Mjölnir


Mjölnir - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.03.1950, Blaðsíða 2
MJÖLNIR — VIKUBEAÐ — Útgpfandi: SÓSlATISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAK Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedxkt Sigurðsson Blaóið Skemur ut miðvikudaga Áskriftajgjald fcr, 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Slglufjarðarprentsmiðja h/f. Tvær stefnur í markaðsmálunum Hugsum okkur bónda, sem framleiðir mjólk, kjöt og græn- meti. Fer hann með þær til næsta bónda, sem líka framleiðir mjólk, kjöt og grænmeti, og býður honum þær til sölu? Nei, slíkt dettur engum bónda í hug. Beztu viðskiptavinir bændastéttarinnar er fólkið í bæjunum, sem ékki framleiðir þessar vörur sjálft, en þarf þeirra með. Þessvegna byggja bændur afkomu 'sína á sölu þangað. Hvar bjóða þjóðir, sem flytja út fisk, afurðir sínar? Leita þær fyrst og fremst til næstu fiskveiðiþjóðar með sölu á þeim? Nei, slíkt dettur engum hyggnum kaupsýslumanni eða ríkisstjórn sem hefur fisksölu með höndum, í hug að gera. Fiskútflutnings- þjóðirnar reyna fyrst og fremst að koma fikki sínum inn á markað ‘þeirra landa, sem ekki eru sjálfum sér nóg með fiskframleiðslu. Ein imdantekning er þó frá þessari reglu. Það eru íslendingar. 1 stað þess að reyna að vinna markaði fyrir fiskframleiðslu okkar í hiniun fislksnauðu löndum Austur-Evrópu, eins og t. d. Norðmenn hafa verið að reyna undanfarið með góðum árangri, sveitumst við blóðinu við að reyna að troða henni út í Breta, Þjóðverja o.fl. þjóðir sem eru því sem næst eða alveg sjálfum sér nógar með þessar vörutegundir. Þegar sósíalistar sátu í ríkisötjóm 1944—1946 var að þeirra frumkvæði gerð tilraun til að ná viðskiptasamböndum við Sovét- rdkin, sem hafa lítinn aðgang að sjó, Itinn veiðiflota og slæma aðstöðu til fisköflunar ahnennt. Árangurinn varð sá, af þessari tilraun, að samningar náðust um geysimikla sjávarafurðasölu til Sovétríkjanna, og með svo hagstæðum kjörum, að aðrar viðskipta- þjóðir okkar neyddust til að stórhækka verðtiiboð s'in í íslenzkar sjávarafurðir. Þegar afturhaldið tók við völdum í landinu 1947 voru mikil viðskipti við Sovétríkin. En svo kom Marshall-samninguriim til sögunnar, og afturhaldið sleit viðskiptatengslin við Sovétríkin samkvæmt fyrirskipunum frá Bandaríkjunum, en þrælbatt Islend- inga efnahagslega við auðvaldsríki Vestur-Evrópu, sem sjálf fram leiða gnægð af fiski og eru stöðugt að auka þá framleiðslu s'ina, og þar sem þá þegar var sjáanlega yfirvofandi stórfelld kreppa. Það var ekki mjög sultarlegt hljóðið í málpípum afturhalds- flokkanna, þegar verið var að gylla Marshall-áætlunina fyrir Is- lendingum. Æðsti Marshall-dindill landsins, Bjami Benediktsson, lýsti þvl yfir í álheym alþjóðar, að hlutverk Islendinga í efnahags- samvinnu Vestur-Evrópu-ríkjanna og hinna blessuðu Bandarikja, ætti að vera að láta hinum samvinnuþjóðunum í té fiskafurðir, svo þær gætu snúið sér af þeim mun meiri atorku að öðmm verk- efnum. Reyndar sagði einn af helztu spámönnum Marshall-áætlunar- innar um sama leyti, að eftir 1950 myndi framlag Islendinga á fiskmörkuðum Vestur-Evrópu ekki hafa „mikla þýðingu," og 1952 mundi engin þörf verða fyrir íslenzkan fisk þar. Þá mundu ,,sam- vinnuþjóðirnar‘‘ verða búnar að koma sér upp nógum