Mjölnir


Mjölnir - 04.05.1965, Page 3

Mjölnir - 04.05.1965, Page 3
Hið sauruga stríð Fátt- er það í fréttum daglcga hjá isl. ríkis- útvarpinu, scm látið er sitja i fyrirrúmi fyrir loftárásafrcttum frá bandarískum hernaðar- aðilum í S-Vietnam. Liðnir munu nú um þrir mánuðir siðan sprcngjurcgnið byrjaði að falla á þorp, bæi og samgöngulciðir fólksins i N-Vietnam. Loftárásir þcssar hafa verið fordæmdar víðs- vegar um heim af fólki, sem ekki er þrælfjötrað af pólitískum fordómum og kommúnistahatri. Ekki hefur verið gert opinbcrt hversu margt fólk hefur verið drepið né heldur hverju cfnahagslegt tjón ncmur af völdum þeirra þúsunda tonna af sprengiefni og napalmkvoðu, scm steypt hefur verið yfir saklaust fólk í N-Vietnam. Barátta skæruliða í S-Vietnam er cngin af- sökun fyrir morðárásum Bandarikjamanna. Þeir eru þarna að skipta sér af málum, sem þeim koma ekki við, að öðru leyti en því, að hinir gjörspilltu valdamenn S-Vietnam hafa kallað þá til hjálpar og viðhalda illa fcngnum völdum sinum. Aratuga stríð fólksins i Indokina fyrir frelsi og sjálfstæði hefur kennt þvi að hjálpin til bar- áttu þess kemur hvorki frá franska né banda- ríska auðvaldinu, heldur aðeins frá því sjálfu, fólkinu, — með lífi sínu og baráttu hjálpar það hvert öðru, styður baráttu hvers annars af ráð- um og dáð. * Hvað segja Frjáls menning & Co? En fréttir af morðárásunum núna snerta ekki hina viðkvæmu strengi í brjóstum þeirra, sem fyrir nokkrum árum misstu alla stjórn á tiifinn- ingum sinum af vandlætingu og samhyggð, þeg- ar blóðug barátta geysaði á öðrum stöðum hnattarins. Hvar eru nú stólræður prestanna til að for- dæma tortimingarárásir Bandaríkjamanna á saklausa borgara, börn og gamalmcnni? Hvar cru nú mótmælafundahöld og hin hástemmdu ræðuhöld Frjálsrar menningar gegn þessum böðulsskap? Viðbrögðin nú gagnvart þessu sauruga striði sýna flcstu betur, að mannkærleikinn, kristilcg- heitin og samhyggðin hjá þessum aðilum eru algcrlcga afstæð. Það veltur á öllu, hvaða fólk það er, sem ofbeldið verður að þola, hverjir það eru, sem ofbeldinu beita. Þegar Bandaríkjamenn fremja múgmorð á börnum og óbreyttum borgurum, þá bærir ekki á sér viðbjóðurinn á slíkum verkum, þá sefur mannkærleikurinn og bróðurþelið værum svefni. Þannig er hugarfarið saurugt, flckkað og við- bjóðslegt, alvcg eins og stríðið sjálft, sem nú gcysar hinum mcgin á hnettinum. * Trú eða skoðun? Eins og áður scgir, hefur viða um heim, bæði i austri og vestri, verið látin i Ijós i orði og verki andúð og fyrirlitning á ofbcldisárásum Banda- rikjamanna i Vietnam, þátt slíkt hvarfli ekki að vandlæturunum, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni. Enda cr afstaða þeirra ekki ákvörðuð af skoðunum, heldur af trúarlegu ofstæki. Þeir eru sannfærðir um, að allt, sem Bandarikin gcra, sé rétt; að baki öllum athöfnum þcirra standi hið fullkomna siðgæði, að Bandaríkin hafi alltaf rétt fyrir sér og aldrci rangt í viðskiptum við aðrar þjóðir.. Þannig getur trúarþclið orðið grundvöllur svonefnds tvöfalds siðfcrðis, sem er óhugnanlegast af öllu siðleysi. Þessir menn hafa alltaf á takteinum tvo