Mjölnir


Mjölnir - 16.03.1949, Blaðsíða 3

Mjölnir - 16.03.1949, Blaðsíða 3
MJÖLNIR 3 Alþýðuílokkurirm o, steínumál hans Eitt aif stefnumálum Alþýðufl. er afnám tolla og nefskatta. Meðan floklcurinn hét og var alþýðuflokkur, barðist hann með oddi og egg gegn slíkum álögum. Blað hans hamraði á afnámi tolla og nefskatta ár eftir ár; þingmenn hans greiddu atkvæði gegn þcim,á Alþingi. Er einkar fróðlegt að hera þetta saman við afstöðu hans hin síðari ár. „Fyrsta ríkisstjórn Alþýðu- flokksins á lslandi“ var mynd- uð sncmma i febrúar 1947. Eitt fyrsta verk hennar var að semja og afgreiða fjárlög. Árið 1946 voru tollar og óbeinir skattar áætlaðir 56 milljónir króna. En árið 1947, þegar ríkisstjórn Alþýðuflokks ins semur fyrstu fjárlög sín, áætlar hún þá 110 milljónir, eða hælckar þá næstum um helming. Þannig uppfýllti flokkurinn þetta stefnuskrár- atriði sitt það árið. Á fjárlögunum 1948 voru svo tollarnir og nefskattarnir hækkaðir um 6 milljónir kr. En það ár sneri flokkurinn sér að öðru stefnuskrármáli sínu, og skal nú vikið að því. Samkvæmt stefnuskrá sinni er flokkurinn fyrst og fremst flokkur verkamanna og ann- arra launþega. Fyrir svo sem 15—20 árum barðist hlað hans og forystumenn látlaust fyrir íbættum kjörum verkalýðsins, enda voru forystumenn hans þá óspart úthrópaðir af aftur- haldinu, sem Moskvuagentar og landráðamenn. En lengi vel létu þeir það ekkert á sig fá og voru fremstir í flokki verka manna, þegar þeir gerðu ráð- stafanir sínar til að mæta árás- um afturhaldsins á lífskjör sín. En árið 1948 skar ríkisstjórn hans kaupgjaldsvisitöluna nið- ur um 28 stig á einni kvöld- stund, og lækkaði með því raunverulegt kaup launþegá um 8—12%. Og nú er fyrsta ríkisstjórn Alþýðuflokksins að semja þriðju fjárlög sín. Samkvæmt uppkastinu, sem lagt var fram fyrir jólin, ei’u óbeinir tollar og skattar þetta ár áætlaðir 135 milljónii', eða 20 milljón- um hærri en í fj'rra. En það mun þó ekki verða látið nægja því nú hefur verið boðuð allt að því 40 milljón kr. hækkun á þessum lið, þannig að gera má ráð fyrir, að óbeinir tollar og skattar verði þetta ár alls um 175 milljónir króna, — eitt lxundrað sjötíu og fimnx millj. króna — meira en þrisvar sinn um hærri en þeir voru 1946, árið áður en „fyrsta í’íkisstjórn Alþýðuflokksins á lslandi“ settist að völdum! Þannig fylgir ríkisstjói’n Al- þýðuflokksins fram stefnu- skrárati’iði sínu um afnám tolla og nefskatta. Samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins var það sú leið, sem Alþýðuflokk- Urinn benti á, sem valin var þegar nýjustu „dýrtíðari’áð- stafanirnar“ voru samþykktar á Alþingi i vetur. Að vísu voru ekki allir Alþýðuflokksmenn jafiiánægðir, — en hvað um það, — þetta var framkvænad flokksins á stefnuskrármáli!! — Helzti „verkalýðsforingi“ flokksins, Hannibal- Valdimars son, greiddi þeim atkvæði og gerði þá grein fyrir því, að verkamenn gætu bara gert verkfall! Tölurnar hér að neðan sýna tolla og óbeina skatta samkv. fjárlögum undanfarinna ára og á yfirstandandi ári, eftir því, sem næst verður komizt. Eins og sjá má, verða alger straum- hvörf þegar fyrsta stjórn Al- þýöufíokksins tekur við völdmn. Tollar og óbeinir skattar eru nú um 2/3 ríkisteknanna, en á sama tímabili hefur hlutdeild beinu skattanna, sem leggjast á sam- kvæmt efnahag, lækkað úr 36% í 15%, eða um rúman helming ! 