Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1949, Blaðsíða 1

Mjölnir - 06.07.1949, Blaðsíða 1
Til kaupnda Mjölnis Gjalddagi blaðsins var 1. júli — Eru það vinsamleg tilmæli til kaupenda, sem eltki liafa greitt áskriftagjald sitt, að þeir greiði það hið fyrsta. Afgreiðslan. Miðvikudagur 6. júlí 1949. 26. tölublað. 12. árgangur. ti * ★ ★ IJR BÆNIIIVI ★ ★ * Hvenær opnast Skarðsvegurinn? Von er á stórri jarðýtu til að ryðja af veginum með um næstu helgi. Talsverður snjór á veginum. Blaðið hafði í morgun tal af ibæjarstjóra, Gunnari Vagnssyni til þess að fá fréttir um Skarðs- veginn. Sagði hann svo frá, að undanfarnar vikur hefði staðið í sífelldu stappi með að útvega ýtur, eina eða fleiri, til að moka veginn. Vegamálaskrifstofan hefði talið sig geta treyst á að fá leigða ýtu, sem Hólabúið á, eða aðra, sem Búnaðarsamband Skagafjarðaf á. En nú hefðu þær vonir brugðizt, þar sem ýt- urnar hefðu verið teknar til jarðræktarframkvæmda, — og flugvallargerðar á Sauðárkróki. Mikillar óánægju gætir nú hjá verkamönnum, sem vinna hjá bænum, yfir þeirri óreglu, sem er á kaupgreiðslum. Eru margir verkamenn nú að byrja fjórðu vinnuvikuna án þess að hafa fengið greiðsilu, nema hvað sum- ir hverjir hafa fengið eitthvað smávegis, hálft vikukaup eða svo. Nokkrir eiga þó inni kaup fyrir lengri tíma, svo sem verka fólk á Hóli, sem ekki hefur fengið greiðslu í mánuð eða lengur. Verzlunarmannafél. Siglufjarðar gerir nýjan samning Verzlunarmannafélag Siglu- hefur nýlega gert nýjan samn- ing við vinnuveitendur sína. Pá afgreiðslustúlkur, samkv. hin- um nýja samningi 50 króna grunnkaupshækkun á mánuði, og ennfremur var því ákvæði bætt inn í, að stúlkur, sem ekki hafa verzlunarskólamenntun, skuli á 6. starfsári hækka upp í sama launaflokk og þær starfs- systur þeirra, sem þá menntun hafa. Kauphækkun hjá karlmönn- um er 25 kr. í grunn á mánuði. Samkvæmt gamla samningn- um bar fólki, sem slasast við vinnu, fullt kaup í 7 daga. 1 nýja samningnum er þetta breytt, þannig að starfsfólk hjá kaupmönnum fær fullt kaup í 12 daga, en starfsfólk kaupfé- lagsins í 15 daga. Sá tímij sem afgreiðslufólki I morgun, er bæjarstjóri átti tal við skrifstofu vegamálastj. um þetta mál, fékk hann þau svör, að reynt yrði að koma hingað norður stórri ýtu, sem vegamálastjórnin hefur umráð yfir. Kvaðst bæjarstjóri gera sér vonir um, að hún kæmi með Goðafosi nú um helgina, og að hægt yrði að byrja þá undir eins að ryðja af veginum'. Mikill snjór er á veginum enniþá. Hrólfur Ásmundsson, vegavinnuverkstjóri í Skaga- firði, fór s.l. föstudag að til- hlutan vegamálaskrifstofunnar Þetta ófremdarástand má ekki viðgangast, og er merki- legt að bæjarstjóri skuli ekki hafa lagt málið fyrir þá nefnd sem á að fjalla um fjárhagsmál bæjarins, sem sé Alisherjar- nefnd, en í stað þess tekið á sig Iþá ábyrgð, að láta þetta dank- aet svona. Bæjarbúar eiga líka heimtingu á því að fá að vita, hvernig fjárhag bæjarins er fcomið, hvort áliti hans sé nú þannig háttað hjá lánsstofnun- um, að hann fái ekki bráða- birgðalán til reksturs, eða hvort einhverjar aðrar ástæður liggja til þess að svona er komið. Er þeirri áskonm hér með beint til bæjarstjóra, fyrir hönd margra bæjárbúa, að hann gefi hið allra fyrsta upþlýsingar mn, hvernig hann hefur hugsað sér að ráða fram úr þessu. k'ber að vinna í verzlununum eftir lokunartíma, var með nýja samningnum styttur úr klukku- tíma niður í hálftíma. Ennfremur náðist