Mjölnir - 20.07.1949, Page 3
MJÖLNIR
S
Getur Kína ordid
stóriðnaðarland?
NÝ VLÐHOKF 1 ASÍU
Kínverska þjóðin, fimm hundr-
uð milljónir manna, er nú í þann
veginn að brjóta af sér aida-
gamalt helsi nýlendukúgunar og
lénsskipulags, og skapa sér með
því möguleika til hraðrar efna-
hagslegrar þróunar og almennr-
ar velmegunar í framtíðinni.
Svo er ráð fyrir gert, að á
þremur til fimm næstu árum
verði lagður grundvöllur imdir
nýtt, traust hagkerfi í landinu,
og að á næstu tíu til fimmtán
árum vaxi hlutur iðnaðarins af
heildarframleiðslunni úr 10%
upp í 30—40%. Kína ætlar sér
að verða þungaiðnaðarland, sem
getur framleitt vélar, skip og
bifreiðir.
Mikil röskun hefur orðið á
hagfræðilegu jafnvægi Ajsíu
undanfarin tuttugu ár. Nýjar
íþungaiðnaðarmiðstöðvar hafa
myndast í norðurhluta álfunnar.
Nú eru þar þrjár slíkar mið-
stöðvar: hinn sósíalistíski iðn-
aðurí Síberíu (Kutznets, Magni-
togorsk o. fl.); Japan, sem eins
og sakir standa er í höndum
ameríákra einokimarhringa, og
Suður-Mandsjúría.
ER FRAMTÍÐ KÍNA Á SVIÐI
I»UNGAH>NAB ARINS ?
Austur-Asítimála stofnun
Bandar. (American Institute of
Pacific Relations) gaf árið 1942
út bók undir titlinum „Atlas of
Far East^rn Politics.“ Hiöftmd-
ar hennar eru George Taylor,
prafessor í sögu við háskólann
S Washington, og brezkur fræði-
maður, Hudson að nafni. Þar
eegir svo: „Norðurfylkin fimm
eru mikilvæg frá hagfræðilegu
sjónarmiði, ekki svo mjög vegna
núverandi framleiðslugetu
þeirra, heldur sökum þess, að
þau mynda svæði, sem hefur
ökilyrði til að verða mesta stór-
iðnaðarmiðstöð hinna fjarlæg-
ari Austurlanda.“
1 „Statesman Year Book“ fyr-
ir árið 1946 er kolaauður Kína
áætlaður 244 milljarðar smá-
lesta. Síðan er bætt við: „Kína
verður að teljast eitt helzta kala
land heimsins.“ Sennilega eru
aðeins Bandaríkin og Sovétríkin
auðugari að kolum. Samkvæmt
sömu bók eru 81% af þessu kola
magni í fylkjunum Sjansi og
Sjensi í Norðvestur Kána. —
(Beztu kokskol í Austur-Asíu
eru í fylkjunum Hopei og Sjan-
tung.
Jámgrýtismagn landsins, sem
vitað er um, nemur ca. 1,2
milljörðum smálesta. Mestar
eru jámnámumar í Tsjahar-
fylki, norðvestur af Peiping
(Peking). Er álitið að þar séu
um 90 milljónir smálesta. Enn-
fremur eru stórar og vel vinnslu
hæfar námur í Sjansi-fylki og
við stórborgina H&nkow við
Jangtse-fljót.
W. C. Lowdermilk, sem síðan
1943 hefur verið ráðunautur
Kuomintang-stjómarinnar um
málefni er varða áyeitur og við-
'hald gróðurmoldar, staðhæfir
að Jangtse-fljótið, stærsta fljót
Kína, hafi sikilyrði fyrir raforku
framleiðslu, sem sé tíföld á við
alla vatnsorku Bandaríkjanna.
Hin fljótin í Kína mynda einnig
að hans áliti skilyrði til geysi-
legra framfara. G. Winfield, er
hefur að baki sér 13 ára starfs-
feril við rannsóknir og opinberri
þjónustu í Kína, segir í grein í
„Foreign Policy Reports,“ 15.
marz 1949, að í Kína séu náttur-
leg skilyrði fyrir iðnað, er sé
sambærilegur við iðnað Banda-
ríkjanna hágengisárið 1929.
