Mjölnir


Mjölnir - 16.03.1949, Blaðsíða 2

Mjölnir - 16.03.1949, Blaðsíða 2
X ----fT> MfÖLNIR — VIKUBLAÐj— * Útgefandi: SÓSlALISTAFÉLAG SIGJLUFJABÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Siguiðsson Blaðlð kemur út /alla miðvikudaga > Askriftargjald kr. 20.00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10. ! Símar 194 og 210 ( Sigiufjarðarprentsiniðja h/f. „Sjaldan launa kálfar ofeldi" Blað Aiþýðuflokksins hér á staðnum, birti fyrir nokkru síðan grein undir þessari yfirskrift. Tilefni greinarinnar var það, að fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn hafði, að dAmi; blaðsins, sýnt Aiþýðuflokknum vanþakklæti. Eíkki skal farið út í þú sálma að dæma um, hvað hæft var í þessum að- finnslum, en yfirskriftin yfir greininni hæfir svo yel fyrir verka- menn að nota um bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. Flokkinn sem skreytir sig með nafni, alþýðunnar, og þreytist aldrei á að sverja og sárt við leggja, að hann vilji hag alþýðunnar sem beztan. Hér á Siglufirði eru flestir kjósendur flokksins verkamenn og millistéttarmenn, alþýðufólk, sem trúað hefur yfirlýsingum hans um umhyggju fyrir hagsmunum alþýðunnar. Við síðustu bæjarstjómarkosningár kusu svo margir alþýðumenn, með flokknum að hann kom að þremur bæjarfulltrúum. Svo fóru leikar, að þessir þrír bæjarfulltrúar gátu ráðið bæjarstjóra og náð framkvæmdastjórn bæjarins i sínar hendur. Þessari að- stöðu halda þeir enn. Nú hefur verlð margra mánaða atvinnu- leysi hér á Siglufirði, en þrótt fyrir einróma kröfur verka- mannafélagsins Þróttar, hefur bæjarstjóm Siglufjarðar ekkert fengizt til að gera i þó átt að bæta eitthvað ofurlítið úr atvinnu- leysinu. Það skal fúslcga viðurkennt, að bæjarstjóm hefði ekki getað, þó hún hefði viljað, látið alla verkamenn i bænum hafa vinnu. Hitt er svo jafn augljóst, að ofurlítið hefði hún getað úr bætt. Bæjarstjóm hefði vel getað tekið í vinnu 40 til 50 manns, það hefði strax ofurlítið bætt úr, sérstaklega hefði vinn- unni verið skipt. En eins og atvinnuástand er hér, hefði það verið sjálfsagt mél, hjólpin að þvi að taka nokkra menn i vinnu, hefði auðvitað orðið minni, hefði þeirri reglu verið fylgt að láta pólitísbar skoðanir ráða og taka lítinn kratahóp í vinnuna og skipta svo ekki um. Ekkert myndi bæta eins vel úr atvinnuleysinu og það, að bærinn keypti fisk og saltaði. Smábátamir hér gætu þá allir stundað róðra, og mikill hópur manna haft af því atvinnu. Þá væri og mikil vinna í landi við fiskverkunina, en sýnilegt er, að „alþýðu/vinimir" þrúr, sem kosnir voru á atkvæðum alþýð- unnar í bæjarstjóm, telja sig engar skyldur hafa í þessu efni. Verði hér góð tíð og afli, er ekki hægt að búast við, að róðrar- bátarair geti farið á sjó nemaþriðja eða fjórða hvera dag, vegna móttökuvandræða á afla. Væri viðstöðulaus móttaka á fiski, gætu bátamir róið hvern veðurfæran dag. Ef þvi slík skilyrði yrðu sköpuð í landi, myndu sennilega koma hér á land fiskur fyrir mörg hundmð þúsund krónum meira en ella. Það verður enginn aðili hér í bænum, sem kaupir fisk í vor ef bærinn gerir það ekki. Það verður því varla um deilt, að það er beinlínis skylda bæjarstjómar að gripa hér inn í. En þessai skyldu sjá ,„alþýðuvinimir“ þrír ekki. Þeir berja sér á brjóst og tala um góðan vilja sinn, síðan ekki söguna meir. Svo komai gömlu íhaldsröksemdirnar, engir peningar til, þó við vildum, þá er þetta bara ekki hægt. En skyldi ekki sumum kjósendum Alþýðuflokksins, hafa dottið í hug við lestur greinarinnar í Neista. Yfirskrift greinar- innar hæfir bezt hinum þrem pólitísku fcálfum, sem ég og aðrir sýndum ofmikið traust þegar við kusum þá í bæjarstjóm? AÐALFUNÐUR verður jhaHhm ! Sósíahstafélagi Sigluf jarðar, föstudagtren 18. nmrz. Funduriim heftet kl. 8,30, í Suðurgötu 10. . .v j 'f ■ DAOSKEÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Skýrela fonnamis og gjaMkera. 