Mjölnir - 13.07.1949, Side 4
Miðvikudagur 13. júlí 1949.
27. tölublað.
12. árgaíngur.
Hæstu útsvör í bænum 1949
Niðurjöfnun útsvara fyrir yfirstandandi ár er fyrir skömmu
lokið, og liggur útsvarsskráin frammi til sýnis í lögr.varðstofunni.
Kærufrestur er til 25. þ.m. Mjölnir birtir hér útsvör, sem eru
4000 krónur eða meira.
Aðalbúðin h/f. 11700
Aðalgata 30 h/f. 4200
Aðalgata 34 h/f. 11700
Albert Jónsson Túng. 10. 5230
Alfons Jónsson 6300
Andrés Hafliðason 4750
Anna Vilhjálmsd. Hvbr. 31 4320
Arnþór Jóhannsson 6970
Axel Þorkelss., Hólav. 25 6450
Ásgeir Bjamason 4080
— Péturss. & Co 4900
Ástv. Einarsson, Hlíðv. 19 5280
Barði Barðason 7320
Betke, Heimbert 5080
Bjarni Bjarnas., Hvbr. 27 4700
— Jóhannson, Suðg. 62 6900
Bjöm Björnss., Lind. 9 6350
Bragi Björnss., Lind.9 5500
Bæjarútgerðin 8500
B. S. S. 9000
Dröfn h/f. 5950
Einar Indriðas., Hlið.v. 4300
Fanndal, Georg 7200
Fanndal, Gestur 9700
Félagsbakariíið 5600
Friðrik Guðjónsson 4000
Gísli Þ. Stefánsson 12480
Guðfinnur Þorbjörnsson 5150
Gunnar Vagnsson 4800
Gunnar Jóhannsson Túng. 4720
Gunnl. Jónsson, Túng. 43 4030
Hafliði h.f. 11100
HJalldór Kristinsson 5050
Hallgrímur Mámsson 4950
Hannes Guðm.son, Norðg. 5400
Hannes Jónassan, bóksali 5280
Haraldur Þ. Friðbertsson 4300
Herbert Sigfiússon 4850
Hertervig, Óli 5250
Hrímnir h.f. \ 5400
Ingólfur Nielsson 5600
Jóhajin Guðjónsson 5250
Jóh. Jóhannesson, Túng. 6300
Jóh. Stefánsson, Lækjarg. 6450
Jón Hj. Gunnlaugsson 4150
Jón .Jóhannsson, Þorm.g, 7550
Jón Kristjánsson, Suðurg. 4800
Jón Sigurðsson, Grundarg. 5150
Jón Sigurðsson, Hv.braut 5250
Jón V. Sigurðss,, Lind. 5700
Jón Stefánsson Suðurg. 5700
Kolbeinn Björnsson 10300
Kristinn Guðm.son, Mjóstr. 4000
Kristján Sigurðsson Eyrg. 5600
Kaupfélag Siglfirðinga 30000
NÍTT STÓRLÁN
(Framhald af 1. síðu)
er kunnugt öUum Islendingum,
sem muna fjármálastjórn Ey-
steins Jónssonar á árunum fyrir
styrjöldina, þegar skuldir þjóð-
arinnar í Bretlandi komust upp
í nærri 100 millj. kr., og brezkir
valdamenn höfðu áhrif á val
manna í skipherrastöður á ís-
lenzku varðskipunum.
Vaxtakjörin á þessu láni
munu vera talsvert laakri en
tíðkast við milliríkjalántökur,
t. d. em vextimir nærri helmingi
hærri en á þeim lánum, sem
Bretar tóku í Bandaríkjunum
um og eftir str'íðslók.
Með þessari lántöku em lán-
tökur ríkisstjórnarinnar erlendis
undanfarna tólf mánuði komn-
ar upp í tæpar 100 millj. kr. —
Mál er að linni!