KÍNA ER AUÐUGT AÐ
HRÁEFNUM
Wolfram, antimon og tin hafa
lengi gegnt þýðingarmiklum
hlutverkum 'i efnahagslífi Kína.
Kína er mesta wolframland
heimsins, framleiðir um 70% af
heimsframleiðslunni. Síðan 1908
hefur Kína lagt fram 60% af
framleiðslu heimsins af anti-
moni. Wolfram og antimonnám-
urnar eru sunnan við Jangtse-
fljót. í Jynnan-fylki í Suðaustur
Kína eru auðugar tinnámur.
Kína er fjórða mesta baðm-
ullarland heimsins, stendur að-
eins Bandaríkjunum, Sovétríkj-
unum og Indalndi að baki. —
Baðmullarræktunin er aðallega
á milli fljótanna Hóanghó og
Jangtse. Innrás Japana í Norð-
ur-Kína 1937 stafaði einkum af
ágimd þeirra á þessu svæði, því
iþeir hafa mikinn baðmullariðn-
að en framleiða sjálfir litið af
'baðmull.
H)NAÐARMIÐSTÖÐIN j
mansjuría
Saga- Mansjúríu síðustu tvo
áratugi er nátengd sögu jap-
anska heimsveldisins. Kola- og
járnauður Mansjúríu myndar
ágæt skilyrði fyrir þungaiðnað
þar. 'Japönsku auðhringamir
þurftu á slíkri miðstöð að halda
til hergagnaframleiðslu. Við
Fusjun, skammt frá Múkden,
eru miklar kolanámur, sem hafa
verið starfræktar alllengi, en þó
em enn meiri kolanámur við
Fuksin, vestur af Múkden. —
1 Suður- Mansjúríu komu jap-
önsku hergagnaframleiðendum-
ir upp nýrri stáliðnaðarmiðstöð
við Ansjan. — Sjiva-stálverksm.
voru þegar fyrir innrásina í Mið-
Kína 1937 orðnar mesta iðnað-
arstöð í japanska heimsveldinu.
Japönsku heimsvaldasinnarn-
ir unnu markvisst að því að
gera Mansjúríu að vígbúnaðar-
miðstöð. Kola- og stáliðnaðar-
svæðin í Suður-Mansjúríu mynd
uðu ásamt neyzluvöruframleiðsl
unni efnahagslegan gmndvöll
fyrir hemaðaraðgerðir þeirra á
meginlandi Asíu. Það var aug-
ljóst, að þegar þessi miðstöð
gengi þeim úr greipum, mimdi
heimsvaldaæfintýri þeirra á
meginlandinu lokið. Og því lauk
haustið 1945, þegar úrvalsher
þeirra, Kwantung-herinn beið
ósigur fyrir Rauða hernum í
Mansjúríu.
Ósamræmið, sem lengst af
hefúr verið ríkjandi í Kdna,
milli nær óþrotlegra náttúm-
auðæfa annarsvegar og. hins
frumstæða hagkerfis og atvinnu
hátta hinsvegar, orsakaðist af
skipulagsástæðum, hálfgerðu
lénsfyrirkomulagi, sem innlent
alfturhald og útlendir heims-
valdasinnar héldu uppi í bróður-
legri samvinnu sín á milli. Þegar
veldi Kuomintang-stjórnarinnar
er endanlega og algerlega hmn-
ið, standa hinu nýja, frjálsa
Kína allir vegir opnir til efna-
hagslegrar velmegunar og sjálf-
stæðis.
(Þýtt)
Guðlau^ur Sigurðsson
MINNINGARORÐ
gift Óla Henriksen, Óskar, skó-
smíðameistari hér í bæ og Sig-
ríður Lovísa, gift í Reykjavlk.
Ennfremur tóku þau eitt fóstur
barn, Sigríði Lárusdóttur, syst-
urdóttur Petrínu, og ólu hana
upp sem sitt barn. Petrína er
■látin fyrir tæpum fjómm ámm.
