Mjölnir


Mjölnir - 04.04.1951, Blaðsíða 1

Mjölnir - 04.04.1951, Blaðsíða 1
I 7. tölublað. Miðvikudagur 4. apr. 1951. 14. árgangur. „Próttur“ mótmæiir ofsóknunum gegn forustumönnum verkaiýðs Akureyrarkaupstaðar Fangelsisdómarnir yfir þeim Birni Jónssyni, Jóni Ingimarssyni og Þóri Daníelssyni, og framkvæmd þeirra, vekja almenna reiði meðal alþýðn- fólks um allt land, úr öllum fokkum. Á fundi í trúnaðarmannaráði I»róttar, s.l. laugardag, voru samþykkt eftirfarandi mótmæli gegn dómum þessum og fram- kvæmd þeirra: „Fundur lialdinn í Trúnaðarmannaráði 'Verkamarinafélagsins Þróttar, laugardaginn 31. marz 1951, mótmælir harðlega fangelsisdómum þeim, sem nú er verið að framkvæma yfir þeim Birni Jónssyni, formanni Verkamannafélags Akureyrar, Jóni Ingimarssyni, formanni Iðju, Akureyri og Þóri Daníels- syni, ritstjóra Verkamannsins á Akureyri, í sambandi við kaupdeilu Þróttar og annarra verkalýðsfélaga árið 1947. — Fundurinn vill hér með beina því til allra Verlíalýðsfélaga á landinu, að hér er um að ræða ósvífna árás ríkisvaldsins á hendur verkalýðssamtökunum og forustumönnum þeirra, sem allir velunnarar þeirra og verkalýðshreyfingin í heild hlýtur að fordæma og stimpla sem beina árás á verkalýðssamtökin. Jafnframt . sendir Trúnaðarmannaráð Verkamannafélagsins Þróttar, Siglufirði, þeim Birni Jónssyni, Jóni Ingimarssyni og Þóri Daníelssyni beztu baráttu- og stéttarkveðjur og þakkar þeim ötula baráttu fyrir málstað hins vinnandi fólks.“ Dómar þessir eru uppkveðnir út af ummælum um Þor- stein M. Jónsson bókaútgefanda á Aikureyri, vegna framkomu hans 1 vinnudeilunum 1947, þeg ar hann átti að vera sátta- semjari, en var í reyndinni vinnukona atvinnurekenda og þáverandi ríkisstjórnar. Varð Þorsteinn frægur að verðleik- um fyiir frammistöðu sína, en hafði áður notið þó nokkurs álits. Sveið manninum þetta og tók hann að elta einstaklinga og blöð, sem slkýrt höfðu frá afrekum hans, með málsóknum fyrir meiðyrði. M.a. fékk hann þáverandi ritstjóra Mjölnis, Helga Guðlaugsson, og Þórir Daníelsson ritstj. Verkamanns- ins dæmda í nokkur hundruð króna seiktir, að viðlagðri fang- elsisvist. Var Þórir fyrir nokkr um dögum fluttur til Reykja- víkur til fangelsisvistar eftir þessum margra ára gamla dómi. Ekki voru þó þetta nægir plástrar á metnað bókaútgef- andans, og var því að undirlagi þáverandi rílkisstjómar höfðað meiðyrðamál gegn þeim Bimi Jónssyni formanni Verkamanna félags Akureyrar og Jóni Ingi- marssyni formanni Iðju á Akur eyri. Var sök þeirra sú, að sum arið 1947 komu þeir, sem for- maður og ritari Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akureyri á framfæri við undirbúnings- nefnd 17. júní-hátíðahaldanna, mótmælum, sem Fulltrúaráðið hafði samþykkt, þar sem lýst var yfir þvi, að Fulltrúaráðið teldi það móðgun við verka- lýðssamtökin, að velja Þorstein M. fyrir aðalræðumann við hátíðahöldin, eftir framkomu hans í vinnudeilunum þá um vorið. Var Birni Jónssyni hald- ið í tukthúsi nú