Mjölnir - 23.03.1965, Qupperneq 4
iilii nalgast nu urslitastigið
Er alúminhringnum, hernámsliðinu og alþjóðabankanum ætlað að sf-jórna
íslenzkum fjármálum og menningar-m°*um ‘ íramf‘Sinni?
Margt bendir til þess, að makk ríkisstjórnar-
inna og Framsóknarflokksins við aluminhring-
inn Swiss Aluminium sé nú að komast á úrslita-
stig, og raunar flest, sem bendir til þess, að stjórn-
arflokkarnir og Framsókn séu búnir að afráða
að afhenda auðhringnum til langs tíma, 50 ára
eða meira, yfirráð yfir meginhluta raforkunnar
frá stórvirkjunum við stærstu fallvötn landsins,
Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum.
Hringurinn hefur óskað eftir samningi um að
mega á stutlu árabili koma upp alumínbrœðslu
með 220 þúsund tonna afkastagetu árlega, allt
að 160 þúsund tonna brœðslu við Straum og 60
þúsund tonna brœðslu norðanlands. Yrði síðar-
nefnda brœðslan reist á nœsta áratug, að Detti-
fossi virkjuðum. — Ýmislegt bendir þó til þess,
að tilboðið um virkjunina norðanlands sé aðeins
• sett jram sem beita fyrir Framsóknarflokkinn, en
án stuðnings hans eða hluta af honum telur ríkis-
stjórnin ekki fœrt að berja samninginn við auð-
hringinn í gegn. — Gœti svo farið, eftir 5—10
ár, þegar bygging brœðslu norðanlands kœmi
á dagskrá, að hringurinn gœti bent á það með
sterkum rökum, að hagkvœmara vœri að stœkka
brœðsluna sunnanlands og leiða þangað raf-
magnið að norðan, — eða frá nýrri stórvirkjun
sunnanlands. Og þá kynni svo að vera komið, að
hann vœri búinn að fá þá aðstöðu í íslenzku efna-
hagslífi, að hann gœti knúið sitt sjónarmið fram,
hvað sem eldri samningum liði.
s
Verið að drepa innlendan iðnað
Að undanförnu hefur ríkisstjórnin gert ráð-
stafanir, sem miða að því að drepa ýmsar grein-
ar innlends iðnaðar. Hefur blaðið það eftir all-
góðum lieimildum, að í ráði sé að drepa hús-
gagnaiðnaðinn á nœstu mánuðum, í því skyni að
fá á vinnumarkaðinn nœgan fjölda iðnaðar-
manna til bygginga á verksmiðjum og mann-
virkjum aluminhringsins. Og ekki mun það vekja
harm stóriðjupostulanna, þótt straumurinn utan
af Landsbyggðinni tiL Suðurlands aukist eitthvað
nœstu mánuðina.
Vesæl borgarastétt
Komist áform stjórnarflokkanna og stóriðju-
postula Framsóknar í framkvœmd, verður hlut-
deild aLuminhringsins í íslenzku efnahagslífi
meiri en hlutdeiLd erlends fjármagns í nokkru
öðru þróuðu landi. Fjárjesting hans og umráð
yf ir framleiðsLu og fjármunum verða á stuttu ára-
biLi meiri en lsLerulinga sjáLfra samanLagt, — og
vaLd hans í fjármálum og atvinnulífi landsins í
réttu IdutfaUi við það.
Vanmetakennd og rœfildómur oddvita borgara-
stéttarinnar á lsLandi er heLzta orsök þess, að nú
virðist stefnt að tortímingu efnaliagsLegs og
menningarLegs sjáLfstœðis þjóðarinnar. llin ís-
Lenzka borgarastétt jinnur hjá sér vanmátt tiL að
stjórna Landi sínu og þjóð af eigin hugviti, þekk-
ingu og framsýni. Þessvegna eru oddvitar hennar
sífeLlt betLandi og sníkjandi í offramleiðsluhaug-
um Bandaríkjanna, í sjóðum þeim, sem œtlaðir
eru þjóðum, sem eru að farast úr hungri, og
fórna heLgum þjóðréltindum fyrir gýLigjafir. Ef
svo heldur fram sem horfir, verður þess ekki langt
að bíða, að forystuhLutverkinu verði af henni
létt, hvort sem henni Líkar betur eða verr. Þá
mun aLuminhringurinn og alþjóðabankinn banda-
ríski taka að sér forustuldutverkið í efnaliagsmál-
um þjóðarinnar, og vitanLega með eigin hags-
rnuni fyrir augum, og hernámsliðið og banda-
ríska upplýsingaþjónustan taka að sér þá forystu
í menningarmálum hennar, sem stefnt hejur verið
að markvisst og með talsverðum árangri síðustu
árin.
Bæjaryfirvöld i fastasvefni
Framh. af 6. síðu.
saka jarðhitasvæðið í kringum
Sauðárkrók, fá síðan Norður-
landsborinn og ef vísindamenn
telja álitlegt, að láta þá bora í
bæjarlandinu.
Annar stærsti kaup-
staður Norðurlands
— Eruð þið ekki bjartsýnjr
á framtíð Sauðárkróks?
