Mjölnir


Mjölnir - 23.03.1965, Blaðsíða 2

Mjölnir - 23.03.1965, Blaðsíða 2
— Aætluii bæjarsjoð§ ... t Pálína Hannesdóttir l' östuclaginn 12. þessa inán. var j arðsett hér í Siglufirði Pálína Ástríður Hannes- dóttir. Pálína var fædd 1. nóv. 1883 að Viðvík í Sléttu- hreppi. Foreldrar hennar voru Hannes Sigurðsson bóndi þar og kona hans Jór- unn Einarsdóttir. Ung fór Pálína í kvennaskóla í lleykjavík, sem ekki var al- gengt um sveitastúlkur á þeim árum. Dvölin þar ásamt góðu sveitauppeldi mun hafa orðið henni notadrjúg, því að hún varð frábærlega myndarleg til allra verka hæði um saumaskap, liann- yrð og hússtjórn alla. Árið 1902 giftist hún Guðmundi Sigurðssyni kennara og bjuggu þau fyrst í Aðalvík, þar sem Guðmundur stund- aði harnakennslu og útgerð. Til Siglufjarðar fluttu þau hjón 1923 og bjuggu þar þangað til Guðmundur and- að.ist 1951. Á Siglufirði stundaði Guðmundur ýmis störf, einkum verkstjórn og smábarnakennslu, og próf- dómari var hann við barna- skólann til æviloka. Fyrst eftir dauða manns síns hélt Pálína heimili með Hannesi syni sínum, en fluttist skömmu síðar til dóttur sinn- ar Sigríðar Laufeyjar og manns hennar Daníels Daní- elssonar læknis, enda var þá heilsan farin að bila. Með þeim lijónum fluttist hún svo til Húsavíkur og andaðist þar á sjúkrahúsi 7. marz 1965. Áður en Pálína giftist eignaðist hún eina dóttur, ' Brynhildi að nafni, en með manni sínum eignaðist hún átta börn, en aðeins fimm þeirra náðu fullorðinsaldri, og eru nú aðeins tvö þeirra á lífi, Hannes og Sigríður, sem áður eru nefnd. Hin voru: Guðmundur d. 1940, Ásgerð- ur d. 1949 og Jórunn d. 1950. Lífsbaráttan mun oft hafa verið þeim hjónum erfið eins og fleiri samtíðarmönnum þeirra. Omegð mikil og fjár- hagur fremur þröngur stund- um, einkum fyrstu árin á Siglufirði. Ofan á það bætt- ust svo þungar sorg.ir svo sem veikindi og dauði margra mannvænlegra barna. Samt hygg ég, að Pálína hafi talið sig vera gæfusama konu, enda lét hún aldrei bugast, því að sálarþrekið var mikið. Hún naut óskiptr- ar ástar og virðingar eigin- manns og barna, svo sem henni bar sem frábærri móð- ur og fyrirmyndar eiginkonu og húsmóður. Og þótt hún gæfi sig lítt að opinberum málum og starfaði lítið eða ekkert að félagsmálum, eign- aðist hún marga trausta vini, sem kynntust henni og heim- ili hennar og nutu góðs af, en heimili sínu helgaði liún alla sína starfskrafta. Ég kom nokkuð oft á heimili þeirra Pálínu og Guðmundar, og þar var alltaf gott að koma. Þó að þar vær.u jafnan rausn- ariegar veitingar á borðum, var meira vert um viðmótið, sem mætti gestinum. Þau hjón bæði höfðu einstakt lag á að láta gestinn finna, að hann væri velkominn. Þó hygg ég, að Pálína hefði haft fulla einurð á að láta í ljós, það sem henni þótti miður, ef því var að skipta, og fáa hef ég þekkt, sem eins lítið lögðu upp úr vegtyllum og liáum embættum. Hún vissi manna bezt, að: „Allt hefðarstand er mótuð mynt, og maðurinn gullið þrátt fyrir allt,“ og hagaði sér samkvæmt því. En þó að Pálína tranaði sér hvergi fram til starfa utan síns heimilis, fylgdist hún óvenjulega vel með öllum almennum málum. Hún var mjög pólitísk í hezta skiln- ingi þessa orðs. Hún hafði