Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1949, Side 4

Mjölnir - 06.07.1949, Side 4
Miðvikudagur 6. júlí 1949. 26. tölublað. tm 12. árganguí. Hjálp1 Alþýðusambandsstjórnarinnar dugði atvinnurekendum ekki og verkaiýðurinn knýr fram vendegar kjarabætur 1 hinum nýafstöðnu kaupdeil- stjórn tókst að fá allmörg félög um, hafa öll verkalýðsfélögin, sem eru undir róttækri forustu, knúið fram verulegar kjarabæt- ur, eða frá 10—18% grunn- kaupshækkun. Hinsvegar hafa verkalýðsfélög undir forustu kratanna, ýmist ekki sagt upp samningum eða fengið þetta 3—íf% hækkun. Að þessu leyti hefur verkalýðnum unnist dýr- mæt reynsla, sem mun koma að góðu haldi í framtíðinni. Hafa sennilega aldrei áður verið háð- ar kaupdeilur í landinu, sem svo lærdómsríkar eru fyrir verkalýð inn sem þessar nýafstöðnu deil- ur. Á síðastliðnu hausti var það Ijóst, að atvinnurekendur hugð- ust hafa öll ráð verkalýðsins í sínum höndum. Þeim hafði tek- izt að koma á laggirnar ríkis- stjórn sem opinberlega og tillits- laust gekk þeirra erinda; lækk- aði kaup með vísitöluskerðing- unni og hækkaði dýrtíð; rýrði kjörin enn þá meira með nýjum álögum og síðast en ekki sízt, dró úr framkvæmdum og skap- aði atvinnuleysi Aldrei áður á íslandi hafði nein ríkisstjóm svo ógrímuklætt gengið erinda atvinnurekenda og tekið að sér forustuna fyrir þá í átökunum við stéttasam- tök verkamanna. Áður höfðu allar rikisstjórnir keppst við að látast vera hlutlausar og láta sýnast að þær stæðu ofan við stéttabaráttu og stéttaátök, en bæru aðeins hagsmuni alþjóðar fyrir brjósti. Það var raunar ekki furða þá atvinnurekendur væru kampakátir, þegar það ibættist svo við, að þjónar þeirra í verkalýðshreyfingunni voru komnir í stjórn sjálfs Alþýðu- sambandsins og illræmdasti verkfallsbrjótur landsins orðin forseti þess, þá átti nú allt að geta gengið „eftir áætlun" eins og hjá Hitler. En það fer margt öðruvísi en ætlað er. Jafnt og þétt óx skiin- ingur verkamanna á því hvað var að gerast og jafnhhða áhugi fyrir því að knýja fram kjara- bætur. Síðari hluta vetrar var svo sýnilegt, að verkalýðsfélög- in myndu fjöldamörg segja upp samningum og krefjast kjara- bóta. En Alþýðusambandsstjórn in lá ekki á liði sínu, þegar hún sá, að það var ekki á hennar valdi að hindra víðtækar upp- sagnir, tók hún þann kostinn að látast vera með uppsögnum, og leggja bara áherzlu á að kröfurnar, sem gerðar væru, yrðu ekki mjög háar, og tillaga atj. AJþýðusambandsins var 3 til-5% hækkun. Úr því sem kom ið var gat sambandsstjóm ekk- ert betra gert fyrir húsbændur sína, atvinnurekenduma; upp- sagnir samninga var ekki hægt að hindra úr því sem komið var. Hinum róttæku félögum fannst þetta að vonum smánar- tillaga og ákváðu að hundsa hana alveg. Svo vita menn hvemig fór, Alþýðusambands- til að semja fyrir 3—5% hækk- un, enÞróttur,Dagsbrún,Vm.fél Akureyrar o.fl. félög létu ekki á sig fá þessar rýtingsstungur bræðrafélaga sinna, en héldu baráttunni ótrauð áfram og knúðu fram um 10% hækkun. Þetta gerir þann mun, að á meðan verkamenn á ísafirði, Hjalteyri o.fl. stöðum vinna í sumar fyrir kr. 8,70 til kr. 8,85 á tímainn í dagvinnu fá verka- menn á Siglufirði, Reykjavík og víðar kr. 9,24. Verkamennirnir, sem hlýddu ráðum hinnar svik- ulu sambandsstjómar, fórna því 29—45 aurum af hverjum •vklukkutíma, sem þeir vinna í dagvinnu næstu mánuði, fyrir skammsýni og trúgirni sína. — Af dagkaupinu verður fórnin allt að 4 krónur 32 aurar. Sé reiknað með 26 vinnudögum í mánuði, þá verður fórnin, yfir mánuðinn kr. 112,32. Þegar mikil eftir- og nætur- vinna er unnin verður munurinn að sjálfsögðu mikið meiri. Er t.d. hér á Siglufirði mjög senni- legt, að Þróttarmeðlimur hafi í meðal síldarári 5—600 krónur meiri tekjur yfir driftartímann, 