Mjölnir


Mjölnir - 02.06.1948, Blaðsíða 3

Mjölnir - 02.06.1948, Blaðsíða 3
3 #____________________M J O L N 1 B LEW CHAWT: Konan í hinni rauðu Mf ð- Asíu 4 Á landamærum Indlands og Kína, við rætur hinna voldugu fjalla og í ríki hinna eilífu skrið- jökla, hafa elztu þjóðflokkar Asíu, Kirgisarnir, búið frá ómunatíð í giljum og dölum Tien-Sjans, rétt hjá upptökum Pamir, „þakkar heimsins“. Og það er ekki lengra en 100 ^ ár síðan þetta „Himinf jallaland“ var auður blettur á kortinu. Um miðja síðustu öld kom fyrsti Evrópumaðurinn, hinn frægi landkönnuður Semjonov, til strandar Issyk-Kul vatnsins, þess vatns ,er liggur hæst allra stöðuvatna á jörðunni, og sem af hinum innfæddu er kallað „Kirgisavatnið“. Á þessum tímum lifðu Kirgis- ^arnir mjög frumstæðu og menn- ingarsnauðu lífi og urðu að þola rán og allskonar harðrétti af hálfu rússnesku keisarastjórnar innar og fádæma arðrán og kúgun frá hendi innlends aðals og valdhafa. Og ekki eru nema 25 ár síðan ferðamaður, er heimsótti þetta fjallaland, ritaði: ,,Um langt skeið enn munu Kirgisarnir ^ búa við hina frumstæðu búskap- arháttu sína sem hingað til.“ Ár eftir ár endurtók sig sama sagan í lífi hirðingjanna: Þang- að sem hjörðin fór, héldu menn- irnir einnig með hin köldu og óvistlegu hreysi sín, og þá fáu muni, er þeir áttu. Frá vetrar- beitilöndxmum til beitilanda vors ins og svo þaðan til beitilanda sumarsins og loks þaðan í beiti- i lönd haustsins. Einn embættismann innfædd- an hitti landkönnuðurinn í öllu landinu og ekki einu sinni hann kunni að rita á sínu móðurmáli. Kiriska þjóðin átti sem sé ekk- ert ritmál. „Kirgiska konan er fátækari en allt, sem fátækt er“, ritaði einu sinni rússneskur leiðangurs maður. „Hún er hlutur, sem i gengur kaupum og sölum. Og þar sem hún húkir auðmýkt, skelfd og fáfróð í hinu óhreina ,,kvennahomi“ hreysisins, veit hún ekki annað en að þetta sé hið eina mögulega hlutskipti." Meðal Kirgisanna tíðkaðist fjölkvæni. Héraðshöfðingjarnir gengu um og völdu sér ambátt- ir í kvennabúr sín. Fyrir einn hest — en án hans væri líf þess- ara hirðingja óhugsandi — > fyrir nokkrar kindur eða aðrar # yörur keypti höfðinginn þá stúlk una, er féll honum í geð, og hafði hana á brott með sér úr hinu óvistlega hreysi. 10—11 ára urðu þær svo rekkjunautar höfðingjans, 14— 15 mæður og þrítugar voru þær orðnar „kerlingar“, stúlkur sem ofaukið var og sem skulfu sem strá í vindi fyrir vilja eigand- • ans. Þetta var hlutskipti kir- gisku kvennanna. Fullur eftirvæntingar og for- vitni fór ég á síðasta vori í ferðalag til lands himinfjall- anna. Ferðin tók 3 mánuði. Eg ferðaðist í dölunum og fjöllun- unum og get fullvissað ykkur um, að margar undraverðar breytingar hafa orðið þar. Leiðangursmaður frá því á tímunum fyrirbyltinguna mundi ekki hafa þekkt aftur hið gamla kirgiska svæði í þessu blómstr- andi landi, kirgiska ráðstjórnar- lýðveldið með sínum 1 Va milljón íbúum og landssvæði á stærð við Áusturíki, Belgíu og Portú- gal öll til samans. Skurðir og vatnsveitur liggja nú um landið þvert og endilangt og er það nú allt orðið mjög frjósamt. Hirðingjalífið er nú úr sögunni, og allir hafa nú lært að lesa og skrifa. Hin nýja þjóð hefir skapað hið nýja líf og hún á nú sjálf öll auðæfi ættjarðar sinnar. Og við hlið karlmanns- ins stendur nú hin frjálsa, menntaða og jafnréttháa, dug- lega kirgíska kona. Og hafa kon- urnar lagt drjúgan skerf af mörkum til að reisa borgir og bæi langt uppi í afskekktum dölum, bæi, sem umluktir eru skógum og grænmn ökrum á alla vegu. Rafmagnsljós hafa þeir ,síma, útvarp, leikhús, bíó, háskóla, gagnfræðaskóla, sjúkrahús, — bókasöfn og allt hvað nöfnum tjáir að nefna. Eg hefi átt tal við margar kirgiskar konur, við bóndakon- ur á samyrkjubúum, við konur, sem frægar hafa orðið fyrir uppskeru sína á bómuliar- og sykurökrum — ökrum, sem eru í eigu yrkjenda sinna — og við forstöðukonur og samyrkju- búum, við listakonur og þing- konur. Á samyrkjubúinu Ksyl-Sjark (rauða austrið) kynntist ég bómullaruppskerukonunniSuch- sursjan Kurmeysjeva. Maður hennar féll í stríðinu við Þýzka- land Hitlers, og hún stóð eftir með 3 ung börn. Áður, fyrir októberbyltinguna, var fjöl- skylda, er missti fyrirvinnuna fyrirfram dæmd til að lifa í eymd og volæði og bíða hins hægfara hungurdauða. 