Mjölnir


Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 2
2 M J Ö L N I R — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SíGLUFJAKÐAK Eitstjóri og ábyrgðarmaður: BeneÆLkt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Snðurgötu 10. Simar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. VERKEFNIUTANRÍKISRÁÐHERRA íslendingar eru ein minnsta þjóð heimsins af þeim, sem telj- ast sjálfstæð riki. ísland getur því ekki haft nein teljandi áhrif á gang heimsmálanna; íslendingar geta ekki „rekið utanríkisstefnu“ í sama skilningi og milljónaþjóðir, þ.e. haft áhrif á, hvernig aðrar þjóðir haga málum sínum. Verkefni utanríkisþjónustu okkar er fyrst og fremst það, að annast sölu á útflutningsvörum okikar, halda við gömlum viðskiptatengslum og taka upp ný, eftir því sem hagkvæmast er. Allt annað, sem utanríkisþjónusta okkar fæst við, er í rauninni auka-atriði. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom heim úr Banda- ríkjaför fyrir skömmu. Nokkrum döginn eftir heimkomuna var tilkynnt, að hann mundi segja frá för sinni í útvarpinu. Menn skrúfuðu upp í útvarpstækjum sínum með gleðisvip. Hafði utan- ríkisráðherrann, æðsti stjórnandi afurðasölunnar, máske fundið markaði í Ameríku fyrir eitthvað af „óseljanlegu“ afurðunum, t.d. ísfisk og freðfisk? Voru nú kannske hinar ástríku samvinnu- þjóðir 1 Marshall-bandalaginu og Atlanzhafsbandalaginu ailt í einu reiðubúnir að kaupa framleiðslu okkar, máske borga hana í beinhörðum dollurum ? En þeir, sem vonuðust eftir fregnum um slíkt af munni ráð- herrans, urðu heldur en ekki fyrir vonbrigðum. Hann vék ekki með einu einasta orði að þessum málum, sem eiga að vera aðal- þátturinn í starfi hans. Ræða hans var öll sama andlausa áróðurs- tuggan og við heyrum daglega í fréttunum frá London og pistlum Minni-Hjörvars, um Kóreustríðið, lýðræðisþjóðir, einræðisþjóðir, friðelskandi þjóðir, árásarþjóðir o.s.frv. Ekikert um ibrýnustu hagsmuna- og nauðsynjamál þjóðarinnar; ekki eitt einasta orð. Bjarni Benediktsson er búinn að vera utanríkisráðherra í nærri f jögur ár, og alla þá stund hefur hann aldrei mátt vera að því að sinna þeim störfum, sem eru hans aðalskyldustörf, afurðasölu- málunum, nema hvað hann hefur gefið sér tjma til að eyðileggja að mestu leyti markaðina í Austur-Evrópu. Utanríkisþjónusta hans hefur fyrst og fremst verið í því fólgin að viðra sig upp við erlenda stjórnmálamenn, líkt og Stefán Jóhann gerir, þegar hann vill telja sjálfum sér trú um, að hann sé mikilmenni, sækja skraf- skjóðuþing og fundi, sem engin veit til að hafi nokkumtíma haft nokkra hagnýta þýðningu fyrir þjóðina, en ikosta hana hins- vegar hundruð þúsimda eða milljónir árlega í dýrmætum erlend- um gjaldeyri. T.d. mun burðargjaldið undir Bjama til Banda- ríkjanna vera hátt 1 tuttugu þúsund krónur. Loks hefiu- svo þessi maður, sem heldur að hann sé ómissandi í heimspólitíkinni, verið öllum öðrum ötulli við að draga ísland inn í ríkjablakkir stór- veldanna, sem á engan hátt er þjóðinni til góðs, frá hvaða sjónar- miði sem á það er litið, en getur orðið henni til gifurlegs tjóns. Núverandi stjómarflokkar ættu að athuga hvort þeir eiga ekki í fórum sínum einhvern annan en Bjama til að gegna embætti utanríkisráðherra, einhvem, sem væri til með að lofa stórveld- unum að stjórna sér sjálfum, en gerði sig ánægðan með að glima við að koma lagi á afurðasölumálin, sem Bjama þyikir bersýnilega of lítilfjörlegt verkefni fyrir sig. Slíkt mtmdi áreið- anlega verða vinsælt með þjóðinni, sem aldrei hefur kunnað að meta „mikilmenni“, og verða stjórnarflokikUm til fylgisauka. • TILKYNNING nr. 42/1950 Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárliagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennshun: Heildsöluverð án söluskatts ............... kr. 28.40 pr. kg. Smásöluverð án söluskatts ................. — 