Mjölnir


Mjölnir - 21.09.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 21.09.1950, Blaðsíða 4
Kosningar til 22. þings Alþýdusamb. íslands Kosningar þær, sem hafnar eru til 22 .þings A.S.Í. eru ein- hverjar þær þýðingarmestu, er fram hafa farið innan verka- lýðsfélaganna. Fyrir 2 árum henti sú ógæfa íslenzka verka- lýðshreyfingu að tapa úr hendi sér stjórn heildarsamtaikanna til manna, sem studdir voru til valda þar af afturhaldinu. Saga núverandi stjórnar ASf, síðastliðin 2 ár, hefur orðið eins og efni stóðu til; sífellt samn- ingamakk við umbjóðendur rík- isvaldsins, sem sótt hefur að verkalýðshreyfingunni með meiri frekju og ósvífni, en nokkur dæmi eru til áður. Dýr- tíðin hefur farið það ört vax- andi, að varla hefur liðið sú vika, að ekki hafi verið til- kynntar af hendi hins opin- bera, nýjar og nýjar hækkanir á lífsnauðsynjum fólksins. At- vinnuleysið hefur farið ört vax!- andi, og nú er svo koroið í þeim málum, að atvinnuleysið herj'ar hundruð og jafnvel þús- und alþýðuheimila i bæjum og þorpum landsins. Lögin um gengisskráningu og fleira voru sett á og þar með var kaupmáttur launanna rýrð- ur stórlkostlega. ' Miðstjórn ASÍ sá sér ekki fært að mótmæla slíku gerræði við launastéttina með róttækum mótaðgerðum, til dæmis með eins sólarhrings alsherjarverk- falli. Tillaga sem fram kom um slíkar mótaðgerðir innan miðstj. ASÍ var kolfelld. Áður hafði fulltrúaráð vertka lýðsfélaganna í Reykjavík á- samt fleiri félögmn farið þess á leit við sambandsstjórn að hún lýsti yfirallsherjarverkfalli um land allt til að undirstrika sem bezt mótmæli verkalýðs- ins á móti hinum illræmdu gengislækkunarlöguma Tvisvar á þessu ári óskaði miðstjórn ASf eftir því við sambandsfélög in, að þau segðu upp ikaup- og ikjarasamningum sínum. Verka- lýðsfélögin urðu við þessari ósk ASÍ en miðstjórnin sendi félögunum aldrei neinar jákvæð ar tillögur um hvað hún ætl- aði að leggja til við félögin í þessum málum, og endirinn varð í báðum tilfellum sá, að miðstjórn A.S.Í. óskaði eftir því við félögin að þau fram- lengdu samninga sína óbreytta. Svo langt hefur undanlátssemi miðstjórnar A.S.f. gengið, að hún hefur neitað að láta nokk- uð uppi um það, hvort hún mundi styðja þau félög, sem kynnu að fara út í Ikaupdeilur nú í haust, eftir að sambands- stjórn hafði samið við ríkis- 'stjóm um 2,24 aura hækkmi- ina frægu ,sem tekin var aftur, og meira til, með stórhækkuðu verðlagi á öllum landbúnaðar- afurðum og hæklkun á erlend- um vörum. Það væri hægt að skrifa langt mál um það hvernig núverandi miðstjórn A.S.f. hefur í einu og öllu brugðist skyldum sín- um gagnvart verkafólkinu í landinu, enda ekki við öðru að búast þegar þess er gætt, að tilvera hennar byggðist og byggist enn á því að hún njóti stuðning afturhaldsins 1 land- inu, enda hefðu málgögn Sjálf- Eftir Gunnar Jóhannsson stæðisfl. ekiki beitt sér jafn ötul lega fyrir kosningu stuðnings- manna núverandi sambands- stjórnar eins og þau gerðu haustið 1948, ef atvinnurek- endastéttin og afturhaldið hefðu ekki talið sig hafa þar hagsmuna að gæta, enda er hin Stóra reynsla ólygnust. Nú eru. hafnar kosningar á ný til Alþýðusarobandsþings. Nú gefst meðlimum verkalýðs- hreyfingarinnar tækifæri til að leggja sinn dóm á gerðir nú- verandi sambandsstjórnara — Vill verkalýðshreyfingin á ís- iandi una því öliu lengur að hafa í æðstu trúngðarstöðum samtaka sinna menn sem þang- að hafa komizt fyrir beinan stuðning höfuð andstæðinga verkalýðsins ? Halda meðlimir verkalýðssamtakanna að sam- bandsstjórn, sem á allt sitt und ir náð afturhaldsing í landinu