Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 4

Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 4
MfiMr Föstudagur 6. júlí 1962 Ofremdarástand samgöngnmála Götur Oft hefur verið mikið rætt og talsvert ritað um samgöngumál Siglfirðinga. Ástand Skarðsveg- arins hefur mikið verið gagnrýnt og áskoranir frá bæjarstjórn og öðrum aðilum hafa verið sendar vegamálastjórn og alþingismönn- um. Nú fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar lýstu Alþýðuflokks- menn og Sjálfstæðismenn því ó- tvírætt yfir, að þeir teldu bættar samgöngur eina höfuð forsend- una fyrir framtíð Siglufjarðar, og geta vitanlega allir tekið undir og stutt það álit. En það, sem gefur ástæðu til að ætla að lítil alvara fylgi yfir- lýsingum og áskorunum þessara flokka, er það, að þeirra eigin verk í sambandi við samgöngu- mál eru með slíkum endemum, að víðfrægt er orðið út um land- ið. Það hefur á undanförnum ár- um legið illt orð á viðhaldi sigl- firzkra gatna en nú í vor og það sem af er sumri keyrir um þver- bak, því aldrei hafa götur Siglu- fjarðar verið jafn ægilegar yfir- ferðar. Valda þar nokkru hinir miklu vatnavextir, sem urðu um miðjan júní, en nú, þegar þetta er ritað í lok júnímánaðar þá hefur hvergi verið hreyft við neinu til viðgerðar. Þau yfirvöld, sem þannig hugsa um samgöngurnar í hænum eru áreiðanlega mjög illa til þess fallin, að senda áskoranir til ann- arra yfirvalda um bættar og góð- ar samgöngur. Enda er það löngu orðið ljóst, að yfirvöld vegamála gera ekki meir með áskoranir Sigurjóns og hans félaga en tungl- ið gerir með gey seppanna. Ástand Skarðsvegarins að und- anförnu sýnir þetta óumdeilan- lega. Sjúkraf lugvöSlur Til samgöngubóta hefur það talizt mikilsvert atriði að hér yrði gerður stór flugvöllur. Nú munu ýmis vandkvæði vera komin upp í því sambandi, en litli sjúkra- flugvöllurinn yfir á Grandanum er ótvírætt nauðsynlegur, og hann þyrfti að endurbæta á ýmsan hátt og koma þar upp öryggisútbún- aði. En þessi litli flugvöllur er eins og eyja, sem varla verður komist til nema í loftinu. Vegurinn þang- að hefur lengst af mátt kallast ófær, en upp á síðkastið hefur ekki verið fært þangað nema á jeppum og trukkum. Það er álit manna, að ef svo illa vildi til, að flytja þyrfti mjög veikan mann og hann ætti að fara með flugvél héðan, þá sé mikið vafamál að hann lifði af að komast á flug- völlinn. Þannig er ástand vega- mála í höndum þeirra manna, sem hæst gala um nauðsyn góðra samgangna og mestar kröfur gera til annarra um að hafa vegi í góðu lagi. Það virðist ekki ætla að verða breyting til batnaðar hjá meiri- hluta íhalds og krata um fram- kvæmdir 1 þágu samgöngumála í firðinum. Eða eru þeir að búa til módel af vegakerfinu í sandkassa einhvers staðar á bak við hús, og lialda svo að allt sé í lagi, hér séu ágætir vegir og allt hvað eina. En þeir, sem ekki sjá módelið, en þurfa að fara göturnar, þeir finna að ekki er allt í lagi með stjórn þessa bæjar. Shólnbyggingar i HAnavatnssýslu Föstudaginn 15. júní var hald- inn á Blönduósi sameiginlegur fundur fræðsluráðs Austur-Húna- vatnssýslu og oddvita allra sveita- hreppa sýslunnar. -— Þar var sam- þykkt af fræðsluráði að mæla með sameiningu skólahverfa hér- aðsins og reisa sameiginlegan heimavistarskóla fyrir börn úr sveitahreppum sýslunnar. Oddvitar 6 hreppa lýstu yfir stuðningi við málið, en tveir oddvitar sögðust ekki vera við- búnir að taka afstöðu, en vildu ekki neita þátttöku. Þesáir tveir hreppar hafa nokkra sérstöðu. Staður fyrir skólann er ætl- aður á Reykjum á Reykjabraut og verður nú þegar hafizt handa um undirbúning málsins, svo sem leita eftir samþykki fræðslumála- stjórnarinnar og fáist það, þá að útvega teikningar og svo frám- vegis. Er mikill áhugi í héraðinu fyr- ir því að þetta mál nái sem fyrst fram að ganga. Fimmtudaginn 14. júní var á Laugarbakka í Miðfirði sameigin- Iegur fundur fræðsluráðs V.