Mjölnir - 06.04.1949, Page 3
M J ö L N I R
3
Ottinn við aiþýðuna knýr aítur-
haldið til óyndisúrræða
Ræða iPéturs Laxdal á árshátíð Sósíalistafélags
Sigluf jarðar, laugardaginn 2. apríl 1949.
Það virðist, að nú sé upp-
nrnnin stund mikilia örlaga á Is-
landi. Stóratburðir gerast örar
en venja er til, og hraðinn í af-
greiðslu mála er slíkur, að engu
er líkara en um væri að ræða
herstjórn í tv'isýnni og mann-
skæðri, orrustu. Ég held, að það
sé á engan hátt ofmælt þó síð-
astliðinn vika verði talin marka
tímamót í þjóðarsögunni. — 30.
marz, örlagadagur, dagurinn,
sem valdamenn leggja áður yfir
lýst ævarandi hlutleysi þjóðar
sinnar á höggstokkinn teija sig
þess umkomna að hnýta núlif-
andi kynslóð og þeirri næstu þá
fjötra, sem ekki munu reynast
auðleystir og gefa sig og fram-
tíð þjóðarinnar undir forsjá
stórvelda, sem eru grá fyrir
járnum og sum þeirra, að
minnsta kosti, nú þegar í opin
berri styrjöld.
Það er von, að menn spyrji:
Hvermg geta menn orðið svo
tröhriðnir af æsingum og blekk
ingum, að þeir játist undir þau
ósköp að kasta fjöreggi þjóðar-
innar á glæ án þess að hugsa
sig einu sinni um, hvað iþá
tvisvar, áður en í'ull ákvörðun
er tekin, og miklast yfir, hvað
þeir séu ráðsnjallir og fram-
sýnir.
Það er auðvitað tómt mál að
tala um að vera að ræða hern-
aðarbandalag stríðsæsinga-
manna vesturveldanna og af-
skipti og þátttöku íslands í þvá.
Það er orðinn veruleiki, sem
vart verður haggað fyrst um
sinn, og örlög og tilvera ís-
lenzku þjóðarinnar verða hér
eftir ráðin annarsstaðar en vett-
vangi innlendra atburða einna
saman.
Hinsvegar kemur það í hlut
Sósíalistaflokksins, sem af al-
hug og óskiptur hefir barist
gegn þátttöku íslands í þessu
bandalagi, ásamt þúsundum
manna í ýmsum öðram flokkum,
að hafa forystuhlutverk í þjóð-.
frelsisbaráttunni, hvemig sem
hún kann að verða háð, að halda
minningunni um þau fjörráð,
sem leidd hafa verið yfir þjóð-
ina á lofti og halda uppi barátt-
unni fyrir afnámi þeirra kvaða,
sem nú hafa verið á okkur lagð-
ar. Ef einhver kynni að vera í
vafa um, að flokkur okkar sé
fær um að gegna þessu hlut-
verki má gjarnan minna á þá
staðreynd, að þegar Bandaríkja
menn kröfðust hér herstöðva til
hundrað ára 1945 þá hefði land-
söluliðið gjaman verið til með
að ganga að því, en tók þann
kostinn þó að hörfa til Kefla-
víkursamningsins. '
Það er óneitanlega broslegt
og sorglegt í senn að gera sér
grein fyrir hvemig allur mála-
tilbúnaður er í sambandi við
þetta örlaga spor.
Það er hefðbundin venja í öll-
um lýðræðislöndum þegar stór-
mál eru á dagskrá, að málin séu
rædd í ljósi heilbrigðrar skyn-
semi; þjóðinni sé gerð grein
fyrir öllum rökum, tilgangi og
afleiðingum. Hún sé' kvödd til
skrafs og ráðagerða, vakinn hjá
henni áhugi, og þannig skapaður
sá grundvöllur, sem á traust sitt
í blekkingarlausri samábyrgð
allra aðila.
Þessi regla hefir einnig gilt
hér á landi og þótt lofsverð og
sjálfsögð, þannig hefir til dæmis
tvisvar sinnum verið greitt
þjóðaratkvæði um það, hvort
flytja ætti brennivin til landsins
eða ekki, og held ég þó, að
flestir getum við orðið sammála
um, að sjálfstæðismál íslend-
inga sé áhrifameira um fram-
tíð og tilveru okkar heldur en
það. En í þessu máli er ekki
þannig farið að. Undirbúningur
er allur framkvæmdur af slílkri
leynd, eins og um stórglæp sé
að ræða.