siðferðismælikvarða, og nota þá til skiptis, cftir því hver á i hlut. * Allmiklar umræður hafa farið fram að undanförnu um íslenzk skólamál og skólamálalöggjöf. Nefna mætti, að á síðastliðnum vetri hafa birzt í þessu blaði tvær alhyglisverðar greinar um skólamál Skagfirðinga eftir þá Hauk Hafstað og Sigurmon Hartmannsson. Þá hafa bænda- fundir og samtök bænda gert ákveðnar samþykktir unt skóla- mál, og hníga þær allar í þá átt, að nú verði að rétta hlut sveit- anna, sem fram að þessu hafi orðið útundan um framkvæmdir í skólamálum. íslenzku fræðslulögin eru nú nærfellt 20 ára gömul, og vær.i því ekki undarlegt, að þau færu að verða úrelt, svo örar sem breytingarnar hafa verið í þjóð- lífinu á þessum tíma. Það er því ekki úr vegi að endurskoða þau, og mun ég koma að því síðar, hverju ég tel að helzt þyrfti að breyta í löggjöfinni. En því megum við ekki gleyma, að lög- gjöfin er ekki einhlít, ef ekki fylgja viðhlítandi framkvæmdir. Áður en að þessu er vikið, væri þó ekki úr vegi að athuga núverandi skólalöggjöf og fram- kvæmd hennar. Núverandi skóla- löggjöf var lögfest endanlega 1946, og efast ég um, að hér hafi nokkurn tíma verið betur unnið að undirbúningi nokkurra laga. Nefnd sú sem vann að samningu laganna var fyrst skipuð af Einari Arnórssyni, HLOÐVER SIGURÐSSON. sem var menntamálaráðherra 1942 til 1944. Hún var skipuð færustu skólamönnum landsins og réttsýnustu og víðsýnustu fulltrúum allra stj órnmálaflokka, að minnsta kosti í skólamálum. Nefndin kynnti sér rækilega skólalöggjöf nágrannaþjóða okk- ar og rannsakaði nákvæmlega ástand íslenzkra skólamála og ennfremur þarfir þjóðarinnar. Nefndarmenn voru samhentir og einhuga í störfum sínum og létu ekki stjórnast af þröngum flokks- eða klíkusjónarmiðum, eins og oft vill verða í okkar litla þjóð- félagi. Þá leitaði og nefndin álits allra skólastjóra landsins og einnig skólanefnda um allt land um tillögur sínar. Þegar lögin voru samþykkt ríkti rneiri bjart- sýni og framsýni í þjóðlífi okkar en oftast áður og síðan. Lögin voru það rúm, að þau gáfu möguleika til þróunar og fram- fara um langt árabil. Höfuðbreytingarnar á hinni almennu skólalöggjöf voru eink- um þrjár: Skólaskylda skyldi lengd um eitt ár, landspróf mið- skóla, hvar sem var á landinu, gaf rétt til inngöngu í mennta- skóla og fleiri framhaldsskóla, og gagnfræðaskólunum skyldi skipt í bóknáms og verknáms- deildir. Þá sat nýsköpunarstjórnin enn að völdum, og var þegar hafizt handa af menntamálaráð- herra og öðrum framámönnum fræðslumála að hrinda lögunum í framkvæmd, og tókst fljótlega hin bezta samvinna með öllum þessum aðilum. En nú brá svo undarlega við, að hafinn var öflugur áróður gegn lögunum og helzt af þeim, sem töldu sig vera fulltrúa lands- byggðarinnar, Jónas frá Hriflu hafði, þegar hann var mennta- málaráðherra, gert ýmislegt til bóta í íslenzkum skólamálum, og nú gat hann ekki sætt sig við, að neitt væri liaggað við verkum hans, hversu ófullkomin, sem þau voru. Hann kom nú fram í útvarpinu líkt og afturganga, oft á ári, helzt að haustnóttum og afflutti lögin á allan hátt. Not- aði hann óspart sína gömlu lagskonu, kommúnistagrýluna. Kenndi