1943 34 millj. kr. 1944 45 — — 1945 44 — — 1946 56 — — 1947 110 — — 1948 116 — — 1949 175 — — Hvert verður hlutskipti okkar Islendinga, ef erlent stórveldi fengi her- og flotastcð hér á landi? Yrði það eins og hlut- skipti íbúa nýlendna Breta eða svertingja þeirra, er byggja Ameríku? Það er nú eftilvill að ibera í bakkafullan lækinn, að tala urn þessa hluti. En því fleiri sem taka afstöðu í máli þessu, því skýrari verður afstaða þjóðarinnar. Eiguni við að gerast nýlenda erlends stór- veldis, til þess að láta það rupla og ræna þjóð okkar, og sigla okkur út í brjálæði styi’jalda, á svipaðan hátt, og t. d. Bretar hafa gert við Indland og fleiri nýlendur s'inar, sem, þeir hafa ruþlað og haldið í blekkingjum fátæktar og þekkingarleysis í marga tugi ára? Óskar nokkur þjóð, éftir svip- aðri meðferð á landi og þjóð ? — Eg held að engan sannan íslend ing langi að minnsta kosti til þess. Hvernig hafa svo Banda- ríkin farið með íbúa sína. Hafa allir sömu réttindi þar, af hvaða kynflokki, sem þeir eru? — YFIRLYSING thorez í umræðimi í miðstjóm Kommúnistafloldis Fi’aMdands um baráttuna fyrir tfriði, gaf formaður floliksins, Maurice Thorez, yfirlýsingu, sem valdð liefur heimsathygli. Yfirlýsing- in liefur verið rangfærð í áróðri Bandaríkjamamna liér á landi. Hér bii’tist yfirlýsingin orðrétt: „Fjandmenn þjóðarinnar halda, að þeir geti komið okkur í vanda með þvi að leggja fyrir okkur cftirfarandi spurningu: „Hvað mynduð þið géra, ef Rauði herinn tæki Pai’ís?“ Hér er svar okkar: 1. Sovétríkin liafa aldrei verið og geta aldi’ei verið árás- araðili gagnvart nokkru landi. Land sósíalismans getur ekki samkvæmt öllu eðli sínu rekið árásar- og stríðsstefnu, sem er verk liinna seimsvaldasinn- uðu stórvelda. Sovétherinn, lier hetjanna, sem vörðu Stalin- grad, hefur aldrei ráðist á neina þjóð. 1 stríðinu gegn Hitlers-Þýzkalandi hefur hann uþpfyllt hið glæsilega hlutverk sitt sem frelsari þjóð- anna, og þær liafa fagnað hon- um. 2. Við tökum afstöðu til-stað- reynda en ekki tilgáta. Stað- reyndix’nar, sem nú liggja fyrir eru: fi’anska stjórnin tekur virkan þátt í árásai’stefnu eng- ilsaxnesku heimsvaldasinn- anna; ei’lent hei’i’áð liefur að- setursstað í Fontainebleu; land okkar og frönsk lönd í öðrum faeimsájfxun eru gerð að árásar | stöðvum gcgn Sovétríkjunum ; og nýju lýði’æðislöndunum í Austui’-Evrópu. 3. tJr því að spumingiri lief- ur vei’ið lögð fyrir okkur, skul- um við segja afdráttarlaust: Ef svo skyldi fara, að sameig'in- leg átök alli’a Frakka, sem eru hollir fricíinum og frelsinu, megna ekki að fæi’a land okkar aftur yfir í herbúðir lýð- ræðisins og friðarins, ef af þv'i skyldi leiða, að þjóð okkar, gegn vilja sínum, jrrði di-egin inn i styi’jöld gegn Sovétríkj- unum, og ef sovétherinn undir þessurn kringumstæðum í vörn sinni fyrir málstað þjóðanna, málstað sósíalisma skvldi nejrð- ast til að lirekja árásai’segg- ina inn á land okkar, myndu frönsku verkamennirnir, — fi’anska þjóðin, þá taka aðra afstöðu gagnvart sovéthei’num cn verkamennirnir, en þjóð- irnar í Póllandi, Rúmeniu og Júgóslavíu og víðar.“ Síðan þessi yfirlýsing var gefin hafa kommúnistaleiðtog- ar víða um heim tekið undir þessa yfirlýsingu og talið sig og verkalýð sinna landa hafa söniu afstöðu og Thorez og franskir verkamenn. Afturhald heimsins útbásún- ar nú, að allir kommúnistar séu landráðamenn og svikar- ar, — cn öllum framsýnum og skynsömum mönnum ber saman iim, að þessar yfirlýs- ingar séu veigamikið fi’amlag í friðarsókninni gegn stríðsæs- ingamönnum kapitalismans. - Við skulum nú athuga það dá- l'itið nánar. Heimsfrægur söngvari af svertingjakyni ákvað að fara söngför um öll Bandaríkin árið 1944, og gefa hvern eyri, er inn kæmi, til styrjaldarrekstursins. Hann söng sig inn í hjörtu tugþúsunda í Norðurríkjunum. Síðan hélt hann til Suðurríkj- anna. — Hvaða viðtökur fær hann þar? Þegar hann st'ígur út úr flugvélinni á flugvelhnum í Atlanta, var honum harðlega neitað um alla þjónustu í veit- ingahúsi flugvallarins. Þetta var ifagnaðarkveðja til snillingsins. Tveim af fulltrúum, sem kvaddir voru á fund Trumans forseta, til þess að ræða við liann og sérfræðinga hans, var varpað beinaleið í fangelsi fyrir það eitt að vera svartir. Dæmi þessu lík eru þvi miður mjög mörg. Við flugvélaverk- smiðjur í Ohio lögðu 12 þús. manns niður vinnu, vegna þess eins, að sjö negrar — hálærðir sérfræðingar — höfðu verið ráðnir að verksmiðjunum. — Meðalaldur svertingja í Banda- r'ikjunum er fullum 10 árum skemmri en hvítra manna. — Barnadauði er tvöfaldur hjá svertingjxun á við hina hvítu. í Harlem, svertingjahverfi í New York, gerir berklaveiki sjö sinnum meiri usla en í öðrum falutum borgarinnar. 