Mjölnir - 06.10.1948, Page 4
Miðvikuclaginn 6. októher 1948.
41. tölublað.
11. árgangur.
ALYKTANIR ff. f.
i (Framhald af 1. síðu).
þegar er ákvæði þeirra leyfa, og eí'nahagslegt sjálfstæði Jjjóðar-
innar tryggt.
Æskulýðsfylkingin heitir á öll þjóðrækin öfl að sameinast
í baráttunni gegn hrunstjórninni, fyrir áframhaldandandi ný-
sköpun atvinnuveganna, bættum verzlunarháttum, auknum
menningar- og atvinnuskilyrðum æskulýðsins — fyrir algerðu
sjálfstæði, stjórnarfarslegu og efnahagslegu.
k:
Ályktun um sjálfstæðismálið.
7. þing Æ. F., haldið á Akureyri 25.—26. september 1948
álítur sjálfstæðismálið vera mikilvægasta málið, sem íslenzk
æska hefur nú til úrlausnar. Það er skoðun þingsins, að frá
samþykkt flugvallarsamningsins við Bandaríkin og valdatöku
þeirrar ríkisstj órnar, sem nú situr við völd, „fyrstu stjórnarinn-
ar, sem Alþýðuflokkurinn myndar,“ hafi mjög illa verið haldið
á sjálfstæði Islendinga, og það svo, að verði ekki skjót breyting
á, mun þjóðin glata því sjálfstæði og fullveldi, sem hún hafði
öðlast eftir sjö alda baráttu.
Nýsköpun atvinnulífsins.
Þingið vítir harðlega núverandi ríkisstjórn fyrir tilraunir
hennar til að drepa nýsköpunina, og telur að hún hafi verið
þýðingarmesta stoðin undir sjálfstæði þjóðarinnar, hinu efna-
lega sjálfstæði.
Flugvallarsamningurinn við Bandaríkin
Þingið lítur á samninginn um Keflavíkurflugvöll sem dul-
búinn herstöðvasamning, og telur lað það réttarafsal, sem í hon-
um felst, svo sem toll- , og skattfrelsi o. fl., geti ekki samrýmst
algjöru sjálfstæði og fullveldi, og beri því að segja samningum
upp, þegar ákvæði hans leyfa.
1 framkvæmd hafa Bandaríkin þverbrotið samninginn. —
Tekið er skatt- og tollfrelsi í miklu ríkara mæli en samningurinn
heimilar, hafðar í frammi hverskonar yfirtroðslur og fjöldi
islenzkra laga brotin. Hinsvegar eru ekki uppfylltar þær skyld-
ur, sem samningurinn leggur þeim á herðar gagnvart Islending-
um, svo sem þjálfun Islendinga til tæknilegra starfa og margt
fleira.
#
Þingið vítir harðlega þann undirlægjuhátt, sem fram hefur
komið hjá Alþingi og ríkisstjórn í sambandi við framkvæmd
samningsins, þar sem hvorugur þessara aðila hefur gegnt skyld-
um sínum við þjóðina, og leyft Bandaríkjamönnum að fara sínu
fram átölulaust, þrátt fyrir mótmæli Sósíalista og annara þjóð-
hollra Islendinga.
Stefna íslands í utanríkismálum. :
Sú stefna núverandi ríkisstjórnar í utanríkismálum, að
binda Islendinga við Bandaríkin og önnur auðvaldsríki í liverju
máli, bæði á alþjóðafundum og í viðskiptum, er að dómi þings-
ins liættuleg sjálfstæði þjóðarinnar, auk þess sem hún skaðar
landið fjárhagslega, og stefnir viðskiptalegu öryggi hennar í
voða.
Marshall-lán.
Þingið fordæmir algerlega þátt-töku Islands í Marshall-
áætluninni. Það bendir íslenzkri æsku á, að með þeim skuld-
bindingum, sem rikisstjórnin hefur undirgengist fyrir Islands
hönd, er auðkóngum Bandaríkjanna afhentur lykilinn að ís-
lenzku fjármála- og atvinnulífi, þar sem þeim er veittur réttur
til atvinnurekstrar hér á landi, auk þess sem þeim er veittur
íhlutunarréttur um íslenzka fjárfestingu og gengi íslenzkra pen-
inga, og neitunarvald í utanríkisverzlun.
