Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1949, Blaðsíða 3

Mjölnir - 06.07.1949, Blaðsíða 3
MJÖLNIB S Kynþáttamisréttið í Bandaríkjunum Um það bil einn af hverjum tíu ibúum Bandaríkjanna er blökkumaður. Flestir þeirra búa í Suðurríkjunum. I Mississippi er t.d. annar hver maður með svertingjablóð í æðum. í sum- um Norðurríkjanna búa hins- vegar ekki nema fáein hundruð svertingja. í meira en helmingi ríkjanna hefur þrælahald aldrei þekkzt. Þrælainnflutningurinn hófst á seytjándu öld og hélt álfram alla átjándu og fram á nítjándu öld. Er borgarastyrj- öldinni lauk árið 1865 var þræla hald afnumið með lögum um öll Bandar'ikin. Tólf árum áður en borgara- styrjöldin hófst, heimsótti kunn ur New York borgari, Olmstead nað nafni, fyrirmyndar plant- ekru í Mississippi-ríki. Þar var stóra og glæsilega íbúðarhús, um f jórtán hundruð ekrur lands voru sánar báðmull, hveiti og ifleiri nytjajurtum, ennfremur voru þar um tvö hundruð svín Af þeim hundrað þrjátiu og fimm þrælum, sem þarna voru, unnu nærri sjötiu á ökrunum þrír voru viðgerðarmenn og níu voru húsþjónar eða hestasvein- ar. Vinnutími svertingjanna á sumrin var sextán klst. á dag. — Um hádegi var gefið stutt matarhlé, en annars unnið lát- laust. Svartur verkstjóri gekk á millli þrælannna á ökrunum, hvatti þá til að leggja harðara að sér, smellti með svipuólinni og lét hana stundum falla léttil. á herðar einhvers svertingjans. Hviti umsjónarmaðurinn sagði Olmstead, að góður agi ríkti á ibúgarðinum, þó hann hefði nú reyndar nýl. seit þræl, sem hefði reynt að reka sig í gegn. „Hann sagði, að negrar sínir reyndu ekþi oft til að hlaupast á brott, iþví þeir vissu, að þeir mundu næstum áreiðanlega nást alftur.. Um leið og hann saknaði ein- hvers þrælsins, sleppti hann hundum á slóð hans.“ Hér fara á eftir nokkrar aug- lýsingar, sem skáldið Oharles Dickens fann í amerískum blöð- um árið 1842: „Negrakona hefur hlaupist á brott. Nokkrum dögum áður en hún strauk, brennimerkti ég hana á vinstri kinn. Reyndi að mynda bókstafinn M“. „Hundrað dollara fundarlaun- um er heitið fyrir að finna negra pilt, Pombey .....Brenni- merktur á vinstri kinn“. „Fimmtíu dollara fær sá, sem hefur upp á negranum Jim Blake. Markaður á bæði eyru“. ★ Þótt aðdáendur Bandaríkj- anna haldi þvi fram, að Banda- ríkin séu mesta lýðræðisríki heimsins, er það þó staðreynd, að tíundi hluti íbúanna þar býr við réttleysi og kúgun. Þeirri kúgun, rangsleitni ‘og öryggis- leysi, sem svertingjarnir i Suður ríkjunum eiga við að búa, er tæplega hægt að líkja við ann- að en ofsóknirnar gegn Gyðing- urn í Rússlandi á tímum keisar- anna og 'i Hitlers-Þýzkalandi, og hina fasistisku kúgun, sem við- gegnst á Ifólki af lituðum kyn- þáttum í Suður-Afríku. Banda- rísku svertingjarnir verða yfir leitt að sætta sig við að búa í sér stökum hverfum í borgunum. I sumum svertingjahverfum er hvorki vatn, gas né rafmagn. Þeim er meinaður aðgangur að flestum helstu menningarstofn- unum og skemmtistöðum. Sum- staðar mega þeir ekki ferð- ast með sömu farartækjum og hv'itir menn. Annarstaðar er það leyft, en þá