yfir páskana til að afplána meiðyrðadóm í þessu máli, og mun Jón Ingi- marsson verða settur inn á næstunni fyrir sömu sakir. • Er þetta tiltæki þáverandi rílkisstjómar algerlega einstætt enda bersýnilega unnið í hefnd- arskyni. Það hefur ekki verið siður hér á íslandi að framkv. meiðyrðadóma, enda á slíkt enga stoð í heilbrigðri réttar- vitund. Hafa því þessar fangels anir, sem bersýniléga er ekkert annað en lulbbalegar, pólitískar ofsóknir gegn verkalýðshreyf- ingunni og Sósíalistaflokknum, vakið reiði og viðbjóð heiðar- legra manna úr öllum flokkum um allt land. Æ. F. S.-félagar! Næstkomandi föstudag, hinn 6. apr. verður haldinn skemmti- fundur í Suðurgötu 10, kl. 8,30 e. h. — Nánar auglýst síðar. Félagar! Talkið með yklmr gesti og mætið stundvíslega. Eldri félagar velkomnir með- an húsrúm leyfir. Stjórnin. Svarið varðiraidi Þóris Oanísissonar með því að gerast á- skrifendur að Verka- manninum! Bjami Ben., Friðjón Skarp- héðinsson bæjarfógeti og Þor- steinn M^ Jónsson hafa áreiðan lega litlu bætt orðstýr sinn með hinni fáránlegu réttarofsókn gegn forystumönnum verkalýðs ins á Akureyri. Svarið ákvörðun yfirvaldanna um varðhald Þóris Danielsson- ar ritstjóra og þeirra félaga, með þvj að gerast áskrifendur að blaði hans Verlkamanninum, iblaði alþýðunnar *á Akureyri. Það er ekki hægt að gleðja þá betur með öðm móti. Afgreiðsla Mjölnir, Suðurg. 10, tekur við áskriftum að V erkamanninum. / Fleiri herstöðvar áOrænlandi Viðræður hófust í Kaup- mannahöfn 27. marz, mi'lli danskra og bandarískra em- bættismanna um herstöðu Græn lands innan A-bandalagsins. I þvi sambandi minnti brezlka út- varpið á að Grænland lægi næst um miðja vegu milli Moskva og New York og hefði fengið mikla hernaðarþýðingu til til- komu nýjustu gerða lang- fleygra sprengiflugvéla. I Kaupmannahöfn er talið, að Bandaríkjamenn krefjist í við- ræðunum, að fá að reisa ýmsar nýjar herstöðvar á Grænlandi. Vísitalan í marz-iisiuði 132 stig „Viðreisnin^ hefur kostað hvern verka- mann yfir 11 þús. kr. á ári, miðað við 300 átta stunda vinnudaga! Kauplagsnefnd hefur fyrir nokkru lokið útreikningi vísitölu fyrir marzmánuð, og reyndist hún vera 132 stig, eða níu stigum hærri en hin lögbundna kaupgjaldsvísitala, sem er 123 stig. Kaupgjald það, sem almennir meðlimir verkamanna- félagsins Þróttar hafa nú samkvæmt hinni lögbundnu vísi- tölu, er kr. 11,37 um tímann, en ætti að vera, ef full vísi- töluuppbót væri greidd, kr. 12,23. Dagkaup Þróttar- manns fyrir 8 tíma vinnu er nú kr. 90,96, en ætti að vera kr. 97,84. — Kaupránið nemur því kr. 6,88 á dag, kr. 41,23 á viku, kr. 172,00 á mánuði, miðað við 25 daga vínnu, eða rúmelga 2000 kr. á ári, og er þá miðað við, að aldrei sé unnin eftirvinna, næturvinna eða helgidagavinna. Á mánaðarkaupi munar rvísitöluskerðingin sem hér segir: Á lor. 1500,00 grunnk...... kr. 135,00 á mán. - —r 1600,00 grunnk......... — 144,00 - — - — 1700,00 grunnk......... — 153,00 - — - — 1800,00 grunnk......... — 