Mjölnir


Mjölnir - 18.10.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 18.10.1950, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 18. okt. 1950. 350 milljónir manna^haía undir ritað Stokkhólmsávarpið 31. tölublað. 13. árgangur. t Pórdís Magnúsdóttir Minning Samkvæmt fréttatilkynningu sem framkvæmdanefnd heims- friðarhreyfingarinnar gaf út fyrir nobkru, höfðu 350 milljón ir manna undirritað Stokkhólms ávarpið hinn 10. sept. s.l. Undir skriftasöfnunninni verður hald- ið áfram fram að friðarþinginu sem áformað er að halda í London 13—19 nóv. n.k. Undirskriftafjöldi i hinum ýmsu löndum var sem hér segir hinn 10. sept.: Albanía 680.000 Alsír 266.000 Argentína 1.000.000 Ástralía 80.000 Bandaríkin 2.000.000 Belgía 200.000 Bólivía 20.000 Brasil'ia 1.200.000 Burma 2.000.000 Búlgaría 5.801.346 Chile 120.000 Costa Rica 4.000 Danmörk 100.000 Egyptaland 12.000 Eire 1.200 Ekvador 20.000 Filippuseyjar 50.000 Finnland 800.000 Fílabeinsströndin .. 50.000 Frakkland 13.000.000 Guinea 10.000 Haute-Volta 50.000 Holland 334.407 Indland 127.389 Irak 7.000 Iran 50.000 Island 6.000 Israel 279.000 ítalía . 16.000.000 Japan . 5.000.000 Kamerun 48.000 Kína . 100.000.000 Kólumbía 50.000 Kórea 1.680.000 Kúba 540.000 Kýprus 25.000 Líbanon 56.000 Lúxembixrg 7.000 Marokkó 25.000 Mexíkó 210.000 Mongólía 686.782 Nígería 12.500 Noregur 50.000 Pákistan 15.000 Paraguay 2.000 Pólland .. 18.000.000 Portó-iRíkó 5.000 Ráðstjórnarríkin .. 115.275.000 Reunion 20.000 Rúmenía .. 10.048.000 Saar 7.147 Senegal 25.000 (Spánn 334.000 Stóra-Bretland .... 1.000.000 Suður-Afríka 200 Súdan 30.000 Sviss 150.000 Svíþjóð 250.000 Sýrland 100.000 Tsjad 16.500 Tjekkóslóvakía .... 9.500.000 Tríest 50.000 Túnis 60.000 Ungverjaland .. 7.500.000 Uruguay 50.000 Venezuela ............ 12.000 A-Þýzkaland ....... 17.846,00 V-Þýzkaland ....... 2.000.000 „A dirty war“ (Framhald af 3. síðu) ég að gera mér í hugarlund hvemig þær væra. Nú veit ég að mér skjátlaðist.“ öllum fréttariturum, sem far ið hafa um Norður-Kóreu síðan styrjöldin brauzt út, her saman um að aðfarir Bandaríkja- manna og leppa þeirra séu enn hrottalegri. en aðfarir Japana og Þjóðverja á sínum tíma. — Vegirnir eru víða stráðir líkum óbreyttra borgara, karla, kvenna og barna, sem „flug- menn hinna sameinuðu þjóða“ myrða að því er virðist sér til skemmtunar í árásarferðum s'ínum. I járnbrautargöngum einum fundust fyrir skömmu meira en 200 lík öldunga, kvenna og þarna. Göngin voru dimm, og ndkkrir fundust þar lifandi, þ.á.m. eitt toarn, sem skreið á líki móður sinnar. Þannig lýsa fréttaritarar hinni „skítugu styrjöld,“ sem Bandaríkjamenn og leppar þeirra heyja gegn kórensku þjóðinni í nafni lýðræðis, mann úðar og vestrænnar siðmenning ar, undir fána Sameinuðu þjóð- anna, og með blessun meirihluta þeirra. ★ „Bandaríkjamenn nefna styrj öld sína í Kóreu frelsisstríð, en það sem raunverulega fer fram er gereyðing landsins,“ segir indverska tolaðið National Her- ald. „Bandaríkjamenn haifa varpað fleiri sprengjum yfir Kóreu en Þjóðverjar vörpuðu yfir England, eftir skipunum Hitlers....Einn góðan veður- dag verður máske varpað ame- rískum sprengjum yfir Delhi, Bombay, Kalkútta. Það er imd- ir því komið, hve langt Banda- ríkin ætla að ganga í því að blanda sér í borgarastyrjaldir kommúnistískra og andkomm- únistískra afla í öðrum löndum. ....Hin raunverulega orsök til íhlutunar Bandaríkjanna í Kór- eu er sú, að USA vill varðveita herstöð sína á austlægasta odda meginlands Asíu.