Mjölnir - 01.11.1963, Page 1
Mjölnir
XXVI. árgangur
Föstudagur 1. nóv. 1963
18. tbl.
Lögbfinn d hjarabœtor verhafélhs
Stjórnarfl. hafa í hyggju að koma í veg fyrir allar
kjarabætur tif handa verkafólki og iðnaðarmönnum
W
i
Glæsilegt félag'sheimifti
■ byggiugiB a HvamniiSiÉanga
Hálaunamenn hafa fengiö sitt, og þá finnst
xíkisstjórninni tími til kominn að banna
frekari kauphækkanir
Það hefur legið í loftinu und-
anfarna daga, að ríkisstj órnin
hefði í undirbúningi frumvarp
til laga um bann við öllum kaup-
hækkunum næstu tvo mánuði
eða til áramóta. Þegar blaðið
fór í prentun í gær, var búizt
við, að frumvarp þetta myndi þá
og þegar sjá dagsins ljós.
Tilefni frumvarpsins er að
sjálfsögðu það, að almennt
verkafólk, verzlunarfólk og ýms-
ir hópar iðnaðarmanna hafa
sett fram kröfur um kjarabætur,
og verkföll eru yfirvofandi næstu
daga, verði ekki orðið við þess-
um kröfum. Prentarar hafa boð-
að verkfall frá og með deginum
í dag, verzlunarfólk frá og með
næsta mánudegi, og almennu
verkalýðsfélögin eru þessa dag-
ana að afla sér heimilda til
verkfallsboðunar.
Sama sagan endurtekur sig
nú, eins og jafnan áður, að
þegar þær stéttir þjóðfélagsins,
sem lægst laun hafa, gera kröfur
um hækkanir eða kjarabætur í
einhverri mynd, þá eru við-
brögð atvinnurekenda og stjórn-
arvalda á þá lund, að það er lík-
ast því að heimurinn sé að far-
ast. Allur atvinnurekstur á að
vera í stórhættu og þjóðarbúið
að sporðreisast, séu kjör verka-
fólks bætt. Hins vegar heyrast
aldrei slíkar raddir, þótt há-
launamenn fái enn hærri laun,
en þeir hafa haft, og á það er
aldrei minnzt, að takmarkalaus
auðsöfnun braskaralýðs eða
stórfyrirtækja sé á nokkurn hátt
varasöm fyrir þjóðarbúið.
Nú ætla þeir að hugsa!
Það má með sanni segja, að
núverandi ríkistjórn og flokkar
þeir, sem að henni standa, hafa
ekki verið hliðholl vinnustéttum
landsins,. Allt frá því stjórnin
kom til valda hefur kaupmáttur
launa farið síminnkandi, og vit-
andi vits hefur ríkistjórnin unn-
ið að því, að svo færi.
Þó keyrir nú um þverbak, ef
setja á lögbann við kauphækk-
unum til þeirra lægstlaunuðu,
eftir að allir hálaunamenn hafa
fengið 50 til 100 prósent hækk-
un á sín laun á þessu ári. Ríkis-
stjórnin ber fyrir sig, að hún
þurfi að fá tíma til að hugsa
málið, en til hvers hefur hún
notað tímann frá í vor? Henni
var þó fullkunnugt, að allir
samningar voru lausir frá 15.
október. Hún hafði einmitt feng
ið frest þangað til til að hugsa.
En kannske hefur ráðherrunum
þótt meira við liggja að nota
sumarið í lúxusflakk út um lönd
að hugsa um kjarabætur
en
og iðnaðarmenn, sem á að níð-
ast á. Það á að banna kauphækk
anir, þegar aðrir hafa fengið
tvöföld og þreföld verkamanns-
laun í sína pyngju og þaðan af
meira.
En verkafólkið hlýtur að
svara fyrir sig, og þakka svona
góðgerðir á viðeigandi hátt.
SELUR í ÞÝZKALANDI
TOGARINN „Hafliði hefur verið á
veiSum síðan 17. þ. m. Veður hefur
verið óhagstætt og hefur togarinn
af þeim sökum ekki getað „verið
að" allan tímann.
Þá kom fram þilun I frystikerfi
lestarinnar, og fór Hafliði inn til
Patreksfjarðar fyrra sunnudag til
að fá það lagfært.
Þeir sem lagt hafa leið sína
til Hvammstanga í sumar
munu hafa tekið eftir stórbygg-
ingu, sem er að rísa í miðju
kauptúninu. Þarna er verið að
reisa stórglæsilegt félagsheim-
ili á tveimur hæðum, c.g rnun
gólfflötur hússins vera sarnan-
lagt 11—1200 fermetrar.
Tvö sveitarfélög standa f\ rir
þessari miklu bvggingu:
Hvammstangi og Kirkju-
hvammshreppur, sem er sveitin
vestan megin á Vatnsnesinu út
að Tjörn. Sex félagasamtök
taka einnig þátt í kostnaðimim
og auk þess leggur sýslusjóður
Vestur-Húnavatnssýslu fram
nokkurt fé, þar eð héraðsbóka-
safnið mun verða til húsa í
þessari byggingu.
