Mjölnir - 21.09.1950, Blaðsíða 1
29. tölubalð.
Fimmtudagur 21. sept. 1950.
13. árgangur.
»Geysir« fundinn
á Dyngjujökli
Vélarinnar var saknað á fimmtudagskvöld, en
þá átti hún að koma til Reykjavíkur frá Lux-
emburg. Fannst á mánudag. Allir heilir á húfi.
Millilandaflugvélin „Geysir",
eign Loftleiða h. f. var s. 1.
fimmtudag á leið frá Luxem-
burg til Reykjavíkur. Þangað
átti hún að ikoma um miðnætti
á fimmtudag. Seinast hafði hún
samband við flugumferðastjórn
ina á Reykjavíkurflugvelli kl.
22.25 þá um kvöldið. Strax eft-
ir að sambandslaust varð
við hana voru gerðar ráðstaf-
anir til að hef ja leit að henni
og var þeirri leit haldið áfram
viðstöðulaust eftir því sem
veðrátta leyfði. Reyndist leitin
árangurslaus þar til á mánu-
dag s. 1. síðdegis, að varðslkipið
Ægir heyrði dauft skeyti frá
Geysi, þar sem sagt var að á-
höfnin væri á lífi, en vissi ekki
hvar hún væri. Skömmu síðar
heyrði Seyðisfjarðarradíó ó-
ijóst skeyti, en réð þó af því,
að þá hefðu flugvélar verið að
fljúga yfir staðinn. Var síðan
talið víst að það myndi vera
á austanverðum Vatnajökli, en
þar' háfði reynst ómögulegt að
leita vegna skýjahjúps, sem sí-
felt lá yfir jöklinum. Við nán-
ari leit flugvélarinnar, sem var
þarna á sveimi, fannst flaikið
af Geysi og sást áhöfnin þar
hjá« Skrifuðu þau í snjóinn að
þeim liði öllum vel.
Síðan hefur verið unnið að
björgun áhafnarinnar og vinna
að því starfi bæði innlendir og
amerískir menn. Eru komnar
sérstakar björgunarflugvélar og
hafði ein þeirra, sem búin var
skíðaútbúnaði, lent á jöklinum
í gær. Þá er á leiðinni leiðangur
frá Ferðafélagi Akureyrar. Er
búist við að takast muni í dag
að bjarga fólkinu af jöklinum.
Þessi gleðilegu tíðindi, sem
bárust þjóðinni á mánudags-
kvöld, hafa eflaust vakið inni-
lega gleði í brjósti hvers ein-
asta onanns. Þarna var úr helju
heimt ungt og efnilegt fólk,
sem hafði yfir sérþekkingu að
ráða á málefnum, sem þjóðinni
eru afar nauðsynleg. Um til-
drög slyssins er enn ekkert vit
að, en nauðlendingin á þessum
stað ber vott um dugnað og
hæfni þessa fólks.
HVERSVEGNA EKKI AÐ REYNA
Þorir ríkisstjórnin að leyfa frjálsa sölu til út-
landa á „seljanlegum" vörum
Blöð afturhaldsins, einkum
Morgunblaðið og Alþýðublaðið,
fjargviðrast nú daglega yfir
frásögn Einars Olgeirssonar um
marlkaðsmöguleika fyri'r íslenzk
ar sjávarafurðir !í A-Þýzkalandi.
Liggja tvær orsakir að baki
þessuni áróðri, önnur sú, að
Marshall-agentarnir vilja helzt
ekki yerða uppvísir að því að
hafa svikizt um eða beinlínis
komið í veg fyrir sölu á íslenzik
um afurðum í A-Þýzkaalndi, en
hin orsökin er að þeir eru stað
ráðnir í að koma í veg fyrir
að svo óamer'isk viðskipti verði
EININGARMENN SIGRA A AKUREYRI
Atvinnurekendaþjónarnir fengu háðu-
lega útreið í þremur aðal verkalýðsfél.