skipastól til að veiða alan þann fisk, sem þær þyrftu. En Bjarna varðaði ekkert um það, heldur stóð á því fastara en fótunum, að með þátt-töku í Marshall-áætluninni væri Islendingum tryggður fisk- markaður um langa framtíð. Hverjar eru nú afleiðingamar af stefnu Marshall-Bjarna og félaga hans í markaðsmálunum? Staðreyndimar blasa við. Verðið á fiskafurðum okkar hefur farið hríðlækkandi æ síðan við hófum þátt-töku okkar í „efna- hagssamvinnu Marshalls“. Nú er svo komið, að þær em að verða algerlega óseljanlegar, og öll útgerð í landinu er á hausnum, eins og sagt er. Ísfisksalan 1 Þýzkalandi er búin að vera. Sölur togar- ánna í Bretlandi fara versnandi vikulega. Bretar vilja ekki einn einasta ugga af freðfiski frá okkur, jafnvel þó þeir fengju hahn gefins, þar sem allt að 20 þús. tonn af ísl. freðfiski liggja nú óseld í Bretlandi. Möguleikar fyrir sölu á freðfiski til Þýzkalands, Frakklands, Hollands, svo ekki sé minnst á Bandaríkin, em sára- litlir. Enda neita nú bankarnir að taka á sig nokkrar skuldbind- ingar vegna freðfiskframleiðslunnar, eftir að aflað hafi verið 15 þús. tonna af þessari ágætu vöm. Nú er komið fram á Alþingi nýtt „bjargráðafrumvarp," sem á m. a. ef samþykkt verður, að gera útgerðinni kleift að drasla eitthvað áfram enniþá, þrátt fyrir hríðlælkkandi verð á afurðum okkar í þeim löndum, sem afturhaldið vill ein skipta við. Ef til vill sleppum við með eitthvað af fiski okkar inn á markaðina í Vestur-Evrópu imi tíma ennþá, ef allt gengur að áætlun Bjarna og ,Oo. En hað verður bara vesæll gálgafrestur. Þegar fiskfram- rpostunnn ★ Atvinnuleysið og afkoma heimilanna. — Hið ömurlega at vinnuástand, sem hér hefur ver- ið í vetur og knúið hefur f jöld- ann af siglfirzkum verkamönn- um burt úr bænum í atvinnu- leit, er nú farið að segja til sín með þeim afleiðingum, að f jöldi verkamannaheimila hefur bein- an skort við dyrnar. Daglegur framfærslueyrir er þrotinn og þá er farið að grípa til þess að reyna að selja búshluti og fatn- að. Þetta er sagan frá kreppu- árunum að endurtaka sig í raun veruleikanum. Það fólk, sem á undanförnum árum, þegar vinna var sæmileg og litið atvinnu- leysi, hefur getað eignast ein- hverja eigulega húsmuni eða fengið sér sæmileg föt, það neyðist nú sennilega til að reyna að koma þessum hlutum aftur í verð svo hægt sé að draga fram lífið nokkra stund á and- virði þeirra. Þessi saga, sem endurtekur sig hvað eftir annað og reglu- lega í þjóðfélagi auðvaldsins, hún sannar, að sá, sem aðeins Ifir af afli handa sinna eða anda, er öryggislaus í þessu þessu þjóðfélagi, en þeir, sem komið hafa sér þannig fyrir, að þeir geta að mestu lifað á arði sem vinna annarra manna skap- ar, — þeir búa við öryggi hins borgaralega lýðræðis — lýðræð- is hinna fjársterku í þjóðfélag- inu. ★ Sigluf jörður. — En þótt at- vinnuleysið hér á Siglufirði eigi sér rætur í því þjóðskipulagi, sem við búum við, þá ber ekki að ganga fram hjá því, að afla- brestur undanfarin ár á sinn stóra þátt í þessu ástandi eins og það er í dag. En þjóðfélags- legar ástæður valda því, að ekki skuli vera hægt í fljótum hasti að skipta um atvinnugrundvöl hér í þessum bæ, að ekki skuli fljótlega vera hægt að koma hér á fót verulegri þorskútgerð og skilyrðum til hagnýtingar Iþess afla, sem