Kjötb. Siglufjarðar 8650
Neisti, vélsmiðja 5100
Netjag. B. Bened.sonar 4800
Njörður h.f. 14900
Olíuverzl. ísl. h.f. 41800
Óiafur Þorsteinsson, Hjól.v. 8700
Óskar Halldórsson, útibú 30750
Páll Óiafsson, Suðurg. 4000
Páll Pálsson, Þorm.g. 21 5000
Pétur Björnsson 5850
Pólstjarnan h.f. 39000
Ragnar Guðjónsson 4750
Ragnar Jóhannesson 6720
Ragnars, Ólafur 9300
Rasmussen, Kaj 4600
Reykjanes h.f. 14400
Rósm. Guðnason 5280
Samv.fél. Isf. 13900
Sohiöth, Aage 17200
Shell-umboðið 18800
Siglufj.pretnsm. h.f. 5060
Sig. Jónsson, Túng. 5360
Sig. Kristjánsson, Suð.g. 8300
Sig. Magnúss. múrari 4420
Sigurjón Björnss. Hól.v. 4170
Sigurjón Sigurjónnss, 5150
Sigurj. Sæmundsson 5500
Sigþór Guðnason 4160
Skafti Stefánsson 12000
Skipasmíðastöðin 4800
Snorri Stefánsson 4180
Sunna h.f. 9050
Sunna, söltimarst. 30400
Sveinn og Gásli h.f. 20600
Söltunarst. Sigf. Baldv. 16300
Söltunarst. Ól. Ragnars 5220
Öl'afur Thorarensen 4220
Verzlunarfél. Siglufj. 12200
Verzl. Halldór Jónasson 4800
Vigf. Sigurj.son, stýrim. 13800
Valur h.f. 6150
Vilihj. Guðm.son 4150
Víkingur h.f. 6700
Víkingur, skipaverzl. 5750
Verzl. Jenný Stefánsd. 4800
Þorgr. Brynjólfsson 4150
Þorm. Eyólfsson 7150
Þorm. Eyólfsson h.f. 23900
Þorm. Stefánsson 4220
Þráinn Sigurðsson 8200
Sigurður Guðmundsson/ 75 ára
Sigurður Guðmundsson frá Hhífsdal, nú til heimilis að
Grundargötu 19 hér í bænum átti 75 ára afmæli laugardaginn 9.
þ.m. Hafði blaðið tal af honum í fyrrakvöld.
bátnum, og reri ég honum marg
ar vertiðir. Síðan var ég eitt ár
háseti hjá Páli Pálssyni, bróður
Jóakims, sem einnig var kunnur
sjósóknari, en hætti þá sjó-
mennsku að læknisráði, og hef
unnið í landi s'iðan. -
— Sjálfsagt gætir þú frá
mörgu sagt, ef út í slíkt væri
farið.
— Eg veit ekki frá hverju ég
ætti helzt að segja. Það er
margs að minnast. Kærastar
eru mér endurminningarnar frá
Hnífsdal, þar sem ég hef dvalið
lengst og starfað mest. Eg hef
reynt bæði sæld og mótlæti, eins
og aðrir. Eg held, að ég hafi
samt verið gæfumaður frekar
en hitt. Börn mín hafa reynzt
mér hvert öðru betur, og slíkt
er mikil gæfa. Kristján, elzti
sonur minn, var mér til ómetan-
legrar hjálpar við að koma upp
yngri börnunum, eftir að móðir
þeirra féll frá, dætur mínar tóku
að sé að sjá um heimiiið, og öll ■
hafa þau lagt sitt fram, eftir því
sem þau gátu. Vildi ég biðja þig
að geta þess, að ég er þeim ein-
læglega þakklátur fyrir þá
tryggðs og ræktarsemi, sem þau
hafa sýnt mér alla daga. Enn-
fremur vildi ég biðja þig fyrir
þakkir til alira þeirra, sem hafa
heiðrað mig nú á afmæli rnínu,
með gjöfiun og heillaóskum.
— Gengur þú stöðugt að
vinnu ennþá.
— Nei, ég vinn svona öðru
hverju. Mér finnst mér líða bezt,
ef ég vinn eitthvað. Svo tek ég
mér hvíldir á milli.
Eg spyr Sigurð, hvað hann bú
ist við að starfa í sumar, en
hann gefur lítið út á það. Tvö
slíðastliðin siunur hefur hann
gengið að heyskap á sveitabæ
vestur á Rauðumýri í Langadal
við ísafjarðardjúp, og bauðst
Sigurður er fædur að Hóli í
Bolungavík 9. júlí 1874, fluttist
þaðan rúmu ári síðar með for-
eldrum sínum, Guðmundi Þor
leifssyni og Þóru Jónsdóttur, að
Unaðsdal á Snæfjallaströnd.
