Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 15.11.1950, Blaðsíða 3
M J ö L N I R 3 Afstaða Verkamanna- flokksins tii styijaida Blöðin birta nú greinar með risafyrirsögnum um Kóreu- málið. Margir greinahöfund- anna leitast að yfirlögðu ráði við að skapa stríðshugarfar með skrifum sínum. Þeir bera á borð fyrir lesendur sína eitur, sem sviptir menn dómgreind og knýr þá sífellt lengra á braut, sem leiðir til sjálfstor- tímingar. Brezk alþýða óskar þó ekki enn sem komið er eftir stríði. Þvert á móti er hún mjög áhyggjufuU yfir Kóreu-ævintýr inu, áhyggjufull yfir því, að það kunni að leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Stærsta áhyggjuefni alþýðunnar, sem er uppistaðan í Verkamannafl., er sú staðreynd, að ríkisstjóm Verkámannafl. virðist vera orð- in fylgjandi stefnu Churchills, og ekki einungis henni, heldur líka stefnu hinna forsjárlausu andsósíalistísku stjómenda Bandaríkjanna. Óánægðastir allra eru samt þeir, sem muna hina fornu baráttu flokksins gegn stríði. Það lítur sem sé út fyrir, að algerlega hafi verið horfið frá þeirri baráttu. ★ Hver var hin gamla afstaða Verkamannafl. til styr jalda ? Hann fordæmdi stríð. Hann reyndi að koma í veg fyrir styrjaldir. Hann barðist fyrir friði og gegn vígbúnaði. F!rá því ég man fyrst hafa beztu menn flo'kksins gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir friði. Þeir létu sér ekki sæma að tala gegn stríði, en styðja síðan rikisstjórnir sínar þegar komið var út í styrjöld, eins og háttur er sumra auðvaldssinnaðra stjómmálamanna, sem igeipa nm frið meðan þeir undirbúa stríð. Nei. Einnig á styrjaldar- t.ímum börðust þeir gegn styrj- öldum, reyndu að koma í veg fyrir að þær breiddust út og létu einskis ófreistað til að binda endi á þær. ★ Fyrir fimmtíu árum var þjóð okkar steypt út í glæpsamlega styrjöld í Suður-Afríku, til verndar hagsmunum milljóna- mæringanna sem áttu hluta af auðæfum landsins, á sama hátt og bandarískir milljónamæring ar eiga þriðjunginn af auðvalds þrotabúinu í Suður-Kóreu. Eftirfarandi orð, rituð af Keir Hardie, stofnanda Verka- mannaflokksins, voru sem töl- uð út úr hjarta verkalýðsins: „Þessi styrjöld er kapítal- ísk styrjöld, getin af fjár- magni kapítalistanna, login af stað af keyptum mein- særismönnum auðvaldsblað- anna og feðruð samvizku- lausum stjómmálamönnum, sem ekki eru annað en auð- uvjúk verkfæri auðvaldsins." Þannig fordæmdi Keir Har- die Búastríðið. Hann varaði líka við áróðri auðvaldsblaðanna. Öllum væri holt að íhuga þá aðvörun nú: Grein sú, er fer hér á eftir, birtist í septemberhefti brezka tímaritsins Labour Monthly. Höfundurinn er brezkur þingmaður, S. O. Davies. Greinin mun að nokkru leyti vera svar við ádeilum, sem höf. hefur orðið fyrir vegna tillögu, sem liann flutti í neðri deild brezka þingsins 5. júlí í sumar, þar sem hann lagði til, að brezka stjórnin hefði engin virk afskipti af Kóreustríðinu, en Iýsti yfir fylgi sínu við viðleitni kúg- aðra þjóða til að ná frelsi og sjálfsofrráðum.— Grein in er lauslega þýdd og lítið eitt stytt. ,,....