lögin alltaf við mennta- málaráðherra nýsköpunarstj órn- arinnar, sem var sósíalisti og hafði unnið dyggilega að fram- kvæmd laganna eins og honum bar skylda til, en ánnars voru lögin eins og áður er sagt samin og samþykkt af beztu mönnum allra flokka. Þessi draugsrödd Jónasar bergmálaði síðan frá einum barka til annars, og eink- um frá þeim, sem töldu sig vera forsvarsmenn sveitanna. Sýni- legt var þó, að margir þeirra, sem löstuðu lögin, höfðu alls ekki lesið þau, eða þá að þeir fóru með vísv.itandi falsanir. Stöðugt var tönnlast á því að auka þyrfti verklegt nám og auð- vitað ekki minnst á, að í þessum lögum var fyrst gert ráð fyrir að koma skipulagi á verknámið. Þá var. það túlkað sem fúlmannleg kommúnistaárás á sveitabörnin, að lengja skólatíma þeirra um eitt ár, og landsprófin, sem hafa þó hjálpað mörgum efnalitlum unglingi utan af landsbyggðinni til að komast inn á menntabraut- ina, voru talin sérstaklega fjand- samleg sveitabörnunum. Ég vil geta þess hér, að ég tel, að margt liefði mátt betur fara um fram- kvæmd landsprófanna, einkum þó í byrjun, en það er ekki sök laganna, og mætti fremur skrifa það á kostnað þeirra, sem um framkvæmdina sáu, en sumir þeirra voru ef til vill ekki mjög hrifnir af því að minnka þau forréttindi, sem sumir staðir, einkum Reykjavík og Akureyri höfðu haft. Nú gerist það, að nýsköpunar- stjórnin lætur af völduni og við taka afturhaldssamari stjórnir. Menntamálaráðherrar þeir sem nú tóku við voru Eysteinn Jóns- son, Björn Olafsson og Bjarni Benediktsson. Það var þeim öll- um sameiginlegt, að þeir höfðu lítinn áhuga á að framkvæma hin nýju fræðslulög eða þá að þeir kiknuðu fyrir þröngsýnum andróðri gegn lögunum, en hvort sem heldur var varð nú lítil áherzla lögð á að framkvæma lögin til fulls og margt í þeim hefur enn ekki komizt til fullra framkvæmda. Enn munu vera til sveitir, sem ekki hafa enn fram- kvæmt lengingu skólaskyldunn- ar, og er það vel farið, að nú virðast bændur vera farnir að átta sig á því, að aukin menntun er réttindi unglinganna en ekki fjandsamleg kvöð, enda hefur nú Hrifludraugurinn ekki heyrzf í útvarpinu árum saman. Alvar- legast er þó, að ákvæðin um verknám hafa aldrei komizt til framkvæmda, svo að gagn sé að. Að undanskildum einum litlum verknámsskóla í Reykjavík, hafa verknámsdeildir gagn- 1V0KKUR ORÐ UM SKÓLAMÁl 0L%1 Mannfjðldi á íslandi Fólksfækkun í Norðurlandskjördæmi vesfra, öll í þorpum og kaupstöðum. Hagstofan hefur nýlega látið frá sér fara yfirlit yfir mann- fjölda á íslandi 1. des. 1964. Eru þetta bráðabirgðatölur, en ef að venju lætur, skakkar ekki miklu. Samkvæmt yfirlitinu hefur landsmönnum fjölgað um 2873 frá 1. des. 1963, og voru 1. des. sl. 189.785. Karlar voru 95.891 og konur 93.894. Mest hefur fjölgunin á árinu orðið í Kópavogi. Þar hefur íbúum fjölgað um 662. Næst kemur Reykjavík, fjölgun 520. íbúafækkun hefur orðið í þrem kaupstöðum. A Isafirði hefur fækkað um 57, á Siglufirði um 82 og í Ólafsfirði um 7 manns. Fólksfækkun hefur orðið í eftirtöldum sýslum: 1 Austur- Barðastrandarsýslu hefur fækk- að um 14, í Strandasýslu um 17, í