Mjölnir


Mjölnir - 17.04.1962, Blaðsíða 3

Mjölnir - 17.04.1962, Blaðsíða 3
Aðalfundur kvenfélagsins „Von“ Sjálfskaparvíti Hugleiðingar á bindindisdegi TRILLUBATUR til sölu Svo sem öllum Siglfirðingum er kunnugt hefur 1. febrúar verið helgaður bindindisfræðslu og baráttu gegn áfengisböli. Það er því ekki nema eðlilegt að þennan dag vakni umhugsun um þau vandamál, sem af áfengis- neyzlu landsmanna stafa. Hér áður fyrr, þegar þjóðin var skemmra á veg komin í ýmsu því. sem nú telst til „menningar", þá voru helztu vandamál hennar þau, sem stöfuðu af höfuðskepnunum, það voru harðæri af ýmsum á- stæðum, eldgos, ísalög og afla- brestir. í kjölfarið komu svo fá- tækt og förumennska, drepsóttir og eyðing byggða sölsum mann- dauða. Þetta ásamt erlendri á- þján, voru þau miklu vandamál, sem hin þrautseiga íslenzka þjóð glímdi við þá, lifði af og vann sig upp til vaxandi velmegunar. Nú má segja að höfuðskepn- urnar valdi tiltölulega litlum vandamálum. Segja má að þjóðin hafi búið við sæmileg góðæri nokkuð mörg undanfarin ár og hagur hennar gæti því verið tals- vert miklu betri en hann er nú, ef ekki kæmu til sjálfskaparvíti, sem valda henni miklum vanda, gera hana fátækari þjóð, og menning- arsnauðari en hún gæti ella verið. Áfengisvandamálið er sj álf- skaparvíti, sem hver þjóð leiðir yfir sig, sem ekki tekur fastari tökum á frumorsök þess: sölu og dreifingu þessa eiturs, sem leggur jafnvel barnaskólabörnin okkar að velli. Það hafa oftsinnis verið leidd að því föst rök, hvað sölu þessa eiturs sé flónslega háttað hér á landi og fyrirmyndir er- lendar, sem oft eru nefndar eru varla betri, nema að því leyti þó, að smærri skammtar fást þar keyptir. Ekki skal hér frekar hug- leitt um aðferðirnar, sem til þess eru notaðar að fá fólk til að kaupa áfengiseitrið, heldur hitt, hve gíf- urleg sóun fjármuna, starfsorku, vinnustundafjölda, lífsgleði og heilbrigðis fylgir áfengisneyzl- unni. Það er oft talað um gróða ríkisins af áfengissölu og vissu- lega er hann mikill ef aðeins er litið á töluna tekjumegin. Gróði þessi er þó oft nefndur blóðpen- ingur, því alltof oft rennui blóð og dauði, harmur og kvöl í slóð hans. Áfengiskaup ísl. þjóðarinn- ar námu á sl. ári hátt á annað hundrað millj. krónum. Það þýð- ir að á hvert mannsbarn í landinu, börn í vöggu og karlæg gamal- menni og allt þar á milli, leggjast á annað þúsund krónur í áfengis- skatt. Það er hætt við að mikil mótmælaalda risi, ef ríkisvaldið ákvæði að leggja slíkan skatt á hvert nef landsmanna til viðbótar öllum öðrum sköttum og álögum. Hin hliðin, gjaldahliðin á áfeng- isreikningi ríkisins er aldrei skil- greind í tölum, enda hætt við að þá hyrfi ljóminn, sem hin háa gróðatala varpar á áfengissöluna. Það er hætt við að útkoman yrði fremur halli en gróði. Við skulum athuga þetta nánar. Ef reiknað væri út: hvað aukning löggæzlu vegna drykkj uskapar kostar, hvað hátt væru metin örkuml og sjúk- leiki af völdum drykkjuskapar hjá geysilega mörgum einstakl- ingum, hvað hátt væru metin þau mörgu mannslíf, sem farast af völdum drukkinna manna, hvað mikils virði þjóðfélaginu væri starfsorka sú, sem til spillis fer vegna drykkjuskapar manna í ýmsum starfsstéttum. Fleira mætti upp telja, sem í krónum mætti meta, sem tjón vegna drykkju- skapar, en allt hitt, sem aldrei verður til fjármuna metið, en er þó fórn á altari vínguðsins, það er lífshamingjan, heimilislífið, andlegir hæfileikar einstaklinga og spilling á menningarlífi þjóð- arinnar, er þó ekki síður stór- kostlegur mínusliður fyrir þjóð- arheildina. Og vel má minnast þess, að sá, sem áfengi kaupir, fær ekkert fyrir krónurnar sínar annað en