“ ★ Styrjöldin í Kóreu er ein sú' miskunnarlausasta, villimann- legasta og saurugasta, sem nokkru sinni hefur verið háð, styrjöld siðlausasta og menn- ingarsnauðasta afturhalds jarð- arinnar með fullikomnustu og stórvirkustu múgdrápstækjum, gegn varnarlitlu, friðsömu fólki sem ekkert hefur til saka unn- ið annað en það að taka þjóð- félagslegt réttlæti og frelsi fram yfir harðstjórn og kúgun, styrjöld heimsvaldasinnaðs stór veldis gegn smáþjóð, háð í því skyni að sölsa undir sig hráefni og herstöðvar. Þessari styrjöld er enn ekki lokið og litlar líkur til þessz að Mé verði á henni Þann 13. okt. s. 1. var til moldar borin frú Þórdís Magn- úsdqttir, er lézt að lieimili sínu Lindargötu 26B hér í toæ, laug- ardaginn 30. sept. Frú Þórdís var fædd að Minni-Hattardal í Álftafírði vestra 14. febr. 1888, og því aðeins 62 ára að aldri. Ung missti hún móður sína, en ólst upp hjá föður sínum og fóstur- systur. Ung að árum giftist hún eftir lifandi manni sinum, Albert Einarssyni, og er mér óhætt að fullyrða, að hjónatoand þeirra hefur verið með afbrigðum gott. Á annað ár varð hún að vera á sjúkrahúsi, langt frá heimili sínu, og einmitt þá kom toezt fram hve traustum toönd- um þau hjón voru toundin, því maður hennar fylgdi henni suð- ur og fékk sér atvinnu þar_ nærri, til þess að geta verið henni til léttis cg styrktar í veikindum hennar. Þau hjón eignuðust sex börn, sem öll eru uppkomin. Við andlát Þórdísar, gerði dauðinn ekki tooð á undan sér, frekar en svo oft áður. Klukk- an sex að ikvöldi var hún frísk að vanda en dáin um miðnætti. Já, „enginn veit sína æfi fyrr en öll er“. En Þórdís var sín vegna tilbúin að ljúka æfinni hvenær sem var, þvi það heiðvirðu og flekklausu lífi héld ég hún hafi lifað. En eiginmaður og börn voru ekki við því toúin að hún hyrfi svo skjótt. Það er sár sorg kveðin að hverjum iþeim er missir ástvini sína, en sárast þeim, sem aHtaf hafa lifað saman í sátt og sam- lyndi. Þá er svo mikið að missa. Nokkru áður en Þórdís lézt,. hitti ég hana og var hún þá eins og hún átti að sér, hress og glöð en einlæg og hæg í við- móti. Þannig var allt hennar líf er að öðrum snéri. Þórdísi hef ég þekkt um þriðjung ald- ar og það fólk, er hún um- gekkst mest, og aldrei hef ég heyrt nokkurn mann hafa haft annað en gott um hana að segja, og suma mikið. Hún barst ekki mikið á, hvorki á mannamótum né heimafyrir, en þeir, sem áttu hana að vini, voru ekki vinalausir. Þórdís var prýðilega greind kona og las mikið, enda hafði hún orðið mikið víðsýni á menn og málefni. Minningin um hana mun verða drjúgt veg næstu vikur og mánuði. Eins og aðrar þjóðir Asíu er kóreska þjóðin nú vöknuð til meðvit- undar um mátt sinn og rétt, og mun ekki linna baráttunni fyrr en fullur sigur- er unninn, hvort sem það verður í þeirri baráttuloku, sem nú stendur yfir, eða ekki fyrr en síðar. arnesti þeim er hana þekktu.