Norður-Þingeyjarsýslu um 26, í Austur-Skaftafellssýslu um 21 og í Vestur-Skaftafellssýslu um 9. í Skagafjarðarsýslu er mann- fjöldinn nákvæmlega hinn sami og 1963, eða 2619, og einnig í Norður-Múlasýslu, 2248 bæði árin. Mannfæsti hreppur lands- ins er Grunnavíkurhreppur með 7 íbúa; næstur er Loðmundar- fjörður með 11 íbúa. Mannflesti hreppur landsins er Selfoss- hreppur, með 2808 íbúa, eða mannfleiri en 7 af 14 kaupstöð- um landsins. Fjórir aðrir hrepp- ar hafa meira en þúsund íbúa. Einn kaupstaður, Seyðisfjörður, hefur innan við þúsund íbúa. Virðast tillögur þær, sem ný- lega voru lagðar fyrir Alþingi, um breytingar á skipan sveitar- félaga, sannarlega vera orð í tíma töluð. NORÐURLAND VESTRA. Ibúum Norðurlands vestra hefur fækkað um 30, og voru 1. des. sl. 10.267. Á Sauðárkróki voru íbúar 1351, hafði fjölgað um 25, á Siglufirði 2491, hafði fækkað um 82, í V.-Húnavatns- sýslu voru íbúar 1413, hafði fjölgað um 18. I Húnavatnssýslu voru 2393 íbúar, fjölgun 9, og í Skagafjarðarsýslu var íbúatalan óbreytt, 2619 manns. í Hvammstangahreppi fækk- aði íbúum á árinu um 18 manns, á Blönduósi fjölgaði um 17, á Skagaströnd fækkaði um 10 og á Hofsósi um 9 íbúa. Karlar eru í meirihluta í kjör- dæminu, eins og raunar í flest- um byggðarlögum landsins, en karlar í landinu eru nærri 2000 umfram konur. Á Siglufirði eru þó 13 konur umfram karla, en í öllum sýslunum og á Sauðár- króki eru karlar í meirihluta. Lakasta aðstöðu í kvennamálum AÐAIFUIMDIIR Aðalfundur KAUPFÉLAGS SIGLFIRDINGA verður haldinn að Hótel Höfn, sunnudaginn 9. mai n.k. kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmcnn og konur eru hvött til að mæta vel og stundvislega. STJÓRNIN. virðast skagfirzkir karlar hafa; vantar 225 konur til þess að fullt jafnræði náist. Þó eru konur í meirihluta í tveimur hreppum, Akrahreppi og Rípurhreppi, og er ekki óhugsandi, að karlar í hinum hreppunum í sýslunni kynnu að geta lært sitthvað af kypbræðrum sínum í þessum tveim sveitum. íbúum þorpa og kaupstaða í kjördæminu hefur á ár.inu fækk- að um 77, en íbúum sveita fjölg- að um 47. Er þessi þróun gagn- stæð því, sem er og verið hefur urn lan-gt árabil hérlendis og víð- ast erlendis, og segir sína sögu um atvinnuþróunina í kjördæm- inu. —0— fræðaskólanna hvorki orðið fugl eða fiskur. Það var auð- vitað ætlun löggjafans, að verk- námdeildirnar yrðu tengdar at- vinnulífi þjóðarinnar, og að þangað veldust ekki eingöngu þeir nemendur, sem erfitt eiga með bóklegt nám, heldur og allir þeir, sem leggja vildu fyr.ir sig verklegar menntir, enda mætt- um við minnast þess, að verkleg- ar menntir geta, ef rétt er á haldið, veítt nemendum andleg- an þroska eigi síður en bóklegt nám. En lil þess að þetta 'mætti verða, þurfti fyrst og fremsl að mennta nógu marka verknáms- kennara og síðan að búa verk- námsdeildunum viðunandi að- slöðu í skólunum, en hvorugt hefur verið gert. I sta^ þess, að verknámsskól- arnir hefðu átt að tengjast at- vinnulífi þjóðarinnar og þar með iðnskólunum, hafa þeir orðið deildir fyrir tornæmari börnin með ofurlítið meiri kennslu í föndri, en tíðkast í bóknámsdeildunum. Ef nú verður farið að