3. Kosningar. in n 0i i rposturmn 4. öxmur máJ. STJÓRNIN ★ „Lángförrull“ skrifar: — „Þegar menn hafa kynnst nýj- um stöðum og nýju umhverfi, verður þeim betur ljóst þegar til átthaganna kemur aftur í hverju þar er ábótavant. Það er margt, sem finna má ábótavant hér í bæ, þegar öðm hefur verið vanizt annarsstaðar. Eg vil að- eins nú nefna eitt hér: póstþjón ustuna. Víðast hvar annars- staðar, þar sem íbúar em orðnir 2000 eða fleiri og íbæimir farnir að teygja sig yfir stórt svæði, þykir sjálfsagt að fólk geti kom ið toréfi í póst víðar e n í sjálfu pósthúsdnu. En svo er það ekki hér. Eftir því sem ég hef kynnst íbænum síðan ég kom heim aftur, finnst nér að vel mætti hafa póstkassa á tveim stöðum öðrum en póst- húsinu, t. d. annan út við kaup- féalgslbakaríið, þar sem er mjólkUrbúð og mjög fjölfarið, og hinn suður á Hafnarhæð eða á gatnamótum Suðurgötu og Laugavegs. Eyrinni getur vel dugað kassinn í pósthúsinu. Þá hef ég veitt því athygli, að pósthúsið hér er opið skemmri táma en annarsstaðar tíðkast, t. d. á Isafirði og Akureyri. Hér munu nú starfa þrír menn á pósthúsinu, utan bæjarpósts, og mun það vera mjög hliðstætt t. d. við Isafjörð. Mér þætti því ekki til of mikils ætlast þó af- greiðslutími hér yrði lengdur úr 5 í 6—7 tíma á dag allt árið. — Póstþjónustan er opinber stoifn- un og ætti því að starfa éftir ákveðnhm reglum t. d. hvað snertir af greiðslutíma, svo hann yrði sá sami allsstaðar þar sem fólksfjöldi er svipaður, o.s.frv. Póstþjónustan er í þágu al- mennings, en ekki náðarbrauð, sem honum hlotnast að njóta af góðs fyrir tálstilli einhverra og einhverra yfrpersóna. Með þökk fyrir birtinguna Laugförull.“ ★ Óþarfa viðkvæmni. — Gunn- ar Vagnsson, bæjarstjóri fór til Reykjavíkur fyrir helgina; bað hann Gísla Sigurðsson að gegna embættinu í f jarveru sinni, enda hefur Gísli verið staðgengill hans áður. Hafa menn litið svo á, að Gísli gerði þetta ekki utan við sig. En nú ibregður svo við, að Gísli neitaði að taka að sér emibættið. Ihaldspiltur einn hér I bænum gefur þá skýringu á þessaii kynlegu neitun Gísla, að hann hafi óttast að Skíðaborg myndi næstu daga afhenda bæj- arstjóra hinn nýuppbyggða skíðastökkpall. ★ Bæjarpóstur góður. — Eg sá að þú varst að stinga upp á því, á dögunum við Sjálfstæðisflokk- ixm að hann setti tvö langstrik yfir fyrsta stafixm í nafni sínu. Mér fannst þetta áægt uppá- stunga en datt þá önnur í hug, sem ég tel betri. Eg vildi leggja til við flokkinn að hann breytti nefni sínu, — kallaði sig Sjálf- stæðislyddur, með tilliti til af- stöðu flokksins í sjálfstæðismál- irni þjóðarinnar. Þá vildi ég leggja til að fiokkurirm skrif- aði sitt nýja nafn með upphafs- stöfum; setti tvö langstrik yfir fyrsta stafinn í nafninu, en tvö þverstrik yfir síðara ellið 'í nafn- inu, þannig: $JÁLFSTÆÐIS- £YDDUR — Liti nafnið þá vel út, og færi vel á því að skamm- stafa flokksnafnið þannig: $.