sé líkleg til stórátaka við þessa velgerðarmenn sína. Þessu og ótal mörgu öðru hljóta meðlim- ir verkalýðshreyfingarinnar á íslandi að taJka afstöðu til, nú á næstu dögum. Gæfa og gengi verkalýðsins á Islandi veltur á þvi, hvort tekst að skapa meirihluta á komandi þingi A.S.I., sem verð ur þess albúin að- mynda trausta og örugga stjórn í Al- þýðusambandi Islands næstu tvö ár. Ekki stjóm eins og nú situr, sem ekki getur eða vill hreyfa sig til neins nema með leyfi ríkisvaldsins og atvmnu- relkendastéttarinnar, og haldin er ótrúlegu ofstæki á móti hin- um róttæka og framsæknasta hluta verkalýðsins, héldur stjóm, sem fyrst og fremst er studd af öllum þeim mörgu, sem ekki vilja una við atvinnu- leysi, vaxandi dýrtíð, áfram- haldandi gengisfellingu og aðr- ar hörmungar. I Verkamannafélaginu Þrótti fer fram nú næstu daga alls- herjaratkvæðagreiðsla um Ikosn ingu á 6 aðalfulltrúum og 6 varafulltrúum á þing Alþýðu- sambandsins í haust. Stjórn Þróttar og mikill meirihluti trúnaðarmannaráðs samþykkti á fundi að stilla upp lista sem á eru allir núverandi stjórnar- meðlimir Þróttar, og sem 6. manni Þóroddi Guðmundssyni, fyrsta manni í Trúnaðarmanna ráði. Það er öllum ljóst, að stjórn Þróttar hefur ávalt verið og er enn ákveðinn andstæðingur stefnu núverandi sambands- stjórnar. Það er því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að með- lirmim Þróttar sé gefinn kostur á því að Ikjósa um þær tvær stefnur sem nú eru efst á baugi meðal meðlima verkalýðs félaganna. Ef það skyldi sýna sig við þessar kosningar, að stjóm Þróttar nyti ekki nægi- legs trausts meðlima félagsins, til setu á komandi þingi A.S.Í* ber að sjáifsögðu að taka því sem ábendingu 1 þá átt að stjómin njóti eklki þess trausts, sem nauðsynlegt er fyrir hverja stjórn, svo framarlega sem ein hver árangur á að fást í starfi. Eg vil að lokum beina þeirri áskoran til meðlima Þróttar að þeir leggi sig fram til þess að gera ósigur núverandi Alþýðu- sambandsstjórnar sem mestan, við í hönd farandi kosningum í Þrótti. Fimmtudagur 25. sept. 1950. 28. tölublað. 13. árg VEIZÍU að meira en 900 þús. bandarísk skólabörn þjást af næringar skorti, um tvær milljónir liafa augnsjúkdóma, 200 þúsund vaxtarskekkjur og yfir 400 þúsund alvarlega málgalla. ★ að um helmingur allra sjúkra- rúma í Bandaríkjunum er skipaður geðveiku og tauga yeikluðu fólki, og um 140 þúsund slíkir sjúklingar bæt ast við árlega. ★ að 40% allra sveitarfélaga (coimties) í Bandaríkjunum Iiafa ekkert sjúkrahús eða sjúkraskýli, ★ að prófessor Karl Malberg, sér fræðingur í heilsufræði, sannar í liinu heimsfræga riti sínu „140 millj. sjúkl- inga,“ að 25 millj. banda- rískra borgara þjáist af „króniskum“ sjúkdómum, og að einungis lítið brot af öllum þeim f jölda hefur tök á að fá læknishjálp. ★ að inneignir smásparif járeig- enda í Bandar. minnkuðu s.I. ár úr 35 milljörðum dollara niður í 9 milljarða. ATVINNUMÁL Framliaíd af 1. síðu. ur gengið til greiðslu opin- berra gjalda.“ Kratamir greiddu atkvæði með flestum þessum tillögum en sátu hjá við sumar. — Kratarnir bám fram nokkrar sýnadrtillögur í atvinmunálum, voru sumar svipaðar að efni og tillögur meirihlutans en aðr ar út í hött. Var framkoma þeirra öll heldur brosleg á fund inum og vandræðaleg. Tillagna þessara og atvinnu- málum í bænum verða gerð nokkur skil í næsta blaði. Verkamenn í Ráð- stjórnarríkjimum Framhald af 3. síðu launamun í Ráðstjórnarrílkjun- um er hin misjafna geta til að afkasta starfi fram yfir lág- markið, sem svarar til lág- markslaunanna. I sumum iðn- greinum getur hraðvirkur og duglegur