Mjölnir - 23.03.1965, Side 1
(
Mjölnir
XXVIII. árgangur Þriðjudagur 23. marz 1965 2. tbl.
Fjárhagsáætlun ^iglufjarðar 1965 afgfreidd:
Raunverulegur halli ó
bœjarsjóðs a.m.k. 7 m
Meirihlutinn hræddur og ráðþrota. Þorir ekki að kannast við ástandið eins og
það er og leggur villandi gögn fyrir stjórnarvöid og þingmenn. — Bæjarstjór-
inn og varabæjarstjórinn fluttu breytingartillögur að upphæð 1,1 milljón kr.
við sitt eigið frumvarp!!
Heyzlivatn vcrii hreinsai
Óraunhæf áætlun
Við íyrri umræðu um fjár-
hagsáætlunina færðu bæjarfull-
trúar minnihlutans sterk rök að
því, að frumvarp bæjarstjórans
og varabæjarstjórans fengi alls
ekki staðizt, og bentu á, að nú,
þegar sýnilegt væri að fara yrði
fram á stórfellda aðstoð ríkis-
valdsins til þess að halda bæjar-
félaginu fljótandi, væri nauð-
synlegra en nokkru sinni áður
að áætlanir urn rekstur þess
væru þannig úr garði gerðar,
að hægt væri að leggj a þær fram
fyrir opinbera aðila, stjórnvöld
og jafnvel Alþingi, sem vel unn-
in og raunhæf skilríki. Treysti
meirihlutinn sér ekki til að
hundsa ábendingarnar alveg, og
varð úr, að kosin var fjögurra
manna nefnd til ' að yfirfara
frumvarpið og freista þess að
ná samkomulagi um gerð áætl-
unarinnar. í nefndina voru
kosnir bæjarstjóri, varabæjar-
stjóri, Bjarni Jóhannsson og
Benedikt Sigurðsson.
Endurskoðun
frumvarpsins
Strax á fyrsta fundi nefndar-
innar bentu þeir Benedikt og
Bjarni á, að fastir iiðir, svo sem
framfærslumál, lýðtrygging og
lýðhjálp, væru of lágt áætlaðir,
og ennfremur að ekki væri
sæmandi að hafa utan áætlunar
vangoldin skylduframlög bæjar-
ins frá síðasta ári og skuldir,
sem bærinn hefði stofnað til, en
bæjarstjórarnir höfðu skilið
eftir utan áætlunar nærri
þriggja milljón króna skulda-
balda. Þannig hafði t. d. 700
þúsund króna yfirdráttarlán í
Sparisjóði Siglufjarðar verið
Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs
Siglufjarðar 1965 ber gleggri
vott en flest annað um hina al-
geru uppgjöf meirihlutans, sem
stjórnar bænum, við lausn að-
kallandi verkefna, og um þá
stöðnun, sem orðin er í hænum
undir stjórn hans.
Niðurstöðutölur áætlunarinn-
ar eru að þessu sinni 3 millj.
431 þús. kr., og er það nærri
milljón kr. lægri upphæð en
meirihlutinn áformaði til verh-
legra framkvœmda einna saman
á sl. ári.
Til viðhalds og verklegra
framkvæmda á árinu 1965 áætl-
ar meirihlutinn 1.346 millj. kr.
Fyrir þá upphæð á að fram-
Við afgreiðslu fj árhagsáætl-
ana Siglufjarðar lögðu bæjar-
fulltrúar minnihlutans til, að
leitað yrði eftir láni að upphæð
ein milljón króna, sem varið
yrði til framkvæmda í því skyni
að bæta vatnskerfið í bænum og
koma upp hreinsiútbúnaði, en
eins og kunnugt er, er oft mikið
óœtlun
illjónir
skilið eftir utan áætlunar, en
600 þús. kr. víxillán í Utvegs-
bankanum á Siglufirði tekið
inn á hana. Vangreitt framlag
síðasta árs til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, að upphæð 300
þús. kr., var tekið inn á frum-
varpið, en 600 þúsund króna
kvæma óhj ákvæmilega dýpkun
sunnan við Eyrina, halda sölt-
unarstöðvum og öðrum eignum
Hafnarsjóðs við, gera við eða
endurbyggja að verulegu leyti
Bátastöðina og loks á með þessu
fé að kosta undirbúning stórrar
dráttarbrautar!
Tillögur minnihlutans
Minnihlutinn lagði til, að
bæjarsjóður yrði með lántöku
eða á annan hátt látinn endur-
greiða hafnarsjóði eina milljón
króna af skuld sinni, og tekið
yrði tveggja milljón króna lán á
vegum hafnarsjóðs til fram-
kvæmda. Yrði l1/^ milljón kr.
varið til byggingar útgerðar-
um óhreinindi í vatninu. Minntu
hæj arfulltrúar minnihlutans á,
að S.R. hefði áður lánað fé til
vatnsveituframkvæmda í bæn-
um, og töldu, að undangenginni
lítilsháttar athugun á þessum
möguleika, að stjórn S.R. mundi
taka á slíkri málaleitan með
skilningi. Má í þessu sambandi
minna á, að S.R. eru langstærsti
vatnsnotandi í hænum, og að
bærinn kæmist af með miklu
minna og ódýrara vatnsveitu-
kerfi, ef verksmiðjurnar væru
ekki.