Fregnir berast hvaðanæva af
erlendum vettvangi, en innlend-
ir valdamenn vita ekkert. Eng-
inn þykist vita neitt fyrr en hálf
ríkisstjórnin hefir flogið vestur
um haf til þess að kynna sér
kvaðir og kosti, að því er virð-
ist af eintómum áhuga, en for-
sætisráðherrann hafði hinsvegar
fengið svo mikla nasasjón af
plagginu, að hann taldi sig þess
umkominn að lýsa yfir skoðun
siimi á því í veizlu úti í Kaup-
mannahöfn.
Á sama tíma, og reyndar
nofekru fyrr, höfðu 'islenzkir
borgarar gert sér í hugarlund
hver aðaltilgangur þessa samn-
ings væri. Þeir héldu fimdi í
húsum inni og á göturn úti og
áhugi þjóðarinnar á málinu var
sl'íkur, að þess eru fá dæmi, að
menn hafi mætt jafn f jölmennir
og oft til funda eins og þá. Það
var ekki áhugi fyrir stríðsfélagi,
sem stóð að baki, heldur and-
staða gegn því. Ekki var þjóð-
inni heldur auðveldað að fylgj-
ast með þeirrihreyfingu.Frétta-
stofu útvarpsins var bannað að
segja nokkuð um það. Þannig
skyldi hindrað eftir mætti að
þjóðin fengi að fylgjast með
hjartaslögum ifólksins í höfuð-*
staðmrm.
Þá ók ekki glæsibragurinn,
þegar kom að afgreiðslu máls-
ins í sölum alþingis. Málið var
ekki einu sinni rætt eins og
venja er til. Það átti meira að
segja að hespa það í gegn um
allar umræður þingsins á einni
kvöldstund, en fyrir atfylgi
utanþingsfólks er gefið þinghlé
til næsta morguns. Stjórnarand-
stöðunni er ekki einu sinni gefið
tækifæri til þess að skila séráliti
í utanr-íkismálanefnd. Það er
hafður lögregluvörður um utan-
ríkisráðherrgnn nótt og dag á
milli Ameríkuferða hans. Lög-
regla vopnuð kylfum og táragasj
er önnum kafinn við að berja
niður fólkið, sem safnast hefir
að Alþingishúsinu til þess að
fylgjast með, og meira að segja
er þingmönnum vörnuð um- |
ganga um Alþingishúsið. Þessir
lýðræðispostular fara þannig að
við framkvæmd lýðræðisins á Is-
landi á þessu ári. Nú eru þeir \
e!kki le-ngur bundnir víð sína
elskulegu kjósendur.
Þetta er litsterk mjmd og
lærdómsrík. Öllu er kastað á
gdæ, sem áður var talið heilagt.
Þjóðinni er ekki boðið upp á
að afgreiða málið né taka af-
stööu til þess heldur er henni
varnað þess.
Hræðsla valdamannanna við
fólkið er svo mikil, að reynt er
að klessa á viðkvæmt mál af-
greiðslu, með svo miklum hraða,
að sem fæstir geti áttað sig á,
hvað er að gerast.
Eg ryf ja eklki þessa isögu upp,
af iþví mér detti í hug að nclk'k-
ur sé sá hór inni, sem eklki veit
þetta, né heldur, að ég telji hina
minnstu -hættu á, að nokkur sé
búinn að gleyma þessum stór-
tíðindum, sv-o fersk sem þau eru
og efcki er þetta heldur í fyrsta
skipti, sem blettur hefir fallið
á sögu Alþingis fyrir. aðgerðir
þessara auðvaldspostula, þó að
þessi sé stærstur. Við minnumst
þess, að það vántar ekki nema
nofckra daga 'i áratug, síðan þeir
í bezta samkomulagi settu lög til
þess að banna vinnandi mönn-
um að ák-veða sjálfum og semja
um kaup sitt og kjör, samfara
iþví, að dýrtið var hraðvaxandi,
og með lögunum stófaukin. Ég
á við þrælalögin 1939. Alþingi
byrjaði þá vinnu seint um kvöld
og lögin voru fullsköpuð að
morgni. Þeir sömu meim sam-
þyfck-tu einnig, þegar kjörtíma-
-bil þeirra var útrunnið, að
hverfa frá kosningum en kjósa
sig sjálfa til óákveðins tíma, eða
nánar tiltekið til stríðsloka. Að
vísu gliðnaði það samkomulag
simdur, en dugði þeirn þó 'í eitt
ár. Þannig mætti fleira telja.
lÉg nefni þessi dæmi hér,
vegna þess, að þau eru óvéfengj-
anleg staöfesting á þeirri fcenn-
ingu sósíalista, að auðvaldið
notar lýðræðið á meðan það sér
sér hag 1 því og því stafar ekki
nein hætta af því.
