Mjölnir


Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIB — VIKUBLAÐ — Qtg^fandi: SÓSlAOSTAEÉLAG SIGLUFJARÐAK Ritatióri og ábyrgðarmaður: Benedlkt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga A&Icriftargjald Ia*. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Súnai: 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. SðSlALISTAR LEGGJA FRAM TILÖGUR UM BÆJARMALASAMSTARF Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hafa allir stjórn- málaflokkarnir tilnefnt hver sinn mann í nefnd til að reyna að ná samkomulagi um bæjarmálasamstarf. Verður venkefni þeirra fyrst og fremst að reyna að ná samkomulagi um bæjarmálin og síðan um bæjarstjóra, en umsóknarfrestur um bæjarstjórastöðuna er til 2p þ.m. Þessi fjögra manna samninganefnd hefur haldið einn fund, en lítið hefur gengið enn sem komið er, enda hafa eklki verið lagðar fram neinar ákveðnar tillögur. Nefndin heldur sennilega fund í dag eða á morgun, og mun þá fulltrúi Sósíalistaflolkksins leggja fram uppkast að samkomulagi, byggt á helztu atriðunum í bæjarmálastefnuskrá Sósialistaflokiks- ins, sem ibirt' var fyrir kosningarnar. Eru sum atriði þessa upp- kasts þannig, að ósennilegt er annað en að allir geti orðið sam- mála um þau, svo sem útvegun láns til að leysa úr bráðustu f jár- þörf bæjarins, gæta fyllstu varúðar við samningu fjárhagsáætlun- ar fyrir yfirstandandi ár, fá útsvarslöggjöfinni breytt, óg að stofna ekki að nauðsynjalitlu til s'kulda. Þá er ótrúlegt annað en að samkomulag náist um framlkvæmd þeirra verikefna, sem mest aðkallandi eru, svo sem stækkun Skeiðsfossvirkjunarinnar, upp- byggingu innri hafnarinnar í áföngum, svo að það sem gert er komi sem fyrst að notum. Þá hljóta allir að geta orðið sammála um að ljúka við slippinn fyrir sumarið og tryggja, að hann verði rekinn. Sömuleiðis er óhugsandi annað en allir verði sammála um að vinna að því, að lýsisherzlustöðin verði byggð hér, að sjúkrahúsið og bókasafnið hér fái jafnháa stybki úr níkissjóði og samskonar stofnanir í bæjum af svipaðri stærð og meá líka aðstöðu; að bærinn«fái sama rétt og Reykjavík til að bjóða út brunatryggingar o.s.frV. ÖIl þessi mál, sem rætt hefur verið um hér að framan, eru þannig, að lítt hugsanlegt er annað en að allir floklkar geti náð samkomulagi um þau. En með þVí er þó ókki öllum aðikallandi vandamálum bæjarins fundin lausn. Allir virðast vera sammála um það, að ekki sé fært að byggja afkomu bæjarfélagsins og bæjarbúa eingöngu á síldveiðunum, og að stefna beri að aukinni þorsikútgerð. En það dugir ekki að láta sitja við orðin tóm. Það verður að hefja hið allra fyrsta aðgerðir í þvá sfcyni að auka útgerðina. Þessvegna munu sósíalistar leggja til, í samræmi við bæjarmálastefnusfcrá sína, að bærinn hafi for- göngu x þessu máli, kaupi hingað t.d. tvo góða báta af hentugri stærð og selja þá hér með því skilyrði, að þeir verði gerðir út héðan en geri þá út sjálfur, ef engir kaupendur fást. Þetta telja sósíal- istar að eigi að vera fyrsta skrefið í viðleitni bæjarstjórnarinnar til að auka útgerð héðan. Siíðan ber vitanlega að halda áfram, vinna að f jölgun báta í bænum og bæta sikilyrðin fyrir útgerðina í landi. — Þá telja sósíalistar, að bæjarstjórnin eigi að fylgja um- sókn sinni um annan togara fast eftir. 