verða svertingjarn- ir að halda sig áftast í vagnin- um eða í sérstökum klefum, sem yfirleitt standa að baki klefum hvítra manna, hvað hreiniæti og útbúnað snertir. Aftökur svert- ingja án dóms og laga eru' enn ekki úr sögunni. Yfir 2500 svert ingjar voru drepnir af hvítum skríl á árunum 1920—1946. — Aðeins fá af þessum morðmál- um hafa komið fyrir dómstóla, og einungis örfáum af morð- ingjunum verið refsað, og þá aðeins litillega. Flestir hafa sloppið við dóm. Meðalaldur svertingja 1 Bandaríkjunum er 50,52 ár, en hvítra manna 60,6 ár. Ung- barnadauði er hérnmbil þrisvar sinnmn meiri meðal svertingja en hvítra manna. 1 Bandaríkjunum. er árlega varið 80,26 dollurum til upp- eldismála á hverrí nemanda. — í tíu af Suður-ríkju.num er til- svarandi tala á hv<jrn svartan nemanda 17,04 dollarar. Svert- ingjar eiga erfiðára uppdráttar á vinnumarkaðinum en hvítir menn. Það má heita viðtekin regla, að svertinginn sé „síðast- ur tekinn og fyrstur rekinn.“ Það er líka hefð, að þeir fái ekki 1 kaup nema 70% af þeirri upp- hæð, sem hvítur maður mundi fá fyrir sömu vinnu. Ennfremur eru þeir yftrleitt látnir vinna erfiðustu og óhollustu .verkin, í iðnaðinum t. d. Sumar atvinnu- greinar mega hinsvegar heita lokaðar svertingjum, einkum konum, og verða þvi flestar þeirra að sætta sig við að vinna hússtörf eða önnur áþekk störf, jafnvel þótt þær hefi ágæta menntun, t. d. háskólapróf. 1 sjö Suðurríkjanna er lagður á kosningaskattur, þ. e. menn verða að greiða visua upphæð árlega til þess að ríjóta þeirra lýðræðisréttinda að fíi að greiða atkvæði við almennar kosning- ar. Skattur þessi er m ismunandi hár, hæstur í Mississippi, 2 doll- arar á ári. Óvíða er Ihirt rnn að innheimta þennan skatt reglu- lega, og getur hann þá dregist saman í allháar upphæðir, hirði menn sjálfir ekki um iað fara og greiða hann regluilega, og einnig kemur hann þungt niður á hinum fátækari mec'al hv'ítu íbúanna.. , , ■ \ ■ ..... . í ^ Þó að skatturinn sé ekki hár, e.t.v. aðeins nokkrir dollarar, hlýtur fjölskyldumann, sem máske hefur aðeins 20 dollara í laun á mánuði, eða er atvinnu- lítill eða atvinnulaus, að muna talsvert um þá upphæð. Enda er kosningaþátttaka yfirleitt mjög lítil í Suðurríkjunum. Til dæmis greiddu aðeins 180 þús. af 1250 þús. atkvæðisbærra ínanna í Mississippi atkvæði í kosningun- um 1946. 1 kosningum sem fram fóru 1944 var kosningaþátt- takan í Suður-Carolina aðeins tæp 10%. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna. ★ Ameríski blaðamaðurinn Jolm Gunther, höfundur bókarinnar „Inside USA.“ sem er aðalheim- ild þessarar greinar, tilfærir dæmi um kynþáttamisréttið og kynþáttafordómana í Bandaríkj unum; m.a. segir hann frá því, er hann hitti dr. Reid, forstöðu- mann félagsfræðideildar háskól- ans í Atlanta. „Við eyddum nokkrum klukkustundum sam- an. En dr. Reidd gat auðvitað ekki þegið boð mitt um að drekka með mér kaffibolla. — Hann gat ekki einu sinni hitt mig í hótelherbergi mínu. Hann lagði bílnum sínum fyrir utan, gat einhvernveginn komið boð- um upp til mín, og beið mín á götunni.