Mjölnir - 03.10.1952, Side 2
X
MJÖLNIE
tJTGEFANDI: SÓSlALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10.
Símar 194 og 210.
Siglufjarðarprentsmiðja h.f.
LönÉnarbannið og viðskiptin við
Bretland'
Brezkir togaraeigendur í
Hull, Grimsby og Aberdeen,
helztu löndunarstöðvum ís-
lenzka togaraflotans í Bret-
landi, hafa nú ákveðið að neita
íslenzkum togurum um afnot
af löndunartækjum, og enn-
fremur hafa Bretar ákveðið,
að íslenzkum togurum skuli
neitað um ís, oliu og kol í
þessum höfnum. Er tekið
fram, að tilefni iþessara ráð-
stafana sé stækkim fiskveiða-
landhelginnar við ísland.
$
Sumir kunna ef til vill að
hafa búizt við öðru af Bretum.
Hundruð íslenzkra sjómanna
létu líf sitt á styrjaldarárunum
við að veiða fisk handa brezku
þjóðinni og flytja hann til
brezkra hafna, en þúsundir
lifðu í stöðugri lífshættu við
þessi störf. Fiskmagn það, sem
íslendingar færðu Bretum á
stríðsárunum, nam mörg hundr
uð þúsund smálestum.
$
En iþað var ekki við öðru að
búast af Bretum. Þrátt fyrir
allt hræsniskrum brezkra auð-
valdsins um frelsi, lýðræði,
jafnrétti þjóða án tillits til
stærðar og mannfjölda og
aðrar fagrar hugsjónir, hefur
það alltaf gengið lengra en
allir aðrir í hverskonar kúgun,
arðráni og yfirgangi gagnvart
smáþjóðum, og ekki svifizt
neinna meðala í þeim tilgangi.
Eru dæmi um það nærtæk. —
Þegar alþýðan á Malakkaskaga
krefst umráða yfir landi sínu
og auðæfum þess úr blóð-
stoikknum krumlum brezku tin-
og gúmmí-auðhringana, svarar
brezka stjórnin með því að
siga leigumorðingjum á for-
ustumenn hennar. Þegar Ir-
ansbúar heimta umráð olíu-
linda sinna úr ránsklóm Breta,
svara þeir með viðskiptabanni
í þeim tilgangi að knésetja Ir-
an efnahagslega. Það er því
ekki að undra, þótt Bretar
sýni hnefann þegar smáríkið
ísland gerir ráðstafanir, sem
skerða hag brezka útgerðarauð
valdsins.
$
Það er fróðlegt, iþótt það
skipti ekki máli út af fyrir
sig að athuga viðbrögð blað-
anna og ríkisstjórnarinnar
gagnvart löndunarbanninu. —
Mogginn felur fregnina um það
á lítt áberandi stað. Tíminn
birtir hana athugasemdalaust,
eins og um lítt áreiðanlega
kvennafarssögu væri að ræða.
AB-blaðið flytur hógværa
kvörtun, rétt eins og ef okkur
hefði verið sýnd smávægileg
ónærgætni. Víðir, blað útgerðar
manna, leggur áherzlu á, að við
megum engar gagnráðstafanir
gera. Rikisstjórnin þegir, en
sendir tvo útgerðarforstjóra
til Bretlands til að reyna að
semja um málið. — Manni dett
ur í hug, hvílíkt öskur þessi
sömu blöð (og ríkisstjórnin)
hefðu rekið upp, ef það hefðu
verið t.d. Rússar, en ekki
Bretar, sem þarna hefðu átt
hlut að máli.
$
Sem betur fer er löndunar-
bannið ekki svo alvarlegt
áfall fyrir íslendinga, að nein
þörf sé á að beygja sig. Það
er hægt að selja fisk til fleiri
landa en Bretlands, og þær
vörur, sem við fáum frá Bret-
landi, er flestar eða allar hægt
að fá frá öðrum löndum.
Áhrifamesta svarið við lönd-
unarbanninu væri eflaust að
hætta að kaupa brezkar vörur.
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um keyptum við á fyrra árs-
helmingi þessa árs vörur frá
Bretlandi fyrir 132 millj. kr.,
En Bretar á sama tíma af
ökkur fyrir aðeins 56 millj.
Hefur því viðskiptajöfnuðurinn
verið Bretum hagstæður um
76 millj. króna. Og þótt við-
skiptin við ísland séu e.t.v.
ekki mikil á mælikvarða berzka
heimsveldisins, er ósennilegt
að Bretar, sem eiga við stór-
felld markaðsvandræði að etja
mn allan heim, kæri sig um
að þau leggist niður, sizt á
meðan þau eru þeim hagstæð.
Hitt hljóta Bretar að gera sér
ljóst, að kúgunarráðstafanir
eins og löndunarbannið megna
ekki að fá Islendinga til að
hvika frá rétti sínum til fiski-
miða sinna.
