Mjölnir - 03.10.1952, Qupperneq 1
16. tölublað.
Föstudagur 3. okt. 1952.
15. árgangur
Alger eining um kjör fulltrúa Þróttar
og Brynju á Alþýðusambandsþing
Fulitrúarnir voru allir sjálfkjörnir.— Þróttarfundur i fyrrakvöld sam-
þykkti með öllum atkvæðum tillögujvar sem fulltrúum félagsins á Al-
þýðusambandsþingi í haust er falið að beita sér fyrir breytingum á
stjórn sambandsins, með það fyrir augum að útiloka áhif atvinnurek
enda og andstöðuflokka verkalýðsins í stjórn Alþýðusambandsins.
Á dagskrá Þróttarfundarins
í fyrrakvöld var m.a. kjör full-
trúa á 23. þing A.S.Í., sem fram
á að fara í nóvember í. haust.
Aðeins einn listi kom fram,
borinn fram af stjórn og trún-
aðarmannaráði félagsins, og
var hann því sjálfkjörinn. —
Aðalfulltrúar voru kjörnir:
Gunnar Jóhannsson, Jónas
Jónasson, Óskar Garibaldason,
Þessi tillaga og samþykkt
hennar þarf engra útskýringa
við. Hún er gleðilegur vottur
um vaxandi stéttarþroska, vax-
andi skilnings á nauðsyn sam-
heldninnar gegn andstæðingum
verkalýðsstéttarinnar, sem um
margra ára bil hefur tekizt að
halda verkalýðnum klofnum í
Allmörg undanfarin ár hafa
staðið yfir illvígar deilur innan
Alþýðusambands íslands. Þarf
ekki að rekja þá sögu, því hún
er öllum kunn. Hitt er rétt að
hugleiða, hverjum þessar deil-
ur hafa orðið að gagni.
Fyrir nokkrum árum skrif-
aði Hannibal Valdemarsson
grein undir fyrirsögninni:
„Hækjur íhaldsins“ í blaðið
Þjóðvörn. í þessari grein hélt
hann því fram, að íhaldið ætti
völd sín og viðgang að þakka
stuðningi Alþýðuflokksins og
Sósíalistaflokksins. Það hefði
stuððzt við þessa flokka til
skiptis eins og haltur maður
við hækju. Fyrst og fremst
hefði það þó haft gagn af
þeim í alþýðusamtökunum.
Gran Hannibals vakti feikna
Gunnlaugur Hjálmarsson, —
Bjarni M. Þorsteinsson og Frið-
rik Márusson. Varafulltrúar:
Gísli H. Elíasson, Gísli Sigurðs-
son, Kristmar Ólafsson, Páll
Ásgrímsson, Jóhann G. Möller
og Einar Albertsson.
Á fundinum kom fram eftir-
farandi tillaga, borin fram af
stjórn félagsins:
fjandsamlegar fylkingar og
jafnvel tekizt að koma skemmd
arverkamönnum inn fyrir virk-
ismúra verkalýðsstéttarinnar.
FULLTKÚAK BRYNJU:
í Brynju var fundur haldinn
á þriðjudagskvöld. Aðeins ein
uppástunga að fulltrúiun á
athygli, bæði í herbúðum hinna
pólitísku flokka og meðal al-
mennings úti um allt land. —
Litlu munaði, að Hannibal yrði
rekinn úr flokki s'inum fyrir
tiltækið. Hinsvegar mun hann
hafa átt kost á því að verða í
framboði fyrir Sósíalistaflokk-
inn við kosningarnar, sem þá
fóru í hönd. Og íhaldið tók
kipp. Var brestur í hækjunni?
Var það ætlun Hannibals að
beita 'sér fyrir samfylkingu
allra vinstri aflanna í landinu
gegn íhaldinu?
Menn vita hvernig fór.’ —
Hannibal beygði sig fyrir
flokksklíku sinni. Hækjan hélt
í þetta skiptið — og heldur
enn. Von stéttvísra verka-
manna um allt land, sem þráðu
stéttarlega einingu innan sam*
sambandsþing kom fram og
voru því fulltrúarnir sjálf-
kjörnir. Aðalfulltrúar eru:
Ásta Ólafsdóttir, Sigríður Þor-
leifsdóttir og Guðrún Sigur-
hjartardóttir. Varafulltrúar:
Einarsína Guðmundsdóttir, —
Sigurjóna Einarsdóttir og Guð-
rún Meyvantsdóttir.
