Mjölnir - 13.07.1949, Side 3
MJÖLNIR
3
Kreppa vofir yfir auð-
vaidsheiminum
Kreppan, þessi ólæknandi elli-
sjúkdómur auðvaldsskipulags-
ins, er enn einu sinni farin að
gera vart við sig í auðvaldsheim
inum. Mest ber á sjúkdómsein-
kennum í Bandaríkjunum, þar
;sem nú gætir almenns ótta um
að hveitiuppskeran í ár verði
,,of góð“, og þar sem sérfræð-
ingar og stjórnmálamenn spá
atvinnuleysi 8—10 milljóna
manna um næstu áramót.
„Of mikil“ matvælaframleiðsla,
—milljónir manna skortir fæðu-'
Fyrir skömmu birtu blöð
og tímarit Viða um heim
grein eftir David Morse, forseta
alþjóðalegu vinnumálastofnun-
arinnar. Morse segir m. a.:
„íbúatala heimsins var 9,4%
hærri árið 1947 en hún var fyrir
styrjöldina. En framleiðslan (á
matvælum) var aðeins 96% af
Iþví, sem hún var að meðaltali
fyrir styrjöldina. Þetta þýðir
iþað, að íbúar heimsins fá nú að
meðaltali aðeins 88% af því
fæðumagni, sem þeir fengu fyrir
stríð.“
En þótt mikið skorti á að þörf
inni fyrir matvæli sé fullnægt í
heiminum, gætir nú vaxandi
ótta í mörgum auðvaldslöndum,
einkum þó Bandaríkjunum og
Kanada, inn að kornuppskeran
í ár verði ,,of góð,“ og leiði til
verðhruns á landbúnaðarvörum
almennt. Eyðilegging matvæla
í stórum stíl, til þess að halda
verðlaginu uppi, er þegar hafin
í mörgum auðvaldslöndum. —
Allmikið magn af hveitiupp-
skeru Bandaríkjanna frá fyrra
ári er ennþá óselt. Orsökin til
þessa ástands er sú, að Banda-
ríikin vilja ekki kaupa af öðrum
ríkjum þær vörur, sem þau geta
flutt út til greiðslu á innflutn-
ingi sínum. Framleiðsla Banda-
níkjanna fullnægir eftirsþurn-
inni á flestum sviðum, og fram-
leiðendurnir vilja ekki auka
eftirspumina innanlands með
þvi að hækka kaup eða lækka
vöruverð á skipulagðan hátt og
í samræmi við framleiðsluauk-
inguna.
Atvinnuleysið eykst — atvinnu-
tæki standa óstarfrækt!
Atvinmdeysi meðal iðnaðar-
verkafólks og samdráttur í iðn-
aðarframleiðslunni fer hvort-
tveggja ört vaxandi í auðvalds-
ríkjunum. Samkvæmt opinber-
um skýrslum hefur tala atvinnu
leysingja meðal iðnaðarverka-
tfglks í Bandaríkjunum hækkað
um 400 þús. á einu ári. I júní-
hefti mánaðarrits ameríska
venkalýðssambandsins A F L
segir, að atvinnuleysingjatalan
í júlí í ár geti farið upp í 5 millj.
Um s.l. mánaðarmót var gefin
út í Bandaríkjunum opinber
skýrsla, þar sem segir, að at-
vinnuleysingjatalan hafi hækk-
að um hálfa milljón síðan í mai
í vor.
Henry Wallace sagði nýlega
á. stjórnarfundi í Framfarafl.,
að fyrirsjáanlegt sé, að tala at-
vinnuleysingja í USA muni kom
ast upp í 10 milljónir um næstu
áramót, ef ekki verði eitthvað
að gert, og bandarísk rannsókn-
arstofnun 1 efnahagsmálum hef-
ur komizt að þeirri niðurstöðu,
að atvinnuleysingjatalan verði
komin upp í 8 millj. í árslok. —
Tala þeirra, sem búa við vinnu-
skort, þ. e. vinna skemur en 36
klst. á viku, er venjulega helm-
ingi til þrefalt hærri en tala
þeirra, sem skráðir eru atvinnu-
lausir.