'Sósíalistar telja, að meginskyldur bæjarstjórnarinnar eins og sakir standa, séu að gæta sem mestrar sparsemdar og ráðdeildar- semi í meðferð fjármuna bæjarins, og að efla atvinnulífið í bæn- nm, — Um hið fyrrtalda virðast allir vera sammála. Um hið síðar- nefnda er það að segja, að allir eru sammála um að efla þurfi atvinnulífið hér, en um leiðirnar til þess er efcki víst, að allir séu eins sammála. Sósíalistar álíta, að ef bærinn hafi ekki forgönguna, verði ekkert gert. Frá hinu marglofaða einikaframtaki virðist lítils vera að vænta í þvií efni, eins og reynslan sýnir. 9} En þó samkomulagsgrundvöllur fáist fyrir samvinnu um bæjarmálin, er eftir að ná samfcomulagi um bæjarstjóra. Náist það ekfci, stöndum við í sömu sporum og nú, og er þá lítt hugsanlegt annað en að efnt verði til nýrra kosninga hér, hverjar afleiðingar, sem það nú kann að hafa fyrir bæjarfélagið. Vonandi er, að floklkamir láti nú nokkuð af sínum sérstöku sjónarmiðum víkja til hliðar, ef á þarf að halda til að tryggjp, starfsfrið og samheldni í bæjarstjóminni. Bænum hefur aldrei riðið eins mikið á samhentri og starfshæfri stjóm og einmitt nú. æjarpostunnn ★ „Eldhætta af olíukynditækj- um.“ — Síðastliðið mánudags- kvöld flutti Þórður Runólfsson, vélaeftirlitsmaður erindi í út- varpið, sem hafði ofangreinda fyrirsögn. Fjallaði erindið um það, í hverju eldhætta af olíu- kynditælkjum væri aðallega fólg in og hverskonar varúðarráð- ' stafanir væru nauðsynlegar. — Skýrði Þórður frá því, að eld- varnaeftirlit rílkisins hefði sett reglugerð um það, að óheimilt væri að setja upp og nota önn- ur oMukynditæki en þau, sem samlþ. hefðu verið af eftirlitinu. 'Gekk reglugerð þessi í gildi um áramót og birtust í flestum blöð unum glöggar tilkynningar til hlutaðeigandi þessu viðvíkj- andi. ★ Það, sem að okkur snýr. — Þetta er gert að umtalsefni hér vegna þess að hér í bænum munu vera í nokfcrum húsum olíukyndingartæki af margvís- legum gerðum og þá flest nú í óleyfi þeirrar stofnunar, sem eftirlitið á að hafa með hönd- xxm. Er eflaust óhætt að segja, að meginið af þessum tækjxxm skortir þau nauðsynlegustu var úðartæki, sem Þ. R. ræddi um í erindi sínu. Eldurinn gerir aldrei boð á undan sér, og elds- voði er eitt af því hörmulegasta sem hent getur fólk og þá efcfci slízt nú, þegar skortur er á öllu, byggingaefni og húshlutum, svo illa er hægt að bæta tjónið þó fé sé fyrir hendi. ★ Þörf á auknu eftirliti hér. — Hér er vissulega þörf á auknu og ströngu eftirliti með öllum þessum tæikjum. Sem betur fer hafa litlir eldsvoðar orðið hér af völdum slíkra tækja, en það gefur ekki ástæðu til sofanda- háttar 1 þessum málum meir en orðið er. ★ Það hefur skipazt veður í lofti. Á skammri stundu slkip- ast veður í lofti, segir máltæk- ið. Eg hafði varla lokið við hug leiðingar miínar í síðasta bæjar- pósti, þegar veðraíbrigði xxrðu. I stað góðviðrisins og blíðunn- ar kom norðan hvassveður með bleytu og slyddu. Og síðan hef- ur verið norðlæg átt, stundum hvasst veður, stundum frost og stxmdum ,slydda. Og það hefur verið háþrýstisvæði yfir Græn- landi norðanverðu. ★ Fre'ttir úr verstöðvxxm syðra. Annað slagið koma fréttir frá mönnum, s'em fóru á vertíð. — Eru þær flestar á þá leið, að Mtið sé enn að hafa, þénustan léleg. Hafa gæftir verið með af- brigðum slæmar og afli tregur þegar gefið hefur. Það er óglæsi legt fyrir það verkafólk. sem ætlaði að þéna mikið í frysti- húsum, ef svona heldur áfram. Eklki er nein kauptrygging hjá landverkafólki í verstöðvunum, og verður það því að bera allan skaðann ef engin vinna er. — Hlutaráðnir sjómexm hafa þó lágmarkstryggingu, þó eklki sé hún há. Danir eru sem kunnugt er friðsöm þjóð og kxmn að því að hafa meiri áhuga á smjöri en fallbyssum, enda vanari að með- höndla hið fyrrnefnda. Danir eru sem kunnugt er aðilar