brennandi áhuga á þjóðmál- um allt til síðustu stundar og myndaði sér skoðanir eftir eigin dómgreind án allra fordóma. Ekkert hefði verið henni fjær skapi en að láta annarleg sjónarmið ráða af- stöðu sinni, jafnvel náin ætt- arbönd skiptu þar engu máli. Oftast mun hún hafa átt sam- leið með þeim, sem kallað er að standi lengst til vinstri, en þó mun hún aldrei hafa bundið sig svo neinum flokki, að hún sæi ekki kost og löst á hverju máli. Eins og áður er sagt, var heimili þeilra lijóna til mik- illar fyrirmyndar og fjöl- skyldan óvenj u samhent, enda gerðu börnin og tengdason- urinn allt, sem í þeirra valdi stóð til að gera henni ævi- kvöldið ánægjulegt. Og þrátt fyrir sára vanheilsu hin síð- ustu ár, mun hún oft hafa notið einlægrar gleði vegna ræktarsemi þeirra og ástúðar margra mailnvænlegra barna- barna. Hlöðver Sigurðsson. Frarnhald af 1. síðu. vangreitt framlag frá síðasta ári til Tryggingastofnunar ríkis- ins skilið eftir utan áætlunar! Lítill árangur Ekki verður sagt, að ábendingar Benedikts og Bjarna hafi farið alveg fyrir ofan garð og neðan hjá bæjarstjórunum, því áður en seinni umræða fór fram, dröltuðust þeir Sigurjón og Stefán til að leggja fram breyt- ingartillögur við sitt eigið frum- varp að upphæð 1.1 milljón króna! Má vera, að hetri árang- ur hefði náðst, ef tíminn hefði verið lengri, því þrátt fyrir þess- ar hækkanir eru gjaldaliðir áætlunarinnar sennilega 3—4 milljónum króna of lágt áætl- aðir. Það er í senn skoplegt og sorglegt, að mennirnir, sem hafa það að atvinnu að annast fjárreiður og rekstur bæjarfé- lagsins, skuli ekki geta samið skammlaust frumvarp að fjár- hagsáætlun, og að bæjarfulltrú- ar, sem hafa miklu lakari að- stöðu til að fylgjast með þessum málum, skuli þurfa að standa í því að'veita þeim tilsögn í því. Breylingartillögur meirihlutans Breytingartillögur þeirra Stefáns og Sigurjóns við frum- varp Stefáns og Sigurjóns voru allar, að undantekinni einni, samhljóða tillögum minnihluta- fulltrúanna um sömu liði, en gengu sumar nokkru skemmra. M. a. lögðu þeir til hækkun á framlagi til framfærslu, lýð- trygginga og lýðhjálpar og að yfirdráttarskuldin í Sparisjóðn- um yrði tekin inn á áætlunina. Voru allar breýtingartillögur Stefáns og Sigurjóns samþykkt- ar, og er þá upphæð gjaldahlið- ar áætlunar bæjarsjóðs 17.915 millj. kr., en tekjuhliðin er raun- verulega 3.6 millj. kr. lægri, þ. e. liðurinn „Framlag eða nýr tekjustofn“ er 3,6 millj. kr. Útsvör eru áætluð 8 millj. kr., aðstöðugjöld 1,6 millj. kr. Er þetta sennilega lægsta upphæð útsvara og aðstöðugjalda í nokkru bæjarfélagi á landinu, miðað við íbúafjölda, en þó tví- sýnt, að þessi upphæð náist við niðurjöfnun. Breytingartillögur minnihlutans Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags- ins- lögðu að þessu sinni fram saman allar breytingartillögur sínar við fj árhagsáætlun bæjar- sjóðs, hafnarsjóðs og vatnsveitu. Þeir lögðu til, að allur- skulda- hallinn frá síðasta ári að upp- hæð 3.840.000 kr. yrði tekinn inn á áætlun, ennfremur, að 700 þús. kr. endurgreiðsla frá ríkissjóði vegna skólahalds og lögreglumála yrði tekin inn tekjumegin, en bæjarstjórarnir hafa þann hátt á, að hafa ekki á