Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 1
r XXV. árgangur Föstudagur 6. júlí 1962 11. tbl. Fyrsti jnndur hinnnr nýhjðrnu bœjurstjórnur Siglufjurður Álger §amstaða Alþýðuflokksiiis og íkaldsius Avorp til iesettda RóSstofno fulltrúa Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæini vesíra, sem hcldin var i Siglufirði 1 1 júní s.l. scmþykkti að hefja útgáfu kjördæmisblcðs og kaus undirritaða í útgáfustjórn þess. Útgáfustjórnin taldi æskilegt, cð blaðið MJÖLNIR væki við hluí- verki kjördæmisblaðsins, og fór þess á leit við eiganda og útgefanda MJÖLNIS um árctuga skeið, Sósialistafélag Siglufjarðar, að það veitti leyfi sitt til þessarar breytingar og gæfi útgáfuna oftir vil Alþýðubandalagsins um óákveðinn tíma. Stjórn Scsíalistafélags Siglufjarðar hefur veitt samþykki sitt til þessa, og þvi tekur Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi vestra við útgáfu MJÖLNIS með þessu tölublaði. Samfara þessari breytingu verður lögð áherzla á að birta fréttir hvaðanæfa að úr kjördæminu og óskar MJÖLNIR eftir hjálpsemi stuðningsmanna, sem viðast úr kjördæminu við fréttasöfnun. Enn- fremur tekur MJÖLNIR fegins hendi við greinum og fréttabréfum frá velunnurum sínum sem viðast að. Um leið og þessi breyting er gerð á útgáfu blaðsins mun upplag þsss verða aukið nokkuð og skorum við á alla samherja og stuðn- ingsmenn þess að gera stórt átak til að auka útbreiðslu þess og fjölga áskrifendum. Leynisamningurinn. Fyrir bæj arstj órnarkosningarn- ar var það altalað í Siglufirði, að Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn, eða réttara sagt nokkrir framámenn þessara flokka, hefðu gert með sér leyni- samning um áframhaldandi bæj- armálasamstarf með Sigurjón Sæmundsson sem bæjarstjóra, ef þeir héldu óbreyttri fulltrúatölu. Á aukafundi, sem haldinn var í bæjarstjórn 2. júní eftir kröfu bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, til að útkljá Drafnarmálið, kom þetta berlega í ljós. Á þeim fundi höfðu bæjarfulltrúar þess- ara flokka samstöðu í einu og öllu, tóku meira að segja fundar- hlé til að halda meirihlutafund. Fyrst felldu þeir í sameiningu til- lögu um að nota forkaupsréttinn að Drafnarstöðinni, og sam- þykktu síðan tillögu, sem þeir höfðu samið fyrir fundinn, ásamt langri vélritaðri greinargerð. Að þessu loknu felldu þeir tillögu sem minnihlutinn flutti, um að aug- lýsa bæjarstjórastarfið laust til umsóknar, væntanlega til að spara bænum óþarfan auglýsinga- kostnað. Reyndu að brjófa bæjarmófasamþykktina. Hinn 14. júní var haldinn bæj- arstjórnarfundur aftur, og fór þar fram kjör bæjarstjóra, forseta og flestra nefnda. Til fundarins var boðað með dagskrá, og var þar tekið fram, að nefndir yrðu kosn- ar til fjögurra ára. Þar sem þessi tilhögun brýtur algerlega í bága við gildandi samþykkt um stjórn bæjarmála í Siglufirði, gerðu bæj arfulltrúar Alþýðubandalags- ins og Framsóknar athugasemdir við þetta og mótmæltu dagskránni þegar í fundarbyrjun. Varð um þetta langt þref, og hélt Sigurjón þrjár ræður til að reyna að sanna, að heimilt væri að kjósa til fjög- urra ára, þvert ofan í gildandi bæjarmálasamþykkt. Þó lauk svo, að meirihlutinn lét undan síga, eftir að bæjarfulltrúar minnihlut- ans höfðu hótað að kæra kosn- inguna, ef hún færi ekki fram samkvæmt samþykktinni. Urðu bæjarfulltrúar íhaldsins til þess að forða vanvirðunni. Féll bæjar- stjóra það bersýnilega illa, og mun hafa talið tiktúru sína æðri en samþykktina. Kjör bæjarstjóra og nefnda. Baldur Eiríksson var kjörinn 1. forseti bæjarstjórnar og Sigur- jón Sæmundsson bæjarstjóri með 5 atkyæðum. Bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn kjöri Sigurjóns og létu bóka greinargerðir með atkvæðum sín- um. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar höfðu samstöðu um kjör í nefndir, nema í bæjarráð. Stillti hvor flokkur sínum fulltrúa til hæjarráðskjörs- ins, og fór fram hlutkesti. Kom upp hlutur Alþýðubandalagsins, og var Hannes Baldvinsson kjör- inn. í útgáfusíjérn Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra Nokkurt þref varð út af kjöri endurskoðenda, og verður leitað ráðuneytisúrskurðar um það, hvort Stefán Friðbjarnarson sé kjörgengur til starfs endurskoð- enda bæjarútgerðarinnar, og um kjörgengi Huldu Steinsdóttur og Stefáns Friðrikssonar til endur- skoðunar bæjarreikninga. I tvær nefndir, fræðsluráð og Rauðkustjórn, var ekki kosið á þessum fundi. Samþykkti meiri- hlutinn að fresta kosningunni. Samningar meirihlufans. í „Siglfirðingi“ 21. júní, birt- ist „málefnasamningur“ meiri- hlutans. Aðaleinkenni hans eru setningar eins og: „stefnt verði að því“, „athugað verði“, „unnið verði að því“, „stuðlað verði að því“ og orðið EF. En auk þess- arar samningsómyndar, sem ekk- ert er nema viljayfirlýsingar með ótal fyrirvörum og aukafyrirvör- um, segja kunnugir, að framá- menn meirihlutaflokkanna hafi gert með sér annan samning, miklu nákvæmar orðaðan, nokk- urs konar viðskiptasamning, eða efnahagsbandalag bæjarfulltrúa og foringja meirihlutaflokkanna, þar sem nákvæmlega sé kveðið á um skiptingu embætta og bitlinga, sem til kunna að falla á vegum bæjarins næstu 4 ár. Er talið, að sá samningur sé í rauninni aðal- samningurinn, í augum sumra bæjarfulltrúanna, og verði lagt Hannes Baldvinsson (áb) Benedikt Sigurðsson Armann Jakobsson Einar M. Albertsson Tryggvi Sigurbjarnarson IOSíOI mal Og: tnnnnr Heildaraflinn var um helgina 108.704 mál og lunnur eða um 40 þús. málum og tunnum minni en á sama tíma í fyrra. Ber þess þá að gæta að veiði hófst í fyrra viku fyrr en nú. Þátttaka í veiðunum í sumar er svipuð og í fyrra eða 220 iil 230 skip. Síðastl. laugardag, á miðnætti Höfðfnglcg: grjöf Á sjómannadaginn færðu þau hjónin Björg Benediktsdóttir og Frímann Guðnason Ráðhústorgi, Slysavarnadeildinni Vörn kr. 25.000,00 að gjöf, til minningar um son þeirra, Hólmar, er fórst með b.v. Elliða, 10. febrúar s.l. Slysavarnadeildin Vörn þakkar þeim hjónum innilega fyrir hina höfðinglegu gjöf. meira kapp á að honum verði framfylgt nákvæmlegar en mál- efnasamningnum, sem raunar er allur orðaður með það fyrir aug- um, að liann bindi meirihlutann ekki við ákveðna stefnu í einu einasta máli. var aflinn sem hér segir. (Tölur í sviga eru frá sama tíma í fyrra). I salt: 141 uppsalt. tunna (86.216). í bræðslu: 104085 mál (67.254). í frystingu: 4478 uppm. tunnur (5.885). Samtals mál og tunnur 108.704 -159.355). Hvað direlur shipii! Það muna líklega flestir eftir hinum flennistóra fregnmiða, sem Neisti lét stilla út í sjoppunni hans Schiöts dagana fyrir kosn- ingar í vor, og fullyrti þar að einn hinna nýju báta, sem kaupa ætti, myndi verða kominn til bæjarins í byrjun síldarvertíðar. Nú er síldarvertíð hafin og það í seinna lagi, en ekkert bólar enn á Neista- skipinu. Hvað dvelur skipið? Eða er þetta sama fyrirbrigðið og þegar Sigurjón fullyrti í fram- boðsræðu 1958, að húið væri að festa kaup á tækjum til jarð- gangnagerðarinnar og verkfræð- ingur og verkstjóri væru á förum til Noregs að sækja þau? Undarlegt er hvað þessir spé- fuglar geta hvað eftir annað lyft sér upp á lygi og blekkingum. Bcncdikt Sigurðsson. Hanncs Baldvinsson. Bœjorfulltrúar 09 varabsjarfulltrúar Alþýðubandalagsins d Siglufirði Tryggvi Sigurbjornarson. Einar M. Albertsson.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.