Mjölnir


Mjölnir - 28.01.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 28.01.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIK 3 Af hverju listinn ? eftir STEFÁN SKAFTASON Kvennadeiídin Vörn, Siglufirði A9 ALFUNÐl Eí f élagsins verður haidinn þriðjudagiim 31. janúar 1950, í Gildaskálanum, ki. 8,30 stundvíslega. Konur f jölmennið. Stjórnin TILKYNNING til þeirra smábátaeigenda, sem óska eftir að halda áfram leiguplássum sínum á smábátastöðinni og Antonsstöð. Þeir smábátaeigendur, sem óska eftir áframhaldandi leigu fyrir bátaútveg sinn á smábátastöðinni við Antonsstöð verða að mæta á bæjarskrifstofunni fyrir 15. febr. n.k. og undirrita leigu- samning fyrir leiguplássum sínum. Að öðrum kosti verða plássin leigð öðrum. Siglufirði, 25.jan. 1950. BÆJABSTJÓRI ' Mér þykir skylt, Siglfirðingar góðir, að tala til ykkar nokkur orð áður en gengið er að kjör- iborðinu í fyrramálið, þó ekki eingöngu vegna iþess, að ég hefi1 gefið kost á mér sem einn efsti _ maður á lista sósíalista við þess- ar ikosningar, he'ldur og .hins, að tvö pólitíísk flokksblöð hafa'gert mig að mjög svo umtalsverðri persónu í sinni látlausu og heið- arlegu stjórnmálabaráttu. Eins og flestum er ikunnugt, var ég annar þeirra ræðumanna sósíal- ista, er töluðu á fundi þeim, sem haldinn var um stjórnmál nú á dögunum, eða nánar tiltekið á einvígisfundi Æ.F.S. og FjU.J. Svar til tveggja vina I „Neista“ og, ,,Siglfirðingi“, er út kom skömmu síðar eru ibomar á mig þær sakir, að ég hafi verið fram úr máta rudda- legur og orðljótur, svo vart hafi annað eins heyrzt hér á mannfundum. I iblaði íhaldsins eru höfð eftir mér orð, sem tákna eiga eitt- hvað óguðlegt og ósiðlegt, og getið þess, að þessi óskapnaður hafi hrokkið af vörum mér á fundi þessum. Vinur minn og fermingarbróðir, ritstjórinn isiðavandi, mun hafa ruglast all- - illa í ríminu, þVí engin þessara orða komu fram á varir mlínar, eins og öllum mun kunnugt vera, er fundinn sátu. iÞó verð ég að gefa nafna mínum svo- lítið fyrir viðleitni og viður- kenna, að ein tilvitmmin mun vera rétt hvað innihald snertir, en samt rangsnúin og röng eftir mér höfð, enda hluti úr ,vísu, en eins og alþjóð mun ktmnugt vera, eru aðstandendur Siglfirð- ings gjörsneyddir því, sem kal'l- ast mætti skynbragð á slka hluti. Vinir mínir við „Neista“ senda mér og tóninn og benda á allra mildilegast, að ég bafi rit- að grein í „Mjölni“ mn fundinn, bvað ég bef ekki ^gert, og Ibæta við, að ég hljóti að vera afskap- lega sjálfhælinn. Eigi ætla ég að taka mér sjálfdæmi um slíka hluti, en vart mim það þykja veigamikil forsenda fyrir niður- stöðu sl'íks dóms, að dæma eftir grein, sem ég hef eigi ritað. — Einnig minnist greinarhöfimdur á, að ég sé illa skrifandi og standi á lágu siðgæðisstigi, enda „orðljótur og illorður, svo hér hefur aldrei heyrzt slííkt fyrr“ ■ (vesahngs greinarhöfundur hef- ur ekíki lesið fangabúðagreinina hans Haraldar). — Á öðrum stað ibrestur kjarkmennið í harmagrát yfir þessum „efni- lega pilti“ hinna „ágætu for- eldra“. • Eg læt hann einan um grát- inn, það hæfir vel upplitsdjörf- um hraustmennum fullum bróð- urhugar, eins og þeim, að gráta krókódálstárum. — Jú, svo mörg voru þau heilögu orð. Síðan þetta átti sér stað, hafa margir Aiþýðuflokksmenn heim sótt mig og óskað þess að fá að sjá þessar yoðalegu ritsmíðar, þvlí þeim fannst „Neisti“ helzt til kokvíður í þetta skiptið. Mér var sönn ánægja að slíiku, og vil ég fullvissa greinarhöfund, að s'izt hefur fylgir A-listans auk- izt við slíkar persónulegar lyg- ar um mig, er birtust í téðu blaði. Vi'l ég ráðleggja Aiþýðuflokks mönnum að ‘lesa áðumefnda grein í „Neista“ og síðar ræðu