Orlög tillagna minnihlutans
urðu þau, að meirihlutinn felldi
þær, en samþykkti tillögu flutta
af meirihlutafulltrúum um að
láta fara fram athugun á mögu-
leikum til að koma upp hreinsi-
útbúnaði.
AFMÆLI. — Áttatíu óra afmæli
ótti frú Jóna Möller, Hafnargötu 4,
Siglufirði þann 18. marz s.l. Mjölnir
óskar frú Jónu til hamingju með
þetta merkisafmæli.
húsnæðis, að sjálfsögðu með
40% mótframlagi Fiskveiða-
sjóðs, svo sem skylt er, en tveim
milljónum til undirbúnings og
byrjunarframkvæmda við bygg-
ingu dráttarbrautarinnar. Enn-
fremur, að heimilaðar yrðu lán-
tökur eftir þörfum til byggingar
dráttarbrautarinnar, ef þörf
krefði.
Allar þessar tillögur felldi
meirihlutinn, en samþykkti sín-
ar tillögur óbreyttar, og að auki
tillögu um lántökuheimild vegna
byggingar dráttarbrautarinnar.
Þörfin ó
útgerðarhúsnæði
Þótt aflabrögð hafi verið með
eindæmum léleg hér norðan-
lands undanfarið, er engin
ástæða til að láta hugfallast.
Alþýðubandalagið er þeirrar
skoðunar, að bæta þurfi til
muna aðstöðu til útgerðar og
fiskverkunar hér, einkum fyrir
smærri báta. Bátastöðin er nú
óhæf til fiskmóttöku, og þótt ein-
hver bráðabirgðaviðgerð verði
látin fara fram á henni í vor,
verður það ekki annað en að
tjalda til einnar nætur. Það er
aðeins spurning um örfá ár, hve-
nær hún verður ónothæf með
öllu, og þann tíma ber að nota
til að koma upp nýtízkulegra og
varanlegra húsnæði fyrir útgerð
smærri báta, sem eru og munu í
framtíðinni verða talsverður
þáttur í atvinnulífi bæjarins.
ÓBURÞUR SENDUR TIL STJÓRNARVALDANNA
Við umræður um fj árhagsáætlanir Siglufjarðar skýrði
Sigurjón bæjarstjóri frá því, að hann hefði sent frumvarp sitt
til fjárhagsáætlunar suður til Reykjavíkur ÁÐUR en hann
lagði það fyrir bæjarráð og bæjarstjórn, til þingmannanefnd-
ar, sem ríkisstjórnin hefði sett á laggirnar til að athuga og
gera tillögur um breytingar á tekjustofnalögum sveitarfélag-
anna. Mun tilgangurinn hafa verið sá, að leiða þingmennina
í nefndinni í sannleika um fjárhagsástand og horfur Siglu-
f j arðarkaupstaðar.
Frumvarp þetta reyndist svo illa samið og óraunhæft, að
bæjarstjórinn sjálfur og helzti stuðningsmaður hans í meiri-
hlutanum, St. Friðj., töldu óhjákvæmilegt að „leiðrétta“ það
um rúmlega ein milljón króna milli funda í bæj arstj órninni,
en minnihlutinn taldi nauðsynlegt að „leiðrétta“ það um 4V2_
milljón.
Það er alveg furðuleg fljótfærni og flumbruháttur, að senda
annan eins óburð og þetta illa unna og villandi plagg til al-
þingismanna sem raunhæfa heimild um tekjuþörf bæjarins,
án nokkurs samráðs við bæjarstjórn.
Bæjarstjóri er nú farinn suður í fjárbónaleiðangur. Von-
andi afsakar hann flumbruhátt sinn við þingmennina og kem-
ur „leiðréttingunum“ á framfæri. Þá ber að vona, að hann
leysi úr þeim spurningum, sem þingmennirnir munu óhjá-
kvæmilega leggja fyrir hann varðandi þetta kynlega plagg.
20% NIÐURSKURÐUR FRAMKVÆMDA
Viðreisnarstjórnin hefur nú tilkynnt 20% niðurskurð á fram-
kvæmdum ríkisins. Nemur þessi niðurskurður um 120 millj. króna.
Þetta þýðir 20% minni framlög en fjárlög gerðu ráð fyrir til
hafnargerða, skólabygginga, vegalagninga, sjúkrahúsbygginga og
annarra nauðsynlegra framkvæmda hins opinbera. — Hins vegar
hefur ekki heyrzt að dregið yrði úr kostnaði við snobbráðstefnur,
óþörf sendiherraembætti, opinber veizluhöld og annað það hégóma-
tildur, sem viðreisnarstjórnin er orðin heimsfræg fyrir.
Ríkisstjórnin segist verða að gera þetta til þess að geta mætt aukn-
um uppbótagreiðslum, styrkjum til frystihúsa og launahækkun
opinberra starfsmanna. Hin raunverulega ástæða mun þó vera öng-
þveiti í fjármálum ríkissjóðs, m. a. versnandi innheimta söluskatts-
ins, eða m. ö. o. vaxandi söluskattsþjófnaður. Þá mun þessi ráðstöf-
un stuðla að minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli í þeim landshlut-
um, þar sem opinberar framkvæmdir eru hlutfallslega stærstur
þáttur í atvinnulífinu, og auka aðstreymið til Suðvesturlands, þar
sem vinnuafl skortir.
Framh. á bls. 2.
Fjdrhagsdstlun Hafnarsjóðs
Meirihlufinn
leggur hendur
í skaut.