Mjölnir


Mjölnir - 09.08.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 09.08.1950, Blaðsíða 4
DTSVARSSKRAIN liggur frammi á bæjarslírifstofunni hálfan mánuð frá og með þriðjudeginum 1. ágúst að telja. Þar liggur einnig frammi út- svarsstigi sáy sem farið var eftir við útsvarsálagninguna. Kærur yfir útsvörunum skulu sendar niðurjöfnunarnefnd fyrir 15. ágúst. Siglufirði 28. júlí 1950. .. BÆJAKSTJÓRI e Þriðja rit Rímna- i félagsins Rímnafélagið hefur nú sent frá sér iþriðju Rímnabókina. lÁður eru komnar: 1. Sveinsrímur Múkssonar, eftir Kolbein Grímsson. 2. Persiusrímur og Bellerof- ontisrímur, eiftir Guðmund Aijdrésson. Hefur þeim verið lýst áður hér í blaðinu. <Nú hef ég fengið þriðju íbók- ina í hendur. Hún er í sama broti og svipuð að frágangi og hinar. 1 henni eru Hyndlurim- ur o g Snækóngsriimur eftir Steinunni Pinnsdóttur. Bjarni Vilhjálmsson bjó til prentunar og ritar fróðlegan formála að bókinni, 24 bls., um höfundinn, handrit, yrkisefni o.fl. Steinunn skáldkona Finns- dóttir, kennd við Höfn í Mela- sveit, er komin í beinan Ikarl- legg af Laga-Finni Péturssyni, föðurföður Finns Arnórssonar, er bjó á Ökrum á Mýrum um miðja 16. öld og ættin er við kennd. Voru þeir langfeðgar og ættmenn ýmist meiriháttar bændur, valdsmenn eða klerkar og höfðu orð á sér sem skáld og fróðleiksmenn. Af öðrum ættmennum Stein-' unnar má nefna Finn lögréttu- mann Sigurðsson á Ökrum, lækni, skáld og fróðleiksmann, og Dalaskáldin, feðgana Sigurð Gíslason og Jón Sigurðsson — höfund Tímanímu. Steimmn skáldkona giftist Þorbimi Eiríkssyni í Birtinga- holti. Einkadóttur þeirra, Guð- rúnu, átti Björn Þorsteinsson í Höfn í Melasveit. Þau áttu margt barna. Nafnkunnast þeirra er Snorri prestur og skáld á Húsafelli. Hún er eina skáldlkonan, sem ort hefur nokkuð að ráði á 17. öld, og fyrsta kona, sem ort hefur rím ur, svo kunnugt sé. (Sjá Sögu Islendinga, Skáldskapur á 17. öld og formála Hyndlu- og Snækóngsrímna, bls.10—13). Hyndlurímur og Snælkóngs- rlímur eru liðlega ortar, frá-_ sagnarstíll víða skemmtilegur. Hyndlurímur virðast þó öllu viðvaningslegri og hvergi vott- ar þar fyrir dýrleika í háttum eða rimi, og bendir það til þess, að þær séu ortar fyrr. Snæ- kongsrímur sýna meiri þjálfun í brag og rími. Riímur þessar eru að sumu leyti sérstæðar. Þær eru elstu rímur, sem kunn- ar eru eftir konu. Fátítt mun það vera, að rímur séu ortar út af gömlum kvæðum, sem kveðin eru út af stjúpmæðra- og álagasögum, eins og þessar eru, Hyndlurímur út af Hyndlu ljóðum, Snækongsr'ímur út af Snjás-lkvæði. Til eru Snjásrím- ur eftir Guðrúnu Jónsdóttur í Stapadal, sagðar noklkuð frá- brugðnar rímum Steinunnar að efni. Aftan við rímurnar eru Kappakvæði Steinunnar Finns- dóttur, skýringar, kenninga- skrá og nafnaskrá. Aftan á kápu er ávarp, sem ég álít rétt að birta í heild. Það hljóðar svo: „Finnst þér rétt að standa hjá. Rímnafélagið hefur sett sér það marikmið að bæta eftir megni fyrir vanrækslu margra undanfarinna áratuga við þá grein íslenzks kveðskapar, sem lengst og bezt hefur orðið at- hvarf og dægradvöl þjóðarinn- ar og er auk þess þjóðlegasta grein bókmenntanna. Það vill eftir þv'i, sem fjárhagur þess og starfskraftar leyfa, draga fram hinar mörgu óprentuðu rímur úr myrkri gleym^kunnar og kenna þjóðinni á ný að meta þenna arf, sem gengnar kyn- slóðir hafa skilað öld fram af öld. Það vill kenna þjóðinni að skilja réttilega bókmenntagildi og málsögugildi rímnanna, að leggja réttan