Þaðan fluttist hann til Hnífsdals
rúmiega þrítugur að aldri og
hefur átt þar heima æ
síðan, unz hann fluttist hingað
til Siglufjarðar um miðjan sept-
ember 'I fyrrahaust. Faðir hans
lést sama ár og hann flutti frá
Unaðsdal. Flutti ihóðir hans
þá til Hnífsdals og dvaldi síðan
hjá honum til dauðadags. Kona
Sigurðar var Elisabet Jónsdótt-
ir, ættuð úr Jökulf jörðum. Eign-
uðust þau 11 börn, og eru 8
þeirra á lífi, 5 synir og 3 dætur.
Eru þau öll búsett hér í bænum,
nema ein dóttirin, Herdís, sem
er gift í Reykjavík.
— Hvað hefur þú aðallega starf
að um dagána, Sigurður.
— Eg hef lengst af verið sjó-
maður. Vann að búi foreldra
minna á smnrin, meðan ég átti
heima í Dal, en stundaði sjó
vetur, vor og haust. Byrjaði 13
ára gamall að róa á árabát.
Þegar ég var rúmlega tvítugur
gerðist ég formaður á bát, sem
ég átti í félagi við Skúla Thor-
oddsen, er þá var hættur em-
ibættisstörfum, en bjó á.Isafirði
og fékkst við útgerð og verzlun.
Sú sameign hélzt upp undir tíu
ár, eða þar til Skúli fór suður
og ég flutti til Hnífsdals. Þá
seldum við bátinn.
— Hvað tók við í Hriífsdal.
— Sjómennska eins og áður,
og landvinna yfir hásumarið.
Var mörg ár háseti á Stíganda,
hjá Jóakim Pálssyni, sem var
einn kunnasti formaður og afla-
maður við Isafjarðardjúp á
sinni tíð. Þegar Jóakim féll frá,
tók Hjörtur Guðmundsson við
LiGGUR HANN A
Fjárfestingarleyfi fyrir kjall-
ara gagnfræðaskólans hefur nú
verið veitt. Fékk formaður
skólanefndar gagnfræðaskólans
það í hendur fyrir tæpum mán-
uði, og mun það þá hafa verið
búið að liggja lengi hjá bæjar-
stjóra, enda er það dagsett 17.
marz í vetur. Frétti formaður
skólanefndar á skotspónum, að
K.S.dagurinn
Knattspyrnufélag Siglufjarð-
er hefur ákveðið að hafa árlega
hát'iðahöld og6 merkjasölu einn
dag á sumri til fjáröflunar
fyrir félagið. Undanfarin ár hef-
ur félagið séð um hátíðahöldin
17. júní, og haft jafnframt tekj-
ur af merkjasölunni þann dag.
Hélt félagið síðasthðinn sunnu-
dag hátíðilegan í þessu skyni. —
Hófust hátíðahöldin kl. 13,30
með þvi að íþróttamenri fylktu
liði við barnaskólann og gengu
á íþróttavöllinn undir íslenzk-
um fánum. Þar setti Stefán
Skaftason hátíðahöldin °g
Þórir Konráðsson flutti ræðu.
S'íðap var háð iþróttakeppni.
Urðu úrslitin þessi.
1 knattspyrnu sigraði lið Jóns
Skaftasonar, í handknattleik
sigraði lið F.I.S. lið K.S. með 8
mörkum gegn 3.
100 m. hlaup:
1. Guðm. Árnason .... 11,4 sek.
2. Stefán Friðbj.son.... 11,8 sek.
3. Skarph. Guðm.son 11,9 sek.
1500 m. hlaup vann Haukur
Kristjánsson, 5,12 mín., annar
varð Ólafur Þórðarson á 5,28
mín. •
I naglaboðhlaupi kvenna sigr-
aði sveit Jóhönnu Skaftadóttur.
Langstökk vann Guðm. Árna-
son, stökk 6,04 m., annar varð
Haraldur Sveinsson, stökk 5,78
m.
Kúluvarp: Alfreð Jónsson,
kastaði 12,01 m., Örn Guð-
mundsson 11,79 m.
Hástökk: Tómas Jóhannsson,
stökk 1,55 m., Skarphéðinn Guð
mundsson 1,52, og Haraldur
Sveinsson 1,52 m.