því sem næst allur iblaða- kostur landsins, enda í eigu auðvaldsins og stjómað af þvi, hefur óvirt sjálfan sig með því að rangtúlka mál- stað Búanna og svívirða þá. Lengi vel trúði þjóðin því ekki að styrjöld væri mögu- leg, en með lygafréttum og afbökunum blaðanna, morg- un, kvöld og miðjan dag, sýknt og heilagt, mánuðum saman, tókst smám saman að villa henni sýn unz hún trúði því að raunveruleg styrjaldarástæða væri fyrir hendi.“ ★ En það vom ekki einungis sósíalistar eins og Keir Hardie, sem börðust gegn. styrjöldum á þessum árum. í verkalýðsfél. eins og fNámumannasamband- inu vom flokksmenn Frjáls- lynda flokksins leiðtogar. Þeir hvikuðu heldur aldrei í barátt- unni gegn striði. Bæði Námu- mannasambandið og Alþjóða- samband námumanna börðust ákaft gegn styrjöldum og án tillits til þess, undir hvaða yfir skyni ríkisstjómir reyndu að stofna til ófriðar. Fyrir réttum fjömtíu ámm samþykkti Al- þjóðasamband námumanna á- lyktun um alþjóðafrið, að til- lögu brezka þingmannsins Tom Burt. 1 þeirri ályktun var m.a. svo að orði komizt, að styrjald- ir væm ósamrýmanlegar sið- menningunni og að allir verka- menn væm bræður og ættu ekki að bera vopn hver á ann- an. En það var ekki Alþjóðasam- band námumanna eitt, sem barðist gegn stríði. Aiþjóðasam band sósíalista (sem Verka- mannafl. var meðlimur í) tók eindregið sömu afstöðu. Hvað eftir annað var samþykkt, m.a. af Verkam.flokknum að það væri skylda verkalýðsins, sam- taka hans og fulltrúa hans á þjóðþingum, að gera allt sem í hans valdi stæði til að afstýra styrjöldum. Hin merka sam- þykkt okkar um styrjaldir, er við áréttuðum þrisvar, í Stutt- gart 1907, í Kaupmannahöfn 1910 og í Basel 1912, og sem var bindandi fyrir alla sósíal- istíska flokka, kvað á um hvað gera skyldi ef styrjöld brytist út. Þar var kveðið svo á, að ef til stríðs kæmi ,þrátt fyrir við- leitni verikalýðsins til að koma í veg fyrir það, væri það skylda verkalýðsins og fulltrúa hans á þjóðþingum að berjast gegn ríkisstjórnum símun, grípa inn í styrjöldina með markvissum aðgerðum til að binda endi á hana, og notfæra sér krepp- una, sem af styrjaldarástand- inu leiddi, til að flýta fyrir hruni auðvaldsins. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út fyrir tilverknað auð- valdsins og ríkisstjóma þess, reyndum við í Suður-Wales margir að framfylgja ikenn- ingum sósíalismans. !Ég minnist þess þegar Keir Hardie kom til Merthyr skömmu fyrir dauða sinn, bugaður maður, og ég man hvemig skörungurinn E. D. Morel afhjúpaði miskunnar- laust lygamar, sem beitt var til að æsa hverja þjóðina gegn annari, hvemig hann bæði fyrir og eftir að stríðið hófst, tætti sundur lygaveg kapítalistanna í Evrópu og Ameríku. Einnig' hann var heill í baráttunni gegn stríði. Það er von mín, að enn reynist margir trúir hinni gömlu stefnu sósíalistanna og spomi eftir mætti gegn þvi, að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út. ★ Þegar þessi fortíð Verka- mannaflokksins er höfð í huga, ætti ekki að vera erfitt fyrir verkal.stéttina að taka afstöðu til Kóreumálsins. Ef nokkur þjóð hefur nokkumtíma með rétti háð baráttu fyrir