mælikvarða á Ikosti þeirra og lesti sem hvoru tveggja eru miklir. Og eitt er það, sem aldrei verður ofmetið,_ en það er, hvílík uppspretta afls og yls rímurnar voru þjóð- inni á erfiðustu öldunum, sem yfir hana hafa gengið. Fyrir þá sök mundi hver ræktarsam- ur maður unna þeim, eff hann hefði þekkingu, skynsemi og íhugun til þess að skilja það atriði til hlítar. Þegar barninu þínu eða henni móður þinni er sýnd velgerð, þá hlýnar þér í huga af þalkklátssemi. Ef þér hlýnar ekki á sama hátt við til- hugsunina um það, sem létti ömmu þinni og langömmu ,byrð ina, þá er það fyrir þá orsök, að hugsun þín er sljó. „Ég finn til mæðra og feðrastríðs og fortíð, nútíð verða eitt,“ sagði skáldið. Enginn er sá úr grasi vax- inn, að hann geti ekki lagt fé- laginu lið, ef hann vill svo gera og þannig unnið fyrir hugsjón. þess. Án efa eru sumir svo sneyddir fjármunum að þeir geta ekkert fé lagt því, sem betur fer eru þó slDkir tiltölu- lega fáir nú á dögum. En hver maður getur lagt því liðsyrði, og það er aldrei að vita hvenær uppskera kann að verða af slíkri sáningu. Fjölmargir hafa til þess næg efni að gerast fé- lagar. Enn eru aðrir, sem stutt gætu það með gjöfum, smáum eða stórum, og með arfleiðslu. Til eru þeir, sem svo stórfeld- lega gætu liðsinnt, að þeir kost- uðu útgáfu heilla rimnaflokka, t.d. í minningu um látinn vin eða forföður. Það eru ótal leið- ir, sem allar stefna að einu marki.“ Nú eru í prentun hjá Rímna- félaginu Hrólfs rímur Kraka og Ambalesrímur. Og í undir- búningi til prentunar eru hin- ar vinsælu Rollantsrímur eftir Þórð Magnússon á Strjúgi. Dr. Björn K. Þórólfsson býr þær til prentunar. Talið er, að þær verði lengi í undirbúningi, — Afríka vaknar Framhald af 3. síðu á Gullströndinni með frétta- sendingar. 1 Austur- og Suður- Afriku eru mörg blöð, gefin út á málum hinna ýmsu þjóða- flokka og/eða ensku, í þjón- ustu frelsishreyfingarinnar. En útgáfa slikra blaða er áhættu- söm, því imperíalisminn ber enga virðingu fyrir prentfrels- inu. Nýlenduyfirvöldin geta bannað þessi blöð eftir vild og gera það óspart. Með villandi eða ærumeiðandi ummæli að saJkaryfirvarpi dæma þau rit- stjórana í þungar sektir eða til langvarandi fangelsisvistar. — Hafa slíkar árásir á blöðin orðið æ tíðari og harðari undanfarin tvö ár. Hverjar eru grundvallarkröf- ur frelsissamtakanna í Afríku? Lýðræði, pólitlískt vald, sjálf- stæði. Landinu, sem hinar vest- rænu þjóðir hafa stolið og rænt frá Afríkumönnum, verði skilað aftur, og hinu efnahagslega 'kverkataki einokunarhringanna verði létt af. Laun, sem hægt er að lifa á mannsæmandi lífi. Betri lífskjör. Réttur til að stjóma landinu og nýta gæði þess til hagsbóta fyrir íbúana sjálfa. Allir eru sammála um, að fyrsta og þýðingarmesta skil- yrðið fyrir þróunAfríkuséþað, að landsmenn nái hinu pólitís'ka valdi í sínar hendur. 1 flestum nýlendunum hafa afríkanar ekki ikosningarétt. 1 öllum ný- lendunum er landsstjórinn, sem hefur verið sendur þangað frá útlöndum, alvaldur einræðis- herra. Afríkumenn eru hættir að gera sig ánægða með handa- hófslegar stjórnskipimarbreyt- ingar, sem ekki breyta nein- um grundvallaratriðimi og hafa enga þýðingu, sem máli skiptir. Þeir gera sig ekki ánægða með neitt minna en lýðræðislega sjálfsstjórn. Kartöflur á kr. 5 kg. Islenzkar kartöflur af upp- skeru þessa árs komu hér í búðir fyrir nokkrum dögum. Verð þeirra er kr. 5,00 — fimm krónur — hvert kg.! vegna hins milkla handrita- fjölda, sem þarf að rannsaka. Sagt er, að þær séu til í 40 handritum eða ífl. Sýnir það bezt vinsældir þeirra. Ætla má að marga fýsi að eignast þær. Guðl. Sigurðsson 24. tölublað. 