Á fundum var eftirfarandi
tillaga samþykkt einróma:
„Fundur í verkakvennafélag-
inu Brynju, haldinn 30. sept.
1952, fordæmir harðlega fram-
komu forstjóra vélsmiðjunnar
Héðins, er hann vék þremur
forustumönnum járniðnaðar-
manna úr vinnu fyrirvaralaust,
og telur, að slíkum atvinnu-
árásum beri að hrinda á eftir-
minnilegan hátt“.
taka sinna og gerðu sér ljóst,
að hinar pólitísku erjur innan
verkalýðssamtaJkanna voru
engum til gagns nema ihaldinu,
brást í þetta sinn. En kannske
var ekki við því að búast, að
maður, sem áratugum saman
hafði staðið í eldlínunni í hinni
pólitísku styrjöld á vettvangi
landsmálanna yrði friðarstillir
í hinni pólitísku styrjöld innan
verkalýðssamtaikanna.
★
Ekki verður um það deilt,
að íhaldsflokkurinn er fyrst og
fremst valdatæki atvinnurek-
enda og auðmanna á íslandi.
Forustumenn íhaldsflokksins,
mennimir, sem móta og ráða
stefnu hans, hafa harla litla
hagsmuni sameiginlega með
verkalýðnum. Stéttarhagsmun-
ir þeirra eru í öllum megin-
atriðum gersamlega andstæðir
hagsmunum verkalýðsins.
Það er því mjög óeðlilegt, að
íhaldið hafi völd í verkalýðs-
samtökunum. Samt sem áður
er það staðreynd, að íhaldið
hefur í mörg ár átt fulltrúa 1
stjórn heildarsamtaka verka-
lýðsins. Enginn skyldi ætla, að
auðmenn og atvinnurekendur
hafi í hyggju með afskiptum
sínum af verkalýðsmálum að
hækka kaup verkalýðsins, berj-
ast fyrir 40 stunda vinnuviku,
sömu launum fyrir sömu vinnu,
fullri atvinnu handa öllum
o.s.frv. Nei, þegar íhaldið er
að skipta sér af málefnum
Framhald á 4. síðu
„Fundur í Verkamannafélaginu Þrótti miðvikudaginn 1. okt.
1952, telur, að hin sívaxandi dýrtlð ásamt æ víðtækara atvinnu-
leysi skerði svo rnjög kjör verkafólks og launþega, að ósæm-
andi sé fyrir verkalýðssamtökin að þola slíkt lengur án gagnráð-
stafana.
Því telur íundurinn brýna nauðsyn bera til, að allir verka-
menn, hvar í flokki, sem þeir standa, sameinist til baráttu fyrir
bættum kjörum og atvinnuöryggi. I því sambandi felur fundur-
inn væntanlegum fulltrúum Þróttar á 23. þingi A.S.f. að vinna
að íramgangi allra þeirra mála, sem miða í þá átt, og einnig að
beita sér fyrir breytingum á stjórn A.S.Í. í þá átt, að útilokuð
verði áhrif atvinnurekenda og andstöðuflokka verkalýðsins í
stjórn sambandsins.“
I hvaða tilgangi skiptir íhaldið sér af
máiefnnm verkalýðsins ?
Orðsending frá hlutaveltunefnd
Sósíafistafélagsins
Eins og á undanförnum árum ætlar Sósíalistafélagið að
efna til hlutaveltu til ágóða fyrir húsbyggingasjóð sinn. Hef-
ur söfmm mun ó hlutaveltuna staðið yfir að undanförnu, og
er enn verið að safna. í ráði er að hlutaveltan verði haldin
um aðra helgi.
Það eru vinsamleg tilmæli hlutaveltunefndarinnar til
allra sósíaiista og fylgjenda þeirra, að ef þeir eiga eftir að
gefa muni á hluíaveltuna, að gera það sem fyrst og koma
mununum í skrifstofu Sósíalistafélagsins, Suðurgötu 10.
Áríðandi er, að allir leggi eitthvað af mörkum. Margt smátt
gerir eitt stórt.
HLUTAVELTUNEFND
Kosningin í Vestur-lsafjarðarsýsiu
Úrslit aukakosninganna í
Vestur-ísafjarðarsýslu hinn 22.
þ.m. urðu þau, að frambjóð-
andi Framsóknar, Eiríkur Þor-
steinsson, var kosinn með 405
atkvæðum. (Eirikur J. Eiríks-
son fékk 336 atkv. 1949).