- Húnavalnssýslu og oddvita sveitahreppa sýslunnar. Þar var samþykkt af fræðslu- ráði að mæla með sameiningu EINAR M. ALBERTSSON Fjollalakurimin 09 {rnhvsriiiltysi twejarsljérans Mig grunaði ekki, þegar ég fyrir einu ári, eða þann 17. júní 1961 snemma morguns varð að hlaupa fáklæddur út til að reyna að forða íbúð minni frá vatns- flóði úr Fjalllæknum, og þegar ég siðar þann sama dag settist við að skrifa bæjarstjórn eitt bréfið enn í því skyni að fá liana til skilnings og vilja á því, að eitt- hvað þyrfti að gera til að bægja þessum voða frá mínu húsi og annarra, þá grunaði mig sízt að ég myndi hafa enn ríkari ástæðu til skrifta um þetta vandamál þann 17. júní 1962. En sú er nú orðin raunin. í dag er 17. júní 1962. í dag er Hólavegur illfær bílum vegna framburðar úr Fjalllæknum, í dag er fjöldi garða og lóða stór- skemmdur vegna aurs og leðju, sem vatnsflaumur úr læknum bar með sér og margvíslegt annað tjón hefur hlotizt af vatnavöxtum síðustu daga. Stórviðrið 14. og 15. júní s.l. hæði hvassveður og rigning, er með því versta, sem menn muna hér. Tjón vegna þessa veðurs er því ekki svo undarlegt þegar fleira er athugað. Ur fjallinu hér fyrir ofan bæ- inn falla nokkrir lækir, sem að jafnaði eru litlir og meinlausir, en vaxa skjótt ef eitthvað rignir. Fyrir löngu síðan var gerður skurður við hlíðarrætur og í þennan skurð féllu svo lækirnir. Skurður þessi endar í litlum svelg rétt fyrir ofan Hólaveg, en úr svelgnum var lögð leiðsla úr mjó- um rörum til sjávar. Svelgur þessi er mjór stokkur, um 70 sm á breidd og rúmlega 1 m á lengd, rist er fyrir opi rörsins. Það er langt síðan þessi mjóa leiðsla hálfstíflaðist af framburði aurs og langt síðan sú viturlega (!!!) ráðstöfun var gerð að bæta víðari rörum við efri enda leiðslunnar. Sem sagt, mannvirki þetta er orð- ið nokkurra áratuga gamalt og allt úr sér gengið. Eg kynntist þessu fyrst af eigin raun þegar ég hafði eignast íbúð í húsi, sem stóf) í næstu nálægð við enda skurðsins, svelginn. Ég gerði mér fljótt ljósa grein fyrir skólahverfa héraðsins og reisa heimavistarskóla fyrir börn úr sveitahreppum sýslunnar, sem þá myndi sennilega verða á Laugarbakka. Ekki var fullkominn einhugur á fundinum og munu sennilega 4 af 6 sveitahreppum sýslunnar verða með nú þegar, en Fremri- Torfustaðahreppur og Þverár- ^ hreppur hafa lýst sig mótfallna I einum sameiginlegum skóla fyrir allt héraðið. Fræðsluráðið mun nú þegar hefja undirbúning að frekari ^ framkvæmdum, því að áhugi er | mikill í héraðinu að þessi lausn á skólavandamálinu fáist. (Frétt frá sýslumanni Húnvetninga). ‘ ■ 1 hættum þeim, sem af læknum stöf- uðu, enda gáfu eldri ihúar við Hólaveg mér sterkar lýsingar af óvættinni. Ég reyndi því fljótlega að vekja athygli bæjarstjóra og bæjarstjórnar á þeirri hættu, sem af læknum stafaði, eða réttara sagt, af því, að framrennslis- möguleikar vatnsins úr hlíðinni væru mjög takmarkaðir. Svar við einu bréfa minna dags. 12/10 1959 hljóðar svo: „Bœjarstjórinn. Siglufirði. Siglufirði 12/10 1959. „Hr. stöðvarstjóri Einar M. Al- bertsson, Siglufirði. A jundi bœj- arráðs 10/9 s.l. og bœjarstjórnar 9/10 s.l. var fyrirtekið erindi yðar v/skemmda, er vatnsflóð úr fjalls- hlíðinni hefðu valdið á lóð yðar og liúsi. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt af þessu tilefni: „Bœjarráð felur bœjarverkstjóra og bygg- ingafulltrúa að athuga og gera kostnaðaráœtlun um stórt rœsi til sjávar. Enn fremur að gerðar verði þœr bráðabirgðaráðstafanir sem hentugastar þykja til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum vatnsflóða úr fjallalœknum.“ Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst. Bœjarstjórinn á Siglufirði. Sigurjón Sœmunds- son.“ Þetta var í okt. 1959. I árs- byrjun 1960, þegar fjárhagsáætl- un var afgreidd, var samþykkt 100 þús. kr. fjárveiting til fram- kvæmda við fjallskurðinn. Fyrir það fé hefur ekkert verið fram- kvæmt, því ekkert hefur verið gert í þessu sambandi þau ár, sem ég hef átt hér hagsmuna að gæta, annað en það, að gerður var með jarðýtu grunnur skurður suður og upp í fjallið. Mig minnir að það hafi verið sumarið 1959. Sá skurður gerði aðeins illt verra. Fallhæð vatnsins í honum var meiri en í hinum, vatnið reif því með sér margfalt meira af grjóti og aur, enda flóði hér um allt í fyrstu meiriháttar rigningu eftir að greftri hans lauk. En frárennsl- isleiðslur allar voru óhreyfðar og engin aukning eða endurbót á þeim gerð. Þessi sígilda Irnkka- bræðra aðferð, að byrja á endin- um, vakti talsverða furðu þá, það var annað árið undir stjórn Sig- urjóns. Nú undrast þetta fáir, en þó er búið að endurkjósa hann bæjarstjóra. 17. júní 1961 flæddi lækurinn enn yfir lóðir og götur. Eg sendi þá ásamt sambýlismanni mínum hæjarstjórn bréf og minnti á fyrri loforð og samþykktir bæjarstjórn- ar og við settum fram ákveðnar kröfur sem okkur virtust til úr- bóta og varnaðar okkgr lóð. Við því bréfi barst mér svar dags. 29/6 61 svohljóðandi: „Erindi yðar um fjallskurð og fl. var fyrir tekið í bæjarráði 26/6 s.l. og bœjarstjórn 28/6 s.l. Svohljóðandi samþykkt v(ir gerð: „Þar sem ákveðið héfur verið að grafa nýjan fjallskurð í suma( til að fyrirbyggja flóða- hœttu, tekur bœjarráð ekki frek- ari afstöðu til þessa máls að sinni.“ Þetta tilkynnist yður hér með. V irðingarfyllst. Bœjarstjórinn á Siglufirði Sigurjón Sœmundsson.“ Sumarið 1961 leið án þess nokkuð bólaði á framkvæmdum við fjallskurðinn. Hins vegar var byrjað á lagningu vegar upp í Hvanneyrarskál. Sú framkvæmd hlaut varla upphaf nó-enda.-Það var byrjað hátt upp í hlíð, þar sem ýtur tæplega komust og end- að á því að festa og brjóta jarð- ýtuna, sem þarna var að vinna, í forardýki. Til að ná henni varð að draga hana gegn um háa ruðn- inga og varð af því mikið jarð- rask. Einmitt þetta jarðrask varð ein mesta orsökin til þess hve illa fór í vatnavöxtunum í vikunni sem leið. Gegnum þetta ■ skarð brauzt fram aur og grjótskriða úr dýki því, sem ýtan hafði rót- ast sem mest í. I októbermánuði s.l. þegar mér þótti sýnilegt, að ekkert myndi verða aðhafzt til framkvæmda við fjallskurð þann, sem bæjarstjórn hafði ákveðið að grafa, en aug- ljós sú hætta, sem af jarðraskinu vegna vegarlagningarinnar staf- aði, sendi ég bæjarráði eftirfar- andi bréf: „Siglufirði 25. okt. 1961. Bœjarráðið, Siglufirði Ég undirritaðúr leyfi mér liér með að minna á eftirfarandi: 1 júní mánuði s.l. sendi ég og sameign- armaður minn, Sigurður Þor- Framh. á 3. síðu. HéraðsráðsteFna Alþýðubandalags- ins í Aorðveslurlandskjördæmi Héraðsráðstefna Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi vestra var haldin á Siglufirði um hvítasunnuna. Ráðstefnuna sóttu nær 30 fulltrúar víðs vegar að úr kjördæminu. Helztu málin á dagr skrá ráðstefnunnar voru skipu- lagsmál Alþýðubandalagsins, út- gáfu- og útbreiðslustarfsemi í kj ördærpinu og kósning; til hér- aðssfjórnar. í héraðsstjórn voru kosin: Ein&r M. Albeiítsson, Arnór -Sig- 1 urðsson, Júlíus Júlíusson, Bene- dikt Sigurðsson, Tryggvi Sigur- bj arnarson, Olafur Þorsteinsson, Haukur Hafstað, Hulda Sigur- björnsdóttir, Guðmundur Theó- dórsson, Pálmi Sigurðsson og Skúli Magnússon. Um kvöldið var fulltrúum á ráðstefnunni boðið á árshátíð Álþýðubandalagsin's ,í Siglufirði, sem haldin var að Hótel Hvann- ■eyr'i.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.