Okkur Islendingum er bezt
að gera ökkur það ljóst strax,
að Bretar mimu ekki láta
neinna ráða ófreistað til að
kúga ofekur í landhelgismálinu.
Ef við sýnum hik og hálf-
velgju nú strax í byrjun, munu
þeir verða hálfu ósvífnari en
ella. Sterkasta svaraði við kúg-
unartilraunmn þeirra er stöðv-
un á vörukaupum frá Bret-
landi. ____
Íbúð til solu
í miðbænum. Lítil útborgun.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
VIGFÉS FRIDJÓNSSON,
Skrifstofa Túngötu 3.
★ Um geymsluhólfin hjá Isa-
fold. Páll Ásgr. skrifar. „Mig
hefur lengi langað til að skrifa
nokkrar línur um matar-
geymsluhólfin hjá Þráni Sig-
urðssyni. Eg var búinn að
heyra það, að við fengjum ekki
að hafa þessa geymslu áfram
os það fannst mér alveg óþol-
★ Bókasafn Siglufjarðar verð-
ur opnað til útlána á laugar-
daginn 4. okt. Rekstur þess ’i
vetur verður með sama sniði
og í fyrra.
★ Barnaskólinn verður settur
laugardaginn 4. okt. kl. 2 e.h.
Fjöldi barna í skólanum verð-
ur svipaður og í fyrra. Kenn-
aralið skólans er óbreytt frá
því í fyrra.
★ Gagnfræðaskólinn verður
settur laugardaginn 4. ofet. kl.
5 e.h. Um 120 nemendur verða
í skólanum i vetur, og er það
fleira en nokkru sinni áður.
Einn af fastakennurum skól-
ans, Árni Ölafsson, verður við
framhaldsnám í Englandi í vet-
ur. Hefur í hans stað verið
ráðinn Flosi Sigurbjörnsson, er
lokið hefur kennaraprófi í ís-
lenzkum fræðum frá Háskóla
Islands.
★ Tónlistarskólinn verður sett
ur í dag (föstudag) kl. 5 e.h.
Kennari verður Haukur Guð-
laugsson.
★ Frá Karlakórnum Vísi. —
Karlakórinn Visir er nú að
hefja vetrarstarfið og eru fé-
lagar beðnir að mæta í Norska
sjómannaheimilinu n.k. sunnu-
dag kl. 5,30 e.h. Nokkra söng-
menn vantar og eru þeir sem
áhuga hafa á að gerast Vísis-
félagar, beðnir að gefa sig
fram við söngstjórann, Hauk
Guðlaugsson.
★ Vélritunarnámskeið. Eins og
auglýst er á öðrum stað í blað-
inu, ætlar Björn Dúason að
efna til námskeiðs í vélritun,
sem hefst um miðjan þennan
mánuð. Til viðbótar við aug-
lýsingima hefur Björn gefið
blaðinu eftirfarandi upplýsíng-
ar um þetta væntanlega nám-
skeið:
„Kennsluaðferð sú, er ég
mun nota, verður hin svo-
nefnda blindskrift „Tuch Type-
writing,“ en það er sú aðferð,
sem heita má að alsstaðar sé
kennd nú orðið, og hefur raun-
ar verið notuð af öllum beztu
vélriturum heimsins s.l. 20—30
ár. Það er auðvelt að slá alla
lyklana á ritvélinni, án þess
að þurfa fyrst að l'ita á þá,
en það er undirstaða þess, sem
kallað er blindskrift.
Árangur nemenda kemur að
sjálfsögðu undir ástundun
hvers og eins, en nemendur
ættu að geta lokið um 100 slög-
um á minútu að mánuði liðn-
um. Æfingin er ákaflega mikið
atriði, og það er hún sem ger-
ir meistarann. Kennslugjaldinu
hef ég reynt að stilla í hóf,
eða kr. 200,00 fyrir námskeið-
ið. — Eg hef hug á því, ef
þátttaka verður góð og áhugi
nemenda gefur mér tilefni til,
að efna til fleiri námskeiða í
vetur og þar á meðal fyrir þá,
sem áður hafa lært vélritun
eftir þessu kerfi og náð nokkr-
um hraða, en vilja teljast full-
komnir vélritarar. Þar á meðal
uppstilling verzlunarbréfa o.fl.,
er færir vélritarar þurfa að
inna af hendi I starfi.1
andi að tapa hólfinu mínu, því
ég taldi víst að það væri að
einhverju leyti okkur að kenna,
sem hólfin höfum. Eg fór þv'i
og talaði við Þráinn Sigurðs-
son, eiganda hraðfrystihússins,
en hann vildi ekkert segja mér
um þetta. En ég hélt áfram
að leita mér upplýsinga um
þetta. Eg fékk að vita, að all-
mikil vanskil væru á leigugjaldi
fyrir hólfin og hjá sumum
meira en árs vanskil.