sú útgerð kæmi til með að skila. Það er borið við fjárskorti, að ekki sé hægt að gera eitt og annað vegna fjárskorts. En peningarnir eru til og það vita allir. Það eru til nógir peningar í pyngjum ís- lenzkra auðmanna, en þangað verða þeir ekki sóttir meðan þeir sjálfir, auðmennirnir, hafa tögl og hagldir á stjórn lands- ins. Þetta er vandam’álið: skort- ur og^ atvinnuleysi herjar á viimufúsa alþýðu landsins, arð- urinn, sem hún á undanfömum árum skapaði' hefur runnið í hirzlur yuðkýfinga, sem halda þeim nú harðlokuðum þegar þörf er fyrir fjármagn til at- vinnuaukningar og grundvöll unar nýrra atvinnugreina. á Alþýðan þarf atvinnu og lfs- öryggi. — Aiþýðan verður að geta lifað við mannsæmandi Ifs kjör. Annars er þjóðin í hættu. En það getur hún ekki meðan fulltrúum auðvaldsins eru fegg- in helztu völd landsins í hendur við hverjar icosningar. Slkir fulltrúar, sem með einu „penna- striki“ þykjast geta komið stærstu vandamálunum í lag slkir fultrúar, uppblásnir af groibbi og hroka, eru ekki væn- legir til að leysa vandamálin á þann hátt sem alþýðan kýs, — og í raun og sannleika leysir enginn hennar vandamál á var- anlegan hátt, nema hún sjálf. Þessvegna verður siglfirzk al- þýða að vera vel á verði nú, þeg ar ,„pennastrik“ auðvaldsful- trúanna fara að sjást á blaðsíð- um hinnar daglegu lífssögu henn ar. Þau verða aldrei til þess að strika út atvinnuleysið ,og skort inn, sem nú er orðinn gestur á svo alltof mörgum heimilum, bæði hér og annarstaðar á land- inu, en miklu fremur til að auka hann og margfalda. ★ Kartöflu- og Ijósaperuskort- ur. — Skortur á kartöflum'ger- ir nú vart við sig hér í bæ og víst einnig í öðnrni bæjum lands ins; Sú skýring hefur verið gef- in á þessu, að vegna kulda hafi ekki verið hægt að skipa þeim um borð í hinni erlendu höfn og urðu þær því að bíða og bíða, Til sölu ef m semst Tilboð óskast í efri hæð hússins Eyrarg. 22, Siglufirði (bæði gamla og jnýja partinn). — Tilboðuni sé skilað til undirritaðs, sem gefur upplýsingar yiðvíkjandi sölunni, [virka daga kl. 14—18. Siglufirði, 27. janúar 1950. SÆMUNDUR STEFÁNSSON, Eyrargötu 22. leiðsla Islendinga,, verður orðin óþörf“ í Vestur-Evrópu, svo notuð séu orð Marshal-sérfræðingsins frá 1947, þ. e. þegar V-Evrópu- þjóðirnar verða búnar að koma sér upp nægum veiðislkipastól, hvort sem það nú verður 1952, eins og Marshal-áætlunin gerir ráð fyrir, eða fyrr, — þá verður íslenzki fiskurinn útilokaður frá V-Evrópu, með tolum eða jafnvel aðflutningsbanni í viðkomandi löndum. Þegar svo er komið, dugir ekki til þó Bjarni Ben., Ey- steinn litli eða aðrir ámóta spekingar lækki gengið um mörg hundruð prósent. Framleiðslan verður samt óseljanleg, og skipin, sem þeir þykjast nú vera að hjálpa tl að halda á floti, verða bxmdin við bryggjur víðsvegar umhverfis landið til að ryðga og fúna niður. Hvor hefði verið hepplegri fyrir Islendinga, stefna sósíalista, sem vildu viðhalda viðskiptum við hinar fiskifátæku þjóðir A- Evrópu, jafnvel gera við þær vöruviðskiptasamninga til langs tíma, — eða stefna Marshall-agentanna, sem hafa hígskorðað við- skipti okkar við þær þjóðir, sem sjálfar hafa sett sér það mark, að verða sem fyrst sjálfum sér nógar á sviði fiskframleiðslu? — Svari hver fyrir sig. Iklega enn eftir næstu skipferð. Hinn