breyta skólalöggjöf okkar, ætti að minn- ast þess, að það gagnar lítið að samþykkja stóra lagabálka á alþingi, ef ekki er hirt um fram- kvæmd þeirra. Ég held, að það, sem nú er brýnast í íslenzkum skólamálum, sé að framkvæma núverandi skólalöggjöf til hlítar og á ég þar einkum við ‘að end- urbæta verknámsdeildirnar og tengja þær atvinnulífi þjóðar- innar. Nú er á döfinni ný lög- gjöf um iðnskóla, sem eflaust horfir mjög til bóta, e/ fram- kvœmd verður, þetta ætti hvort tveggja að athugast samtímis. Þá þyrfti eflaust að endur- skipuleggja menntaskólanámið, en það hefur litlum breytingum tekið um áratugi, jafnvel aldir. Jafnframt því þyrfti sennilega að endurskoða að einhverju leyti námskrár bóknámsdeildanna og einnig væri eflaust rétt að breyta eitthvað lil um námsefni í öllu skyldunámi t. d. í íslenzku, og er það önnur saga, sem ekki verður rædd að þessu sinni. En flestar hinar nauðsynlegustu breytingar á skólum okkar og kennslu mætti framkvæma innan ramma núgildandi laga. Þá tel ég nauðsynlegt að koma hið allra fyrsta upp menntaskól- um bæði vestanlands og austan,. og þegar nú er rætt um að efla háskólann og fjölga deildum hans, sem er eflaust brýn þörf, tel ég enga fjarstæðu að stefna að því, að stofnuð verði há- skóladeild á Akureýri. Ég held, að íslenzk þjóðmenning verði auðugri og fjölbreyttari, ef henni eru sköpuð þroskaskilyrði sem víðast á landinu. Mundi okkar forna þjóðmenn- ing hafa orðið jafnauðug og raun varð á, ef Haukadalur t. d. hefði verið eina menntasetrið, enda þótt þangað hefðu safnast allir menntamenn þjóðarinnar? Hér mun ég nú láta staðar numið að sinni, en svo margt er enn ótalið, sem ræða þyrfti, að það rúmast ekki í lítilli blaða- grein. Þó skal engu lofað um framhaldið. Hlöðver Sigurðsson. ART BUCHWALD: Goldwater forseti V Sendum öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptamönnum beztu óskir um gleðílegt sumar KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Siglufirði Nýjosta bókin mín ÍOI HRINGHENDA fæst EKKI í bókabúðum. Þeir kunningjar mínir og vísnavinir, sem vildu eignast kverið, ættu því að skrifa mér þar um sem allra fyrst, því upplagið var lítið og er á þrotum (verð kr. 100.00). Sömuleiðis ef þeir vildu fá eitthvað af eldri bókurn mínum, sem ekki eru uppseldar. Rósberg G. Snædal > Byggðaveg 147 — Akureyri Sími 1-21-96. Oft, þegar ég hef ekki annað að bauka við, er ég að velta því fyrir mér, hvernig ástatt væri, ef Goldwater hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þegar lit- ið er á kosningabaráttuna og ræðurnar sem hann liélt, er til- hugsunin ógnvekjandi. Maður skelfist við tilhugsun- ina eina. T.il dæmis: Ef Goldwater stæði við stjórnvölinn, værum við sennilega nú farnir að géra loft- árásir á Norður-Vietnam. Vietcong mundi hafa sprengt í loft upp fáeina bandaríska bragga. Þetta hefði Goldwater notað sem átyllu til að hefja árás á herbækistöðvar 'í Norður- Vietnam og reka hefndarpólitík. Demókratar hefðu fyllzt skelf- ingu og sagt, að Goldwater væri brjálaður maður, sem væri að reyna að þvæla okkur út í stríð gegn' Rauða-Kína. En Goldwater hefði látið gagn- rýnina