Mjölnir - 03.04.1964, Side 4
Plastiðnaður ó Blönduósi
Tíðindamaður Mjölnis skoð-
aði síðastliðið sumar nýtt iðn-
fyrirtæki á Blönduósi, sem ber
nafnið Trefjaplast h.f. Það er
fagnaðarefni, að nokkur iðnað-
ur hefur á undanförnum árum
fest rætur á Blönduósi og er þar
ágætt atvinnuástand, en eins og
kunnugt er, verður ekki sagt hið
sama um aðra staði í kjördæm-
inu.
Einn af þremur starfsmönn-
um fyrirtækisins, Ragnar Jóns-
son, sýndi okkur starfsemina og
rakti stutta sögu fyrirtækisins.
Hann sagði okkur, að vélarnar
hefðu kostað um 600 til 700
þúsund og hefðu þeir keypt
gamalt hús á Blönduósi undir
reksturinn. Þeir hafa unnið
ýmsa hluti úr tref j aplastinu, sem
er flutt inn, og munu smábát-
arnir vera kunnastir af fram-
leiðsluvörum fyrirtækisins.
Bátarnir eru frá 8% til 15
fet á lengd og kostuðu á síðast-
liðnu ári 7200 til 30.500 krónur,
en þeir dýrustu eru timbur-
klæddir og mjög vandaðir. Tólf
feta báturinn á að geta gengið
23 mílur með 18 ha vél og þrem
mönnum, en auðvitað er það
aðeins hægt í mjög góðu veðri,
sagði Raganar. Allir bátarnir
eru gerðir með loftþéttum liólf-
um og geta því ekki sokkið.
Þeir íélagar húðuðu að inn-
an með plasti lestina í fyrsta
stálfiskiskipinu, sem smíðað
var hér á landi, Arnarnesi, og
tókst það ágætlega. Einnig hafa
þeir sett plasthúð í geymslurúm
frystibíls.
Aðalkosturinn við plasthúðun
er sá, að miklu auðveldara er
að hreinsa og þrífa plastið en
önnur efni, sem notuð eru.
Þessi iðnaður á tvímælalaust
mikla framtíð fyrir sér, og benti
Ragnar Jónsson sérstaklega á
byggingariðnaðinn, bílayfir-
byggingar og fjölda margar aðr-
ar iðngreinar. Ýmsar tegundir
af plasti eru að koma í staðinn
fyrir málma, en plastið er bæði
létt og sterkt og tærist ekki. Þar
við bætist, að mjög auðvelt er
að gera við skemmdir, og hafa
þeir á Blönduósi tekið að sér
viðgerðir á bátum og plastyfir-
byggingum bíla.
Það var ekki annað að heyra
á Ragnari Jónssyni en menn
væru bjartsýnir á framtíðina.
Mjölnir óskar þessu kornunga
fyrirtæki til hamingju með byrj-
unina og væntir þess, að það
eigi langa lífdaga fyrir hönd-
um. R. A.
Hér eru þeir Júlíus Karlsson og Ásmundur Leifsson oð ganga fró plast-
keri, sem nýbúið er að steypa. Framkvæmdarstjóri Trefjaplasts h.f. er
Zophanias Zophaniasson, yngri.
Skíðamót- íslands 1964.
Framh. af 3. síðu.
ýmislegt sögulegt. Keppnin fór
fram í afar slæmu veðri. Vegna
mistaka og misskilning tóku að-
eins 7 karlar af 35 tilkynntum
þátt í keppninni og engin í
kvennaflokki. Siglfirðingar og
Reykvíkingar töldu keppni þessa
hafa verið ólöglega og kærðu
til yfirdómara, Helga Sveinsson-
ar. Úrskurður hans var sá, að
karlakeppnin skyldi teljast lög-
leg en kvennakeppnin skyldi end
urtekin. Var svo gert.
Af hinum sjö keppendum í
Hejirit hefur |
að ríkisstjórnin hafi fengið fransk-
an sérfræðing fró Efnahags-
samvinnustofnun Evrópu til að
kveða upp úrskurð um orsak-
irnar að fækkun fólks ó Vest-
fjörðum, og að meirihlutinn í
bæjarstjórn Siglufjarðar hafi
lagt drög að því að hann kæmi
við ó Siglufirði i annarri hvorri
leiðinni
að bæjarstjórinn ó Sauðórkróki
ætli að spila ó fiðlu ó sæluvik-
unni, að fyrirmynd frægs róm-
verks keisara.
stórsvigi karla var Kristinn Bene
diktsson frá ísafirði fyrstur, ann
ar varð Árni Sigurðsson frá ísa-
firði og þriðji Svanberg Þórð-
arson frá Ólafsfirði.