mínar áður en Iþeir kjósa á morgun. Ástandið í bæjarmáium Eosningamar á morgun eru efalaust þær mikilvægustu, sem átt hafa sér stað um langan tíma. Bærinn okkar er í raun og sannleika á barmi glötunar. — Óstjórn imdanfarinna ára hef- ur ikomið ibæjarfélaginu niður í sora ómenningar og vesaldóms. Stjórn Alþýðuflokksins á ibæn- um hefur ski-lað af sér öllu í niðurn'iðslu. Bærinn er í margra milljóna króna skuld við lána- stofnanir landsins; bæjarstjóri kratanan hefur ' trassað að semja um afborganir margra þeirra og var því hreinasta mildi, að ekki skyldi vera gengið að ibænum og hann gerður upp og látinn undir ríkiseftirlt. Þorskútgerð hefur að mestu leyti stöðvazt, og athafnalífið er á hinni megnustu niðurníðslu. — Atvinnuleysi herjar nú freklegar en nokkm sinni fyrr á verka- lýðinn í bænum, og nú er svo komið, að stór hluti verka- manna er út á landi í atvinnu- leit. Afturhaldið, kratar, íhald og Framsókn, hefur svikið Siglu firðinga um byggingu niður- suðu- og lýsisherzluverksmiðju. Hvað þarf að gera? Öllum raunsæjum mönnum mim Ijóst vera, að færasta leið- in út úr ógöngunum er sú, að upp úr þessum kosningum skap- ist ábyrgur meirihluti í ibæjar- stjóm Sigluf jarðar. Af fenginni reynslu liðinna ára er og sýni- legt, að varla verði úr vandan- um ráðið, nema einn flokkur öðlist þann meirihluta. Enginn einn flokkur hér hef- ur meiri líkur til þess en einmitt Sósíalistaflok'kurinn, — sá flokk ur, er ávallt hefur barizt fyrir málstað alþýðunnar. Eg mun nú lýsa því í stómm dráttum, hvernig sá flokkur hyggst leysa þau helztu vandamál, er kunna að lyfta bænum upp úr þvá hyl- dýpis öngþveiti, sem hann nú er i. — Okkur er ljóst, að fyrst i stað hlýtur aðalverk verðandi bæjarstjórnar að byggjast á við reisnarstarfi. Bmðlað hefur verið óstjórnlega með fé bæjar- ins, og nú er svo komið, að fáist ekki 1200 til 1500 þúsund ikr. lán innap tíðar, verður trauðla komizt hjá ibæjargjaldþroti. — Jafnvel þótt lánið fáist tekur það langan tíma að reisa fjár- haginn við og ókleyft nema með ráðdeildarsamri stjórn. Okkur er Ijóst, að höfnin er f járhags- legt fjöregg bæjarins, og þess- 'vegna verður uppbygging innri hafnarinnar að ganga fyrir öllu, en íyrsta og ófrávákjanlegt spor í þá átt er, að höfnin eign- ist sjálf hentugt dýpkimartæiki. Auka verður atvinnu i ibæn- um, frá þvi sem nú er að mikl- um mun. Færasta leiðin til slks er sú að auka útgerð í bænum og fyrsta spor i þá átt yrði að leita hófanna um öfl- unar nýs togara og góðra fiski- báta. Valdamenn bæjarins verða að gera sér 'ljóst jafnvel þótt illa kirnni að horfa um stundar- sakir, að sjósókn og útgerð eru frumskilyrði þess, að bærinn okkar geti þróast í framtíðinni. Það em gömul ibaráttumál okkar sósíalista, að iðnaður hér yrði efldur til muna og að hér ursuðuverksmiðja og tunnuverk smiðja. Að v'lsu er bygging smiðju. Að v'ísu er bygging tunnuverksmiðjunnar þegar haf in, en henni miðar óskiljanlega 'hægt áfram. Andstöðuflokikar okkar sósíalista á rikisstjórninni hafa ibarizt gegnbygginguhinna verksmiðjanna, og síðan sósáal- istar fóru úr nýsköpunarstjórn- inni hefur hið þríeina aftunhald kæft allt, sem gert hafði verið þá, og nú stendur alt við svo búið. Það er engum vafa undir- orpið, að atvinnuleysi verkalýðs ins mundi hverfa jafnskjótt og þau framfaraspor, er nú hefur verið lýst, hafa verið stigin, og þau er hægt að stíga. Sósíalistum einum treystandi. Af fenginni reynslu Iðinna ára er Sósíalstafloikkurinn eini flokkurinn, sem alltaf hefur átt forgöngu eða barizt fyrir ölum framfaramálum Sigluf jarðar. — Andstæðingarnir hafa ékki get- að bent á eitt einasta, þar sem hann hefur svikið umbjóðendur