— Jú, ekki er ástæða til ann-
ars. Þessi staður hefur öll skil-
yrði til að verða annar stærsti
kaupstaður Norðurlands, ef vit
og vilji er fyrir hendi. Bærinn
er vel staðsettur og samgörígur
góðar. Hér er dugmikið fólk og
. blómleg sveit að baki. Og þó að
fiskimiðin við Skagafjörð séu
ekki mjög gjöful um þessar
mundir, er aðstaðan við þenn-
an stóra fjörð og þau miklu
vötn sem í hann falla svo sér-
staklega ákjósanleg til fiskirækt-
ar, að hér munu vafalaust skap-
azt miklir möguleikar, þegar
fiskirækt verður orðin almenn.
Skagafjörðurinn er glæsilegt
landbúnaðarhérað. Nú eru
margir svartsýnir á landbúnað-
inn og telja jafnvel, að hann
eigi ekki rétt á sér. En það væri
íurðuleg giámskyggni að láta
landbúnaðinn dragast saman.
Þjóðinni fjölgar ört, og eftir
nokkra áratugi getur orðið erf-
itt að fullnægja eftirspurn eftir
landbúnaðarvörum. En auðvit-
að þarf að skipuleggja landbún-
aðinn betur. Sauðárkrókur verð-
ur með tímanum öfiug miðstöð
matvælaiðnaðar, sem fær hrá-
efni jöfnum höndum frá land-
búnaði og sj ávarútvegi.
— Og nú dregur að bæjar-
stjórnarkosningum, segir blaða-
maðurinn að lokum.
— Já. Það geta orðið örlaga-
ríkar kosningar fyrir Sauðár-
krók. Því að frumskilyrði þess,
að málefni bæjarins komist á
heilbrigðan grundvöll er að nú-
verandi íhaldsmeirihluta verði
hnekkt. Við munum leggja okk-
ar skerf af mörkum, svo að því
marki verði náð, með því að
taka til umræðu ýmis mikilvæg
hagsmunamál staðarins í bæj-
armálaráði Alþýðubandalags-
ins.
Ef yður vantar gott radióviðtæki, þá
RADION ETTE
Norskt úrvals viðtæki með fimm bylgjulengdum, þar á meðal
bátabylgju og FM.— 10 gerðir frá kr. 4.400.00 til 17.500.00.
Get útvegað Radionett viðtæki og segulbönd með stuttum
fyrirvara. Myndasýnishorn á radióvinnustofu minni,
Aðalgötu 30, Siglufirði.
Kristinn Guðmundsson,
útvarpsvirki.
LÖGTAK
Eftir kröfu innheimtumanns opinberra gjalda, og að undan-
gengnum úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Siglufjarðar,
hinn 30. desember 1964, verða lögtök látin fram fara, án
frekari fyrirvara, á kostnað gjaldénda en ábyrgð ríkissjóðs,
að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir
eftirtöldum gjöldum, ógreiddum, en gjaldföllnum árið 1964.
Tekjuskatti
Eignaskatti
Pcrsónuiðgjaldi til almannatrygginga
Slysatryggingariðgjaldi .
Lífeyristryggingariðgjaldi til almannatrygginga
Atvinnulcysistryggingariðgjaldi
Nómsbókagjaldi
Kirkjugarðsgjaldi
Sóknargjaldi
Lesta- og vitagjaldi
Gjaldi af innlendum tollvörutegundum
Rafmognseftirlitsgjaldi
Vélaeftirlitsgjaldi
Skipaskoðunargjaldi
Utflutningsgjaldi
Hlutatryggingosjóðsgjaldi
Iðnlónasjóðsgjaldi
Skipulagsgjaldi
Skoðunargjaldi ökutækja
Bifreiðaskatti
Skemmtanaskatti
Launaskatti
Söluskatti
Bæjarfógetinn í Siglufirði, 11. febrúar 1964.
Pétur Gautur Kristjónsson
settur
Ógreldd bornsmeðlög
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur nú sótt um aðstöðu til að setja
í senn 1—2 menn, sem vangreidd eiga barnsmeðlög, á refsi-
heimilið Kvíabryggju. Jafnframt verði dráttarvextir reikn-
aðir á ógreidd barnsmeðlög og lögtökum beitt, þ,ar sem því
verður við komið.
Þetta er hér með birt til viðvörunar þeim, sem forðast vildu
framangreind viðurlög.
Siglufirði, 17/3 1965.
Bæjarstjóri.
Drdttarvextir á ónreidd bsjargjöld
Að gefnu tilefni tilkynnist, að bæjarstjórn hefur ákveðið að
dráttarvextir verði reiknaðar á ógreidd bæjargjöld fyrri ára,
frá og með s.l. áramótum, og að lögtökum verði beitt við inn-
heimtu, þar sem ástæða þykir tii.
Þessi samþykkt tilkynnist hér með til viðvörunar þeim, sem
forðast vilja áfallandi aukakostnað við innheimtu ógreiddra
gjalda sinna.
Siglufirði, 17/3 1965.
Bæjarstjóri.
4