig hljóðaði Reuters-skeyti, sem danska blaðið Land og
Folk birti 22. maí s.l.
Sé rétt með farið í skeyti þessu, og enn hefur ekkert komið
fram, sem bendi til >þess að svo sé ekki, hafa Bandaríkin nú
alveg kastað grímunni; þykjast þegar hafa komið ár sinni svo
vel fyrir borð, að þau hirða ekki lengur um, þótt leppar þeirra
standi afhjúpaðir sem landráðamenn í augum þjóðar sinnar.
Það þurfti enga opinbera staðfestingu Bandar'ikjastjórnar
um þetta efni. Allir Islendingar vita, jafnvel iþótt sumir þrjóskist
vegna pólitísks ofstækis við að játa það, að þjóðin var blekkt og
svikin og land hennar selt á leigu undir erlenda herstöð fyrir tveim
árum síðan. Svo að segja hvert einasta smáatvik, sem gerzt hefur
á Keflavíkurflugvelli síðan, sannar það, að Bandarikjamenn skoða
sig sem einvalda húsbændur þar. Islenzk lög eru þverbrotin þar,
greini þau á við geðþótta útlendinganna, sem starfa þar. Fram-
koma Bandaríkjamanna gagnvart Islendingum, jafnvel þó 'islenzkir
ráðherrar eigi í hlut, minnir oft meira á viðskipti þeirra við negr-
ana í heimaland þeirra en samskipti frjálsra og jafnrétthárra að-
ila. Og þeir, sem gæta skyldu réttar Islendinga, taka hverri móðg-
un við hina fullvalda íslenzku þjóð með flaðurslegri auðmýkt, lof-
syngja yfirgangsseggina fyrir ást þeirra á frelsi og lýðræði, og
virðingu fyrir rétti smáþjóðanna.
En það er ekki á betra von. Mennirnir, sem í krafti valda
sinna og aðstöðu ættu að gæta hagsmuna íslendinga gagnvart
„herraþjóðinni,“ eru einmitt sömu mennirnir, og sviku sig inn á
íslenzku þjóðina við þingkosningarnar sumarið 1946, með loforð-
um, yfirlýsingum og drengskaparheitum um, að þeir skyldu ekki
láta útlendingum í té herstöðvar á Islandi.
Undanfarið hefur verið á kreiki þrálátur orðrómur um það,
að ríkisstjórnin sé að makka við Bandaríkjamenn bak við tjöldin
um að láta þá hafa opinberar herstöðvar hér. Símskeytið, sem birt
var í upphafi þessarar greinar, styrliir fremur en veikir þá skoðun.
Bandaríkjamenn hafa fram að þessu látið svo heita opinberlega, að
Keflavíkurflugvöllur væri bara meinlaus viðkomustaður fyrir
flugvélar, og væri undir yfirstjóm íslendinga. Þeir mundu tæplega
fara að tilkynna öllum heiminum, að hér væri opinber herstöð,
nema þeir teldu hérumbil fullvíst, að svo yrði innan tíðar.
Það er líka margt, sem bendir til þess, að agentar Bandaríkja-
anna hér heima á Islandi ætli sér að láta þeim í té opinberar her-
stöðvar hér. Til dæmis hefur verið fenginn hingað áróðursmaður
frá Noregi, Amulf överland, til þess meðal annars að eggja Is-
lendinga á að „fórna sér“, láta BandaríkjuíiiUn í té lierstöðvar hér,
til notkunar f múgdrápastyrjöld þeirri, er samvizkulausasta aftur-
hald heimsins þráir nú heitast af öllu að koma í framkvæmd til
þess aið hnekkja sókn sósíalismans. Hafa áróðurtæki afturhaldsins
fagnað honum með kostum og kynjum og gert mannhatursboðskap
hans að sínum, og sjálfur forsætisráðherrann tekið hann alveg sér-
staklega upp á arma sér svo sem væri hann frelari þjóðarinnar.
Það hefur verið borið á ríkisstjórnina, að hún stæði 1 makki
við Bandaríkjamenn um að láta þá hafa herstöðvar hér. Hingað
til hefur 'hún ætíð svarað svo þungum ásökunum, borið þær af sér.
En nú þegir hún. Hún hefur ekki, né heldur blöð hennar, látið orð
frá sér fara viðvíkjandi fjárveitingu Bandaríkjaþings til Kefla-
víkurflugvallar. Hún veit, að þjóðin bíður þess með eftirvæntingu,
að þessi óviðfeldni orðrómur um, að enn eigi að láta Bandaríkj-
unum í té herstöðvar hér, verði kveðinn niður 4 einn eða annan
hátt.
Hversvegna þegir ríkisstjórnin? Er þögn hennar samþykki við
orðróminum um að hún sé að semja við Bandaríkin um opnberar
herstöðvar? iEða tákn þess, að rlkisstjórnin ætli sér að leyfa
Bandaríkjamönmun að fara sínu fram á Keflavíkurflugvellinum,
hér eftir sem hingað til, svo sem væri hann hluti af þeirra landi?