Þorvaldur Garðar, ikratinn,
sem íhaldið bauð fram, fékk
243 atkv. (Axel Tuliníus fékk
217 atkv. 1949).
Gunnar M. Magnúss, fram-
bjóðandi Sósíalistaflokksins
fékk 34 atkv. (Þorvaldur Þór-
arinsson fékk 28 atkv. 1949).
AB-flokkurinn fékk herfilega
útreið í þessum kosningum. —
Hlaut frambjóðandi hans,
Sturla Jónsson, 233 atkvæði.
(Ásgeir Ásgeirsson fékk 418
atkv. 1949). Nemur fylgistapið
44,2%.
Úrslit forsetakosninganna í
sumar hafa þannig orðið AB-
liðinu skammvinn gleði. Fyrst
missti það sinn snjallasta
stjórnmálamann í forsetaem-
bættið og þykir fullvíst, að
hann muni aldrei framar vilja
hafa neitt saman við AB-flokk-
inn að sælda fremur en aðra
flokka. Um leið tapaði AB
bankastjórastöðunni í Útvegs-
bankanum, sem var eitt feit-
asta embætti flokksins og
hafði reynzt drjúgt til áhrifa.
Síðan missti flokkurinn eina
helztu upprennandi stjörnu
sína, Þorvald Garðar, yfir til
aðalíhaldsins. Loks tapaði
hann svo einu tryggasta kjör-
dæmi sínu, V.-ísafjarðarsýslu,
til Framsóknar, og nærri helm-
ingnum af fylgi sínu þar til
allra hinna flokkanna!
Frá Marfundiniim í fyrrakvöld
Á Þróttarfundinum 1 fyrrakvöld voru eftirfarandi tillögur
samþykktar einróma:
Mótmæli gegn ofsóknunum í Héðni:
r
„Fundur í verkamannafélaginu Þrótti, haldinn 1. okt. 1952,
mótmælir harðlega hinum fyrirvaralausa brottrekstri járniðn-
aðarmannanna þriggja úr vinnu hjá vélsmiðjunni Héðni i Reykja-
vík. Hvetur fundurinn ÖH verkalýðsfélög og forystu þeirra til að
standa vei á verði gegn hverskonar ofbeldisaðgerðum atvinnu-
rekenda gagnvart verkafólki og trúnaðarmönnum þess.“
Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að veita Siglufirði aðstoð.
„Fundur haldinn í verkamannafélaginu Þrótti 1. okt. 1952
lítur svo á, að hér ríki algert neyðarástand vegna hins mikla
atvinnuleysis. Fyrir því skorar fundurinn á ríkisstjórnina að
veita þegar aðstoð til þess að hefja vinnu fyrir 60—70 menn,
samkv. till. atvinnumálanefndar Siglufjarðar, lið II. Verði ekki
orðið við þessari ikröfu Þróttar innan 8 daga, samþykkir fund-
urinn að skora á bæjarstjórnina að kalla sendinefndina, er nú
dvelur 1 Reykjavík, heim, til þess að gefa bæjarbúum skýrslu um
gang þessara mála.“ i
Nýtt hraðfrystihús hjá S. R. sem allra fyrst.
„Fundur haldinn í verkamannafélaginu Þrótti 1. okt. 1952
samþykkir að skora á stjórn S. R., að hraða svo byggingu hins
fyrirhugaða hraðfrystihúss S. R., að það geti tekið til starfa
í marz—apríl næsta ár. í því sambandi skorar fundurinn á
gjaldeyris- og innflutningsyfirvöld landsins, ríkisstjórn og aðra
þá, sem um þetta mál þarf að sækja til, að veita stjórn S. R.
alla nauðsynlega aðstoð og fyrirgreiðslu málinu til framdráttar,"
Atvimiuleysi verði útrýmt.
„Fundur í verkamannafélaginu Þrótti, haldinn 1. okt. 1952,
lítur svo a, að eitt af aðalmálum næsta Alþýðusambandsþings
sé að krefjast og beita sér fyrir lækkun hinnar geigvænlegu
dýrtíðar, svo og að krefjast útrýmingar á hinu alvarlega at-
vinnuleysi, sem nú herjar mörg bæjar- og sveitarfélög. Fund-
urinn telur, að hver sú ríkisstjóm, sem verður ekki við þessum
kröfum, hljóti að vera í beinni andstöðu við verkalýðssamtökin,“