Mjölnir - 23.11.1962, Side 3
Frá sveit til sjávnr
Aflabrögð.
TOGARINN HAFLIÐI seldi afla
sinn, 75—80 tonn fyrir 4800
pund á þriðjudaginn í Grimsby.
TRILLUFISKIRÍ hefur að undan-
förnu verið frekar rýrt. Þó fékk
trilla Sveins Þorsteinssonar rúm-
lega 5000 pund á laugardaginn
var.
AFLI BÁTANNA hefur verið
sæmilegur að undanförnu og
heldur verið að glæðast. Stærri
bátarnir hafa i síðustu viku fengið
ca. 5—7 tonn í róðri.
*
Skíðafélagið
hefur hafið vetrarstarfið og hélt
aðalfund sinn þriðjudaginn 13.
þ. m. Þar var kjörin ný stjórn fyrir
félagið og er Guðmundur Árnason
formaður, en aðrir i stjórn þeir
Hjálmar Stefánsson, Jóhann Vil-
bergsson, Skarphéðinn Guðmunds-
son og Baldur Ólafsson. Mikill
hugur er innan félagsins að gera
vetrarstarfið sem mest og bezt.
*
Rjúpnaveiðar
Lítið mun enn um rjúpu og hafa
jafnvel hinir skotfimustu veiði-
menn orðið að hverfa heim með
lítinn feng fram að þessu. Verð á
rjúpu fyrir sunnan mun vera
óheyrilegt.
*
Götuljósin
í Aðalgötunni hafa tekið upp þann
leiða sið að loga ekki þegar kólnar
Tryggt verði fé til Stráka-
vegar
Eftirjarandi tillaga var sam-
þykkt með öllum atkvœðum á síð-
asta bœjarstjórnarfundi:
„Bœjarstjórn Siglufjarðar sam-
þykkir þau eindregnu tilmœli til
Alþingis og ríkisstjórnar, að í
fyrirhugaðri heildaráœtlun um
vegaframkvœmdir í landinu verði
lagning' Strákavegar tryggð á
nœstu tveimur árum, og verkinu
hraðað svo, að vegurinn verði
opnaður til umferðar í árslok
1964.“
N Ý VERZLUN
Verzlunin Túngata 1 er nú í
þann veginn aö færa út kvíarnar,
og mun á morgun eða eftir helg-
ina opna herradeild í þeim enda
hússins, sem áður var Diddabar.
Innréttingu hefur verið ger-
breytt og hefur Bjarki Árnason,
trésmíðameistari, annazt þær. Þá
hefur verið gerð ný innrétting í
„dömudeildinni“ og framkvæmdu
hana þeir Hjörtur Ármannsson
ogGuðmundur Þorláksson.
Eru hvort tveggja innrétting-
arnar hinar smekklegustu.
Verzlunarstjóri í hinni nýju
herradeild verður Sveinbjörn
Tómasson, en kona hans, frú
Anna Hertervig, hefur veitt dömu-
deildinni forstöðu.
í veðri. Er þetta mjög bagalegt,
því umferð er þarna einna mest í
Siglufirði.
*
Nýr bótur
hefur hafið róðra héðan og mun
stunda veiðar héðan í vetur. Er
Það ORRI fró Akureyri, um 27
tonn að stærð. Hann leggur upp
hjó frystihúsi S.R. Skipstjóri er
Júlíus Þorkelsson.
*
Skipakomur
hafa verið með mesta móti undan-
farið og hefur verið skipað all-
miklu út af síld.
*
Sigluf jarðarskarð
tepptist í annað skipti miðviku-
daginn 14. nóv. Þegar þetta er
ritað (þriðjudag) berast þær
fréttir að moka eigi Skarðið í nótt
og er ekki talið mikið verk, svo
líklega verður það opið, þegar
blaðið kemur út.
*
Jólapósturinn.
Þeir sem þurfa að senda jólapóst
til útlanda, ættu að gera það tím-
anlega, og athuga í því sambandi
auglýsingu um skipaferðir, sem
liggur frammi ó póststofunni.
*
Síðbúin ofmæliskvcðja.