frelsi sínu, þá er það Kóreuþjóðin, sem í fjömtíu ár hefir verið kúguð af japönskum hemaðar- sinnum og fasistum. Norður- og Suður-Kóreumenn eru sama þjóðin, rétt eins og við í Norð- ur-Wales og Suður-Wales erum sama þjóð. Engin fimm ára gömul landamæri, ákveðin með valdboði, gæti skyndilega breytt okkur í tvær þjóðir. — Kóreuþjóðin var öll áköf og óþolinmóð eftir því að losna við sín ttíbúnu og óeðlilegu landamæri og taka sjálf við stjórn mála sinna. En þar var þrándur í götu — hin svívirði- lega stjórn Syngman Rhee, — og að baki honum Mac Arthur hershöfðingi, sem nú er orðinn einskonar mikado í Japan og hinum fjarlægari Austurlönd- um. Þessir tveir menn bera mesta ábyrgð á því sem gerzt hefur í Kóreu. Hin spitíta ríkis- stjórnarklika Syngmans Rhee, ráðgjafar hans og nánustu sam starfsmenn, mútuþæg lögregla, hliðstæð svartstökkum Hitlers, svartamarkaðsbraskarar — og gamlir samstarfsmenn Japana, — það er þetta lið, en ekki kóreska þjóðin, sem hin sósíal- istíska ríkisstjóm okkar er beð in að taka afstöðu með, jafnvel að varpa þjóðinni út í styrjöld til að treysta þessa rotnu stjóm og halda henni við völd. Sumir segja, að allt þetta ikomi málinu ekki við. Ef sagt er að brezkir æskmnenn séu sendir til að „deyja fyrir Syng man Rhee,“ svara þeir því til að þannig horfi málið ekki við, heldur séu þeir sendir til að „deyja fyrir S.Þ.“ En er því nú svo farið? ★ Stofnskrá S.Þ. var samin af ýtrustu nákvæmni, m.a. til þess að koma í veg fyrir að sá meiri hluti, sem yfir fimmtíu þjóðir mynda innan samtakanna, yrðu misnotaður. Fyrst og fremst var ákveðið, að í málum sem vörðuðu friðinn, yrði að koma til samhljóða álit hinna fimm stóru, sem svo eru nefndir, til þess að ákvörðun um þau telj- ist gild. Ef ákvörðun er tekin í trássi við þessi fyrirmæli stofnskrárinnar, er hún ólög- leg, og getur ekki talizt ákvörð im S.þ., heldur aðeins þeirra einstaiklinga, sem samþykkja hana. Enginn er skyldugur til að hlýða slíkum samþykktum, og það er ekki hægt að senda menn til að deyja fyrir þær. iÉg ætla ekki að fara út í lög ikrókaskýringar varðandi þetta mál. Eg minnist á hina laga- legu hlið þess af þeirri ástæðu einni, að íhaldið og þvi nær öll auðvaldsblöðin hafa leynt al- menningi þeirri staðreynd, að mikití vafi leikur á löglegu gildi ýmissa ákvarðana, sem teknar hafa verið í Lake Success á yfirstandandi ári. En nokkrum spurningum verður ekiki komizt hjá að svara: 1. Var Norður-Kóreu boðið, í samræmi við fyrirmæli stofnskrárinnar, að flytja mál sitt fyrir Öryggisráð- inu áður en íhlutun banda- ríska hersins og flotans í Kóreustríðið hófst? Ef svo er ekki ,eru ákvarðanir S.þ. í Kóreumálinu ólöglegar. 2. Var hin opinbera árás Bandaríkjastjómar á ikín- versku eyna Formósu rædd í Öryggisráðinu ? Ef svo er ekki, hvemig er þá starfi Öryggisráðsins háttað ? — Starfar það samkvæmt stofnskránni, eða er það blátt áfram verkfæri Banda ríkjanna? 3. Sviptir hindrun Bandaríkj- anna og leppríkja þeirra á því að kínverska alþýðu- stjórnin fengi sæti sitt í Ör- yggisráðinu, ákvarðanir Ör- yggisráðsins undanfarið, gildi, ekki aðeins þær, sem gerðar vom í síðustu viku júnimánaðar, heldur allar ákvarðanir þess undanfarna sex mánuði? 