Mjölnir - 06.10.1948, Page 1
FLOKKURtHN
Þeir flokksfélagar, sem enn
eiga eftir aö greiða flokksgjöld
sín eru áminntir um að gera
það sem allra fyrst.
BH
Miðvikudaginn 6. október 1948.
41. tölublað. 11. órgangur.
Fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar
eru atvinnuhoríur slæmar hér
Ríkisstjórnin liggur á framkvtemdum við
tunnuverksmiðjuna og fyrir hennar aðgerðir er
ekki hægt að notfæra sér þann mikla afla, sem
hér er nú upp í landssteinum.
Ríkisstjórnin hefur svikið Siglfirðinga um
niðursuðuverksmiðjuna og lýsisherzlustöðina.
Frá 7. þingi Æskulýds
fylkingarinnar
Sú dauða hönd afturhaldsins
sem ríkisstj órnin leggur yfir
athafnalíf landsmanna, hefur
leikið fáa eins grátt eins og
Siglfirðinga, enda er svo komið
að í stað þess blómlega athafna
lífs, sem hér hefði verið nú, ef
ríkisstjórnin liefði ekki stöðv-
að þser framlcvæmdir, sem hér
voru ákveðnar, að fram undan
er algert atvinnuleysi, ef ekki
verður flutt liingað síld íil
vinnslu.
Það var milcill fögnuður yfir
því hér á Siglufirði,, þegar Áki
Jakobsson, þingmaður bæjar-
ins, kom því fram, að hér
skyldu byggðar lýsisherzlustöð,
stór niðursuðuverksmiðj a og
tunnuverksmiðj a. Verkamenn
hugðu gott til glóðarinnar með
atvinnu við byggingar þessara
fyrirtækj a og síðan við starf-
rækslu þeirra. Og allir fram-
farasinnaðir menn í bænum
litu svo á, að hér væri um að
ræða stórfellda lyftistöng í'yrir
þróun og víðtækari framkv.
Lýsisherzlustöðina átti ein-
göngu að starfrækjiá jrfir 9
vetrarmánuðina, eða þann
tíma, sem hér er minnst um
vinnu. Þetta er létt og þægileg
vinna, svo að segja að öllu leyti
innan lniss. En í sambandi við
lýsisherzlu skapast miklir
möguleikar til yæniskonar iðn-
laðar, bæði úr hinu herta lýsi og
afgangsefnum, þá myndi þurfa
stórt verkstæði til að smíða um
búðir um vörurnar. En það er
ekki aðeins það, sem jákvætt
er við þenna rekstur, að við
hann sé mikil atvinna, heldur
er hann mjög arðvænlegur og
ttiyndi auka gjaldeyrisverð-
mæti síldarlýsisins um helming
eða 100%.
Hvað snertir niðursuðuvei'k-
smiðjuna væri eðlilegt, enda
svo ráð fyrir gert, að hún yrði
starfrækt allt árið, við niður-
suðu fersksíldar yfir sumarið,
en niðursuðu ýmiskonar fiskj-
ar og niðurlagningu síldar yfir
vetrarmánuðina. Gert var ráð
fyrir að verksmiðjan afkastaði
48 þúsund y2 kg. dósum á dag,
eða ca. 24 tónnum af fullunn-
um fiskvörum. Það myndi
svara til, að hún gæti tekið á
inóti daglega um 50 t. af fersk-
fiski. Væri slíkt fyrirtæki starf-
rækt liér, gæti það tekið allan
aflann af þeim bátum, sem liér
geta róið nú og meira til.