samkomu- lag um breytingu lokunartíma sölubúða, afgreiðslufólki í hag, og mun það samkomulag aðeins bíða samþykktar bæjarstjórnar til þess að öðlast fuillnaðargildi, en er þó komið til framkvæmda í verzlununum. Eru þá taldar helztu breyt- ingar á samningnum. Þá mun verzlunarmannafé- lagið einnig hafa lokið að mestu eða öllu leyti samningsgerð við brauð- og mjólkurbúðir bæjar- ins. Verður væntanlega sagt frá þeim samningum í næsta blaði. I samninganefnd Verzlunar- mannafélags Siglufjarðar voru þeir Níls ísaksson, Erlendur Pálsson, Sigurður Árnason, Eldjárn Magnússon og Óli Geir Þorgeirsson. til að athuga veginn, og sendi þá bæjarstjóri mann héðan úr bænrnn, Ásgeir Gunnarsson, upp á Skarð lífca. Að áliti þeirra félaga var þá svo mikill snjór á veginum, að áhöld voni um, hvort hann væri meiri eða minni en þegar byrjað var að moka í fyrra. Fréttist hvergi af síld Engar fréttir berast af síld ennþá. Sildveiðiskipin, sem út eru komin, hafa mörg undan- farin dægur verið að leita að síld um alit veiðisvæðið og hvergi orðið vör. Áta sést varla eða alls ekki, og tæplega fugl að sjá úti á miðunum. — Talið er að um 30 skip séu komin á veið- ar. E L L I Ð I fcom hingað kl. hálf tólf í gær- kvöldi eftir 14 daga veiðar, og lagði af stað áleiðis til Þýzka- lands kl. hálf tvö. Er gert ráð fyrir, að hann selji n.k. mánu- dag, hinn 11. þ.m., senniílega í Cuxhaven. „Brynja" gerir Verkakvennaféalgið Brynja hélt fund í fyrrakvöld. Til um- ræðu var árangur viðræðna samningan. fél. við fulltrúa atvinnurekenda. Höfðu atvinnu- rekendur boðið félaginu 10% kauþhækkun á öllum töxtum félagsins nema grófsöltun, — á hana var boðin 15% hækkun. Var samþykkt á fundinum með öllum atkvæðum að ganga að þessu tilboði. Erindreki A.S.I., Jón Hjálm- arsson, mætti á fundinum og skýrði frá afstöðu stjórnar ASÍ til kaupgjaldsmálanna. SUNNUKðRINN frá ísafirði hélt tvo hljómleika hinn 30. f. m. — Söngstjóri kórsins er Jónas Tómasson, tónskáld. Ein- söngvarar voru frú Sigrún Magnúsdóttir, frú Jóhanna Joihnsen, Jón H. Finnbjarnarson og Sigurður Jónsson. Fyrri hljómleikarnir voru kirkjuhljómleikar, en hinir síð- 7ari voru almehnir og voru haldn ir í'Bíó. Var söngnum vel tekið, og þurfti kórinn að endurtaka mörg lög og syngja auka'lög. ★ Dánardægur. — Að morgni hins 4. þ. m. lézt að heimili sinu Suðurgötu 8, hér í bæ, Guðlaug- ur Sigurðsson, skósmíðameist- ari. Guðlaugur sál. var nálægt 75 ára að aldri. ★ Dánardægur. — Aðfaranótt þriðjudags 5. þ. m. lézt 1 Sjúkra- húsi Sigiufjarðar, Helgi frá iSkútu. Helgi hafði um nokkuð langan tíma dvalið á Sjúkra- húsinu. — Þessara mætu manna verður síðar minnst hér í blað- inu. ★ Siglufjarðarbíó (Alþýðuhús) — hefur nú aftur byrjað kvik- myndasýningar. Ættu meðlimir verkalýðsfélaganna að sækja vel sýningar þess. ★ Hjónaband. — Þann 25. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Laufey Guð- mundsdóttir, stúdent frá Siglu- firði og stud. með. Daníel Daníel son frá Bjargshóli í Miðfirði. ★ Hjónaefni. — Þann 25, júní s. 1. opinberuðu trúlofim s'ina ungfrú Ester Jóhannsdóttir, Vetrarbraut 10, og Skarphéðin Guðmundsson, Lindargötu 11. Mjölnir árnar þessu fólki allra heilla. ★ Umsóknir um námsvist í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar.— Pormaður skólanefndar, Ragn- ar Guðjónsson, hefur beðið blað ið að koma'því á framfæri við væntanlega nemendur Gagn- fræðaskólans, að hann taki á móti umsóknum um námsvist í forföllum skólastjóra. ★ Óafgreitt mál. — I s. 1. viku nýjan samning Brynja sagði upp samningum hinn 15. júní s. 1., og áttu þeir að renna út um miðjan yfir- standandi mánuð. — Hinn nýji samningur var undirritaður í gær. Er taxtinn samkvæmt hon- um auglýstur annarstaðar í blað inu 1 dag. Skógrækt Vestfirð- ingafélagsins Að undanförnu hefur Vest- firðingafélagið hér unnið að skógrækt á Saurbæjarásnum hér handan f jarðarins, á þriggja hektara svæði, sem það hefur fengið umráð yfir til þeirrar starfsemi. Hafa meðlimir félags ins unnið að því i sjálfboða- vinnu um helgar og á kvöldin að girða af tvo þriðju hluta svæðisins og gróðursetja þar tæplega 500 trjáplöntur. Var þessu verki lokið fyrir fáum dögum. Er hér um lofsvert nytja- starf að ræða, og væri óskandi að sem flest félagssamtök í bænum tækju sér þetta for- dæmi Vestfirðingafélagsins til eftírbreytni. , skýrðu blöðin frá því, að Sjó- manna- og gestaheimili Sigm- f jarðar hati tengið að gjöf mjög verðmætar og hentugar bygg- ingarlóðir undir hið nýja Sjo- mannaheimili, sem í ráði er að reisa á næstu árum. Voru það einstaklingar, sem þessa höfð- inglegu gjöf færðu. Þetta minnti á það, að verka- lýðsfélögin hér í bæ hafa sótt um lóð undir hið væntanlega verkalýðshús, en bæjarstjóm hefur enn ekki séð sér fært að afgreiða það mál endanlega. — Það hús, sem verkalýðsíélögin ætla sér að reisa hér, á að verða aðalsamkomuhús bæjarins, og þá vitanlega búið öilum þeim nýt'ízku tækj.um og húsbúnaði, sem sl'ikum húsum tilheyrir. — Undirbúningur að þessari hús-_ byggingu er enn ekki hafinn,’ nema hvað húsbyggingasjóður er efldur með ákveðnu framlagi félagsmanna, en önnur fjársöfn- un ekki komin á laggir ennþá. Er ekki að efa, að sá dráttur, sem orðinn er á afgreiðslu lóða- málsins, hefur tafið fyrir og tor- veldað allan undirbúning, og verði enn dráttur á afgreiðslu þessa máls mun það tefja mjög fyrir að skipulegur undirbún- ingur geti hafizt, svo sem þörf er á. Verkalýðsfélögin þurfa enn að knýja á bæjarstjórn að af- greiða þetta mál, og 'að hún láti að óskum þeirra. Skortur á not- hæfu samkomuhúsi hér í bæ, segir æ meir til sín, og lætur nú nærri að ókieift sé, vegna ýmis- konar samninga, á milli eigenda samkomuhúsanna, að fá þau leigð fyrir samkomur og skemmtanir, sem .kki eru að einhverju leyti á þeirra vegum. Stórt og veglegt samkomuhús í eign verkalýðsfélaganna, hús, sem yrði um leið þeirra aðal- bækistöð og félagsheimili, og samkomuhús bæjarbúa, það er engu síður nauðsynlegt okkar bæ, en Sjómanna- og gestaheim- ili, og tel ég að starfsemi þess- ara tveggja húsa þyrfti á engan hátt að stangast á. Þau eru bæði bráðnauðsynleg. ★ Fénaður á ferli. — Bæjar- búar hafa veitt þvi athygli, — eða athygli þeirra á leiðinlegar. hátt verið vakin á þvi, að sauð- fé gengur óhindrað um bæinn, brýst inn á gróandi bletti fólku eyðileggur trjágróður og blóm í görðum og annað þess háttar. Einnig sézt nautpeningur tíðum á rölti um götur bæjarins, að ekki sé nú talað um hænsnin, sem smjúga undan farartækjum á götunum. Fjöldi manns hefur beðið blaðið fyrir þá fyrirspurn til hlutaðeigenda, hvort ekki séu enn í gildi reglur, sem banna að iáta kvikfénað ganga lausa í í bænum. ★ Andlát. — Frú Ólína Björna- dóttir, Hlíðarveg 3, lézt í gær- kvöldi að heimili sínu, eftir langvarandi vanheilsu. Gerist áskrifendur að bókum Máls og menningar. Umboðsmaður KRISTMAR ÓLAFSSON Simi 270 Bœrinn borgar ekki úí

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.