Mér finnst nú engin þörf
vera á því að láta vanskila-
menn hafa hólf, því nógir bíða
eftir að geta fengið hólf, ef
eitthvað losnar, og sá sem ekiki
vill borga skilvíslega leiguna,
er ekki í mikilli þörf fyrir að
hafa hólfið. Og það ætti Þrá-
inn að hafa í hendi sinni, að
fá leigu fyrir öll hólfin.
En svo er það nú annað,
sem vert er að minnast á og
snýr að mestu að okfeur, sem
hólfin höfum og göngum um
frystiklefann. Eg á þar við um-
gengnina í klefanum. Hún er
svo langt fyrir neðan það sem
mönnum sæmir, að furðulegt
má kalla. Oft er varla hægt
að stíga á bert gólfið fynr
bréfarusli og pappakassaræfl-
urn o.fl., og þetta finnst mér
því undarlegra, sem margar
konur- ganga þarna um, en lík-
lega eiga karlmennirnir aðal-
söfeina á þessum óþrifnaði. Það
er fyrirhafnarlaust fyrir hvern
mann, að hirða sjálfur sitt
bréfarusl eða sinn pappakassa.
Að skilja þetta eftir á gang-
vegi er ekkert annað en ó-
mennska og sóðaháttur, og að
brjóta tröppurnar, sem ætlaðar
eru fyrir þá, sem efstu hólfin
hafa, er einskær skemmdar-
verknaður, þær voru það sterik-
ar í upphafi. Sem sagt: mér
finnst skömm að þvi fyrir okk-
ur, sem þessi hólf höfum, að
nenna ekki að ganga þrifalega
um klefann og þess vegna vil
ég mælast til þess við alla, er
þarna hafa geymslu, að láta
verða annan svip á umgengn-
inni framvegis, svo að hvorki
sóðaskapur né vanskil verði til
þess að hætt verði að leigja
okkur hólfin áfram. Eg vona
að hlutaðeigendur taki þessi
orð mín vinsamlega.
Páll Ásgrímsson.“
★ Hjónaband. Hinn 6. sept. s.l.
voru gefin saman af sr. Krist-
jáni Róbertssyni Guðlaugur
Helgi Karlsson loftskeytamað-
ur, Hvanneyrarbraut 40, og
frk. Magðalena Sigr. Hallsdótt-
ir (Garibaldasonar). Fór hjóna
vígslan fram í kirkjunni.
★ Jarðarför. Hinn 6. sept. fór
fram útför Sigurlaugar Jónas-
dóttur, Lindargötu 26.
★ Dánardægur. Hinn 10. sept.
lézt á elliheimilinu í Skjaldar-
vik Stefanía Björnsdóttir, til
heimilis að Hlíðarvegi 34. Var
hún sjötug er hún lézt. Útför
hennar fór fram 19. sept.
Hinn 24. sept. lézt frú Sigur-
laug Sfeúladóttir, Hlíðarvegi
34. Hafði hún átt við langvar-
andi vanheilsu að str'iða. Hún
var 47 ára er hún lézt. Útför
hennar fer fram 1 dag.
K O L
lækkað verð.
Kr. 60010 pr. smáli
Rauðka
Nýkomið!
Fallegt áklæði, 2 litir, nagla-
þjalir 4 teg., (ódýrar), bað-
sápa: „Apple Blossom. Ódýr
sirseíni, kr. 11,00 pr. meter.
Reynið viðskiptin.
VERZL. BRÆÐRAÁ
Sími 76.
Myndavél tapaðist
fyrripartinn í september, rétt
lijá Höfðaliólum. — Finnandi
vinsamlega beðinn að skila
henni til Ólafs Þorsteinsson-
ar íæknis, gegn fundarlaun-
um.
TILKYNHIHG UM LÖCTOK
Samkvæmt beiðni innheimtumanns opinberra gjalda í Siglu-
f jarðarkaupstað og að undangengnum úrskurði, tilkynnist liér
með, að lögtök til lúkningar nökkrum opinberiun gjöldum fyrir
árið 1952, auk dráttarvaxta, kostnaðar við lögtaksgerðina og
eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega án frekari fyrirvara
fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessara tilkynningar.
Gjöldin eru þessi:
Tekju- og eignaskattur, fasteignaskattur, tekjuskattsvið-
auki, stríðsgróðaskattur, persónulðgjald til almanna trygginga,
atvinnurekendaiðgjald, námsbókargjald, lesta- og vitagjald,
mjólkureftirlitsgjald, vélaeftirlitsgjald og rafmagnsgjald raf-
stöðva.
Lögtökin fara fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð
ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 16. sept. 1952.
EINAR INGIMUNDARSON