skammvinn áhrif, sem í yfirgnæfandi meiri hluta leiða af sér leiðindi og erfiðleika. Það er talað um að þjóðin lifi um efni fram, hún eyði meiru en hún aflar, og því þurfi að spara og því megi ekki horga umsamið kaup til launþeganna. En hvenær hefur heyrzt frá valdhöfunum hvatning til þjóðarinnar, að spara í áfengiskaupum, að minnka á- fengisneyzluna, sem myndi svo af sér leiða stórfelldan sparnað á flestum sviðum þjóðlífsins, — það hefur ekki heyrzt sú hvatning, en hins vegar er fjölgað vínbör- um í Reykjavík og drykkjuveizl- um stjórnarherranna fer sífjölg- andi. íslendingar! Er ekki tími til kominn, að spyrnt sé við fótum? Eiga sjálfskaparvítin að verða okkur verri en höfuðskepnurnar voru forfeðrum okkar á erfiðustu tímum þjóðarinnar? (Eins og upphaf þessarar greinar ber með sér, hefur hún lengi beðið birtingar hjá blaðinu, og er höf- undur og aðrir, sem hlut eiga að máli, beðnir velvirðingar á því. Sá dráttur, sem orðið hefur á birtingu greinarinnar stafar alls ekki af andstöðu við efni og inni- Til sölu er tveggja tonna trillubátur 14 hö Albinvél, sem brennir steinolíu og benzíni. Upplýsingar gefa: Sveinn Björnsson, sími 406 og Birgir Gestsson, sími 444. STJ ÓRNARFLOKKARNIR SNOPPUNGA SIGLUFJÖRB (Framhald af 1. síðu) ingur allra vélaverkstæða þar yrði undanþeginn bæjarútsvari? Hvers vegna eiga allar niður- suðu- og niðurlagningarverk- smiðjur landsins að greiða bæj- arútsvör, nema ein — niðurlagn- ingarverksmiðja S. R. á Siglu- firði? Hvers vegna ekki að láta jafnt ganga yfir öll sveitarfélög, sem hafa síldarverksmiðjur innan sinna vébanda. Hvers vegna á að refsa þeim sveitarfélögum sérstak- lega, sem hafa léð S. R. aðstöðu? Afgreiðsla stj órnarflokkkanna á þessu máli er hróplegt rang- Iæti, sem setur Siglufjarðarkaup- stað og örfáa aðra staði skör neð- ar en önnuí sveitarfélög landsins, að því er varðar innheimtu útsvara af atvinnurekstri í byggðarlagi- inu. Vísnaþáttur I vísnaþáttunum 9 hér að fram- an hafa verið sýndir og skýrðir Rímnabraghættir frá upphafi rímnakveðskapar og þróun þeirra til siðaskipta. í þáttunum hér á eftir verður minnst á hina fáu nafngreindu höfunda, er hafa lát- ið eftir sig rímur og stökur, eða annan alþýðukveðskap á sama tíma. Einar Gilsson lögmaður, talinn Skagfirðingur að ætt. Hann er elzta nafngreinda rímnaskáldið. Hans er fyrst getið 1339, er þá kvæntur Ar'nfríði Helgadóttur. Mun hafa búið í Skagafirði 1353. Er fluttur í Húnaþing 1359. Hans er ekki getið eftir 1369. Eftir hann er Ólafs ríma Haraldssonar, elzta stök ríma, sem varðveitzt hefur. Björn K. Þórólfsson telur að hún geti ekki verið eldri en frá 1350. Önnur ljóð Einars eru 2 kvæði um Guðmund Arason bisk- up og Silkolluvísur undir drótt- kvæðum háttum. Ólafsríma segir í stuttu máli frá hald greinarinnar, heldur því, að' takmarkaS síðurúm Mjölnis hefur orSiS að taka fyrir tímabundiS efni, en framanrituS grein er í fullu gildi, þótt skrifuS sé í febrú- ar.) KvenfélagiS Von hélt aSalfund sinn 15. marz sl. I stjórn voru kosnar: GuS- ný Fanndal, formaSur, MagSalena BINGO ENN Það var eins og svolítið drægi úr bingó-æðinu, a. m. k. hér í bænum, þegar blöð og fyrirlesar- ar gerðu þessa forheimskandi fjáraflaaðferð að umtalsefni og fordæmdu hana. Nú hafa bingo-haldarar íhalds- ins enn farið á stúfana og æsa nú upp gróðafýkn fjöldans sem mest þeir mega. Og litla íhaldið, krat- arnir, ætla nú að taka upp sama bragðið í hjáleigunni og hús- bændurnir á óðalinu nota. En manni er spurn: Hvað lengi á þessum bingo-bröllurum að haldast uppi með svona starfsemi án þess að greiða af henni skatta og skyldur svo sem gert er af öðr- um fjáraflafyrirtækjum. Á að vera einhver hlífð yfir henni vegna þess að Bjarni dóms- málaráðherra var einn af fyrstu íslendingunum, sem spilaði bingo í Kanapartíum á vellinum? ríkisstjórn Ólafs helga og tildrög- um Stiklastaðaorustu, mest frá or- ustunni sjálfri. í rímunni segir svo, m. a.: Á Stiklastöðum var róman remd ríkum kóngi í móti. Þá voru sköft með höndum hremd og hörðu kastað spjóti. 