4. Veldur fjarvera Ráðstjórn- arfulltrúans, í mótmæla- Skyni gegn aðförum Banda- rikjanna igagnvart Kína, því, að þær ákvarðanir varðandi stríð eða frið, sem Öryggis- ráðið hefur tekið í f jarveru hans, séu ógildár? Með hvaða lagarökum, sem þessum spurningum er svarað, þarf ekki annað en áð athuga þær til að sannfærast um, að siðferðisleg undirstaða S.þ. und anfama sex mánuði hefur alger lega svifið í lausu lofti. Ábyrgðin á hinu ríkjandi ó- fremdarástandi hvílir á ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Svarið við spurningunni um, fyrir hvem brezkir æskmnenn muni deyja í Kóreu, er því það, að það sé fyrir Mac Arthur og Bandaríkin. ★ I Neðri deildinni minntistí ég á þá taugaveiklun, sem geysar meðal amerískra leiðtoga, hin- ar skipulegu og fáránlegu of- sóknir þeirra gegn góðum Ame- ríkumönnum, hinar fáheyrðu að farir þeirra undir yfirskyni bar áttu gegn „óamerískri starf- semi,“ hið háskalega stór- mennskubrjálæði manna, sem ráða yfir hryllilegustu eyðilegg ingartækjum, sem nokkm sinni hafa ógnað heiminum." Það er taugaveiklun og stórmennsku- brjálæði þessara amerísku leið- toga, sem hefur leitt til langvar andi styrjaldar í Kóreu, sem getur hæglega leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar, verði hún ekki stöðvuð. Allt þetta vita milljónir brezkra verkamanna og verka- kvenna. — Óslitin stranmur bréfa og skilaboða, sem mér hafa borizt undanfamar vikur, hafa fært mér heim sanninn um það, að ekki einungis verka lýðsstéttin, heldur öll brezka þjóðin, er mjög andvíg styrjöld. Slíkur einhugur gæti orðið und- irstaða mjög áhrifaríkrar frið- arbaráttu. En þessrnn friðar- hug á ekki einungis að veita útrás í bréfum til mín og undir skriftirm undir friðarávörp, — heldur í athöfnnm, sem miða að því að sameina samtök okk- ar einu sinni enn til baráttu fyrir friði. Annarsvegar er dæmi Chur- chills, sem árið 1900 barðist fyrir stríði, eins og hann gerir enn. Hinsvegar er dæmi Keir Hardies, sem árið 1900 barðist gegn stríði og hélt því áfram til æviloka. Ef við höldum stefnu fyrirrennara okkar, sem byggðu flokkinn upp, höldmn við réttri stefnu. En þegar við hættum að berj ast fyrir friði, þegar við göng- um til liðsveizlu við hinn tarnn- lausa og vitfirringslega imper- íalisma Bandaríkjanna, eins og við gerum nú, þegar við m.ö.o. vörpum frá okkur sögulegu hlutverki okkar og skipum okk rnn í flokk með stéttaróvini okkar, þá svíkjum við allt, sem sósíalistum er kært, hinar ó- mælanlegu fómir, hið óeigin- gjama, dygga starf mitíjón- anna, sem em sjálf uppistaðan í hreyfingu oikkar. Við erum í rauninni komnir út á þann veg, sem liggur til algerðar tortím- ingar hennar. Frá barnaverndanefnd I fjarveru Jóh. G. Möller, afhendir frk. Amfinna Bjöms- dóttir unglingum passa. Ung- lingar á aldrinum 14—18 ára em alvarlega áminntir að hafa passa sína í lagi og sýna þá dyravörðum, er þeir sækja skemmtanir. Barnavemdarn. Siglufjarðar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.