Við fréttum heldur seint, að í
sumar óttu tveir góðborgarar í
Siglufirði merkisafmæli, þeir Sóp-
hus Árnason, sem varð sjötugur
hinn 8. júlí s.l. og Guðmundur
Kristjónsson, sem varð sextugur
tiu dögum seinna, eða hinn 18.
júlí. — Viljum við verða fyrstir
blaða til að óska þeim bóðum til
hamingju, þótt seint sé.
Leiörétting
í viðtalinu við Friðriku Bjöms-
dóttur, sem birt var í síðasta blaði,
hafði vísan eftir hana brenglast í
meðförum mínum og hið ég vel-
virðingar á því. Rétt er vísan
svona:
Mikið er sólin blessuð blíð
burtu hrekur kvíða.
Rölta um í Reynihlíð
Rikka, Sigga og Fríða.
Ennfremur vil ég taka fram, að
í greininni láðist mér að geta
þess, að frú Hólmfríður Guð-
mundsdóttir var fararstjóri hóps-
ins f. h. Orlofsnefndar, og var hún
ellefta konan í hópnum.
G. A.
SKlÐI
SKÍÐÁSKÓR
SKÍÐASTAFIR
SKÍÐABUXUR
fyrir dömur og herra.
SKÍÐASLEÐAR
SKAUTAR
SKAUTASKÓR
★
Mikið úrval af ódýrum
leikföngum.
★
Allt í jólabaksturinn.
Komið og kaupið þar
sem úrvalið er mest.
Verzlunin Ásgeir
Jónas Ásgeirsson
Sími 80.
NOTIÐ SÍMANN
SPARIÐ TÍMANN
Sendum heim.
Sími 100.
LITLABÚÐIN
Höfum mikið úrval af
borðbúnaði úr stóli og
tekki.
HNÍFAPÖR fyrir 4 og 6
KJÖTSETT
ÁLEGGSGAFFLA og
HNÍFA
COCKTAILSETT
og margt fleira.
Verzlunin Ásgeir
Jónas Ásgeirsson
Sími 80.
EGI LSREYKH ÚS
Pantið sem fyrst
jólahangikjötið
EG I LSREYKH ÚS
ÞAKKARÁVARP.
Okkar innilegustu þakkir fyrir þó samúð og velvild, sem okkur
Hefur verið sýnd við andlót og jarðarför konunnar minnar og móður
okkar
Jónu Sigurðardóttur.
Guðjón Þórarinsson
börn og tengdabörn.
SÍMASKRÁIN
Þar sem verið er að undirbúa prentun nýrrar símaskrár,
eru þeir símanotendur, sem óska að koma breytingu við
skrána, beðnir að tilkynna mér það skriflega fyrir 28. nóv-
ember.
Símastjórinn
Siglufirði.
Verkútboð
Ákveðið hefur verið að bjóða út viðgerð á héraðslæknis-
bústaðnum, Suðurgötu 52. Verður verkið boðið út í tvennu
lagi: annars vegar þau verk, sem trésmiðir annist, hins vegar
málaravinna.
Verktakar þurfa að hafa aðstöðu til að ljúka útboðnu verki
á skömmum tíma. Verklýsingar er að fá hjá byggingarfulltrúa
kaupstaðarins.
Tilboð í framangreind verk, skv. verklýsingu skulu sendast
undirrituðum fyrir 10. desember n.k.
Siglufirði 20/11 1962.
Bæjarstjóri.
TILKYNNING
til útsvarsgjaldenda.
Munið, að útsvör þurfa að vera greidd að fullu fyrir ára-
mót, til þess að vera frádráttarhæf við álagningu útsvara
næsta ár.
Þeir, sem enn þá eiga óuppgerð útsvör, eru því beðnir að
gera þeim skil strax.
Bæjargjaldkeri.
Aðvörun
Að gefnu tilefni er viðkomendum bent á, að brýrnar á
Fjarðará og Skútuá eru mjög lélegar orðnar og þola tak-
markaðan þunga. Þar eð viðgerð eða endurbygging brúnna
verður ekki viðkomið fyrr en að vori, eru allir viðkomendur
alvarlega áminntir um, að umferð um brýrnar getur verið
hættuleg.
Siglufirði, 20. nóv. 1962.
Bæjarstjóri.
AUGLÝSIÐ í MJÖLNI
Föstudagur 23. nóvember 1962
Mjölnir — (3