31.75-------- Heildsöluverð með söluskatti .............. — 29.28 ------- Smásöluverð með söluskatti................. — 32.40 ------- Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrar hvert kg. Reykjavík, 21. september 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN ★ Það Skal lofa, sem vel er gert. Oft hafa í þessum dálkum birzt aðfinnslugreinar um ýmis- legt varðandi götur bæjarins og þá sérstaklega eina þeirra, Hvanneyrarbrautina. Eins og allir vita er það að mestu ný gata og er enn ekki lokið við að leggja hana og er það vissu- lega mikið vandræðamál allra þeirra, sem við götu þessa búa. En nú er búið að setja upp nýja ljósastaura og leggja götu- ljósanetið í jörð. Hefur rafveit- an látið vinna að þessu í sumar og er þessu verki lokið við Hvanneyrarbraut og er þessi gata því tvímælalaust bezt lýsta gatan í bænum, og er það fagnaðarefni öllum þeim, sem um hana þurfa að fara. Ef sjálf gatan væri íkomin í álíka iag, þá mættu íbúar við þessa götu vissulega vera ánægðir. ★ Er það satt? Nýlega fóru fram kosningar í Verkamanna- fél. Þrótti á fulltrúum til 22. þings Alþýðusambands íslands. Stjórn félagsins og trúnaðar- mannaráð bar fram lista og voru allir aðalmenn hans úr stjórn og trúnaðarráði félags- ins. Fyrir tiltekinn tíma kom annar listi, sem framvísað var af nokkrum krötum hér í bæn- um, en sagt að að honum stæðu „lýðræðissinnaðir verkamerm“. A föstudag ikom svo út „Ávarp tiil siglfirzkra verkamanna“, — heilmikið plagg, þar sem skor- að var á alla „lýðræðissimia“ að greiða þessum kratalista at- kvæði á sunnudaginn og mánu- daginn. Plágg þetta er vissu- iega þess vert, að því væru gerð glögg skil 1 blaðagrein, þó ekki væri nema til þess að benda á þann óvitahátt á ís- lenzkum verkalýðsmálum, sem þar kemur skýrt fram og þá um leið á þann skilningsskort á hugsanagangi siglfirzkra verka manna, en hann einkennir alit þetta mikla plagg. Og ef til vill er það ekki svo undarlegt, þótt krötum gangi illa að skilja hugsanagang heiðarlegra verka lýðssinna. Það vildi svo til, að um þessa sömu helgi fór fram á Akur- eyri Meistaramót Norðurlands í knattspyrnu. Héðan fór kapp- lið K.S. og einnig nokkurt „klapplið“, þ.e. áhugasamir áhorfendur. Fjöldi af liði þessu voru Þróttar-félagar, og þar sem kosningu átti að Ijúka á mánudagskvöld en síðasti leik- ur K.S. var síðla á mánudag var loku skotið fyrir, að þeir gætu náð heim til að kjósa áður en kjörfundi lyki — ef þeir kæmu með bílnum, sem flutti þá. En svo skeður það, að kl. rúmlega sjö á mánudag kemur Kataíinaflugbátur frá Akureyri og með honum stór hópur af þátttakendúm og áhorefndiun. þar á meðal Jó- hann G. Möller og hópur fylgi- fiska hans í hinni ofstækisfullu baráttu gegn Þróttarstjóm og stefnu hennar í verkalýðsmál- um. Nú hefur kvisast út um bæinn, að nokkrir ríkustu krata foringjamir hér í bænum hafi fengið þessa flugvél til að flytja Jóhann og atkvæði hans hingað, og hafi þeir allir fengið frítt far. Hinsvegar munu aðrir sem með flugvélinni komu hafa verið látnir borga venjulegt gjald. Er þetta satt eða er þetta á misskilningi byggt? Sé þetta satt ,þá er það vissu lega táknræt fyrir það ofur- kapp, sem kratarnir leggja á það að ná völdum úr höndum róttækra verkalýðssinna í hverju því verkalýðsfélagi, sem mögulegt er. Hér í Þrótti töldu þeir sér miklar sigurvonir, svo ekki sé meira sagt, þvi mikill fjöldi hinna róttæku verka- manna er fjarverandi við vinnu suður á landi. En vonir þessar brugðust, sem betur fór, þrátt fyrir loftriutning á atkvæðum, hver sem borgar brúsann í það skiptið. ★ Jarðarför Jórimnar Guð- mundsdóttur kennara fór fram frá Siglufjarðarkirkju s.l. laugardag. Jómnn lézt í Sjúkra húsinu hér 25. sept. s.l. ★ Andlát. Laugardaginn 30. sept. s.l. lézt Baldvin Þorsteins- son fyrrv. skipstjóri að heimili sínu Hvanneyrarbraut 58. Bald Síðastliðin laugardag var til