Áki Jakobsson, sem þá var
atvinnumálaráðherra, lét setja
þessum báðum fyrirliuguðu
fyrirtækjum stjórn. Voru vald-
ir til þess dugandi menn og
lagt fyrir þá að hraða undir-
búningi. Undirbúningurinn var
strax hiafinn og fljótlega fest
kaup á töluverðum hluta nauð-
synlegra véla til verksmiðj-
anna beggja, en svo kom nú-
verandi ríkisstjórn til skjal-
anna. Bæði stjórn lýsisherzlu-
stöðvarinnar og niðursuðu-
verksmiðjunnar voru settar af
og stjórn þessara mála látin í
hendur ríkisverksmiðjanna. —
Þá þegar var sýnilegt að hverju
stefndi. Sósíalistar bentu þá
strax á, að nú væri verið að
drepa þessi fyrirtæki. Þessu
trúðu menn yfirleitt ekki þá,
enda óspart lialdið fram af
stjórnarsinnum að hér væri
bara um „áróður“ að ræða hjá
sósíalistum. En svo fóru að ber-
ast fregnir um, að ríkisstjórnin
væri að reyna að selja vélarnar
erlendis, sem búið var að festa
kaup á. Sósíalistar afhjúpuðu
þetta strax, en ennþá töluðu
margir um „áróður“ og gátu
ekki trúað, að ríkisstjórnin
ætlaði að stöðva þessi fyrirtæki
En hinir „vantrúuðu“ menn
fara nú sennilega að trúa úr
þessu. Að vísu eru til menn, er
trúa ekki sínum eigin augum,
en sem betur fer eru það þó
fáir. Því er ver, að fullyrðingar
sósíalista um fyrirætlanir ríkis
stjórnarinnar í þessu máli hafa
áþreifanlega sannast. Siglfirð-
ingar standa nú eftir, sviknir
af ríkisstjórninni um þessar
framkvæmdir. — Sálufélagar
ríkisstjórnarflokkanna hér, er
i kór gala hæst halelúja-lof-
sönginn um ríkisstjórnina og
mest hafa öskrað um „áróður“
þegar sósíalistar hafa verið að
afhjúpa svik og skemmdar-
starf ríkisstjórnarinnar i þessu
máli, munu eflaust reyna nú
að ljúga sig úr gapastokknum,
setn þeir sjálfir hafa sett sijg í.
En hvort verkamennirnir hér
geta étið lygar þeirra sér til
gagns í atvinnuleysinu og hvort
lygar þeirra geta komið i bæj-
arkassann i stað þeirra tekna,
sem þessi fyrirtæki helðu gef-
ið, það er aftur annað mál.
Það fór eins með stjórn
Tunnuverksmiðju ríkisins eins
og stjórnir þessara tveggja
fyrirtækja, sem nefnd hafa
verið. Núverandi ríkisstjórn
setti hana af og lagði málið í
hendur Síldarútvegsnefndar.
Það er einkennilega hljótt um
það mál og eitthvað leyndar-
dómsfullt. Þá er upplýst, að
þegar er ákveðið að hætta
alveg við byggingu tunnuverk-
smiðjuimar á Akureyri og ekki
er enn hafist handa um bygg-
ingu verksmiðjunnar hér. —
Virðist því málið slegið á frest
um óákveðinn tíma.
Eins og áður er drepið á, er
hér nú ágætisafli, en bátar geta
ekki róið því ekkert er hægt
að gera við aflann. Hraðfrysti-
húsin ekkert starfrækt fram að
þessu og verða líklega ekki í
vetur, nema þá Hrímnir að ein-
hverju litlu leyti. Aðstaða til
að salta fisk er slæm og fiskur
sá, sem nú fæst, óhentugur til
söltunar. Ríkisstjórnin ábyrg-
ist fyrir fullsaltaðánn saltfisk,
pakkaðan, kr. 2,25 fyrir kíló,
er talið, að ríkissjóður muni
tapa nokkrum milljónum á
þessari ábyrgð. Hinsvegar er
það á allra vitorði hér, að hin
færeysku fiskiskip fá, sem
svarar þremur ísl. krónum
fyrir kíló af sínum saltfiski.
Þetta er ömurleg staðreynd en
athyglisverð. En hvernig væri
það nú, að ríkisstjórnin hætti
að ábyrgjast fiskverð og hætti
afskiftum af fisksölumálunum,
en lofaði mönnum sjálfum að
selja sinn fisk og ráðstafa
gjaldeyrinum fyrir hann ?
Þær aðgerðir myndu leiða til
þess að saltfiskverð hækkaði
a.m.k. upp í kr. 3,00 kílóið og
kaupendur væru margir um
boðið.
Hin óheillavænlega stefna
núverandi ríkisstjórnar í við-
skipta- og framleiðslumálum,
með öllu ófrelsinu og höftun-
um hefur stórlamað atvinnulíf
landsins og er á góðri leið með
að leggja bátaútveginn i rústir.
Márgir staðir á landinu eru
hart leiknir, en Siglufjörður þó
verst.
★
Frá þvi var skýrt í síðasta
blaði, að 7. þinginu hefði verið
slitið að kvöldi 26. sept.
Kosning stjórnar sambands-
ins fór þannig að kosinn var
forseti þess, Guðlaugur Jóns-
son; varaforseti, Guðmundur
J. Guðmundsson. Meðstjórn-
endur voru kosin: Einar Hlið-
dal, Bjarni Bragi Jónsson; Þor-
gerður Sigurgeirsdóttir, Lárus
Bjarnfreðsson, Magnús Jó-
hannsson. Varastjórn: Guðjón
Bjarnl'reðsson, Erlendur Guð-
mundsson og Sverrir Jónsson.