Professor Snider við Hiar-
ward-háskólann, kunnur hag-
fræðingur, gerir ráð fyrir að
samdrátturinn í heildarfram-
leiðslu Bandaríkjanna á yfir-
standandi ári muni nema allt að
25%, miðað við 1948. Vöru-
magn það, sem flutt er á járn-
brautum nú, er 8,7% minna en
s. I. ár. Ein helzta stálvinnslu-
stöð landsins hefur dregið úr
rekstrinum um 6%, vegna
minnkandi eftirspurnar. Fjár-
festing í einkabyggingum hefur
minnkað um ca. sjöttung s’iðan
í apr-íl 1948. Eftirspurn eftir
lánsfé hefur farið ört minnk-
andi síðustu 18 vikurnar.
Svipaða sögu er að segja frá
öðrum auðvaldsríkjum. Atvinnu
leysi fer vaxandi í flestum rikj-
um Vestur-Evrópu. 1 Vestur-
Þýzkalandi er atvinnuleysingja-
talan nú orðin þrefallt hærri en
fyrir einu ári. Alger stöðvun
vofir ^fir stórum hlufa af
norska 'kaupskipaflotanum, og
tugir þúsunda manna, sem hafa
atvinnu af siglingum og skyld-
um atvinnurekstri horfa fram á
atvinnuleysi. Stórkostlegur sam
dráttur eða stöðvun vofir yfir
trjákvoðu og pappírsfram-
leiðslu Svía, vegna samkeppni
Bandaríkjanna á Evrópumark-
aðinum. Hliðstæð dæmi mætti
nefna frá öllum ríkjum Vfsjur-
Evrópu.
Vitleysan framkvæmd sam-
kvæmt áætlun
Ein helzta orsökin til þess, að
kreppuástand er þegar komið á
í filestum Vestur-Evrópulöndum,
og til þess að kreppuástandið í
Bandaríkjunum er ekki orðið
ennþá alvarlegra en raun ber
vitni, er framkvæmd Marshall-
áætlunarinnar. Bandaríkin hafa
með Marshall-samn. tryggt sér
forréttindaaðstöðu á mörkuðum
Evrópuríkjanna. Bandarískir út
gerðarmenn og bandarískir tré-
massaframl, halda rekstri sínmn
gangandi samtímis því að norsk
um kaupskipum er lagt upp og
sænskum trésmíðaverkstæðum
lokað, svo nefnt sé tvennt, sem
áður hefir verið drepið á. Evrópu
efnah.nefnd SÞ skýrði frá þvi
fyrir tæpum mánuði, að rúmlega
ein milljón smálegsta af evrópsk
um kolum — aðallega belgiskum
— lægi óselt, en samtímis væru
flutt til Evrópu kol frá Banda-
ríkjunum. Fleiri áþekk dæmi
mætti telja.
Evrópuhjálp — Ameríkuhjálp.
Marshallsamningarnir gera
Bandaríkjummi þannig kleift að
draga úr kreppunni heima fyrir
með því að dreifa henni yfir
á fleiri aðila m.ö.o. að filytja
hana út til Evrópu. Jafnframt
hafa þau með þessum samning-
um öðlast aðstöðu og vald til að
beita Evrópu-ríkin efnahagsleg-
um og pólitískum þvingunum
og skipa þeim fyrir verkum,
m. a. hafa áhrif á viðskipti
þeirra við hin kreppulausu al-
þýðuríki Austur-fvrópu. Eru af-
skipti þeirra af viðskiptasamn-
ingum Breta við Argentínu og
Ástraiíu nýlega, og orðsending
þeirra til Svía fyrir skömmu við-
víkjandi Rússlands-viðskiptum
þeirra, dæmi um slik afskipti. í
þessu sambandi mætti líka
minna á afskipti þeirra af
ítölsku kosningunum ’í fyrra,
bann þeirra við aukinni þjóð-
nýtingu í Bretlandi og við allri
þjóðnýtingu á hernámssvæðum
Breta og Frakka í Vestur-Þýzka
landi, ihlutun þeirra í hernaðar-
málefni Vestur-Evrópu o.fl.þh.