“ „Háskólinn í Atlanta saman- stendur af sjö mismunandi stofn unum fyrir svertingja. Dr. du Bois (fyrirrennari Reids. þýð) segir í einu riti sínu, að frá 1900 til 1925 hafi ekki verið gefið út neitt rit um svertingja né um Suðurríkin, sem ekki hafi að einhverju leyti verið að þakka háskólanum í Atlanta. Eg átti nokkur skemmtleg viðtöl við rektor hans, dr. Rufus E Clem- ent, og við forseta einanr deild- 'arinnar, dr. Benjamín E. Mays. Báðir eru þeir miklir hæfileika- menn, — mér fannst dr. Mays ekki standa að baki neinum öðrmn manni, sem ég hef hitt í Suðurríkjunum, — og báðir eru þeir að sjálfsögðu fyrirmenn í háttum, ekki síður en þeir eru fróðir. Mig langaði ákaflega til að endurgjalda gestrisni þeirra. En í Atlanta var mér það ekki mögulegt, þvi ég gat ekki boðið þeim með mér á neinn opinberan stað.“ Eg minntist áðan á dr. Mays. Fyrir nokkru þurfti Arnall, fyrr verandi ríkisstjóri, að rita hon- um opinbert bréf. (Arnall er meðal frjálslyndustu manna í Suðurríkjunum). Hann var í stökustu vandræðum. Vitanlega mátti hann ekki ávarpa dr. Mays með „Mister“ (herra) eða „Doktor.“. Hvítum manni leyf- ist ekki að ávarpa svertingja á þann hátt í Suðurríkjunum. — Loks réð hann fram úr þessu máli á þann hátt að kalla dr. Mays blátt áfram „Benjamírí*! Dr. du Bois, sem er höfuð- skörungur á sínu sviði, og að sínu leyti sambærilegur við Shaw eða Einstein, segir frá.því í ritaðri frásögn, að sér hafi ekki verið leyfður aðgángur að almenningsbókasafni Atlanta. Dr. du Böis er doktor 'í heims- speki frá Harward-háskóla, en stundaði einnig nám 'i háskól- um í Berlín og hefur þrjá aðra doktorstitla. Bg spurði eitt sinn ungan, greindan og fremur frjálslynd- an stjórnmálamenn um persónu lega alfstöðu hans til svertingja, og leitaðist þá við að fá nákvæm lega fram, hvað hann rnundi gera eða ekki gera við tilteknar aðstæður. Mundi hann vilja mat- ast með svertingja? „Guð minn góður, nei“! Hitta svertingja á heimili hans. „Ekki undir nein- um kringumstæðum. Eg mundi ekki telja mér það fært. Það gæti komist upp.“ Fara í veizlu, sem haldinn væri til heiðurs t.d. Paul Robeson, „Slíkt gæti ekki gerzt hér, en ef það væri í Néw York, mundi ég kannske fara, ef mikill mannfjöldi væri og enginn þekkti mig.“ Taka í hönd svertingja? „Eg tók í hönd á svertingja 1 fyrra 'i Portland, Oregon, í fyrsta skipti á alri æfi minni.“ Sofa hjá laglegri svert- ing j astúlku ? V andræðalegt svar. ★ Þrátt fyrir það ,að svertingj- ar Bandaríkjanna eiga enn við hræðilegt misréti að búa, hafa kjör þelrra skánað verulega síðan á dögum þrælahaldsins. Þátttaka og frammistaða svartra hermanna í heims- styrjöldinni síðari varð til þess að auka svertingjunum sjálfs- traust, kjark og siðferðislegan styrk í baráttunni fyrir jafn- rétti við hvíta menn. I hernum nutu þeir jafnréttis á við 'hina hvítu stríðsbræður sína, og voru almennt viðurkenndir sem jafn- okar þeirra á sviði hermennsk- unnar. Áróðurinn móti ofsókn- um Þjóðverja og Japana gegn einstökum þjóðum og kynþátt- um varð öflug hjálp í baráttu þeirra sjálfra og allra frjáls- iyndra afla í landinu fyrir út- rýmingu kynþáttaofsóknanna í heimalandinu. Járntjald kynþ.