2 mánuði, heldur en ef hann hefir taxta Baldurs á ísafirði. Lygaáróður kratanna og blekkingar fá hér engu um breytt, og þetta skilja flest allir verkamenn. Þeir skilja einnig, að meiri kjarabætur hefði verið •hægt að ná, hefðu engir Júdas- ar verið í Alþýðusambandinu. Eins og á stóð er sigur Þrótt- ar, Dagsbrúnar og félaganna, sem með þeim stóðu, mjög glæsilegur. Þá sýndi forusta þessara félaga að hún kann að meta rétt þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Forusta þess- ara félaga vildi fá og stilaði upp á meiri kjarabætur, en eins og allt var í pottinn búið, hefði það verið hrein ævintýra- mennska að hafna því, sem fékkst og leggja út í harðvítug og ef til vill langvinn verkföll. Sú ábyrgðartilfinning, sém fram kom í þessum deilum hjá for- ustu róttæku félaganna, er öll- um svo augljóst, að flugumenn atvinnurekenda í verkalýðs- hreyfingunni, fá engan til að trúa því lengur, að fyrir henni hafi aldrei í þessum deilum vak- að að fá fram kjarabætur, held- ur aðeins pólitískt brölt til að skapa .ríkisstjórninni erfiðleika. En þeim áróðri hefur ósleitilega verið beitt. Hefði slíkt vakað fyrir for- ustu Dagsbrúnar og Þróttar, hefði deilunum verið haldið á- fram. Kratavesalingarnir sem nú standa frammi fyrir alþjóð sem afhjúpaðir svikarar, svo engri vörn verður við komið, eru í öngum sínum. Þeir sjá nú fram á uppskeruna af sáningu sinni, — álitsleysi, fylgishrun og fyrirlitningu, en þeir sjá trauðla að sér. Og margt bendir nú til þess að þeir séu búnir að semja við atvinnurekendur um að gera hinar nýfengnu kjarabætur verkalýðsins að engu, með gengislækkun. Hin sífelldu skrif kratana nú um að gengislækkun sé gegn hagsmun- um- verkalýðsins og svardagar þeirra um að Alþýðuflokkurinn muni frekar ganga úr ríkis- stjórn en ganga inn á slíkt; bendir til þess, að þeir séu búnir þegar að svíkja verkaiýðinn i þessu máli, því kratarnir virð- ast með þeim ósköpum gerðir, að sverja dýrasta eiða, þegar þeir eru ákveðnastir í að svíkja. Frú Þórdís Hansdóttir, til heimilis í Aðalgötu 17 hér í bæ, á 85 ára afmæli á morgun. Mun bún vera með elztu borgurum þessa bæjar. Frú Þórdís er Húnvetningur að ætt, af hinni kunnu Geita skarðsætt, fædd á Kárastöðum á Vatnsnesi 7. júlí 1864. Bjó hún á Hvammstanga hátt í aldarfjórðung, en fluttist hing- að til Sigluf jarðar 1927, og hef- ur átt hér heima síðan, ýmist á heimili dóttur sinnar, frú Sig- urlaugu Davlðsdóttur, eða hjá Guðmundi syni sínum. Sem stendur dvelur hún á sjúkra- húsinu hér. Þrátt fyrir hinn háa aldur, er gamla konan vel hress og fylgist vel með flestu, sem ger- ist, enda er húh greind og áhugasöm um marga hluti. — Kynni hún eflaust frá mörgu að segja af langri og starfsamri æfi, ef út í slíkt væri farið, en 'því miður var ekki kostur á að fara út í slíkt nú, vegna sjúk- leika hennar. Lætur sá, er þetta ritar, þessvegna nægja að votta henni. sínar beztu árnaðaróskir í tilefni af afmælinu, fyrir hönd margra kunningja hennar og Er þar skemmst að minnast svardaga þeirra fyrir 4. apríl 1939 og atkvæði þeirra þann dag á alþingi með gengislækk- un. Vormót í Vaglaskógi Sós'íalistafélögin á Norður- landi héldu vormót í Vaglaskógi um s.l. helgi. Fór það ágætlega fram. Veður var hið ákjósan- legasta, og skemmti fólk sér prýðilega. Ræðumenn mótsins voru Steingrímur Aðalsteinsson alþ.m. og Einar Olgeirsson. — Lúðrasveit Akureyrar lék og ýnisar íþróttir og aðrar skemmt anir fóru fram. vina, og óska henni enn langra iífdaga, góðrar heilsu og tæki- færa til að vinna að þeim mál- um, sem henni eru hugstæð. x. JEPPAR TIL SÖLU Tveir jeppar í góðu ástandi TIL SÖLU Afgreiðslan vísar á. fhjja bíó Miðvikudag kl. 9: FALLIN FYRLRMYND Fimmtudag kl. 9: LANDNEMALÍF i Föstudag kl. 9: STÁLTAUGAR Laugardag