Mjölnir


Mjölnir - 25.11.1966, Side 1

Mjölnir - 25.11.1966, Side 1
XXIX. árgangur Þriðjudagur 25. nóvember 1966 30. |»ing' ASÍ var sett í Háskólabíó í Reykjavík kl. 14 á laugardaginn, en störf þings- ins fara annars fram í samkomu- húsinu Lido. Var þingsetning að þessu sinni með sérstökum hátíða- blæ vegna 50 ára afmælis Alþýðu- sambandsins, sem var á þessu ári. A sunnudaginn hófust hin eigin- legu þingstörf. Engar deilur urðu nú um kjörbréf. — Þingforseti var’ kjörinn Björn Jónsson, en varafor- setar Oskar Jénss. og Herdís Ólafsd. Þingið sitja um 370 fulltrúar fyrir 34.400 félagsmenn Alþýðu- sambandsins. Gert er ráð fyrir að þinginu Ijúki á fimmtudag. Yerður lýsisherzluverksmið]an reist í Siglufirði eða Reykjavík? Flest bendir til þess, að bráðlega verði reist ný lýsisherzlu- verksmiðja í landinu. Niðurstaða sérfræðinga er sú, að- erlendir markaðir séu fyrir hendi og reksturinn sé mjög hagkvæmur. En hvar verður verksmiðjan reist? EGGERT ÞORSTEINSSON þuldi upp á Alþingi rök- semdir Jóns Gunnarssonar fyrir því, að reisa ætti verksmiðj- una í Reykjavík eða nágrenni, án þess að nefna nokkur mót- rök eða gera athugasemdir við þessa fráleitu röksemda- færslu. Aðalrökin voru þau, að á Norður- eða Austurlandi væri stöðug hafíshætta, hærra raforkuverð og erfitt yrði að fá framkvæmdastjóra og sérfræðinga til að setjast þar að. RAGNAR ARNALDS mótmælti því, að hafnar væru um- ræður um staðsetningu verksmiðjunnar með svo einhliða og léttvægum röksemdum. Stofnkostnaður verksmiðjunnar yrði rniklu hærri í Reykjavík, því að þar þyrfti að reisa lýsis- geyma, sem kostuðu margar milljónir króna, en þess væri ekki þörf t. d. á Siglufirði. Einnig yrðu hráefnisflutningar til verksmiðjunnar mjög dýrir. Með söniu rökum og Eggert nefndi mætti sanna, að öll stórfyrirtæki ætti að reisa í nágrenni Reykjavíkur og engin á Norður- eða Austurlandi. Það voru Siglfirðingar, sem vöktu þetta mál til lífs á nýjan leik. Fulltrúar þeirra fluttu tillöguna á Alþingi, sem leiddi til þess, að málið var rannsakað með jákvæðum árangri. Ekkert er því til fyrirstöðu að verksmiðjan verði reist á Siglufirði, ef Skeiðsfossvirkjunin er tengd við orkuveitu- svæði Akureyrar, eins og lengi hefur staðið til. Siglfirðingar verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá því framgengt, að verksmiðjan verði reist hér. Sérstaklega skorar Mjölnir á forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins í Siglufirði að beita áhrifum sínum gagnvart ráðamönnum stjórnarflokkanna, áður en það er um seinan. Á atvinnumálaráðstefnu, sem verkalýðsfélögin í Siglufirði boð- uðu til haustið 1964, var sam- þykkt að skora á Alþingi og rík- isstjórn að láta reisa lýsisherzlu- verksmiðju í Siglufirði. Að þessu tilefni fluttu 7 þingmenn af Norðurlandi vestra þingsálykt- unartillögu um málið þá um haustið. í þinglok fól Alþingi ríkisstjórn að láta rannsaka, hvort tímabært væri að reisa slíka verksmiðju. Ríkisstjórnin fékk stjórn S.R. til að hafa um- sjón með þessu verki og réði hún Jón Gunnarsson til að rannsaka málið og gefa um það skýrslu. Nú í þingbyrjun í haust báru þingmennirnir sjö héðan úr kjör- dæminu fram fyrirspurn um þessa rannsókn, og hafði fyrsti kjördæmakjörinn þingmaður, Skúli Guðmundsson, orð fyrir þeim. Eggert Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, varð fyrir svörum og skýrði frá athugun Jóns Gunnarssonar og helztu niðurstöðum. Samkvæmt reksturáætlunum virð- ist slík vcrksmiðja gefa mjög rr.ikinn arð eða um 5 milljónir á ári, þegar miðað er við 15000 tonn af hráu lýsi og tvöfalt meiri arð eftir 5 ár, þcgar vélar væru orðnar afskrifaðar. Ján telur, að verksmiðjan myndi breikka stórlega markaðsgrundvöll fyrir islcnzkt síldarlýsi og jafnvel tryggja miklu hagstæðara verð en nú fæst, þar eð einn crlendur ein- okunarhringur kaupir nú 80% af lýsisframleiðslu landsmanna og hef- ur aðstöðu til að stórlækka verðið að eigin geðþótta. Þá myndi herta lýsið skapa grundvöll að ýmis konar fullvinnslu, t. d. á smjörliki til út- flutnings. Þar sem verksmiðjan yrði byggð, skapaðist jafnframt