Blaðinu er ekki kunnugl um,
hver er áætlaður byggingar-
kostnaður. enda mun næsta
tilgangslítið
fyrir húshvggj-
enaur nú á tímum að áætla eitt
eða neitt, þegar vevðlag fer
hækkandi um tugi af bundraði
á hverju ári. Vitað er, að i
sumar mun verða unnv') f\ rir
um tvær milljónir króna og er
stefnt að því að steypa húsið
alveg.
Á neðri hæð hússins cr ráð
gert að hafa íundarsali og hði-
bergi fyrir einstök féiög. en
auk þess aðstöðu fyrir veit-
ingar og jafnvel gistingu. A
þeirri hæð verður einnig bóka-
safn, lesstofa og ýmislegt fleira.
Á efri hæðinni verður hin?
vegar aðalsamkomusalurinn og
er gert ráð fyrir að hann rúmi
265 manns í sæti.
Formaður bygginganefndar
er Skúli Magnússon, vega-
vinnuverkstj óri á Hvamns-
tanaa. RA.
Fréttir frá Sauðárkroki
handa verkafólki? Þeir voru
hvort eð var búnir að fá sína
hækkun, og hana myndarlega.
Bankastjórar og
verkafólk
Gott dæmi um hugarfar ráð-
herranna og hve miklu meiri
áhuga þeir hafa fyrir að bæta
við þá, sem mikið hafa en hina,
sem minnstu hafa úr að moða,
er, að nú í vikunni, eftir að þeir
höfðu ákveðið að láta setja
bann við kauphækkunum, þá
héldu þeir fundi í bankaráðum
í Reykjavík, en ráðherrar eru
formenn þeirra flestra. Á öllum
fundunum var sama dagskrár-
mál. Kauphækkun handa banka-
stjórunum. Og það var sam-
þykkt, að þeir skyldu fá sömu
laun og forsætisráðherrann, en
það munu vera 24.500 krónur
á mánuði. Það mátti sem sagt
ekki koma fyrir, að hækkunar-
bannið næði til bankastjóranna.
Þó höfðu þeir lífvænleg laun fyr
ir. Nei, það er bara verkafólkið
Sauðárkróki 24/10.
Þann 15. okt. sl. lestaði hér
hollenzkt skip, Francois Buis-
mann. Tók það 3000 poka af
fiskimjöli frá Fiskiðju Sauár-
króks h/f.
Skip þetta bað um neyzluvatn,
og var hafnarvörður, Fárus
Runólfsson, kvaddur til að af-
greiða vatnið. Kom hann strax,
þó að nóttu til væri, en sagðist
ekki geta látið skipið hafa vatn,
það væru engar slöngur til. Þetta
þótti afgreiðslumanni skipsins
ótrúlegt og spurði, hvort það
væri mögulegt, að Sauðárkróks-
höfn gerði sér og landinu þá
háðung að tilkynna erlendu
skipi að vatn gæti það ekki feng-
ið vegna þess, að ekki væri til
slanga til þess að veita vatninu
í gegnum yfir borðstokkinn.
Fárus kvað já við, hann væri
búinn að biðja um slöngur í 4
ALLHERJARATKVJEDAGREIÐSLA
Ákveðið hefur verið að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla meðal
verkalýðsfélaganna í Siglufirði, „Þróttar“ og „Brynju“ um þá
kröfu kjararáðstefnu A.S.Í., að almennur dagvinnutaxti verkafólks
verði hækkaður í 40 kr.
Atkvæðagreiðslan fer frain í Gránugötu 14 í dag og á morgun,
frá kl. 4 til 10 báða dagana.
Það er brjn nauðsyn að samstaða verkafólks í launamálum komi
skýrt í Ijós. Mœtum því öll við atkvœðagreiðsluna.
STJÓRNIR FÉLAGANNA.
ár, bæði bæjarstjóra og hafnar-
nefnd, en þær væru ókomnar
enn.
Þegar stýrimaður skipsins
heyrði þetta, kvaðst hann geta
bjargað málinu, sótti síðan og
tengdi sjálfur brunaslöngur
skipsins við vatnshana hafnar-
innar.
Skyldi það ekki vera eins-
dæmi, svo háðuleg eymd í stór-
skipahöfn, að geta ekki afgreitt
neyzluvatn vegna slönguleysis?
—0—
Drangajökull var hér í gær,
losaði fóðurmjöl til fóðurblönd-
unarstöðvar Kaupfélags Skag-
firðinga og lestaði frosinn fisk.
—0—
Rýr afli. Enn er afli bátanna
hér mjög rýr, næstum ördeyða.
Mun enginn bátur héðan hafa
aflað fyrir kostnaði, hvorki í
sumar né haust, og margir orðið
fyrir tilfinnanlegu rekstrartapi.
Einnig hefur afkoma frysti-
húsanna verið léleg, og eru þeir
Marteinn Friðriksson forstjóri
Framh. á 4. síðu.