áætluninni slíka tekjupósta. Þá lagði minnihlutinn til, að áætlað yrði hærra framlag til fram- færslu, lýðtrygginga og lýð- hj álpar, hitaveiturannsókna o. fl. að upphæð nokkur hundruð þúsund krónur samtals. Tók meirihlulinn upp sumar þessar tiilögur, eins og áður segir. Þá lagði minnihlutinn til, að framlag til sundlaugarrekstrar yrði hækkað um 100 þús. kr., að framlag til lagfæringar á gamla íþróttavellinum yrði áætl- að 75 þús. í stað 50 þús., að framlag lil harnaleikvalla yrði áætlað 50 þús. í stað -20 þús., og að framlag til styrktar íþrótta- félögunum yrði áætlað 60 þús. kr. í stað 40 þús. kr., og Í.B.S. falið að skipta því. Loks lagði minnihlutinn til, að varið yrði hálfri milljón kr. til að dæla sandi upp í fyrir- hugað íþróttasvæði við Lang- eyri. Bentu þeir á, að nauðsyn- legt væri að reyna að koma því í verk áður en sannddæla flug- málastjórnarinnar yrði flutt héðan, sem sennilega verður í haust, að lokinni dælingu í flugvöllinn. Mundi verða dýrt og erfitt að fá slíkt tæki hingað aftur seinna. Meirihlutinn féllst ekki á að taka þetta inn á áætl- unina, en tók tillögu minnihlut- ans þó upp í dálítið breyttri mynd. Fluttu hæjarstjprarnir tillögu um, að reynt yrði að verja í þessum tilgangi 600 þús. kr., sem sumpart yrði fengið að láni, en einnig yrði að fá ráð- herra til að samþykkja að það fé, sem ætlað er á fjárlögum til að fullgera sundhöllina, yrði notað til dælingarinnar. Vilja engo samstöðu Minnihlutinn lagði á það áherzlu á bæjarstjórnarfundin- um, að þrátt fyrir innbyrðis ósamkomulag í bæjarstjórninni, yrði hún að standa saman út á við gagnvart stjórnvöldum og Alþingi, í því skyni að forða bæjarfélaginu frá hruni, sem mundi bitna jafnt á öllum. Und- irstrikuðu fulltrúar minnihlul- ans með því að leggja fram nokkrar tillögur til ályktana og samþykkta um mikilsverð hags- munamál bæjarins. — Meiri- hlutinn gerði sér lítið fyrir og vísaði öllum þessum tillögum frá, að einni undanskilinni. Yfirleitt einkenndist allur málflutningur meirihlutans af því blinda .ofstæki og einsýni, sem er helzta auðkenni forystu- manna hans, auk þess sem bæj- arstjórinn tók hina furðuleg- ustu útúrdúra. M. a. flutti hann skammapistil um rafveitustj óra og rafveitunefnd vegna kaup- anna á dieselstöðinni. Sá for- maður rafveitunefndar sig nauð- beygðan til að svara honum og reka ofan í liann verstu firrurn- ar, og lét í lok ræðu sinnar um- mælt á þá leið, að ef störf raf- veitunefndar væru eins fráleit og bæjarstjóri vildi vera láta, kynni ýmislegt annað af bæjar- málunum að þurfa að korna til athugunar. Sigurjón var þó ekki á því að gugna fyrir hálfkveðn- um hótunum, stóð upp aftur, snupraði Baldur fyrir það, að hann hefði sem forseti bæjar- stjórnar vanrækt þá skyldu að beita sér fyrir að bæjarstjórn notaði vald sitt yfir rafveitu- málunum til að hindra óráðsíu rafveitunefndar. Gafst Baldur þá upp. Gerð er grein fyrir áætlunum Hafnarsjóðs og vatnsveitu í sérstökum greinum í hlaðinu í dag. B/V HAFLIÐI seldi afla sinn í Grirnsby mánu- daginn 22. marz. Afli togarans var 146 lestir, sem seldust á 10.917 sterlingspund. Gerist áskrifendur að Mjölni. 2

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.