35. erindi. Góða sverðið Hneitir hét hafði gramur til víga; þar fyrir margan þengill lét þegn að jörðu hníga. 37. erindi. Um jall Ólafs konungs. Þorsteinn réð á Þengils kné þunnri öxi að sníða; síðan lét hann fjör með fé og féll í ánauð stríða. 49. erindi. Björlum varp sér brandi frá buðlungs höndin mæta, sjóli bað með sönnu þá sjálfan Guð sín gæta. 50. erindi. Þórir lagði í kóngsins kvið köldum snótar ráðum; hilmis sál tók hæstan frið himna grains með náðum. 51. erindi. Að lokum eru taldar nokkrar jarteiknir Ólafs konungs látins. Hér er svo lokaerindi rímunnar: Reiðst þú ei þó Þengill þér þyrða ég vísu bjóða; bið ég Olaf bjarga mér við buðlung allra þjóða. 65. erindi. (B. K. Þ. setur Ólafs rímu Har- aldssonar nr. 2 í röð elztu rímna.) Heimildir: Isl. Æviskrár, Rím- ur fyrir 1600, Ólafs ríma Haralds- sonar, skv. Flateyjarhók. G. S. Hallsdóttir, varaform., Margrét Ólafs- dóttir ritari, Ilildur Eiríksdóótir vara- ritari, Oddrún Reykdal gjaldkeri, Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir vara- gjaldkeri, Hrefna Hermannsdóttir og Dagmar Þórhallsson endurskoðendur. Félagið rekur barnadagheimilið Leikskála 2—3 mánuði yfir sumarið. Formaður dagheimilisnefndar er Guð- rún Thorarensen, og gjaldkeri Ólöf Kristinsdóttir. Kvenfélagið færir öllum þeim, sem styrkt hafa starfsemi þess með gjöf- um og áheitum, beztu þakkir. Fulltrúi félagsins í byggingarnefnd sjúkrahússins er Sigurbjörg Hólm, til vara Þorfinna Sigfúsdóttir. Á sl. ári lagði félagið í byggingarsjóð sjúkra- hússins kr. 35.000.00, og liefur þá lagt fram kr. 200 þús. til byggingarinnar. Félagið selur minningarspjöld Elli- heimilissjóðs kvenfél. Vonar, og renn- ur andvirðið, og ágóði af bazar og merkasölu til sjúkrahússbyggingarinn- ar. PÁLL ÁSGRÍMSSON (Framhald af 4. síðu) getu að vinna að heillavænlegum framförum á þessum sviðum. Mér, sem þessar línur rita, er persónulega ljúft að minnast ágæts samstarfs við Pál Ásgríms- son frá þeim árum er ég var starfsmaður Sósíalistafélags Siglufjarðar um nærfellt níu ára skeið, já, allt frá því ég fór að taka virkan þátt í félagsstörfum bæði í flokknum og* í verka- mannafélaginu Þrótti. Ég vil nú, í tilefni þessara tíma- móta í ævi hans, færa honum al- úðar þakkir fyrir heilræði og hugmyndir, og ágætar ábending- ar sprottnar af reynslu og íhygli en gefnar af góðvild og um- hyggju fyrir þeim málstað, sem við báðir erum sannfærðir um að er hinn eini rétti málsstaður, sem alþýðan verður að berjast fyrir, sjálfrar sín vegna, þjóðar- innar vegna. Því mun svo farið um flesta, sem mikið gefa sig að félagsmál- um, að þeir „vanræki“ heimilið (sem svo er kallað) að meira eða minna leyti. Hjá Páli mun þetta ekki hafa komið svo mjög að sök, og hefur þar tvennt komið til. Páll er mjög umhyggjusamur og nærgætinn heimilisfaðir og kon- ur hans báðar, hvor á sinni tíð, hafa staðið við hlið hans í blíðu og stríðu, og mikill myndar- og menningarbragur ávallt ríkt á heimilinu. Ég flyt Páli Ásgrímssyni, eigin- konu hans og börnum innilegar heillaóskir okkar félaganna og við óskum þess öll, að lengi enn megum við eiga hann heilan á húfi til liðssemdar og haráttu fyrir hverju góðu málefni. E. M. A. Þriðjudagur 17. apríl 1962 Mjölnir— (3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.