Þingið telUr, að slíkur samningur sé ekki samboðinn virð-
ingu Islendinga sem sjálfstæðrar þjóðar og geti með engu móti
samrýmst fullveldi hennar. Ennfremur vill þingið taka það
fram, að það lítur á þennan samning sem ólöglegt plagg, sem
ekki sé hindandi fyrir íslenzku þjóðina, þar sem hann er gerður
að henni forspurðri, og ekki einu sinni Alþingi eða utanríkis-
málanefnd kölluð til ráða.
Þingið álítur það brýna nauðsyn, að allir þjóðhollir íslend-
ingar, hvar í flokki, sem þeir standa, bindist nú þegar samtökum
til að koma í veg fyrir frekari undanlátssemi við erlenda heims-
valdasinna.
Þessvegna beinir 7. þing Æ. F. þeirri áskorun til íslenzkrar
æsku, að hún taki að sér forustuna um þessi mál og hef ji baráttu
í anda Jóns Sigurðssonar, og annara beztu sona Islands, fyrir
fullum og óskertum rétti Islendinga til lands síns og andlegu
og efnalegu sþálfstæði þióðarinnar.
H APPDRÆTTI
Sósíalistaflokksins til ágóda fyrir
Þjóðviljann
Nú eru eftir tæpar þrjár vikur, þar
til dregið verður í hinu ágæta happ-
drætti, sem Sósíalistaflokkurinn hefur
ef nt til í því skyni að koma útgáf u Þjóð-
viljans á öruggan grundvöll f járhags-
lega. I happdr. eru þessir vinningar:
1. BÚSLÓÐ, dagstofu-
húsgögn, svefnher-
bergishúsgögn, eldhús-
borð og stólar, ryksuga,
hrærivél, gólfteppi, —
ljósakróna kr. 30.000,-
2. Málverk .. — 5.000,-
3. Flugferð til Evrópu og
heim.......— 3.000,-
4. Höggmynd — 3.000,-
3.000,-
1.900,-
5. Ferð um Is-
land......
6. Isskápur ..
7. Rafmagns-
þvottavél .. — 1.600,
8. Matarstell — 1.000,
9. Bókaskápur
10. Kaffistell ..
1.000,-
500,-
Alls kr. 50.000,-
Dragið ekki að kaupa
miða. Þeir kosta kr.
10,00 og fást í skrif-
stofu Sósíalistafélags
Sigluf jarðar í Suður-
götu 10.
í HAPPDRÆTTI ER ALLTAF
‘V I N N I N ':G S V O N
Dregið verður 24. okt. 1948.
BÆJARBDAR! BÆJARBDAR!
Teldnn hefur uerið á leigu frystiklefi í íshúsi Óskars Hall-
dórssonar. Þar geta bæjarbúar komið fyrir kjöti, slátri og öðrum
matvælum til geymslu gegn einnar krónu gjaldi á kíló, er greið-
ist við móttöku matvælanna.
Klefinn er leigður til 1. júní n.k. og vetrða þá öll matvæli
að vera farin þaðan.
Móttaka hefst að morgni fimmtudags 30. september.
BÆJARSTJÓRINN
Húseign mín við Lindarg. 24, til sölu strax
Tilboðum sé skilað til Sparisjóðs Sigluf jarðar fyrir 15. okt.
n.k. — Húseignin laus til íbúðar.
Viggó Guðbrandsson.
Saumanámskeið
Saumanámskeið
Get tekið \nokkrar [stúlkur á námskeið í kjóla og barnafata-
saum frá 15. október til 15. nóvember n.k. í
Magna Sæmundardóttir
,-4 XÚDgölu 31B
Atvinnuleysis
skráning
4 k
< %
* >
Samkvæmt samþykkt bæjar-
stjórnarf undar frá 28. sept.
1948 fer fram . atvhmuleysis-
skráning dagajria 11. til 13. okt.
n.k. Skráningin fer fram á skrif
stofu Þróttar Suðurgötu 10 og
stendur jyfir frá 10—12 og 1—6
alla dagana. Nauðsynlegt er, að
þeir, sem g.tvinnulausir eru láti
skrá sig.
Siglufirði, 6. okt. 1948
Bæiarstióri.
★ Fertugsafmæli átti síðastlið-
inn laugardag frú Ingibjörg
Ingvarsdóttir Hólaveg 9. —
Mjölnir óskar Ingibjörgu til
hwaiogju weð