Um leið og fólkið verður því
ósammála og það óttast að lúta
i lægra haldi, er lýðræðið af-
numið. Þetta er markv'ist spor i
þá átt.
Hefði einhver verið svo ófyrir-
leitínn að segja þessa atburði
fyrir eða aðra þvílíka, þegar
verið var * að ræða sambands-
slitin við Dani, og borið valda-
mömium á brýn, að þeir myndu
við fyrsta fáanlégt tækifæri
koma landinu undir áhrifavald
tiltekins erlends stórveldis, er
sennilegt og sjálfsagt, að ósvífni
hans hefði verið höfð að dæm-
um.
Og hver hefði átt að trúa því,
að þjóð, sem var búin að heyja
þjóðfrelsisbaráttu sína í sjö
hundruð ár, myndi innan fimm
ára -verða búin að glata úr hönd-
um sér svo álitlegum hluta af
því, að vart verður s-agt um
hér eftir, hvenær hú-n er sjálf-
ráð gerða sinna. Það eru kald-
hæðin örlög og ekki furða þó*að
þeir herrar, sem þv'i valda telji
sig hafa efni á því að brigsla
öðrum um þýlyndi við erlend
ríki.
I útvarpsumræðunum núna í
vikunni gat að heyr-a merkilega
yfirlýsingu frá einum ráðherr-
anna. Svo var á honum að skilja
að Sósíalistaflokkurinn ætti einn
sök á þvá, sem illa fer á landi
hér.
Dýrtíðin er honum að kenna,
kaupbækkanir og kjara-bætur,
sem nást hafa á liðnum árum
eru allar honum að kenna, o-g
það er einnig honum að kenna,
að r'ikisstjórnin hefir ekki í tæka
t’íð geta brasað saman fjár-
lögum. V-art munu þó þingmenn
Sósíahstaflokksins kvaddir til,
er þau mál eru á dagskrá, sem
núverandi ríkisstjórn á ein að
leysa.
Það er mikill hróður um
Sósíalistaílokkinn, þegar hann
er sakaður um að vera v-aldur
þess, að -enn hefir ekfci tekizt
að kreppa meir að kjörum vinn-
andi niaim-a heldur en orðið er,
og stappar þó nærri, að þau séu
óþolandi. Það lof er að vásu að
verðleikmn en hinsveg-ar er ekki
laust við, að það sé raunalegt,
að r-áðherra flokks, sem kennir
sig vió íslenzka alþýðu, skuli
varpa þessu fram í skætingi,
sem skammaryrði.
Ég skal játa, að á hát'iðis-
stund íélags okkar er ekki laust
við, aö það sé raunalegt, að rif ja
upp þau dæmi, sem ég hefi nú
þegar nefnt í stórum drát-tum,
.en mér finnst sjálfmn, að þau
séu svo táknræn fyrir yfirstand-
andi tíma, og að þörfin fyrir
Sósíalistaflokkinn að bregðast
rösklega við þeim sé svo brýn,
að það sé ekki við nokkurt tæki-
færi. hægt að g-anga fram hjá
þessum staðreyndum. Ég hefi
ekki dregið þessi dæmi fram til
þess eins að sýna, hvað hinir
umgetnu valdamenn séu -vondir,
heldur miklu fremur til þess að
sýna, að þeir eru fulltrúar
-sinnar stéttar. Viðbrögð þeirra
eru örvæntingarfull tilraun til
að viðiialda dauðadæmdu skipu-
lagi og tryggja völd, sem þeir
vita, að eru á fallanda -fséti, auk
þess sem þeir eru blindaðir af
áróðursvaldi auðvaldsríkja, sem
seilast eftir gögnum sér , til
handa undir yfirskini lýðræðis,
mannvináttu og fórnfýsi. Það
er óttinn við alþýðuna, sem knýr
þá til óyndisúrræða.
Eif hvað hefir til sáns ágætis
nofckuð, segir gamalt orðtak, og
svo er einnig enn. Þó að þjóðin
hafi tapað að þessu sinni og
beðið ósigur um óí'yrirsjáan-
legan tíma, þá verður -hönd
sfcamma stund höggi fegin.