grund- völlur fyrir iðnað úr ýmsum úr- gangsefnum. Næst vék ráðherrann að stað- setningunni og sagði hann Jón Gunnarsson leggja til, að verk- smiðjan yrði staðsett í Reykja- vík eða nágrenni. Helztu rök- semdir voru þær, að fyrir Norður- og Austurlandi væri alltaf hugsanleg hafíshætta en ekki í Reykjavík, syðra væri lægra raforkuverð en á Norður- landi og auðveldara væri að fá sérmenntaða menn til starfa í Reykjavík en úti á landi. Skúli Guðmundsson þakkaði ráðherra svörin og taldi mest um vert, að hagkvæmt væri talið að byggja slíka verksmiðju, en at- huga þyrfti betur, hvar bezt væri að staðsetja slíka verksmiðju. Ragnar Arnalds kvaðst ekki efast um, að rannsókn Jóns væri vel og samvizkusamlega af hendi leyst og niðurstöður um rekst- ursafkomu og sölumöguleika fengnar að vandlega athuguðu máli. Hins vegar virtist rök- semdafærsla um staðsetningu verksmiðjunnar mjög veik og furðulega einhliða. Engin atriði væru nefnd, sem mæltu á móti staðsetningu verksmiðjunnar í Reykjavík. Þó væri augljóst, að stofnkostnaður yrði miklu lægri á þeim stöðum, þar sem ekki þyrfti að reisa lýsisgeyma, eins og þurfa myndi í Reykjavík. Þá yrðu flutningar lýsis til Reykja- víkur óhj ákvæmilega nokkuð dýrir. Röksemdir Jóns gætu átt við hvaða verksmiðju sem væri, sem notaði rafmagn og seldi framleiðslu sína til útlanda. Ef tekið væri mark á slíkum rök- semdum, ætti að reisa öll slík stórfyrirtæki í Reykjavík og hvergi annars staðar, og sæju aliir hversu fráleitt það væri. Grunsamleg vinnubrögð Ofangreind fyrirspurn þing- mannanna kom fram í þingskjali á Alþingi 25. október, en um- ræðurnar fóru fram 9. nóvember. Nokkrum dögum síðar var skýrsla Jóns Gunnarssonar gefin út fjölrituð. Kemur þar í ljós, að Jón Gunnarsson ræðir alls ekki um staðsetningu verksmiðjunn- ar í sjálfri skýrslunni, sem er 68 bls. að stærð, og dagsett 10. júní 1966. En öll önnur atriði málsins eru vandlega rædd og rökstudd í löngu máli með yfir 30 talnatöflum og línuritum. Framhald á bls. 7. Htfjist Mniiriftriir li jarððtngunimi Ákveðið hefur verið að gera göngin. Síðan mun bíll flytja tilraun með áætlunarbílferðir að fólkið frá göngunum til bæjar- jarðgöngunum vestan megin og ins. Áætlað er að ferðir þessar leyfa fólki að ganga gegnum verði að sunnan þriðjudaga og Dómnr i handritamálinu Hæstiréttur Danmerkur hefur nú kveðið upp dóm í handrita- málinu, eins og kunnugt er af fréttum útvarps og blaða. Dómur þessi er íslendingum hið mesta fagnaðarefni. Handritin eru okkur það sem fornar hallir og listaverk eru Grikkjum og Róm- verjum, vitnisburður um menningu þjóðarinnar á liðnum öldum, sönnun þess, að jafnvel í svo fámennu og fátæku landi sem ísland er, er þó hægt að lifa sjálfstæðu menningarlífi og skapa stórfelld menningarverðmæti. En vandi fylgir þeirri vegsemd að taka við hinum fornu dýr- gripum. Fyrir nokkrum árum var mikið um það rætt að byggja yrði yfir handritin, hafa tilbúið hið fullkomnasta og veglegasta hús til varðveizlu þeirra þegar þau kæmu heim. I þessu efni hefur þó verið lálið sitja við ráðagerðirnar einar. Þess ber að vænta, að ekki verði lengur látið sitja við orðin tóm, nú, þegar málinu er ráðið endanlega til lykta, heldur hafizt handa um byggingu veglegs hand- ritahúss, er samboðið sé þjóðardýrgripum og veiti fræðimönnum beztu hugsanlega aðstöðu til rannsókna- og útgáfustarfsemi. föstudaga og suður miðvikudaga og föstudaga. Allt mun nokkuð í óvissu með hvernig þetta tekst, þ. e. að fólk og farangur komist áfallalaust gegnum göngin meðan verið er að vinna þar. Ekki mun bifreið- um verða leyft að fara í gegn og verður fólk því að ganga og bera farangur sinn, en leiðin er hátt í kílómeter og oft er þarna niikill aur og bleyta. Það mun nokkurn veginn víst, að komist þessar ferðir á, þá hættir póstbáturinn Drangur ferðum sínum til Sauðárkróks, og verður því mörgum á að spyrja: Hvað verður um vöru- og mjólkurflutninga til Siglu- fjarðar frá Sauðárkróki? Er meiningin að menn tosist með það á bakinu eða í hjólbörum gegnum göngin?

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.