1 dag segir Suchsjursjan: „Eg hefi einsett mér að vinna vel fyrir börn mín og reyna að bæta þeim hinn sára föðurmissi, og vinna mín hefir borið ríkulega ávöxt.“ Síðastliðið ár fékk Suehsur- sjan, auk hinna föstu launa fyrír vinnu sína, 700 kg. af alls- konar grænmeti, og í aldingarði sínum hefir hún skorið upp mikið af ávöxtum og úr mat- jurtagarði sínum fær hún gnægðir kartaflna. Eina kú á hún, tíu kindur og nokkur hænsni. 1 hinu vistlega húsi hennar sá ég útvarpstæki, grammófón og reiðhjól elztu dótturinnar. Fyrir einum 30 ár- um hafði enginn Kirgisi svo mikið sem heyrt slíkra hluta getið. I borgum og bæjum lýðveldis- ins hitti ég stúlkur, er tóku þátt í stjóni þess. Kerimbubu Sjopokova, sem á ökrum s’inum hefir hlotið mestu sylcurrófu uppskeru, er um getur, var þannig kjörinn í Æðsta ráð Ráð- stjórnarríkjanna. Önnur bænda- | stúlka, Fatima Kadyrkajeva, er varaforseti í Æðsta ráði Kirgis- anna. og ritari Æðsta ráðsins er einnig kona. Eg talaði einnig við konur. er voru fulltrúar fyrir hina menntuðu Kirgisa. Meðal þeirra var kvenskurðlæknirinn Ajdarbekova, er gengið hafði í skurðlækningadeild háskólans og re'kur nú frjósamt vísinda- starf, sem kvensjúkdómafræð- ingur. Sjálf kom hún í heiminn (Vegna mistaka hefur dregist allengi að jæssi grein yrði birt. Er höfundur beðinn velvirðing- ar á þ\i). Ólafsfirði, 28/4 1948 Eg varð ekki svo lítið undr- andi, þegar ég sá grein eftir Randver Sæmundsson í „Degi“. Eg hefi ekki orðið vör við, að hann hafi látið sjá skrif eftir sig fyrr. En einu sinni er allt fyrst. Það er því gott og blessað, að Randver fer fram með aldr- inum, en ekki hið gagnstæða, eins og oft vill verða. - Það er vandalaust að að ráða af grein Randvers, hve mikið honum finnst koma til persónu sinnar. Mér finnst einkennilega, að orði komizt, þar sem hann segir í grein sinni um kosning- arnar í Ólafsfirði, ,,að fyrrver- andi stjórn hefði vel unnt sósíal- istum þess sigurs að koma Aíæl Péturssyni ’i formannsstöðuna, því að þar hæfði hvað öðru for- ingi og fylgismenn. Hvað skyldi það vera, sem Randver er að reyna að gefa í skyn með þessari setningu? Allir aðrir en kunnugir þess- um mönrnnn, mættu af þessari „strúts hugmynd" hans ráða, að hér værí um einhver ja óbóta- í dimmu hreysi og án nokkurar hjálpar læknis eða ljósmóður. Það var Saira Kiisbajeva, ein- söngvari í söngleikahúsinu og meðlimur í æðsta ráðinu, og það var hin tuttugu ára ballett- dansmær Bikisara Bejsjenali- jeva, já það voru þúsundir stúlkna úr bæum og borgum landsins, sem fylltu sali há- skólanna og heimavistarhús- anna, „Hvar ætlið þér að vinna, er þér haf ið lokið náminu ?“ spurði ég ungan kvenstúdent, er stund- aði nám í uppeldisfræði við há- skóla. Stúlkan virti mig fyrír sér með hinum dásamlegu, svörtu augum sínum. „Auðvitað á samyrkjubúinu mínu í Tjan-Sjan. Eg mun keima börnumun bókmenntir, svo þau megi þekkja Puskin, Tolstoj, Turgenjev og Gorki, og elska þá svo sem ég geri, og ég mun kenna þeim að þekkja Shakespeare, Balzac, Dickens og Zola og meta þá. Allar mínar vinstúlkur fara til samyrkju- búsins — okkar er beðið þar“. menn að ræða, því að allir þeir, sem greinina lesa geta fljótlega af ráðið hversu mikils Randver metur þessa menn. Hvað niðrunarorðum hans um framkomu formannsefnisins við kemur vildi ég segja hér nokkur orð. Kymii min af Axel eru hin prýðilegustu. Hann vill öllum gott gera, þar sem því yrði við- komið, hvort