13. árg. Miðvikudagur 9. ágúst 1950. SÍLDVEIDISKÍRSLA FISKIFÉLAGSINS A miðnætti s. 1. laugardag nam bræðslusíldaraflinn á öllu landinu 220.617 hl. og búið var að salta !um 30.000 tunnur síldar. Um sama leyti í fyrra |var bræðslusíldaraflinn um 70.000 lil. og söltunin tæpar 17.500 tn. 1948 um sama leyti var bræðslusíldar- aflinn um 184 þús. hl. og söltunin ca. 19 þús. tn. 1947 um sama leyti var bræðslusíldaraflinn rúml. 1 millj. hl. og búið að salta um 28 þús. tn. síldar. 59 skip höfðu yfir 1000 mál og tunnur s. 1. laugardag, þar af 17 yfir 2000 mál. Flest skipin hafa nú fengið einhverja síld. — Hér fer á eftir skrá yfir 59 aíflaliæstu skipin og afla þeirra livers um sig: mál og tn. Helga, Reykjavík 4989 Fagriklettur, Hafnarf. 4378 Stígandi, Ólafsfirði 3269 Fanney, Reykjav. 2812 Skaftfellingur, Vestm. 2784 Haulkur I. Ólafsf. 2686 Edda, Hafnarf. 2400 Andvari, Reykjavík 2372 Garðar, Rauðuvík 2359 Snæfell, Akureyri 2304 Ingvar Guðj., Akureyri 2293 Hilmir, Keflavík 2148 Sigurður, Siglufirði 2134 Ársæll Sig., Njarðv. 2118 Einar Þveræingur, Ól. 2103 Guðm. Þorlákur, R.vík. 2056 Björgvin, Dalvilk 2037 Reynir, Vestm.eyj. 1870 Hvanney, Hornaff. 1862 Goðaborg, Neskaupst. 1815 Pétur Jónsson, Húsavík 1799 Súlan, Akureyri 1793! Hólmaborg, Eskif. 1769 Akraborg, Akureyri 1768 Sævaldur, Ólafsf. 1764 Vörður, Grenivík 1751 Freyfaxi, Neskaupst. 1744 Rifsnes, Reýkjavík 1674 Kári Sölmundarson, R.vík 1669 Valþór, Seyðisf. 1632 Víðir, Eskifirði 1597 Grindvíkingur, Grindav. 1590 Erlingur II., Vestm. 1565 Einar Hálfd., Bolungarvík 1556 Keilir, Akranesi 1556 Auður, Akureyri 1545 Særún, Siglufirði 1544 Þorsteinn, Dalvík 1543 Hannes Hafstein, Dalv. 1452 Bjarmi, Dalvík 1448 Ulhugi, Hafnarf. 1419 Heimir, Keflav'ilk 1412 Aðalbjörg, Akranesi 1386 Keflvíkingur, Keflavík 1283 Gylfi, Rauðuvík 1247 Eldborg, Borgarnesi 1210 Sæhrímnir, Þingeyri 1202 Snæfugl, Reyðanfirði 1198 Björg, Eskifirði 1187 Vísir, Keflavík 1186 Gyllir, Reykjavík (togari) 1148 Muninn II., Sandgerði 1136 Björn Jónsson, R.vilk. 1102 Helgi Helgason, Vestm. 1095 Smári, Húsavík 1093 Hagbarður, Húsavík 1082 Skeggi, Reykjavík 1077 Ól. Bjarnason, Akranesi 1053 Guðm. Þórðarson, Garði 1032 Tveir um nót: Bragi—Fróði, Njarðv. 1592 Týr—Ægir, Keflav. 1415 Hafid þið athugað hverja ágætismuni happdrætti Þjóðviljans býður. Hér fer á eftir skrá yfir vinningana og verðgildi þeirra: 1. Stofusett 15000,00 9. Rafhavél 1000,00 2. Stofuskápur .. 7000,00 10. Ryksuga 1000,00 3. Isskápur 6000,00 11. Kaffistell, 6 m. 4. Málverk 5000,00 (úr ísl. leir) 1000,00 5. Þvottavél 4000,00 12. Matarstell 1000,00 6. Saumavél 3000,00 13. Heildarútgáfa af 7. Kaffistell, 12 m. verkum H.K.L. 800,00 (úr ísl. leir .. 2000,00 14. Hrærivél 600,00 8. Gólfteppi 2000,00 15. Hrærivél 600,00 Samtals er vinningaupphæðin 50 þús. kr. Hver miði kostar kr. 5,00. Sósíalistar og aðrir þeir, sem hlyntir eru Þjóðviljanum og skilja hvert gildi hann hefur fyrir ísl. alþýðu, herðið nú miðasöluna, komið í flokksskrifstofuna, Suðurgötu 10, og gerið skil og takið nýjar blokkir. Minnist þess, að útgáfa Þjóðviljans bygg- ist eingöngu á ötulleik verkafólksins við að afla honum kaupenda og vinna að fjáröfl- unarstarfsemi hans. Takmarkið er: Allir miðar seldir fyrir 1. desember n.k.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.