Um kvöldið var dansað ^ á
Aðalgötunni fyrir framan Út-
vegsbankann, og skemmtu
menn sér hið bezta.
Veður var fremur óhagstætt
á meðan íþróttimar fóru fram,
og dró það úr árangri og að-
sókn, en lægði um kvöldið, og
var gott þegar dansinn byrjaði.
Merki dagsins voru seld allan
daginn.
vist þar enn í sumar, en býzt
ekki við að taka því boði, kýs
heldur að dvelja hjá börnum
sínum.
Sigurður er vel ern, heyrir og
sér vel og er sæmil. heilsuhraust
ur. Fyrir og eftir síðustu helgi,
þ.á.m. á sjáilfan afmælisdaginn,
var hann að fletja fisk um borð
í bát hér á höfninni, stóð við
flatningsborðið frá því klukkan
sjö á morgnana til klukkan sjö
að kvöldi. Geri aðrir hálfáttræð-
ir öldungar betur!
. B. S.
FLEIRILEYFUM?
leyfið væri komið og fór þá að
grennslast eftir því hjá bæjar-
stjóra, hvort svo væri. Kann-
aðist bæjarstjóri þá við að hafa
leyfið í sínum vörzlum og skil-
aði formanni skólanefndar því.
Jafnvel þótt bæjarstjóra hafi
að sjiálfsögðu verið manna
kunnugast um hvernig ástatt er
í bæjarkassanum, eftir stjórn
hans og félaga hans á bænum
undanfarið, verður það að teij-
ast ámælisvert, að hann skyldi
ekki framvisa leyfinu til réttra
aðila strax þegar það kom, enda
eru nú ýmsir farnir að velta
fyrir sér, hvort hann liggi ekki
á fleiri lejrfum, t.d. leyfi fyrir
yfirbyggingu sundlaugarinnar
ojfl.
Á fjárhagsáætlun bæjarins í
vetur voru veittar 50 þús. kr. til
þess að hef ja fyrir framkvæmd-
ir við skólabygginguna, og á
ríkið samkv. lögum að leggja
jafnt á móti. Virðist eðlilegt, að
unnið verði fyrir þetta fé í
sumar. Jafnvel þó ríkissj. leggi
ekki fram sinn hlut nú þegar,
ætti að vera hægt að fá lán út
á ábyrgð hans. Geri ríkissjóður
það ekki, á að vinna fyrir bæjar-
framlagið samt, í trausti þess,
að ríkissjóður leggi fram þeim
mun meira síðar, t.d. næsta
sumar.
Góðir gestir
Sl. laugardagskvöld kom Esja
hingað með tvo fræga menn af
íslenzku bergi brotna innan-
iborðs, þá Vilhjálm Stefánsson
landkönnuð og Guðmund Gríms-
son dómara, ásamt frúm þeirra,
en þau komu hingað til lands
fyrir hálfum mánuði í boði
Þjóðræknisfélagsins. Ennfrem-
ur var með skipinu allmargt
manna úr Reykjavík, meðlimir
Þjóðræknisfélagsins. Er skipið
var lagst að, söng karlakórinn
Visir og Gunnar Vagnsson bæj-
arstjóri hélt ræðu, en Ófeigúr
Ófeigsson læknir, formaður
Þjóðræknisfélagsins, svaraði. —
Dvöldu gestirnir hér í landi
farm eftir nóttunni.
Verkföllin í Ástralíu.
Ofsóknir áströlsku krata-
stjórnarinnar gagnvart verka-
mönnum að undanförnu hafa
mælst mjög illa fyrir. Hefur
þingið m. a. verið látið sam-
þykkja sérstök lög til að koma
í veg fyrir að verkamenn fái að
taka sjóði sína út úr bönkum
til afnota í verkfailinu. Forustu
menn verkalýðssamtakanna, er
tóku út fé úr bönkum áður en
lögin gengu í gildi, hafa verið
dæmdir til langvarandi fang-
elsisvistar fyrir þetta „lögbrot"
og fyrir að vita ekki hvar féð
er niður komið nú.
Þrátt fyrir þessar ofsóknir
'láta verkamenn engan bilbug á
sér finna ennþá og virðast stað-
ráðnir í að halda því áfram unz
látið hefur verið undan kröfum
þeirra.