- misréttisins var rofið í fjölda samtaka og félaga. Til dæmis komu baptista-klerkar, hv'itir og svartir, í fyrsta sinn saman á sameiginlega perstastefnu í Georgiu fyrir ekki alllöngu síð- an. Átta svertingjar voru kjörn- ir meðlimir frægs amerísks læknafélags 1946, og tveir tekn- ir upp í samtök dómara. (Amer- ican Bar Association). Fleiri svipuð dæmi mætti telja. Eftirtektarvert er, að allir eða því nær allir þeir svertingjar, sem drepnir hafa verið án dóms og laga (lynched) síðán í stylj- aldarlok, hafa verið fyrrverandi hermenn, sem hafa sett sig upp á móti misréttinu, þrjóskast við að viðurkenna forréttindi hinna hvítu. Hins er einnig að gæta, að eftir því, sem barátta hinna frjálslyndari afla fyrir jafn- rétti hefur harnað, halfa kúg- unaröflin færst í aukana. Hin fasistísak yfirstétt Suðurríkj- anna, sem arðrænir og kúgar svertingjana miskunarlaust, — fyrirmælum um samskipti elur stöðugt á hatri og óvild milli hvítra manna og svartra, enda á hún alilt sitt undir því, að undirstéttin, hinn fátæki, ó- upplýsti hvíti og svarti múg,ur, sé sundraður en ekki sameinað- ur. Hvort sókn svertingjanna til meira frelsis brotnar á múr kyn- þáttahatursins, sem yfirstéttin keppist nú við að hlaða í skörðin á, er ekki útséð um. Ku-klux- klan og aðrar áþekkar fasista og glæpamannaklíkur vaða nú uppi 'i Suðurríkjunum. Yfirstétt Suðurríkjanna bauð Svertingja- og Gyðingahataranum Thur- mond fram við forsetakjörið-í fyrra, og klauf með því Demó- kratalflokkinn, vegna þess að Truman forseti hafði gefið kosn ingaloforð um lítilfjörlegar rétt arbætUr svertingjunum til handa. Hert er á reglum og hvítra manna og svartra. Ný alda svertingjaofsókna flæðir nú um Suðurríkin. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um, hver úrslitin verða. En 'eitt er víst; að varanleg lausn á kynþáttavandamálinu í Bandaríkjunum fæst ekki fyrr en þau afturhaldsöfl, sem nú ráða þar lögum og lofum, hafa verið kveðin niður og lýðræðis- legt fyrirkomulag verið tekið upp. Kynþáttaofsóknirnar, starf- semi óamerísku nefhdarinnar, kommúnistaofsóknirnar, hin gegndarlausa auðdrottnun, — stríðsæsingarnar, dek-rið við aft- urhald og fasistísk öfl um alian heim, forheimskunarstarfsemin, sem er rekin gegpum útvarps- stöðvar, megnið af blaðakosti Bandaríkjanna og Hlollywood- kvikmyndaframleiðsluna, — allt eru þptta hlutar af sama fyrir- brigðinu, angar á því krabba- meini auðhyggju og fasisma sem þjóðlíf Bandaríkjanna er heltekið áf. Þótt einn anginn sé numinn burt, stoðar það l’itið. Hann vex óðara aftur, eða ann- ar í hans stað. Eina lækningin sem ,stoðar, er að skera allt meinið burt. Nýjar bækur: Strandvörðurimi (Skáldsaga). Beztu ár ævinnar íslenzkt sjómannaalmannak ’49. Íslenzk-Enslk orðabók Ensk-íslenzk orðabók Ásgrímur Jónsson, listmálari * Á lieimsenda köldiun eftir Evelyn Stefánsson. BÓKAV. L. BLÖNDAL Oðun trjágarða Þeir sem vilja fá úðaða hús- garða sína, með vamarlyfi gegn skordýrum, ættu að láta mig vita sem fyrst. JÓHANN MALMQUIST Hólaveg 21

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.