En hvort sem heldur er, mun það geymast 1 sögunni sem dæmi
nm ræfildóm og óþjóðhollustu aumustu ríkisstjórnar, sem setið
hefur á Islandi.
rposturinn
• Barnaskólanum slilifi. Barnaskóla
Siglufjarðar var slitið s.l. laugar-
dag kl. 2. Alls sóttu 388 börn skól-
ann í vetur. 56 Juku fullnaðarprófi.
Hlutu tvö beirra 1. ágætiseinkunn,
Gunnar Gunnlaugsson 12 ára, sem
l'ékk 9,6 í aðaleinkunn, og Jóhann
Jónsson 13 ára, sem fékk 9,2 í
aðaleinkunn. Skólinn starfaði í 16
deildum í vetur.
I.ýsisgjafir og ljósböð voru í skól-
anuin í vetu'r eins og að undanförnu
Fengu nærri því öll börn ljósböð,
og flest lýsi. Voru notaðir um 500
lítrar af lýsi í skólanum í vctur.
' Heilsufar var ineð lakara móti,
bar talsvert á kvefi og ýmsum smá-
kvillum.
11 fastir kennarar störfuðu við
skólann í vetur og 3 stundakenn-
arar.
menningur Ijá henni lið á ýmsan
liátt.
l>að er skömm að þessum staðar-
ríg milli Akureyrar og Siglufjarðar
og eiga báðir aðilar sök á honum.
Svona ríg á að útrýina, en það er
ekki hægt nema með meira sam-
starfi og kynningu en verið hefur.
Við Siglfirðingar viljum, að
okkur sé sýnd full virðing og sann-
girni í viðskiptum okkar við Akur-
eyringa, t. d. við íþróttakeppnir
milli bæjanna, en á því hefur slund
um verið misbrestur að okkar dómi.
Sömu kröfu gera Akureyringar til
olckar.
Eg held að það væri lieppilegt,
að íþrótlafélög þessara nágranna-
bæja skiptust oftar á lieimsóknum
en þau gera, ennfremur verkalýðs-
telögin, skipzt yrði á leikliópum,
söngflokkum o.s.frv. — Eðlileg sam
keppni milli staða getur verið ágæt,
en rígur, sem byggður er á óvilil,
er alltaf skaðlegur.“ S.
• Iijónaefni. — Nýlega hafa opin-
Iierað trúlofun sína, ungfrú Elín
R. Eyfells og Þór Jóhannsson, hús-
gagnabólstrari.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Sigríður Sigmundsdóttir frá
Akranesi og Alfreð Einarsson, stud.
phil. Mjölnir óskar hjónaefn-
unum lil hamingju.
• Ujónaband. — Síðastliðinn þriðju
dag voru gefin saman í lijónaband,
á skrifstofu bæjarfógeta, fröken
Kristbjörg Ásgeirsdóttir frá Seyðis-
firði og Sigurjón Sigtryggsson frá
Ölafsfirði. Ileimili þeirra verður á
Háveg 9. Mjölnir óskar brúð-
hjónunum til hamingju.
LÁGMARKSKAUPTAXTI
• Gaonfræöaskólanum slilifi. Gagn-
fræðaskólanum var slitið s.l. laug-
ardag lcl. 5.
Að þessu sinni útskrifuðust 15
gagnfræðingar úr skólanum. Enn-
fremur þreytti einn nemandi lands-
próf. Heilsufar i skólunutn hefur
verið sæmilegt í vetur.
Hæslu einkunnir hlutu þessir
nemendur:
1 3. bekk: Iris Svala Jóhanns-
dóttir, lilaut 8,75 í aðaleinkunn.
I 2. bekk: Katrín Guðmunds-
dóttir og Ólafur .Tóhann Jónsson,
lilutu 7.71 í aðaleinkunn.
I. 1. bekk: Ríkharður Sigurðsson,
hlaut 8,38 i aðaleinkunn.
• Um H0 nemenclur úr efslu bekkj-
um beggja skólanna fóru s.l. sunnu-
dag til Ólafsfjarðar til sundnáras.
Þarf varla að cyða að þvi orðum,
hvílíkt óhagræði er að sundlaugar-
leysinu hér. Sund er nú lögboðin
námsgrein i barna- og gagnfræða-
skólum. Má vart teljast vansalaust
fyrir Siglufjörð, að á hverju ári
skuli þurfa að senda unglinga liéð-
an i önnur héruð til sundnáms.
Verkamannafélagsins Þróttiar, Siglufii'ði í jútú 1948. Gildir hjá
ödum síldarverksmiðjummi og Siglufjarðarkaupstað og fleirum.
LÖGBUNDIN VÍSITALA 300 stig.