verkamaður unnið sér inn allt að 3000 rúblur á mán., en byrjendur hafa yfirleitt ekki milkið yfir 500 rúblur. I Moskva voru laun setjara t.d. ca. 1500 rúblur á mánuði að meðaltali, en meðallaun málmiðnaðar- manna nokkru hærri. Útborgun launa fer fram 14. hvern dag. Við mat á launum verka- manna í Ráðstjórnarríkjunum verður að taka tillit til þess að þeir þurfa ekki að borga sjúlkra samlagsgjöld eða atvinputrygg- ingagjöld, og greiða mjög lága sikatta og húsaleigu. Ákveðið er í lögum, að stéttarfélagsgjald, skattur og húsaleiga hvers ein- staks verkamanns megí eíkki fara fram úr 15% af kaupi hans. Er augljóst, að verka- menn í Ráðstjórnarrríkjunum em vegna þessa mun betur settir en verkamenn hér, sem verða að greiða miklu stærri hluta af tðkjum s'inum upp í áðurnefnd gjöld. — Það sem mestu máli skiptir er þó kaup- geta launanna. Erfitt er að bera saman verðlag í Danmörku og í Ráðstjórnarríkjunum vegna þess hve lifnaðarhættir em ó- likir. I Ráðstj.rikjunum er það meginregla, að allar helztu lífs- I nauðsynjar em mjög ódýrar, { en aðrar vörur allmiklu dýrari. Verðlag fer lækkandi. 1 árs- lolk 1947 var öll skömmtun af- numin, og verðlag lækkað um leið, þannig að 1948 var jafn- mikið vöramagn og notað var 1947 ca. 86 milljörðum rúblna ódýrara. 1 marz 1949 var verð- lag enn lækkað um sem nam ca. 71 milljarð rúblna á ári fyrir sama vörumagn og 1948, og loks var verðlag lækikað geysimikið í marzmánuði 1950. Smásöluverð á brauði lækkaði um 30%, á mjölvörum um 25 —30%, fiskur um 10—30% HVERSVEGNA EKKI Framliald af 1. síðu. ... . . perur fást ekiki? Ríkisstjórnin lætur nú í veðri vaka, að hún sé að reyna að ná viðs'kiptum við A-Þýzkaland. Mistakizt henni það, ber henni að leyfa öðrum að reyna. Tak- ist eklki heldur viðskipti þá, er kenning Marshall-postultanna, um að íslenzkar afurðir séu ó- seljanlegar í Austur-Þýzlkalandi sem annarstaðar sönnuð, og Ei’nar Olgeirsscn cg aðrir sósíal istar orðnir ómerkir orða sinna. Takizt þau hinsvegar, er fund- in markaður fyrir vörur, sem nú em „óseljanlegar,“ mark- aður, sem máske er til fram- búðar, og þjóðinni tryggt nokk- urt magn af nauðsynjavörum, sem nú skortir tilfinnanlega. — Hversvegna ekki að reyna? Fundur m útvegs- mál Athygli skal vakin á auglýs- ingu frá bæjarstjóra um úi> vegsmál, sem birtist 'í blaðinu í dag. Heldur bæjarstjóm fund með útvegsmönnum og sjó- mönnum í bænum á morgun, og verður þar rætt um möguleika á útgerð héðan í vetur, og at- vinnu í sambandi við' hana. Þarf eflaust ekki að lýsa mikilvægi þessa fundar, eins og atvinnuástandið í bænum er nú. ostur um 20%, sykur um 15%, vin um 17—49%, ávextir um 15—30%, baðmullarefni um 15 %, fullgerð vefnaðarvara um 10—22%, slkófatnaður úr leðri um 15% o.s.frv. Geysimikið nýsköpunar- og viðreisnarstarf fer nú fram um öll Ráðstjórnarríkin, en þrátt fyrir það vex framleiðslan með hverjum mánuði. Vaxandi fram leiðsla þýðir þar vaxandi vel- megun, betri lífskjör og lægra verðlag. ATVINNA! ATVINNA! Sjúkrahús Siglufjarðar vantar duglega og þrifna stúlku. Upplýsingar gefur yfirlijúkrunarkonan Elísa- bet Erlendsdóttir. Auglýsing frá Verkamannafél. „Þrétti". Allsherjar atkvæðagreiðsla um fulltrúakjör til 22. þings Alþýðusambands lslands fer fram næstu daga í Verkamannafé- laginu Þrótti. Framboðslistmn með 6 aðalfulltrúum og 6 vara- fulltrúum, ásamt 65 meðmælendmn sé skilað á skrifstofu verlka- lýðsfélaganna í Suðurgötu 10, fyrir kl. 6 síðd., fimmtud. 21 sept. Siglufirði, 19. september 1950. STJÓRN ÞRÓTTAR ►< Munið happdrætti Þjóðviljans

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.