Allir stjórniarmeðlimirnir eru
úr Reykjavík og Hafnarfirði.
— Var lögum sambandsins
breytt þannig á 6. þinginu, að
þing skuli haldið árlega og
sambandsstjórn skuli skipuð
fólki úr Reykjavík og Hafnar-
firði. A með þessu að tryggja
það, að öll samibandsstjórn
geti tekið þátt í störfum og
framkvæmdum, sem gerðar
eru á kjörtímabilinu. Áður
voru sambandsstj órnarmeðlim
irnir a.m.k. einn úr hverjum
fjórðungi landsins, en þeim
reyndist ókleyft að taka þátt í
daglegum störfum sambands-
stjórnarmeirihlutans, sem sat
í Reykjavík. Enn er ekki kom-
in reynd á það, hvort þetta
fyrirkomulag verður betra en
hitt, en ætla má þó að það
verði betra.
íslenzk alþýðuæska!
Meðlimatala sambandsins
hefur farið nokkuð ört vax-
andi síðustu árin, og á þessu
ári milli þinga hefur hún auk-
izt iall verulega. Fulltrúar á
þinginu voru um eða yfir 50.
Ný deild, sem stofnuð hafði
verið á Húsavík og sótti um
inntöku í sambandið var tekin
inn á þinginu. Einnig var sam-
þykkt að athuga möguleika á
’stofnun nýrra deilda sem víð-
ast um landið.
Landneminn. — Um hann
urðu töluverðar umræður, sér-
staklega fjárhagshliðina. Um
blaðið, efni þess og frágang
urðu allir einróma og töldu út-
breiðslu hans sanna það, að
rétt væri stefnt í því efni. —
Vegna hinnar miklu útbreiðslu
blaðsins er fjárhagurinn ekki
sem verstur og taldist svo til,
að blaðið stæði undir sér, ef
áskriftagjöld innheimtust
100%. En til þess að tryggja
enn betur fjárhagsgrundvöll
þess, samþykkti þingið að
leggja svo fyrir sambandsdeild
irnar, að þær söfnuðu 500.nýj-
um áskrifendum að blaðinu
fyrir miðjan nóvember. Verð-
ur þessu jafnað niður á þær,
eftir meðlimatölu og áslcrif-
endafjölda á hverjum stað.
Þingið gerði ályktanir um
fjölda mörg mál, ög birtast liér
á eftir nokkrar þær helztu:
Ríkisstjórn afturhaldsins og ameríska auðvaldsins er staðin
að því að hafa svikið nýsköpunina, viljandi og óviljandi unnið
að stórfelldu atvinnuleysi. Á þennan hátt hafa möguleikar ís-
lenzkrar æsku til aukinnar menningar og þroslca verið stórlega
skertir.
Stefna þessi er byggð á taltmarkalausri þjónkun við dollara-
vald auðjöfranna í Wall Street, trú á að takast megi að íor-
heimska almenning í landinu með áróðri útvarpsins og borg-
arablaðanna, þeirri tilraun, sem nú er gerð til að lama verka-
lýðssamtökin og sífelldum boðskap um yfirvofandi lirun.
Alþýðuflokkurinn, forystuflokkur þessarar ríkisstjórnar,
sem stofnaður er sem baráttutæki alþýðunnar, hefur nú alger-
lega snúið baki við þessu starfi og fullkomlega gengið á
mála hjá auðvaldinu, svo sem bezt kemur fram í yfirstandandi
kosningum til alþýðusambandsþings, þar sem allir þrír flokk-
arnir berjast sameiginlega gegn einingarmönnunum.
Allur þorri íslenzkrar æsku fyrirlítur þessa stefnu og svik
forystu Alþýðuflokksins. öll þjóðin fylkti sér undir merki ný-
sköpunarinnar og hreifst með því stóra átaki, sem gert var þegar
sósíalistar voru í ríkisstjórn til þess að lyfta atvinnuvegum
þjóðarinnar af nýlendustigi og auka menningu hennar.
Þessvegna krefst æskan þess, að Iátið sé af hrunstefnu aftur-
haldsins og þjónkun við fasistaöfl Bandaríkjanna. Hún krefst
þess, að landráðasamningum ríkisstjórnarinnar sé sagt upp
(Framhcdd á 4. síðu) . _