Fyrir þessar aðgerðir hafa
opnast augu þúsund-a manna,
sem áður fylgdu öllum borgara-
legu flokkumun, fyrir því, hvað
er að gerast og að hverju er
stefnt. Það eni menn, sem létu
röksemdir sós'íalista sem vind
um eyrun þjót-a, imz þeir hlutu
sjálfir að þreifa á. Sú þekking
er að vísu dýru verði keypt, sem
goldin er með slíkum fórnum,
en hún kennir svo rækilega að
ekki gleymist, að þeir menn,
sem ekki skilja né kunna að
meta hagsmuni og þarfir alþýð-
unnar, þeim er ekki trúandi
fyrir málsstað þjóðarinnar. —
Þe-tta vita allir þeirmenntamenn
nú, sem um -tírna í vissu máli
'ha-fa tekið sér samstöðu við
sósialistaflökinn. Það er enn-
fremur ekki vást að hér sé stað-
ar nrnnið, ekki einu sini í bili. Að
minsta kosti eru famar að koma
raddir um frekari aðgerðir, ósk-
ir u-m hergögn og vopnajbúnað.
Auðvitað er allt slíkt 'í deigl-
unni enn, en bíðum og sjáum
'hvað setur. Hér eftir kemur
þjóðinni ekki margt á óvart.
Allir kannast við -þjóðsöguna
um nátt-tröllið og stúlkuna. —-
Nóttina helgu fóni allir til
kirkju nema einn, sem átti að
gæta bæjar. Undani'arið hafði
svo til gengið, að bæjarvörður
hafði ýmist tryllst eða horfið.
Stúlka nokkur býðst til þess að
gæt-a bæjarins. Skömmu eftir'
dagsetur heyrir hún rödd á
gJugganum, sem biður hana að
k-oma ú-t, en hún neitar. Þannig
igengur alla nóttina, unz dagur
rann, en um morgiuninn er fólkið
kemur heim, er afarstór steinn
i bæjarsundinu, en stúlkan heil
á húfi. Er hún var spurð um
viðskipti sín -og tröllsins, svaraði
hún því, að hún hefði aldrei litið
á áttina til gluggans.
Óvættarins varð aldrei vart
eftir það. — Þannig lætur hug-
myndaflug miðaldanna, stúlk-
u-na, persónugerfing alþýðunnar,
vinna sigur á myrkravaldinu,
með því að ljá aldrei máls á
neinni tilslökun, sem getur haft
-hættu og glötun 'i för með sér.
Stúlkan vissi það, að ef hún
héldi út til dögunar að tefja
fyrir óvættinni, var henni borg-
ið. Tröllið fór þó ekki fram á
mikið: „Fögur þykir mér hönd
þín og snör mín hin snarpa og
dillidó,“ sagði það, en hún svar-
aði að lofcum: „Stattu og vertu
að steini, engum þó að meini,
ári mirin Kári og korriró.“
Sagan um nátttröllið endur-
-tekur sig. Myrkravaldið skiptir
að visu um gerfi upp aftur og
aftur og skil dags og nætur eru
oft ógreinileg. En ef alþýðunni
tekst að halda vöku sinni -eins og
stúlfcan í sögunni, lætur tröllið,
— -yfirstéttina — aldrei ná
töfcum á sér, hversu fagurt sem
gælt er og glamrað; þá er hætt-
an efcki mikil.
Sósialistaflokkurinn er sér
þess meðvitandi, að það muni
á ýmsan hátt -verða reynt að
villa um fyrir aliþýðunni -hér
eftir sem hingað til. Áróðurinn
gegn honum hefur engan veginn
náð hámarki -enn. Hvenær sem
-valdastéttin þarf að dylja eðli
árása sinna á lifskjör alþýðumi-
ar munu verða sagðar æsifréttir
frá Sovétríkjunum, alveg 'i hlut-
f-alli við hve mikill -árangur þarf
að fást. Eigi til dæmis að fella
gengið og aufca dýrtiðina, er
nóg að segja frá tíföldu vöru-
verði þar. Þurfi hinsvegar að
stof-na ríkislögreglu gegn sam-
töfcum fólksins verða um 15—20
milljónir manna í þrælkunarbúð
um austur þar, og þegar útvarp-
inu er bannað að birta fréttir
(Framhald á k, síðu)