sem vind um eyru þjóta. Og til þess að sanna, að sér væri alvara, hefði hann haldið árás- unum áfram, og ekki með flug- vélum flughersins einum, heldur líka með þrýstiloftflugvélum bandaríska flotans. Því lengra, sem liðið hefði, því skelfdara hefði fólk orðið yfir hinni ábyrgðarlausu stefnu Goldwat- ers. En þá hefði hann látið stjórnarforseta sinn lýsa yfir því, að liann vær,i þeirrar skoðunar, að í stað þess að hefna einungis hverrar árásar jafnharðan, ætt- um við nú að hefja lofthernað gegn Norður-Vietnam, til þess að koma þeim í Hanoi í skiln- ing um, að þeim héldist ekki uppi endurgjaldslaust að styðja Viet- cong. * 1 þinginu hefðu öldunga- deildarmenn kvatt sér hljóðs og lagt til, að reynd yrði samninga- leið. Hinn blygðunarlausi Gold- water hefði þá svarað því til, að það væri ekki um neitt að semja; ef við settumst niður við samn- ingaborð ásamt Norður-Vietnam og Rauða-Kína, værum við bara að ofurselja Suður-Vietnam. Rússland og Frakkland mundu leggja til, að haldin yrði Genfar- ráðstefna, en því hefði Gold- water vísað á bug. I þess stað hefði hinn ábyrgð- arlausi Goldwater lýst yfir því, að hann ætlaði að senda her- deild úr landgönguliði flotans með Hawk-eldflaugar til verndar loftrými voru. Gagnrýnendurnir mundu þá segja, að hann væri að undirbúa styrjöld. Því mundi Goldwater eindrégið neita. Því næst mundi hann hefja sprengju- árásir á samgönguleiðir í Laos og Kambodsia. Til skýringar þessurn örþrifa- aðgerðum mundi Goldwater láta semja hvíta bók, sem réttlætti árásirnar og sannaði, að Hanoi bæri ábyrgð á byltingunni í Suður-Vietnam. Hann mundi halda fast við þá afstöðu, að .við yrðum að styðja herforingj- ana í Saigon, hversu lausir sem þeir væru í sessi. * í kjölfar hvítbókarinnar hefðu svo fylgt loftárásir, bæði með suður-viethömskum flugvélum og bandarískum B 57 flugvélum. Fólk, sem ekki kaus Goldwat- er, mund.i hrópa til kunningja sinna í repúblikanaflokknum: „Sagði ég þér ekki, að ef Gold- water yrði forseti, mundi hann steypa okkur út í styrjöld!“ En repúblikanarnir mundu svara því til, að Goldwater hefði ákki átt neinna kosta völ: Vietnam-málið væri arfur eftir stjórn demó- krata, og ef Goldwater stæði ekki fastur fyrir nú, yrði litið á Bandaríkin sem pappírstígrisdýr. * Þetta virðist vera fjarstæðu- kenndir hugarórar þegar þú lest það. Og ef til vill hef ég gefið ímynduharaflinu of lausan taum- inji, því jafnvel Goldwater — ef hann hefðk orðið forseti — mundi ekki ganga svona langt. En — sem betur fer — með Johnson við stýrið er óþarfi að vera að hugsa um þetta! (New York Herald Tribune.) Kjarasamningar Framhald af bls. I. lands og 14 manna nefnd A.S.I. Þessir voru kjörnir: Sigfinnur Karlsson, Neskaup- stað, Alfreð Guðnason, Eskif., Oskar Garibaldason, Siglufirði, Sveinn júlíusson, Húsavík og Tryggvi Helgason, Akureyri. Þá voru Sigfinnur Karlsson, Páll Árnason, Raufarhöfn og Guðrún Albertsdóttir, Siglufirði, kosin í sérstaka nefnd til að gera tillögur um breytingar á ákvæð- isvinnutöxtum við síldarsöltun. Gerist óskrifendur að Mjölni. Auglýsið í MJÖLNI 2 3

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.