1 stórsvigi kvenna varð Ár-
dís Þórðardóttir, Siglufirði, nr.
1, önnur varð Kristín Þorgeirs-
dóttir frá Siglufirði, þriðja
Martha B. Guðmundsdóttir frá
Reykj avík.
Unglingakeppni
í sambandi við íslandsmótið
var tekin upp sú nýbreytni, að
hafa unglingakeppni í svigi og
stórsvigi á vegum Skíðavikunn-
ar. Mættu þar unglingar frá ísa-
firði, Siglufirði og Reykjavík.
Siglfirzku drengirnir stóðu sig
með mestu prýði, þeir skipuðu
sér í fmm fyrstu sætin í sviginu,
Sigurbjörn Jóhannsson, Bergur
Eiríksson, Albert Einarsson, Sig
urður Jósafatsson og Jóhann
Tómasson.
í stórsviginu var útkoman á-
líka, nema ísfirzkum pilt tókst
að verða númer þrjú á eftir
þeim Sigurbirni og Jóhanni.
Það var mjög gaman að sjá
frammistöðu þessarra efnilegu
unglinga.
Siglfirzku þátttakendurnir áttu
að venju ágætri gestrisni að
mæta hjá Isfirðingum. Öllum
var þeim boðið að borða í heima
húsum hjá skíðamönnum, en
flestir gistu í Skátaheimilinu í
bezta yfirlæti.
Þá sýndi bæjarstjórnin þá
rausn, að bjóða öllum þátttak-
endum mótsins og starfsmönnum
þess til hófs í Góðtemplarahús-
inu að móti loknu. Að því loknu
var að ísfirzkri venju stiginn
dans frá klukkan 24 á páskadag
til fjögur um nóttina.
10 ÁRA
Ungur Reykvíkingur, 10 ára
gamll, hefur beðið mig að
grennslast eftir því, hvort
ekki væri einhver bóndi í
kjördæminu, sem vildi hafa
hjá sér ungan kaupamann í
sumar. Þeir sem væru til við-
1 ræðu um þetta mál, eru beðn-
ir að hafa samband við mig
bréflega, annað hvort með
utanáskrift Mjölnis, Siglu-
firði eða Alþingis, Reykjavík.
RAGNAR ARNALDS.
ORÐ, ORÐ ....
Framhald af 1. síðu.
hina brýnu þörf- Siglfirðinga
fyrir vetrarfæran veg til þess
að sníkja út atkvæði þeirra í
kosningum. Þessum ljóta leik er
nú Jokið. Siglfirðingar heimta
efndir á loforðinu um Stráka-
veg FYRIR næstu kosningar, en
ekki bara innantóm loforð —
og svik!
Mjölnir
ÚTG. ALÞÝDUBANDALAGIÐ í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA
Ábyrgðarmaður: Hanncs Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði,
simi 194. Árgjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri
Ranghermi
leiðrétt
Þau mistök urðu í seinasta blaði að rangur texti var undir mynd
fró Hofsósi. Maðurinn hér ó myndinni heitir Kristjón Ágústsson og
hefur stundað smóbótaútveg ó Hofsósi í nokkra óratugi. Hitt er rétt,
að Vilhjólmur Gcirmundsson og Jón' Steinþórsson reru siðastliðið
sumar ó Sæfaxa, eins og sagt var undir myndinni. Biðjum við vel-
virðingar ó þessum nafnaruglingi. — R. A.
Bifreiðar til sílii
Til sölu er vörubifreiðin F 126, með stöðvarplássi á bílastöð-
inni i Siglufirði. Einnig fólksbifreiðin F 70 (Studibaker 1947)
ÁGE JOHANSEN, sími 351, Siglufirði.
Dijjlega nýjir
kjðtrinnslBvörar
Siglufjarðarbjúgu Fjölbreyft ólegg
Pylsur Állskonar salöt
Kjötfars Siglósíld
Gerið innkaupin þarsem þau eru hagkvæmust.
Kaupið Siglufjarðarbjúgu og Siglósíld í
KJÖTBÚÐ SIGLUFJARÐAR.
K. B. S.