heldur á sjó eða landi. Hjálpfýsi hans kæmi því jafnt niður hvort sem það væri andstæðingur eður ei, þv'i að þar léti Axel ,sinn innri mann ráða. Axel léti aldrei pólitískar skoð- anir leiða sig afvega. Eg ætla að fuEvissa Randver um það, að hans fylgifiskar eru í engu meiri, en Axels fylgis- menn. Eg hygg, að Axel hafi engu minni þekkingu á verkalýðsmál- um en Randver og ólíkt er hvað ,hann leggur sig meira fram verkalýðnum til hjálpar. Eg hygg, að hið mesta og bezta, sem Randver lætur verka- lýðnum í té, sé sala á óætu brauði, fullu verði, sem bæði er mvglað og hrátt. Eg tala af eigin reynd. Kona. 1 — Síldarstúlkur! Þær stúlkur, sem ætla að vinna í síld lijá oss nú í sumar, eru beðnar að gefa sig fram lúð fyrsta, við iskrifstofu vora, Aðalgötu 14, eða Sigríði Þorleifsdóttur, Hvanneyrii-braut 7. Bætt vinnuskilyrði. H. F. HAFLIÐI TILKYIMIMIIMG Þeir, sem eiga kjöt, slátur og önnur matvæli geymd í hrað- frystUiúsinu Isafold, eru rínsamlega beðnir að talca þau nú þegar, þar eð frjstiklefinn var aðeins telánn á leigu til 1. júní og eig- andinn krefst, að hann verði rýmdur strax. BÆJARSTJÓRINN Ólafsfjarðarpósturinn GBUNNKAUPSHÆKKUNIN (Framhald af 1. síðu) kaupgjalds við allar síldarverk- smiðjurnar. Sýnir sá lárangur, sem nú hefur náðst baráttu- laust, að baráttan þá hefiu' skapað heildarsamtökunum verðuga virðingu og viðurkenn- ingu á mætti iþeirra. Og nú sést, að stefna verkamanna í verk- fallinu í fyrra var hárrétt, og að þeir örfáu menn úr verka- mannastétt, sem beittu sér gegn verkfallinu, og því miður tókst að blekkja einstaka mann til fylgis við sig, voru ekkert annað en verkfæri, sem atvinnu- rekendastéttin og leppar hennar í ríkisstjórninni höfðu lokkað til fylgis við sig vegna pólitísks of- stækis þerra. - Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi 1‘átið þessa samninga af- skiptalausa. í fyrra stimplaði hún allar kauphækkanir sem glæpi og fyrirskipað sínum mönmun að berjast gegn þeim, svo sem alkunnugt er. Virðist hún ekki hafa þorað það nú, enda er seta hennar orðin ári lengri nú en þá, og óvinsældir hennar hafa aukizt svo, að ekki er á þær bætandi, ef hún á að geta druslast eitthvað lengur við völd. Með þeirri lagfæringu á kaup- gjaldi, sem hér hefir verið rætt um, hafa verkamenn fengið dá- litlar sárabætur fyrir launrán ríkisstjórnarinnar með „dýrtdð- arlögunum“ illræmdu frá því í vetur, sem juku dýrtíð allra launþega um 8—10%. Þó vantar mikið á, að þessi kauphækkun vegi upp á móti niðurskurði vísitölunnar. Það er ánægjulegt, að verka- menn og atvinnurekendur skuli nú hafa fengið að semja um kaup og kjör án þess að óvið- komandi aðilar sletti sér fram í það, enda hafa þessir samning- gengið fljótt og . algerlaga árekstrarlaust. Eru þeir Þrótti til sóma og hljóta að treysta hina stéttarlegu einingu verka- lýðsins á Norðurlandi. Nokkuð heífur borið á þvi undanfarið, að m'álgögn ríkis- stjómarinnar, svo sem Alþýðu- blaðið, Dagur, Vísir, Tíminn o.fl. blöð hennar, hafi reynt að vekja upp æsingu gegn norðlenzkum verkalýð og réttlætiskröfum hans. Gekk Dagur á undan með viðbjóðslegum sorpskrifum, þar sem þvi var haldið fram, að „kommúnistar“, en svo heita á máli stjómarblaðanna ailir þeir, sem fremur vilja vinna launastéttunum gagn en ógagn, hefðu í hyggju að stofna til verkfalla og óeirða, í því skyni að eyðileggja síldarvertíðina í sumar. Löptu svo hin stjómar- blöðin óhróðurinn upp eftir Degi. og sló Aiþýðublaðið met hans í ieiðara, sem það birti \xm málið, enda hefur það blað alltaf forustuna nú, þegar um það er að ræða að svívirða og rægja verkamenn og samtök þeirra, og berjast gegn hagsmunamál- um þeirra. Verða þessir aftur- haidssneplar nú að athlægi fyrir geip sitt og hljóta verðskuldaða fyrirlitningu fyrir fjandskap sinn gegn málstað verkalýðsins.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.