að Atlantshafssáttmálanum, og hvílir á þeim sá kross að breyta ★ Hvenær kemur tannlæloiir- inn? — Frá ,,bæjarbúa“: „Bæj- arbúar eru orðnir mjög lang- eygðir eftir hinum nýja tann- lækni, sem heyrzt hafði, að búið væri að ráða hingað. Enn hefur efckert heyrzt til hans eða sézt og væri fróðlegt að fá upp- lýsingar um, hvenær hans sé að vænta. Bæjarbúi." Bæjarpósturinn hringdi í Jón Kjartansson bæjarstjóra og og spurðist fyrir um þetta. — Sagðist Jón ekki vita betur en tannlælknirinn væri kominn í bæinn, hefði komið þá kvöldið áður, (þetta var í gærmorgxm) en sagðist ekki enn hafa haft tal honum. Þetta eru góð og gleðileg tiíðindi, og er vonandi, að læknirinn geti hið bráðasta hafið starf sitt. >V Jarðarför Páls heitins Pét- urssonar Hólaveg 21, er lézt í Sjúfcrahúsj Siglufjarðar, fór fram frá Siglufjarðarlkirkju miðvikudaginn 8. febr. s.l. ik Jarðarför Dýrleifar sál. Ein- arsdóttur, Hverfisgötu 4, fór fram föstudaginn 10. febr. s.l. frá Siglxxfjarðarkirkju. á Jarðarför Guðm. Bjömsson- ar vélstj., Vetrarbraut 15, fór fram s.l. mánudag frá Siglu- fjarðarkirkju. landi sínu í ameríska herbæki- stöð. Fyrir áramótin lulku yfirmenn Atlantshafsbandalagsins í Was hington að mestu við að út- hluta bandalagsríkjunum í Ev- rópu manndrápstækjum, og fengu Danir sinn skammt eins og aðrir. En ekki nóg með það, heldxxr ákváðu herrarnir í Was- hington að senda með þeim álit- legan hóp hernaðarsérfræðinga ráðgjafa og eftirlitsmanno. — Þótti Dönum sem þarna fylgdi bögguM skammrifi, er þeir fengu að vita, að her þeirra ætti eftir- leiðis að lúta algerlega banda- riískri stjórn og eftirliti. Þó keyrði ekki um þverbak fyrr en kunnugt varð, að hin ameríska eftirlits- og ráðgjafanefnd var skipuð hvorki meira né minna en nærri því tvö hundruð manns! Allt danslka herfor- ingjaráðið, að meðtöldum sendl um og vélritunarstúlkxxm er sem sé innan við tvö hundruð manns! Danska stjómin rauk upp til handa og fóta við þessa frétt og hóf samninga við húsbænd- urna vestra um að fælkka í Sendinefndinni. Var tékið illa í iþað í fyrstu, jafnvel hreytt í dönsku stjórnina ónotum, eins og því, að „þeir hefðu á móti stórri amerískri hemaðarsendi- nefnd af hræðslu við gagnrýni áf hálfu kommúnista" (Ber- Framliald iá 4, síðxj TÍLKY NNÍNG Vegna endurskoðunar log ársuppgjörs ýerður skrifstofa bæj- arins aðeins opin kl. 4—6 síðdegis þessa iviku, en eftir þann tíma verður hún opin eins og (venjulega., Siglufirði, 14. febrúar 1950. BÆJABSTJÓRI ÚTBOÐSAUGLÝSING Hin nýbyggða dráttarbraut Sigiufjarðar er til leigu frá 1. Imaí in.k. >— Allar upplýsingar um rnann- virkið er hægt að fá hjá bæjarstjóranum í Siglufirði og skrifstofu vitamálastjóra í Reykjavík. OLeigutilboðum isé skilað til þessara aðilja fyrir 1. apríl n.k. Bæjarstjórinn í Siglufirði, 28. jan. 1950. JÓN KJARTANSSON EDDURNAR ERU KOMNAR Get tekið áskrifendTir enn. Þeir sem hafa hug á að íeignast þessa vinsælu bækur eru heðnir |að tala við mig sem fyrst. ÍKRISTMAR ÓLAFSSON, sími 270. Bæjarstjárastarfðð i Sigliifirði er laust til umsóknar. Umsóknii aendist undir- rituðum, forseta bæjarstjórnar, fyrir 20. þ.m. Siglufirði, 7. febr. 1950. BJARNI BJARNASON DANSKA MARSHALL-STJÚRFflN OÞÆG Vill ekki taka Við iamerískri liernaðarsendinefnd, Isem átti að vera fjölmeimari en allt danska herforingjaráðið, að meðtöldum vél- ritunarstúlkum og sendlum. Fær fí istaðinn glósur |um, íað hún sé hrædd við kommúnistiskan áróður, sem er ein sú versta móðgim, sem hægt er áð isýna Bandaríkjaleppum.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.