1 Bandaríkjunum er 1 sjúkra- rúm fyrr faverja 13 þúsund svertingja, en 1 fyrir hverja 100 favíta menn. Svertingjar borga sína skatta, en peningarnir eru notaðir til skóla og sjúkrahúsbygginga handa hinum hv'itu. Allstaðar blasa við svertingj- um höft og faindranir fains hvita kynþáttar. Þeim er bannaður aðgangur að skemmtigörðum, baðstöðum, kvikmyndafaúsum, leikhúsum og jafnvel bókasöfn eru lokuð fyrir þeim. Og negrarmr mega ekki dýrka guð sinn í sömu guðshús- um og hvítu mennirnir. Flest faúsin í fátækrafaverfum svert- ingjanna eru mannskemmandi leigufajallar, og eigendur þessara hjalla eru fínir, hvítir faerrar. Allstaðar þar sem svert- ! ingjar hafa sömu lífsskilyrði og hv'ítir menn kemur berlega í ljós, að svertingjar hafa hærri greindarvísitölu en hvítir menn. Er ekki kveðið svo á í mann- réttindaskrá Sameinuðu þjóð- anna, — sem Bandaríkin haf^ forgöngu að, — „að alhr menn skuli hafa sömu réttinda, sama hverrar þjóðar þeir eru, og hvernig þeir eru litir“? En hafa nú svetingjarnir í Bandaríkjunum þessi réttindi? Nei, ég held, að það sé ekki hægt ’ að segja xxieð sanni, að svo sé. Væri ekki æskilegt, fyrir okkur íslendinga, að fá þessa mann- réttindameiui frá þessu mikla lýðræðisríki, Bandaríkjunum, — til þess að drottna yfir okkur? Mundu réttindi okkar í okkar eigin landi ekki verða eitthvað lík og svertingjanna í Banda- ríkjunum ? Mundu ekki þessir háu herrar skilja hafrana frá Sauðunum? Vafalaust yrðu þeir notalegir og kurteisir í sambúðinni á meðan þeir væni að koma undir sig fótunum, og ná yfirtökum á þjóðinni. En hvað svo? Mundi svo ekki þeirra rétta innræti koma í ljós? Valdafíknir gullkálfadýrkend- ur, agentar erlendra stórvelda, eru nú, og hafa alltaf barist fyrir því að selja frelsi og sjálf stæði þjóðarinnar í hendur er- iendra yfirdrottnara. Þessir öfugkjaftar kann- ast aldrei við það fyrir þjóðinni, að þeir séu leiguþý erlendra stór þjóða, vegna þess, að þeir hugsa öðruvísi en þeir tala. Væri nú ekki réttlátt að fara eitthvað svipað með alla þá, er berjast fyrir því, að erlent stórveldi fái hér hei’- og flotastöðvar, eða önnur sérréttindi, og sem ham- ast við það að selja sjálfstæði þjóðariimar, eins og svarta skólastúlkan vildi, að farið yrði með Hitler og hans sálufélaga: „Að mála þá svarta og senda þá til Bandaríkjanna“. Vafasamt, að þeir lofuðu þá þessa miklu mannréttindamenn, sem ráða lofum og lögum í hinu mikla lýðræðisríki Bandar'ikjunum. — Við krefjumst þess af stjórnar- völdunum, að þau geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að sporna á móti erlendri hersetu hér á landi á hvaða tíma sem er. Við viljum fá að lifa í friði og ráða málum okkar sjálfir, eins °g þjóð okkar gerði allt fram að 1262, er landið fédl í hendur Noregskonungi fyrir metnað, ágirnd og valdagræðgi inn- lendra höfðingja og sérhags- munamanna. ) E. A. Nýja bíó Miðvikudag kl. 9: Varaðu þig á kveníólkinu með Gög og Gokke Fimmtudag kl. 9: Varaðu þig á kvenfólkinu Sunnudaginn kl. 3: Allt í grænrnn sjó, Sprengfalægileg mynd með Bud Abbot og Lou Costello Sunnudaginn kl. 5: Varaó'u þig 4 kvenfóUdnu Sunnudaginn' kl. 9: SÖNGUR FRELSISINS Áhrifamikil og spennandi ensk stórmynd með hinum heims- kunna söngvara og leikara Paul Roheson

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.