— Sárabót er það ástvinum henn- ar, hversu minningin um hana er björt og hrein. Hvíl í friði. Vesífirðingur. BÆJARMÁL (Framhald af 1. síðu) hópur manna unnið við jarð- strengslagnir hjá rafveitunni, og vinna fyrir nolkkra menn er að hefjast við höfnina. Þó þetta sé i smáum stíl, þá hjálpar þetta þó ofurlítið til. Nokkur vinna hefur einnig verið við saltfisk Elliða. Þá er á vegum bæjarins verið að koma upp fiskþurrkunarhúsi, sem vonir standa til, að geti tekið til starfa fyrir áramót. Atvinnuvandamál okkar Sigl- firðinga eru tvíþætt; annars- vegar er um að ræða ráðstaf- anir til að toæta úr þeim bráða vanda, sem atvinnuleysið er nú, en að hinu leytinu ráðstafanir til varanlegra úrtoóta í framtíð- inni. Fyrir nokkru síðan skor- aði Verkamannafélagið Þrótt- ur á toæjarstjórn að sækja um aJlt að einnar milljón króna styrk til ríkisstjórnarinnar, er varið yrði til atvinnuaukningar í bænum. Mál þetta hefur nú verið afgreitt þannig, að sótt verður um að ríkisstjórain láti Sigluf jarðarbæ í té einn hinna nýju togara og láni með hag- stæðum kjörum fyrstu afborg- unina, sem nemur sennilega hátt í 900 þúsund krónur. Þegar tillit er tekið til þess, að hlaupið er upp til handa og fóta með margra milljón ikróna lán til bænda á óþurrkasvæð- um, þá virðist það hógvær krafa þó Siglfirðingar fari fram á 900 þúsund til einnar milljón króna lán, eftir sín sex síldar- leysissumur. Er þess að vænta, að forráðamenn þjóðarinnar skilji, að Siglfirðingum er það hin mesta nauðsyn að fá fram- leiðslutæki í bæinn, sem ekki toyggja afkomu sína fyrst og fremst á síldveiðum. Með starf- rækslu tveggja togara frá Siglufirði og fiskþurrkunar- húss er stigið stórt skref til framtíðarúrbóta á atvinnu- vandamálum toæjarins. En meira þarf þó til, og eins og áður er sagt, einstaklingsfram- takið leysir þessi vandamál ekki hór, og það verður bæjar- stjóra, sem þar verður að liafa forustuna. Þrátt fyrir slæman fjárhag bæjarins og ýmiskonar örðugleika, verður bærinn að beita sér fyrir öflun nýrra at- vinnutækja og reka þau sjálfur ef aðrir ekki fást til þess. — Enda er það svo, að hagnaður getur verið af rekstri fyrir- tækis í höndxun toæjarins, sem stórtap væri af í höndum ein- staklinga. ÞAKKARÁVARP Þökkum hjartanlega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför Baldvins Þorsteinssonar, fyrrv. skipstjóra frá Hámundarstöðum AÐSTANDENDUR A T V I N N A Fólk óskast til netahnýtingar (af Elliða). — Hátt kaup. — Nánari upplýsingar gefur JÓN JÖHANNSSON, Þormóðsgötu 18 (Sími á verkstæði 181). Sigluf jörður — Sauðárkrókur og nærsveitir. Eftirleiðis mumun við útvega og eiga fyrirliggjandi HDSGÖGN ViÐ ALLRA HÆFI svo sem: bólstruð húsgögn, sófa, stóla og dívana. Ennfremtir: borðstofusett, svefnherbergissett, allskonar smáborð og fleira, sem að liúsbúnaði lýtur. Dívanavinnustofa Siglufjarðar Trésmiðja Sig. Sigfússonar, Sauðárkróki.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.