Síðastliðinn sunnudag fóru fram kosningar til Alþýðusanir
bandsþings í Sjómannafélagi Akureyrar og Iðju, i agi verk-
smiðjufólks á Akureyri. í Sjómannafélaginu var listi einingar-
manna sjálfkjörinn, en hann skipa: Tryggvi Helgason, formaður,
féalgsins og Lorenz Halldórsson. Trúnaðarmenn Alþýðusambands-
ins og atvinnurekenda létu þó ekki sitt eftir liggja, en árangurinn
af áróðri þeirra og bægslagangi varð sá, að enginm sjómaður
léði þeim fylgi. En stéttarþroski og sóknarhugur Sjómannafélags
Akureyrar er öðrum verkalýðsfélögum fagurt fordæmi. \
í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, stilltu Alþýðusam-
bandsstjórnardindlarnir í eitt sæti af fjórum, fengu þeir 7 atkv.
en einingarmenn fengu frá 48 til 55 atkv.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram í Verkamannafélagi
Akureyrarkaupstaðar s. I. sunnudag og mánudag, um kosningu
fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Listi einingarmanna var kjörinn
með 164 atkv., en listi Alþýðusambandsstjórnarinnar og atvinnu-
rekenda fékk 147 atkv. — Þessa og næstu daga, allt til 11. okt.
n.k. fara kosningar á fulltr. til Alþýðusambandsþings fram í
öllum verkalýðsfélögum landsins. Verður í þessum kosningum
skorið úr um það, hvort heildarsamtökin, næstu tvö ár, þoli
áframhaldandi kjararýrnun og vaxandi fátækt, eða hvort þau
skipuleggja mátt samtakanna tíl sóknar fyrir bættum kjörum.
tekin upp nú ,ef mögulegt er.
Jafnframt kvarta þessi blöð
undan ásökunum sósíalista um
skemmdarverk og framtaks-
leysi Marshall-agentanna \ þess
um málumi.
Ef Marshall-agentarnir eru
jafn saklausir í þes,su efni og
þeir vilja vera láta, er þeim í
lófa lagið að sanna það. Þeir
þunfa ekki annað en að leyfa
frjálsa sölu til útlanda á t. d.
þeim vörutegundum, sem þeir
kaila nú „óseljanlegar," svo
sem ísfiski og' freðfislki, og
leyfa innflutning. á nauðsynja-
vörum í staðinn.
Nú liggja um 800Q tonn af
freðfiski undir skemmdum í
frystihúsum víðsvegar um land
ið. Þennan freðfisk getur rikis-
stjórnin ekki selt. Á sama tíma
fæst ekki í landinu nauðsynleg-
asta vefnaðarvara.
Þjóðverjar vilja kaupa nokk-
uð af þessum freðifiski og láta
vefnaðarvörur í staðinn, Hvers-
vegna ekki að reyna þessi við-
skipti? Er betra að láta fislkinn
eyðileggjast og láta almenning
skorta klæði?
Isfiskframleiðsla er nú að
hverfa úr sögunni. Ástæðan er
sú, að einokunarkMkan, sem
stjórnar landinu, getur eklki
aflað markaða fyrir ísfisk. —
Þjóðverjar vilja kaupa nokkuð
af ísfiski og selja oklkur í stað-
inn rafmagnsvörur og fleira
sem mikill skortur er á í land-
inu. Hversvegna ekki að reyna
þessi viðskipti? Er betra að
láta togarana hggja bundna og
sjómenn ganga atvinnulausa, á
samatíma og jafnvel rafmagns-
(Framhald á 4. síðu)
Listi eimngar-
mariiia í Þrótti
Einhverja næstu daga fer fram í Verkamannafélaginu Þrótti
allsherjaratkvæðágreiðsla um kjör fulltrúa á 22. þing Alþýðu-
sambands Islands, ef fram koma fleiri en einn listi, sem telja
má víst, þar sem kratabroddarnir hér hafa fengið fyrirskipun
frá miðstjórn Alþýðuflokksins um að bera fram lista og reyna
áð ná fulltrúum, sem síðan væri hægt að raota til að framlengja
völd Helga Hannessonar, Sæmundar Kex og lagsbræðra þeirra
í miðstjórn A.S.I.