Er Guðlaugur var hálffimmt-
ugur að aldri ,kenndi hann fyrst
þess sjúkleika er dró hann til
dauða, en það var asthmi. —
Ágerðist sá sjúkdómur með
aldrinum og átti hann erfitt með
að komast nokkuð út síðustu
árin. Þó vann hann á verkstæði
sínu og Óskars sonar síns, eins
lengi og kraftar frekast leyfðu,
En í desember 'i vetur varð hann
þó að hætta. Hafði hann þá
unnið við iðn sína í rúm 59 ár.
Þótt skósmíði væri aðalstarf
Guðlaugs, fékkst hann við ýmis-
legt annað, t. d. rak hann skó-
verzlun á Akureyri og hér í all-
mörg ár; vann i æsku að smíð-
um o. fl. með fóstra sínum; sá
um síldarsöltun fyrir hann hér
á Siglufirði á sumrum og fé'kkst
við útgerð upp á eigin spýtur í
mörg ár, og a'flaði sér á þann
hátt gjaldeyris fyrir efni, verzl-
unarvörum, áhöldum o.þh. —
Hann var fyrsti fulltrúi skó-
smiða hér á Siglufirði í iðnráði
bæjarins, og naut ætíð trausts
og vinsælda stéttarbræðra sinna
sem og annara sem kynntust
honum.
Guðlaugur heitinn var greind-
ur maður, vel lesinn og fróður,
og víðsýnn í skoðunum. Með
þjóðfélagsmálum fylgdist hamn
sérstáklega vel, og gerðist
snemma ákveðinn og einlægur
talsmaður sósíalismans. Fylgdi
hann jafnan þeim að málum er
róttækastir voru, fyrst Alþýðu-
flokknum, síðan Kommúnistafl.
og s'iðast Sósíalistaflokknum.
Standa siglfirzkir sósialistar í
mikilli þakkarskuld við hann,
og eiga góðum fylgismanni á
bak að sjá, þar sem hann er.
Guðlaugur heitinn var grand-
var maður til orðs og æðis,
gæddur frábæru jafnaðargeði
og glaðlyndur svo að af bar.
Munu þeir kunningjar hans vera
fáir, sem hann hefur ekki komið
oftar en einu sinni til að brosa
með kímni sinni. SjúMeika sinn
ibar hann þannig, að aldrei heyrð
ist til hans æruorð ,og mun
álíkt fátítt um menn sem eiga
við aðra eins vanheilsu að stríða
sem hann, og hélt glaðværð
sinni til hins síðasta.
Vill Mjölnir hér með fyrir
Guðlaugur Sigurðsson, skó-
smíðameistari er fæddur á Öldu-
hrygg í Svarfaðardal 20. júlí
1874, og hefði því orðið 75 ára í
dag, ef honum hefði enzt aldur.
Foreldrar hans voru Guðrún
Friðriksdóttir og Sigurður Jóns-
son bóndi að Öldulhrygg. Var
Guðlaugur yngstur af 8 börnum
þeirra hjjóna. Þrjú systkyn-
anna létust ung, en fimm kom-
ust til fullorðinsára. Er nú að-
eins eitt þeirra á lífi.
Sigurður faðir Guðlaugs fórst
með hákarlaskipi er Hreggviður
Ihét, þegar Guðlaugur var á
fyrsta ári, en Guðrún bjó áfram
á Ölduhrygg með börnum sín-
um. Veitti elzti sonur hennar
búinu forstöðu. Lézt hann er
Guðlaugur var 5 ára. Tók þá
móðurbróðir Guðlaugs, Snorri
Jónsson skipasmiður á Akureyri
og kona hans, Sigríður Lovísa
Loftsdóttir, drenginn í fóstur,
og dvaldi hann síðan hjá þeim
til fullorðinsára.
Fósturforeldrar Guðl. voru all
vel efnum búin, og mun hann
hafa alizt upp við gott atlæti.
Hann stundaði nám einn vetur
hjá sr. Jénasi Jónassyni á
Hrafnagili, en 15 ára byrjaði
hann að nema skósmáðaiðn hjá
Valdemar Gunnlaugssyni skó-
smíðameistara á Akureyri. Er
hann hafði lokið námstímanum,
sigldi hann til Kaupmannahafn-
ar til að nema iðn sína betur en
kostur var á hér heima, og
stundaði jafnframt verzlunar-
nám. Þegar heim kom laúk hann
sveinsprófi ,og gekk síðan í
félag við Valdimar, og hélzt sá
félagsskapur þar til Valdemar
dó.