Hin marglofaða Marshall-
hjálp hinna auðugu Bandaríkja
við hinar bágstöddu þjóðir Norð
urálfu hefur þannig í reyn.d, oió-
ið aðstoð bágstaddra þjóða í
EJvrópu við hín ríku og voldugu
Bandaríki. Evrópuríkin haifa
með Marshall-samningnum upd-
irgengizt þá kvöð, syp að segja
endurgjaldslapst, að taka á sig
hvert sinn akerf af þeirri kreppu
sem dollarakóngunum í Ame-
ríku kann að takast að skapa,
og falið þeim yfirstjórp efna-
hagsmála sinna í þobkaiböt.
Auldmi styrjaldarundirbúni
ur lielzta (ráðið til úrbóta-'
Fjármálaspekingar auðvalds-
ins hafa nú í ráði að reyna ýms-
ar hrossalækningar til1 þess að
ráða bót á kreppuástandinu. —
I ýmsum höfuðborgum Vestur-
Evrópu sitja nú bandarískir
erindrekar með fjölmennt starfs
lið önnum kafnir við að semja
áætlanir um að koma á „réttu“
gengi mynteininga viðkomandi
landa. M. a. er nú einn slíkur
sérfræðingur seztur að í Arnar-
hvoli í Reykjavík og semur af
kappi áætlun um gengisfellingu
íslenzku krónunnar.
Samkvæmt sögp „Journal of
Commercyjl“ sem er mikilsvirt-
as(a kaupsýslublað Bandaríkj-
anna, dregur nú stöðugt úr eftir
spum neytenda og iðnaðarins,
en eftirspurn ríkisins fer hins-
vegar vaxandi. Með „eftirspurn
ríkisins" á blaðið við-vaxandi
vígbúnaðarútgjöld stjórninnar.
Dollarakóngarnir, sem fengu að
meðaltali eina milljón dollara
út á hvert bandarískt herman.na
lík í síðustu styrjöl.di vænta
þess af ríkisstjórn sinni, að
„eft.irspui’n ríkisins“ haldi á-
fram að vaxa enn um stund. —
Þeir verða heldur ekki fyrir von
briigðum. Svo að segja í hverri
vi-ku samiþykkir bandaríska
þingið og þing bandarísku lepp-
ríkjanna nýjar fjárveitingar til
bernaðarþarfa. Auðvald Banda-
ríkjanna hefur lika fengið þvi
framgengt, að heribúnaður lepp-
ríkjanna hefur að mestu leyti
verið samræmdur herbúnaði
Bandarikjanna, og að banda-
rískar hergagnaverksmiðjur fá
að smiða verulegan hluta af her
gögnum þeirra.
Hinsvegar hafa vopnafram-
leiðendurnir orðið fyrir ýmsum
skakkaföllum í seinni tíð. T. d.
er vopnamarkaðurinn í Kína nú
að hrynja saman, með falli Kuo-
mintang-stjórnarinnar. Lausn
Berlínar-deilunnar dró úr stríðs-
óttanum !i Evrópu, svo að ýms-
ar Evrópuþjóðir eru farnar að
hugsa alvarlega til þess að
draga úr fjárveitingum til
vopnakaupa, en verja þeim mun
meira fé til friðsamlegra hluta.
E)ftirtektarvert er, að for-
ingjar hægri sósíaldemókrata
virðast vera á svipaðri skoðun
um þetta atriði og talsmenn
auðvaldsins. í ræðu, sem einn
áf borgarstjórum Kaupmanna-
hafnar, sósíaldemókratinn S.