1. Almenn dagvimia (2,80) 8,40 13,44 16,80
2. Handlangarar hjá múrurum (2,90) 8,70 13,92 17,40
3. Þróarvinna, grjótnám og holræsa- hreinsun (2,95) 8,85 14,16 17,70
4. Gerfismiðir, lager- og skipavinna (3,00) 9,00 14,00 18,00
5. Stokerkynding á þurrkofnum, lempun á kolum, olíukynding og bílaakstur (3,10) 9,30 14,88 18,60
6. Vinna við kol, salt og sement, losun síldarúrgangs úr skipum og vinna með loftbora; kynding á ikötlum, er mokað er inn á m. skóflum (3,30) 9,90 15,84 19,80
7. Boxa- og katlavinna (3.67) 11,01 17,62 22,02
Kaup unglinga 14—16 ára (2,15) 6,45 10,32 12,90
Mánaðarkaup í 2—6 mánuði (553,78) ... 1661,34
Mánaðarkaup í 6 mánuði eða lengur (520,00) . 1560,00
Vökumenn, þar með taldar helgidaganætur (640,00) .... 1920,00
• Sjómannadaourinn er næslkom-
andi sunnudag. Verða þá liátíða-
liöld og merkjasala, svipaö og und-
anfarin ár. Skipstjóra og stýri-
mannafélagið Ægir liefur forgöngu
um hátíðahöldin, en ýmis önnur
samtök taka þátt í undirbúningi og
framkvæmd hátíðahaldanna. Má
þar til nefna Kvennadeild Slysa-
vaynafélagsins Vörn; Sjómanna-
deild Þróttar; íþrótlabandalag
Siglufjarðar; K. S. og F.l.S.
Er þess að vænta, að bæjarbúar
fjölmenni til hátíðalialdanna og
kaupi merki dagsins. Allur ágóði af
hátíðahöldunum mun renna til
sundlaugarinnar. Vonar nefndin, að
framlag Sjómannadagsins til laugar
innar geti komist upp í 20 þús.
kr., ef þátttakan í hátíðahöldunum
verður ekki minni en hún var í
fyrra. Aðaltekjur nefndarinnar eru
af merkjasölunni.
Siglfirðingar! Muniö, oð hver
ei/rir, sem þiS látiö fyrir mcrki
Sjómannadagsins, rennur lil sund-
laugarbijggingarinnar.
• „S,“ sendir Bæjarpóstinum eftir-
farandi pistil. Hefur þótt rétt að
birta hann, enda þótt mörgum muni
finnast gert fullmikið úr ríg þeim,
sem einstaka maður fullyrðir að
sé milli Siglufjarðar og Akureyrar.
„Sumir hafa látið í Ijós óánægju
yfir því, að Lúðrasveit Akureyrar
var ráðin til þess að leika hér á
hátíðahöldunum 20. maí, og töldu
þá ráðstöfun til minnkunar fyrir
kaupstaðinn. Veðrið sá um það, aö
flugvélin, sem átti að flytja lúðra-
sveitina, komsl ekki liingað, en
nokkrir menn úr lúðrasveitinni, er
höfðu verið svo forsjálir að koma
daginn áður, gengu fyrir skrúð-
göngunni með trumbur sínar og var
það strax til bóta. Hafi þeir þökk
fyrir komuna! Annars finnst mér,
að þeir, sem eru óánægðir með
þessa ráðstöfun hátíðanefndarinnar
ættu þá að sýna manndóm sinn
með því að koma hér upp lúðra-
sveit. Efast ég ekki um ,að bærinn
mundi fást til að styrkja slíka starf-
semi, ef nauðsynlegt þætti, og al-
Siglufirði, 30. maí 1948
STJÓRN ÞRÓTTAR
TILKYNNING
. .Frá 1. júní verður tekið heimsendingargjald
kr. 1,50 af öllum vörusendingum, sem eru innan
við kr. 50,00 að verðmæti. — Stærri pantanir
sendar ókeypis.
Ekki tekið á móti vörupöntunum til heim-
sendingar eftir kl. 1 á laugardögum.
Siglufirði, 29. maí 1948
F. li. Verzlunarfél. Siglufjarðar Pr. pr. Kaupfélag Siglfirðiuga
(Ásgeir Jónasson) (Hjörtur Hjartar)
Verzlunin Sveinn Hjartarson Verzlun Péturs Bjömssonar
(G. Þórðarson) (Pétur Bjömsson)
Skipaverzlun Víkings h.f. Verzlunin Ægir
(A. Jónsson) (Kári Jónasson)
Gestur Fanndal
TIL SÖLU
Af sérstökum ástæðum er til sölu 2ja manna svefnsófi, sér-
staklega hentugur í litlu húsplássi; 2 fullstoppiaðir stólar; sófaborð
og 5 lampa útvarpstæld.
Afgreiðslan vísar á.