Guðlaugur kvæntist árið 1900
Petrínu Sigurðardóttur frá Stað
arhóli í Siglufirði. Bjuggu þau
á Akureyri þar til 1917, er þau
fluttu hingað til Sigluf jarðar. —
Þau eignuðust 5 börn, dóu tvö
ung, en hin 3 eru á lífi, Sigrún
hönd hinna mörgu vina og kunn
ingja Guðlaugs heitins, votta
börnum hans og öðrum nákomn-
um vandamönnum dýpstu sam-
úð yfir fráfalli hans.
★
Þegar ég fluttist hingað til
Siglufjarðar, var Guðlaugur
heitinn Sigurðsson' skósmiður
einn þeirra Siglfirðinga, sem ég
kynntist þá fljótlega. Þau kynni
héldust fram til þess síðasta. —
Það var oft, sem litið var inn á
skóverkstæðið í Suðurgötu 8, og
þar talað um daginn og veginn.
Mér fannst sem ég sækti þangað
alltaf eitthvað nýtt: fræðslu,
uppörfun og aukna bjartsýni á
menn og málefni.
Guðlaugur Sigurðsson var vel
lesinn maður og kunni að til-
einka sér það bezta af því sem
hann hafði lesið, enda var mað-
•urinn prýðilega vel gefinn.
Þrátt fyrir það, að hann
stundaði ekki alme^na verka-
mannavinnu, gerðist hann með-
limur í verkamannasamtökun-
um, var t. d. meðlimur Verka-
mannafélags Siglufj. og gekk
svo yfir 'i Þrótt þegar félögin
voru sameinuð. Hann var eld-
iheitur verkalýðssinni, trúði á
sigur alþýðunnar og fylgdist
vel með öllu sem gerðist á þeim
vettvangi, bæði utanlands og
innan, og aldrei sá maður Guð-
laug eins glaðan og ánægðim
eins og þegar sigur hafði unnizt,
t. d. í kaupdeilu. Þessum áhuga
og samúð með samtökum fólks-
ins, fyrir bættum hag og réttlát-
ara þjóðskipulagi, hélt hann til
dauðadags, þrátt fyrir háan ald-
ur og langvarandi veikindi.
Við fráfaiU Guðlaugs Sigurðs-
sonar skósmiðs eiga Siglfirð-
ingar á bak að sjá mjög góðum
og nýtum þegni, sem búinn var
að starfa hér í bænum yfir 30
ár, og sem með hinni sérstak-
legu prúðmannlegu framkomu
og góðu viðmóti hafði áunnið
sér hvers manns hylli og virð-
ingu. Minning um menn eins og
'Guðlaug Sigurðsson lifir í hug
þeirra, sem þeim kynnast. —
Blessuð sé minning þín, Guð-
laugur Sigurðsson.
i G. Jóhannsson
★
Mig setti hljóðan, þegar ég
frétti að minn gamli og góði
vinur, Guðlaugur Sigurðsson,
væri látinn. Þetta var þó nærri
75 ára gamall maður og hafði
átt við vanheilsu að stríða um
nokkurt skeið. Má því segja, að
fráfall hans væri aðeins það, er
vænta hefði mátt á hverri
stundu. En þó var það svo, að
í hvert skipti sem ég átti tal
við Guðlaug fór ég af hans fimdi
með allt annað en hugsanir um
dauðann.
Áhugi Guðlaugs fyrir öllum
framförum og nýjungum var
svo mikill, að nærri einsdæmi
er um gamlan mann. Gjör-
sneyddur öllum fordómum, við-
‘sýnn og framfarasinnaður var
hann jafnan og í viðræðum við
hanri varð maður þess aldrei
var, að hann væri orðinn gamall
maður, heldur þvert á móti. —
Guðlaugur hafði mikinn áhuga
fyrir félagsmálum og fylgdist af
'Framhald á 4, slðu