Munk, hélt nýlega, komst hann
m. a. að orði á þessa leið:
„Ef sú alþjóðlega áslökun,
(Afspænding) sem við vonumst
eftir, kemur, munum við áreið-
anlega upplifa atvinnuleysisá-
Henry Wallace, foringi frjáls-
lyndra manna í Ba.ndaríkjunum
og fyrrverandi varaforseti, hef-
ur §ent Öllum bandarískum öld-
ungadeildanþingmönnum bréf
þar sem hann ræður þeim ein-
dregið til að taka afstöðu gegn
Atlandshafssáttmáianum. „Sú
staðreynd, að kreppan er yfir-
yofandi“, segir hann í bréfinu,
„krefst þess að við bindum endi
á þá utanríkispólitík, sem sátt-
miálinn gerir ráð fyrir, og
breytum algjörlega um stefinu í
stand, sem ef til vill verður
miklu hræðilegra en það atvinnu
leysi sem við fengum yfir okkur
eítir fyni heimsstyrjöldina
Danskur ráðherra, einnig
sósíaldemókrati, tók við sama
tækifæri undir ummæli flokks-
bróður síns.
Pólitísk óró, stríðsæsingar og
vígbúnaðarkapphlaup eru helztu
kreppuvarnarráðstafanir auð-
valdsríkjanna. Það er því ekki
að furða, þótt hin svonefnda
„friðarsókn“ sósialistísku ríkj-
anna sé þeim þyrnir í auga.
Algert hrun vofir yfir ,
auðvaldsheiminum
Gamalt og Viðurkennt spak-
mæli segir, að það ríki, sem sé
sjálfu sér sundurþykkt, fái eigi
staðist. Innbyrðis mótsetningar
auðvaldsskipulagsins hafa aldrei
verið jafn miklar sem nú. Það
skipulagsform, sem elur af sér
offramleiðslu samfara skorti,
atvinnuleysi samfara því að at-
vinnutæki grotna niður ónotuð;
gegndarlausa auðsöfnun fárra
einstaiklinga samfara hræðileg-
ustu neyð fjöldans; það skipu-
lag, sem hefur kreppur og styrj-
aldir að höfuðeinkennum, —
auðvaldsskipulagið — fær ekki
heldur staðizt til lengdar. Von-
andi verður sú kreppa, sem nú
er að hef jast, - hin síðasta sem
það leiðir yfir heiminn.
þeim efnum. Með því að auka
efnahagsöngþveiti í Vestur-Ev-
rópu neyðum við Evrópuþjóðim
ar til að taka upp í æ ríkara
mæli sérsamninga. Ef verzlun
okkar við Austurevrópu kæmist
á sama stig og verzlun okkar
við Vesturevrópu, og ef verzl-
un okkar við Kína kæmist á
sama stig og verzlun okkar við
önnur Asíulönd, þá mundi á sex
mánuðum draga svo úr atvinnu-
leysingjatölunni hjá okkur að í
það minnsta næmi einni millj.“
AUGLÝSING
um hlutaf járframlög til áburðarverksmiðju
samkv. 13. gr. laga nr. 40,23. maí 1949
Þeir sem hafa hug á að leggja fram hlutafé til stofnunar
áburðarverksmiðju, samkvæmt því, sem segir í 13. gr. laga nr.
40, 1949, eru beðnir að tilkynna um hlutafjárframlög sem hér
segir.
Ur kaupstöðum og kauptúnum skal tilkynna atvinnumála-
ráðuneytinu utn hlutafjárframlög en í sveitum hefir formönnum
búnaðaisambandanna verið falið að taka á móti loforðum um
hlutafjárframlög.
Athygli skal vakih á því, að samkv. ákvæðum 13. gr. laganna
verður hlutafiélag því aðeins stofnað til byggingar og reksturs
verksmiðjunnar, að hlutafjárframlög nemi minnst 4 millj. króna.
Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé er til 1. ágúst n.k.
Atvinnumálaráðuneytið, 25. júní 1949
Bólusetning gegn Barnaveiki
/
Dagana 18.—23. júlí (að báðum dögum meðtöldum) fer fram
bóhisetning !gegn Bamaveiki í bamaskólanum frá kl. 1—3 e.h.
daglega. ÍBólusett verða böm á aldrinu 1—13 ára, og aðallega þau
sem bólusett vora I fyrra.
Reynt verður einnig að sinna bömaim, sem eigi hafa áður
verið bólusett gegn Barnaveiki.
HÉRAÐSLÆKNIRINN
Wallace hvetur til andst. gegn A-sáttm.