kl. 9: FALLIN FYRIRMYND Simnudag kl. 3: GEORG SIGRAR Sunnudag kl. 5: LANDNEMALÍF i Siumudag kl. 9: , GLJEÐIKONAN j KAUPTAXTI Verkákvennafélagsins ,,Brynju“, Siglufirði, frá og með 1. júlí 1949. — Lögbundin vísitala 300 stig. — Lágmarkskauptax,ti fyrir fullgildar verkakonur er sem hér segir: Almenn verkakvennavinna' (2,37) 7,11 11,38 14,22 íshúsvinna (2,48) 7,44 Ákvæðisvinna: 11,90 14,88 1. Fyrir að kverka og salta hverja tn. síldar Kr. 6,48 2. — sykursalta t 6,69 3. — krydda — 6,69 4. — magadraga — 9,90 5. — tálkndraga, matjes o. fl — 13,20 6. — slóg- og tálkndraga, matjes fl. — 15,81 7. — hausskera og sykursalta — 8,91 8. — hausskera og krydda — 8,91 9. — hausskera og slógdraga — 12,36 10. — hausskera og slægja — 14,85 11. — flaka og salta — 39,60 12. — salta vélflakaða síld — 14,85 13. — rúnsalta — 4,95 14. — kverka og salta smá-ogmillisíld — 19,80 Siglufirði, 1. júlí 1949 Stjóra og kauptaxtanefnd „Brynju“ Frú Þórdís Hansdóttir 85 ára Bæjarpósturinn (Framhald af 2. síðu). ég yfirgaf nefndan Hannes í fylgd „bræðra', sinna þar til ég hitti hann aftur einan á Aðal- götunni, hafi verið um 6—8 mínútur. Ofanrituð orð eru lýsing á af- skriftum mínum af máli því, sem gert er að umtalsefni í greininni „Hvar er lögreglan" í Bæjarpósti „Mjölnis“ 29. júní 1949. ' Lögregluvarðstofunni 30/6 ’49 Jón Ólafsson ★ Af frásögn Jóns er því ljóst, að ummæii Bæjarpóstsins í Mjölni 29. júní s.l. viðvíkjandi rúðubrotinu, hafa við lítil rök að styðjast. Okkur þótti rétt að leiðrétta hinn óviðiíelldna söguburð Bæj- arpóstsins, fyrst tækifæri gafst, því oft á tíðum gjósa upp hinar fáránlegustu „sögur“ um lög- regluna, sem illt hefir reynzt að bera til baka, vegna þess að lítið hefir verið gert af því að setja þær á prent, fyrr en nú, sem von er. Að lokum viljum við svo beina þeim tilmælmn til aðstandenda Mjölnis, að næst iþegar þeir telja ástæðu til að ræða lögreglumál í blaði sínu, verði þeir vandari að heimildar- mönnmn, og láti sér eklý nægja bæjarslúðrið eitt. Siglufirði, 5. júlí 1949 Lögregluþjónarair í Siglufirði. ★ Ath. Bæjarpóstsins. — Eg íþakka fyrir upplýsingarnar um rúðubrotsmálið, og dreg ekki í efna, að þær séu réttar. Hins- vegar vísa ég algerlega á bug ummælum, sem eru 'i formála og eftirmála leiðréttingarinnar, xun, að ég hafi farið niðnmar- orðum um lögregluna. Mér finnst .það líka koma fram, að lögregluþjónamir álíti, að um- mælin um að oft sé erfitt að ná í lögregluna, stafi af einhverri illkvittni í þeirra garð. Svo var þó ekki, og er mér Ijúft að lýsa yfir þvi, að persónulóga hef ég ekki nema hina beztu reynslu af lögregluþjónunum. Enda ber vandlæting sú, sem kemur fram í ofanskráðri ath.semd þeirra, Ijósan vott um það, hvaö þeim er annt um starfsheiður sinn. Hér var sem sagt ekki verið með neina illkvittni eða aðdrótt- anir í garð lögreglunnar að ræða, heldur aðeins skýrt fra staðreynd; þeirri staðreynd, að oft er erfitt að ná í lögreglima. Þó að þetta sé sagt, þarf það all’s ekki að stafa af því, að viðkomandi álíti, að lögreglan sé kærulaus eða slái slöku við í starfi sínu, heldur getur það stafað af öðmm ástæðum, t. d. þeirri, að lögreglan sé alltof fá- menn. Það má vel vera, að ekki sé nóg, að hér séu 14—15 lög- regluþjónar, eins og nú er, til iþess að alltaf geti verið einn við á varðstofunni, heldur þyrftu þeir e.t.v. að vera miklu fleiri, t. d. 30—50, eða jafnvel ennþá fleiri, máske hundrað, en sé svo, ber vitanlega að sakast um það við viðkomandi yfirvöld, en ekki að nöidra við Bæjarpóstinn yfir því, að hann skýri frá stað- reyndum. £i$lufiat‘íarbtó Miðvikudag kl. 9: Fimmtudag kl. 9: Flóttiiin frá kvennabúrinu Aðalhlutverk: Maria Tásnady Paul Jávor Danskur texti

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.