162,00 - — - — 1900,00 grunnk......... — 171,00 - — - — 2000,00 grunnk......... — 180,00 - — Hér er miðað við núgildandi grunnkaupsmælikvarða, en liann er þrefalt það kaup, sem nefnt var grunnkaup meðan gamla vísitalan gilti. —— Sé hinsvegar athugað, hverju kjaraskerðingarnar nema I heild, koma þó miklu alvarlegri lilutir í Ijós, en greint er frá hér að framan. Væri gamla vísitalan enn í gildi, hefði liún verið komin upp í 502 stig um síðustu mánaðamót. Timakaup Þróttarmanna eftir henni væri því nú kr. 15,46, eða kr. 4,09 hærra en það er. Dagkaupið væri kr. 36,72 hærra en það er nú; vikukaupið kr. 220,32 hærra; mánaðarkaupið (25 dagar) kr. 917,00 hærra, og árskaupið rúmlega kr. 11.000,00 — ELLEFU ÞUSLNI) KAÓNUM — hærra en það er nú! Heimskuleg illkvittni ★ Stefán litli Siglfirðingsrit- stjóri, fer mjög lítilsvirðandi orðum í síðasta blaði sínu um þátt Þórodds Guðmundssonar í samningagerðum um kaup nýja togarans. Er reynt að læða því út, að áhugi Þórodds fyrir máli þessu hafi ekki verið mildll, og hann muni liafa spillt fyrir að kaupin næðust. Það er furðu- lega ósvífið af blaði Sjálflstæðis flokksins hér að leyfa sér að slá þessu fram. Það var sam- viiíha inn þetta mál milli þriggja flokka, málið var til leykta leitt á liinn happasæl- asta hátt fyrir Siglufjörð. — Mjölnir óskar ekld eftir, að svo komnu máli, að ræða um hver hafði þar mestan áhugann et)a átti mestan þáttinn í liinum ágætu málalokum, en vill að- eins benda á hve ódrengilegar slíkar aðdróttanir sem þessar eru. Þá gefur ritstjórinn í skyn, að ríkisstjórnin muni Iiafa verið tregari til að láta Siglfirðinga hafa togarann, vegna þess að „kommúnisti“ var í samninga- nefndinni. Sjálfsagt gerir rit- stjórinn sér ekki Ijóst, hvern hann er að svívirða með þessu bjánalega hjali, enda er þetta tilefnislaust með öllu. ★ Þá notar ritstjórinn og tæki- færið til að kasta hnútum að Áka Jakobssyni alþingismanni Siglfirðiriga. Segir orðrétt um Áka: „— ekki svo vitað sé komið nálægt útvegun togar- ans“. ★ Hér fer ritstjórinn með vís- vitandi lýgi og blekkingar. Áki Jakobsson fylgdist af áhuga með þessu máli og vann af dugnaði að því að skapa Sigl- firðmgum fylgi um það á Al- þing;i, síðan flutti Áki Jakobs- (Framhald á 4. síðu) TOGARARNIR ELLIÐI seldi afla sinn, 3338 kit, í Grimsby í fyrradag fyrir 12431 sterlingspund. Er þetta þriðja söluferð Elliða til Eng- lands síðan inn áramót, og lief- ur laann selt ágætlega í öll skiptin. Afli og sala í þessum veifuferðum liefur verið sem hér, segir: 1. ferð 3965 Idt á £ 14678 2. ferð 3868 kit á £ 1377* 3. ferð 3338 kit á £ 12431 Samtals gera þessar þrjár sölur ísl. kr. 1.868.353,10. Hafliði er nú í fyrstu veiði- för sinni á saltfiskveiðum. — Hann kom til Reykjavíkur í fyrradag til að bæta við sig salti og lagði þar í land 26 smál. af ýsu og karfa til ísun- ar. Hafði hann þá 80 föt af lifur. Togarinn fór aftur út á veiðar í fyrrakvöld.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.