s'ína eða aðra alþýðu þessa bæj- ar. Hann hefur verið brjóst- vörn verkamanna á mikilvægum vinnudelum og aldrei brugðizt þeim, og víst væru kjör þeirra krappari, ef hans hefði eigi notið við. Við vitum, að Fram- sókn og áhaldið hafa alltaf staðið á móti verkalýðnum á þessari baráttu, eða mannst þú, kjósandi góður, nokkurn tíma eftir þvá, að þau hafi staðið með verkamönnum í einu einasta verkfalli. Alþýðuflokkurinn hef ur verið valtastur vina verka- lýðsins í stéttarbaráttunni, — enda hafa foringjar hans tekið drjúgan þátt á kjaraskerðing- rnn og svikizt undan merkjum, þegar mest lá við, og gerzt verk valsbrjótar til að veikja við- námsþrótt verkalýðsins ogh jálpa áhaldinu. — Eða hvað haldið þið siglfirzkir verkamenn, að ikaup ýkkar væri nú, ef kratar, íhald og Framsókn hefðu haft forystu á „Þrótti“ síðustu árin! — Eg heyri svarykkar. Enþváþáekki, siglfirzkir verkamenn ,að kjósa Sósáalistaflokkinn láka í ibæjar- stjórn og alþingiskosningum og trúa honum til forystu þar eins og i verkalýðsfélögunum ? Hvernig hafa t.d. fulltrúar krata á bæjarstjórn Siglufjarð- ar komið fram við verkamenn síðustu árin. Eg læt nægja að minna á hátterni þeirra, þá er verkalýðsfélögin fóru fram á, að þau fengju lóð á góðum stað i bænum undir starfsemi sina. — Það voru þeir, kratarnir, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og drápu málið. Er þetta Vin- semd í garð ykkar, verkamenn! Eg segi nei! Hér eru kratarnir siglfirzku á margfalt lægra menningarstigi en álhaldið í Rvík, en það gaf verkalýðsfé- lögunum lóð og stærðarhús í hjarta bæjarins. Siglfirzkir kjósendur! Á morgun gefst ykkur kost- ur á að veljaþá menn, sem færir eru til að reisa við ibæinn o'kkar. Sósíalistar eru einu mennirnir sem færir eru tl slíks við- reisnarstarfs. Við ibiðjum aðeins um atkvæði þitt, og þá hefur þú lagt fram þinn skerf. Eg skora á vini mína og kunningja, bæði í verkalýðs- og íþróttafélögum að fylkja sér um C-bstann á morgim — lista fjöldans. x c Siglf irðingar! Á kosningadaginn verður selt kaffi með ljúffengum pönnukök- um í Suðurgötu 10. Komið og hressið ykkur. J Nefndin Fyrirspurn svarað 1 tilefni af fyrirspurn, sem íbirt var á blaðinu „Siglfirðingi“ 26. þ. m. svohljóðandi: „Getur „Siglfirðingur“ upp- lýst, hvort eftirfarandi saga, sem gengur um bæinn, sé á rök- um reist. Heimilisfaðir leitar tíl bæjar- ins um framfærslustyrk og gengst bærinn inn á að verða við beiðni hans. En á sama tíma er fjárhagsgeta sama manns það rífleg, að hann kaupir flygl, sem Karlakórinn Visir gekk frá að kaupa, sennlega vegna þess, að fjárhagsgeta hans leyfði það ekki“, og þar sem blaðið vísar henni til réttra aðila, vil ég tmd- irritaður upplýsa eftirfarandi: 1. Mér hefur verið tjáð, að ekki haifi staðið tl, að Karalkór- inn „Vísir“ keypti flygel. 2. Fyrir rúmum 4 áruni keypti ég páanó af Kaupfélagi Sigl- firðinga, en það p'íanó mun Karlakórinn Vásir hafa ætlað að ikaupa, en hætt við. 3. Annað hljóðfæri hef ég ekki keypt eða ætlað að kaupa síðan. 4. Nokkru fyrir jól var ég beðinn að skoða píanó það, sem Kristján Eiríksson keypti sáðar fyrir Ibróður sinn, bónda á Eyja- firði, en af því hefur ef til vill þessi miss'kilningur hlotizt. 5. Eg hef ekki beðið um né 'fengið framfærslustyrk frá bæn um, en hef í þess stað fengið 1—2ja mánaða lán, að upphæð nokkur hundruð krónur, á með- an ég er að ljúka sveinsprófi. Ef áðurnefnt er á einhvern stað ógreinlegt eða ófullnægj- andi, er mér bæði ljúft og skylt að isvara fleiri fyrirspurnum frá „Þór“, ek'ki sízt, ef hann þyrði að birta sitt rétta nafn. Siglufirði, 27. jan. ’50 Ingvi Br. Jakobsson I

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.