grafar borin Jórunn Guðmunds dóttir kennari. Jórunn heitin var fædd 9. apríl 1912. Foreldrar hennar vom Pálína Hannesdóttir og Guðmundur Sigurðsson kennari, þá búsett í Aðalvík á Strönd- nm. Ólst hún upp í bernsku með móðurforeldrum sínum og fluttist fuiltíða til foreldra sinna, sem þá voru flutt til Siglufjarðar. Jórann stundaði nám í kvennaskóla og síðan kennara- skóla og stundaði síðan kennslu s'iðastliðin 11 ár. Haustið 1947 réðist hún kenn ari við Bamaskóla Siglufjarð- ar og hélt því starfi til dauða- dags. Síðastliðinn vetur veiktist hún af krabbameini, sem varð banamein hennar. Hún andað- ist 25. sept. 1950. Jórann heitin sýndi frábært þrek og hetjuskap í veikindum sínum og hélt áfram starfi sínu meðan kraftarnir leyfðu, þótt heilsan væri farin að bila, enda var hún komin af kjarnmiklu dugnaðarfólki, sem hörð lífs- barátta við óbliða náttúra hef- ur kennt að láta erfiðleikana ekki buga sig heldur stælast við hverja raun. Slíikir eðiiskostir íslenzku þjóðarinnar hafa verið fjöregg hennar fram á þennan dag. Sjálf var Jórann ríkulega gædd þessum eðliskenndum. — Hún var hlédræg í framkomu, smágerð í vexti, hafði festu- legan svip og bauð af sér góð- an þokka. Aldrei vissi ég hana láta í ljós reiði og var þó lundin föst og meiningin ákveðin, ef því var að skipta. Hún hlaut því fullkomið traust og virðingu bæði nemenda sinna og sam- starfsmanna. Hún var þannig gerð, að þeir mátu hana mest, sem þekktu hana bezt. Starf sitt stundaði hún af vin sál. hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða. Laugardaginn 30. sept. lézt frú Þórdís Magnúsdóttir, Lind- argötu 26 b. Hún lézt af heila- blóðfalli. ★ Fimnitugsaimæli. Sl. sunnu- dag átti Guðlaugur Gottskálks- son bifreiðarstjóri, til heimils að Hvanneyrarbraut 2 7, fimmt- tugsafmæli. ★ Fertugsafmæli átti Matthías Ágústsson bifreiðarstj. Grund- argötu 8, laugardaginn 30. sept. s.l. ★ Barnaskólinn verður settur fimmtudaginn 5. okt. kl. 2 e.h. ★ Gagnfræðaskólinn verður settur fimmtudaginn 5. okt. kl. 5 e.h. ★ Tónlistarskóiirm verður sett- ur föstudaginn 6. október kl. 5 e.h. Skúr K.S. við Þormóðsgötu/ er til leigu sem bílageymsla .Tilvalið fyrir tvo jeppabíla. Semja ber við Eirík Eiríks- son, prentara, Norðurgötu ,5, eftir kl. 5 á daginn. þeirri samvizkusemi og alúð, að lengra verður tæplega komizt, enda var hún greind í bezta lagi og ágætlega menntuð. Eins og áður er sagt, var Jórann heitin hlédræg og ósýnt um að trana sér fram. Hún tók því litinn eða engan þátt í opin berum félagsmálum, þótt gáf- ur hennar, menntun og mann- kostir hefðu sjálfsagt getað komið þar að góðu liði. En hún hafði samt brennandi áhuga á öllu því, sem gerðist jafnt nær og f jær, og var frábærlega skarpskyggn á menn og mál- efni. Þegar ég hitti hana og talaði við hana nokkram dög- um fyrir andlátið fann ég, að hún átti ennþá sama vakandi áhugann og eldheitu hugsjón- imar, þótt hún bærist lítt af vegna þ jáninga og dauðinn væri á næsta leiti. Hún átti þá sólar- sýn, sem sér fram úr vetri, sem vonar og veit, að aftur sumrar, hversu svart sem skammdegið er. Engan veit ég betur hafa lifað eftir voru gamla spakmæli: „Þagalt og hugalt skyldi þjóðans barn og vígdjarft vera. Glaður og reif- iu skyldi gumna hver unz sinn bíður bana“. Karmur og söknuður eru sjálfsagt efst í huga vina henn- ar og vandamanna nú við and- lát hennar, og sárastur verður eflaust söknuður aldraðra for- eldra, sem séð hafa á bak hinni umhyggjusömu. dóttur, sem studdi þau í ellinni og hjúkraði og hjálpaði, þegar mest lá við. En minning góðrar dóttur sef- ar harminn og mildar söknuð- inn. Kynningin við gott fólk eykur traust vort á mannlífið. Við vinir og samstarfsmenn Jórunnar heitinnar, þöickum henni samveruna og sendum syrgjandi vandamönnum inni- legustu samúðarkveðju. Hlöðver Sigurðsson

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.