£. ★ Árshátíð Þröttar var haldin s.l. laugardag í Bíó. Var skemmtunin mjög fjöl- sótt og fór prýðilega vel fram. Á borðum var ágætur matur, skemmtiskráin ágæt í flestum atriðum. Gunnar Jóhannsson, form. Þróttar flutti snjallt ávarp, — þrjár ungar stúíkur sungu og léku á gítara; Jóhann Malm- qvist flutti frumort kvæði til Þróttar, Jón Jóhannsson las upp smásögu, þá var útvarps- þáttur, gamanvísur vom sungn- ar og að lokum var dansað. Ásta Ólafsdóttir formaður Brynju flutti ávarp. ★ Aðalfimdur Frjálsfþróttafé- lagsins var haldinn um síðustu helgi. í stjóm vom kosnir: Form. Arthur Sumarliðason, ritari. Guðm. Ámason, gjald- keri Stefán Friðbjamarson, — meðstj.: Hreinn Sumarliðason og Haraldur Pálsson. Varastjórn: Gunnar Jóhanns- son, Sigurður Jónasson, María Jóakimsdóttir. Endurskoðendur: Júlíus Júlíusson og Vilhjálmur Sigurðsson. — Félagið hélt skemmtifund s.l. sunnudags- kvöld. ★ Aðalfundur. Félagið „Berkia- vöm“ heldur aðalfund sinni n.k. sunnudag 20. marz kl. 4,30 e.h. í Suðurgötu 10. Félagsfólk ætti að fjöhnenna og mæta stund- vislega. ★ Merldsafmæli. Þann 13. þ.m. átti Sigmundur Sigurðsson Eyrargötu 14 hér í bæ 75 ára afmæli. Mjödnir ámar hqnum heilla í tilefni þessa afmælis. ★ Athygli sósíalista er hér með„ vakin á augl. á öðrum stað í blaðinu um aðalfimd sósíalista- félagsins. Á fundinum verður tekið á móti nýjum félögum. Ættu þeir, sem hafa í huga að gerast meðlimir iflokksins að gera það á þessum fundi. Efiing Sósíalistaflokksins er nú orðið eitt af þýðingarmestu verkefnum alþýðunnar. Með eflingu hans skapar hún sér sterkt vopn í baráttimni við innlenda stéttaníðinga, land- ráðamenn og svikara, en þeir em nú orðið allsráðandi í for- ystuliði stjómarfl. þriggja. Efling Sósíalistaflokksins þýð ir efld andstaða, aukin barátta gegn landsölumönnum og yfir- stéttarþjónum. ★ Þjóðvöm 5. og 6. tölblöð eru komin og fást í Aðalbúðinni og afgr. Mjölnis. 1 6. tbl. em m.a. þessar grein- ar: Rekum flóttann, Iselnding- ar; Var Noregur neyddur til að hverfa frá hlutleysi?; Þegar réttur er litli fingur er 031 hendin í hættu; Hugleiðingar um hervamarbandalag, það, sem hneykslaði útvarpsráð, — ' kafli úr erindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur „Um daginn og veginn" þ. 28. febr. s.l, • Fleiri smágreinar em í blað- inu m.a. grein rnn „nokkur hundruð" manna sérfræðingafl. sem Bandaríkin senda hingað bráðum til að vinna að stækkun Keflavíkurflugvailarins. Kaupið og lesið „Þjóðvöm". Nýja Bíó: Söngur frelsisins Ensk kvikmynd með hinn heims fræga söngvara Paul Robeson í aðalhlutverkinu. Kvikmyndin er gerð eftir sögu sem hefst kringum 1700 á eynni Casanga, skammt undan vesturströnd Afríku. Segir hún frá flótta drottn- ingamiðja eins, sem ekki gat þolað harðýðgi móður sinnar. Lenti hann síðan 'i höndum þrælasala.. Afkomendur hans höfðu um tvær aldir verið í Englandi, fyrst sem þrælar en síðan frjáls- ir en fátækir verkamenn. Myndin sýnir John Zinga, hafnarverkamann, einn af niðj- unum. Hann er fátækur, en hefur dásamlega söngrödd. Myndin sýnir hvemig rödd hans verður til þess að vekja at- hygli á honum, gera hann fræg- an. En þráin til átthaganna í Cas- anga; þráin til frelsisins knýr hann til að afneita glæsilegu tilboði, en í þess stað að fara til eyjarinnar og kynnast lífskjör- um ættstofns síns. Söguefnið snertir frelsisbar- áttu svertingjans, — og Paul „Rebeson syngur söng ifrelsis- ins“ inn í hversmans eyra. Skíðasleðarnir komuir AÐALBIJÐIN H. F.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.