árlegi kartöfluskortur okk’ar íslendinga hlýtur að vekja þá spumingu hvort engin leið sé til þess að íslenzkur land búnaður geti séð þjóðinni fyrir neyzlukartöflum. Hér spyr sá sem ekki veit. En óneitanlega er^ það nokkuð skrítið að svo istór hluti þjóðarinnar, sem við landbúnað fæst, skuli ekki geta fætt sjálfan sig og hinn hlutann, sem ekki stundar landbúnað, af kartöflum. En dýrmætum gjaldeyri verður árlega að verja til kaupa a erlendum kartöflum. Einkennilegt finnst manni þetta. A Og svo eru það ljósaperum- ar* — Nú um alllangan tíma hafa ekki fengist hér smærri gerðir af ljósaperum; t. d. 15 og 25 \v perur, og 40 w perurnar eru allar búnar. — Þetta er sagt að stafi af gjaldeyrisvand- ræðum og menn sætta sig við þetta, _ áiika möglunarlaust og skort á sólskini í skammdeginu, íinnst þetta auðvitað bölvað og leiðinlegt, en halda að við því sé ekkert að gera. Menn bæta sér upp sólskinsskortinn með ýmsu móti, — eða líða hann ó- ibættan, en skort á ljósaperum er ekki hægt að bæta sér upp nema með þvií að taka upp notk un þeirra ljósatækja, sem notuð voru aðallega fyrir 50—100 ár- um, sem sé kerti eða kolur. — Venjulegir olíulampar fást nú ekki fremur en perur svo ekki er hægt að gi’ipa tl þeirra. Von- andi sjá innflutningsyfirvöldin að sér og leyfa innflutning á perum áður eh þjóðin öl situr í myrkri vegna peruskorts. ★ Iþróttavimir skrifar: „Kæri Bæjarpóstur! Viltu taka þessar fáu línur í blaðið. Eg var einn af þeim, sem fór s. 1. laugardag fram að skíðastökkbraut til að horfa á stökk-keppnina. Þegar ég kom frameftir var kominn mikll mannfjöldi til að horfa á og hafði hann raðað sér fast að stökbbrautinni og vldi ekki hiýða margítrekuðum beiðnum Iþeirra manna, sem gæta áttu brautarinnar. Sllt óhlýðni áhorf enda er stórhættuleg, enda var næstum orðið slys er tvö böm hlupu yfir stökkbrautina eftir að ræsmerki hafði verið gefið, og voru stödd á .henni miðri er stökkmaður kom fram af loft- kastinu. Auðvitað datt maður- inn, en ég tel að það hafi ekki veriðsáztþvlaðþakka, aðþaðvar þessi maður, að ekki hlaust slys af, en þetta var norski skíða- kennarinn. Eg sá strax að skáða ráðið, eða þeir aðlar, sem um stjóm þessarar kepnni sáu, höfðu ekki vandað nægilega vel undirbúning þess. Þama vom ekki við hendina neinar sjúkra- 'börur, enginn læknir, ef maður meiddist eins og þarna skeði líka er Jón Sveinsson datt. — Þá fannst mér ávanta að verðir væm nógu margir tl að halda áhorfendum frá. Auðvitað ætti að vera gagnkvæmt hjá mót- stjórn og áhorfendum að hvor hugsaði um hvað hinum hentaði ibest og þá líka sjálfum sér. — Áhorfendur þurfa að venja sig af því, að standa fast við leik- vanginn, hvort sem um skíða- iþrótt eða aðrar er að ræða, og mótstjórnir þurfa ávallt að und irbúa allt vel og láta alt ganga eftir áætlun, svo framarlega að veður hamli ekki. Og um- fram alt þarf alt, sem að öryggi lýtur að vera í lagi. Þá fyrst veita íþróttimar ánægju, ibæði þeim, sem em áhorfendur og þátttákendur. — Með þökk fyrir. — lþróttavinur.“ ★ Bæjarpósturinn vil lýsa sig samlþybkan þessu bréfi og hvet ur tl þess, að stjóm íþrótta- móta hverju sinni vandi sem undirbúnings og öryggis íþrótta- áhorfendmn til ibezt til alls gæti fylsta mönnum og handa.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.