Á Trúnaðarmannaráðsfundi í Þrótti í gær var samþykkt
gegn mótatkvæðum þriggja krata að bera fram lista, sem á eiga
sæti allir meðlimir aðalstjórnar Þróttar og Þóroddur Guðmunds-
son, fyrsti maður Trúnaðarmannaráðs félagsins. Listinsi er því
þannig skipaður:
AB ALFULUTKtJAR:
Gunnar Jóhannsson
Jón Jóhannsson
Gísli H. Eliasson
Óskar Garibaldason
Tómas Sigurðsson
Þóroddur Guðmundsson
VARAFULLTRÚAK:
Indriði Pálsson
Jón Skaf tason
Bjarni M. Þorsteinsson
Stefán Skaftason
Þorvaldur Þorleifsson
Þórhallur Björnsson
í hópi þessara manna eru reyndustu og skeleggustu forustu-
menn verkamanna á Siglufirði, og allir eru þeir kunnir að stétt-
vísi og hollustu við málstað verkalýðsins. Er ekki að efa, að
Þróttarfélagar muni trúa þeim betur fyrir forsjá mála sinna á
Alþýðusambandsþingi, en þeim flokksverkfærum reykvízkra krata
burgeisa, sem hóað hefur saman á lista til stuðnings atvinnu-
rekendaþjónunum og tveggjakrónu-svikurunum, er nú skipa mið-
st jórn Alþýðusambandsins. / ,
Þróttarmenn! Gerið sigur einingarmanna
sem glæsilegastan í f ulltrúakosningunum.
x Listi stjórnar og trúnaðarmannatráðs
Þróttar.
ATVSNNUMAL
Sáðastliðinn mánudag sam-
þykkti bæjarstjórn eftirfarandi
tillögur:
1. „Bæjarstjórn samþykkir að
skora á eigendur hraðfrysti-
húsanna í bænum að hefja
frystingu fiskjar hið allra
fyrsta og vill í því sam-
bandi benda á frystingu
karfa, sem nú er talin ali
arðvænleg útflutningsvara."
Undirritað:
Jón Kjartansson
Bjarni Bjarnason
Kristmar Ólafsson
2. Allsherjarnefnd samþ. að
skora á 'S'íldarverksmiðjur
ríkisins að gera allt, sem
í þeirra valdi stendur til að
flýta því að karfavinnsla í
stórum stíl hef jjst í verk-
smiðjum 'þeirra í Siglufirði."
Undirritað:
Jón Kjaría ussou
B.iarni Blarnason
Kristmar Ólafsson
3. „Bæjarstjórn samþykkir að
skora á Síldarútvegsnefnd,
að hún hlutist til um að hin
nýja Tunnuverksmiðja ríkis
ins hér taki sem fyrst til
starfa og verði starfrækt í
vetur."
4. „Bæjarstjórn samþykkir að
kjósa nú þegar 3ja manna
nefnd, sem starfi ásamt bæj
arstjóra að eftinfarandi
verkefnum:
1. Skrásetningu báta þeirra,
'sem talið er að róa muni
til fiskjar frá Siglufirði
i haust og vetur og
kanna aðstöðu þeirra í því
sambandi og leggja niður
stöður þeirra athugana
sem fyrst fyrir allsherjar
nefnd.
2. Kanna hvort fyrír hendi
er vilji einstaklinga, sem
enga báta eiga — fyrír
því að mynda samtök um
útvegun báts eða báta
í bæinn.
3. Kanna möguleika á út-
vegun láns til að hefja
vinnu við innri höfnina
og fá samþykki vitamála
stjóra til þess."
Undirritað:
Jón Kjartansson
Bjarni Bjarnason
Kristmar Ólafsson
Þá var og samþykkt eftír-
f arandi tillaga, sem borin var
fram af bæjarfulltrúum krat-
anna:
„Bæjarstjórn samþykkir að
láta fara fram atvinnuleysis-
skráningu daganna 21. og 22.
þ.m. og fer þess á leit, að v.m.f.
Þróttur annist skráninguna. —
Skráningunni sé þannig hagað,
að í ljós komi:
1. Hve margt verikafólk í bæn-
•um er atvinnualust.
2. Brúttótekjur þess á tíma-
biilnu frá 1. jan þ.á. tii 15. '
þessa mán.
3. Hve mikið af tekjunum hef
Framhald á 4. síðu