Mjölnir


Mjölnir - 25.11.1966, Síða 4

Mjölnir - 25.11.1966, Síða 4
Ungkratar fordæma ríkisstjornina Samband ungra jafnaðarmanna hélt fyrir skömmu þing í Reykjavik. Þar var samþykkt stjórnmálaólyktun, sem vakið hefur mikla athygli fyrir þá sök, að hún er að meginefni samfelldur áfellisdómur um viðreisnarstjórnina, og fá ráð- herrar og þingflokkur Alþýðuflokksins þar sitt vel útilátið, ekki siður en íhaldið. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr ályktuninni: STEFNT AÐ GYLFA: „Þingið telur það nauðsynlegt, að haldið sé uppi öflugri verðgæzlu til þess að tryggja eðli legt vöruverð til neytenda . . ." „Þingið varar við þeirri ofþenslu, sem á sér stað i vcrzlun og viðskiptum landsmanna og telur ócðlilcga marga aðila bundna í þessum starfsgreinum. Þingið telur, að nýir verzlunar- og viðskiptahættir séu nauðsynlegir og brýn nauðsyn sé á endurskipulagningu verzlunar- innar . . „Þingið . . . krefst þjóðnýtingar tryggingar- félaganna í landinu . . ." „Þingið . . . telur, að ekki megi lcngur drag- ast að þjóðnýta olíufélögin i landinu . . ." „Þingið . . . fordæmir þau miklu tollsvik, sem nú tiðkast og tiðkast hafa um langt skeið . . ." STEFNT AÐ EGGERT: „Þingið . . . telur cndurnýjun togaraflotans óhjákvæmilega nauðsyn og álitur stórfcllda þró- un og nýskipan fiskiðnaðarins með aukna verð- mætasköpun i huga eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Yarar þingið við þeirri cinhæfingu, sem á sér stað í fiskveiðum þjóðarinnar . . ." „Þingið . . . lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri einhæfingu í fiskveiðum, sem nú á sér stað hér á landi. Þingið skorar á ríkisstjórnina að gera úrbætur i þeim málum. Bcndir þingið á þá ieið að keyptir verði 10—20 skuttogarar til þeirra útgcrðarstaða, sem byggja alla afkomu sina á sjávarútvegi . . ." „Þingið fordæmir hið svívirðilega brask á ibúðarhúsnæði almennings. Þingið lcggur áhcrzlu á, að unnið verði öfluglega að útrým- ingu lélegs og hcilsuspillandi húsnæðis í land- STEFNT AÐ EMIL: „Þingið . . . telur óviðunandi, að erlendur her sé til langframa í landinu á friðartimum. Þingið telur, að sendinefnd landsins á Allsherjar- þingi S. Þ. eigi að greiða atkvæði með aðild kinverska alþýðulýðveldisins að samtökum S. Þ." Hér hafa verið teknar upp nokkrar ivitnanir. Nú er ekki nema von að menn spyrji: A að taka þetta alvarlega? Svarið er að nokkru leyti að finna í ályktuninni sjálfri. Innan um alla áfcllisdómana um starf og stefnu núverandi rikisstjórnar, ekki siður þann hluta hennar sem Alþýðufl. ber ábyrgð á heldur en hinn, er að finna fleðulcgar þakklætisyfirlýsingar til ráðherranna fyrir vel unnin störf og farsæla stcfnu. Það er þvi liklegast, að ekkert sé að marka hina róttæku áfellisdóma og kröfur þingsins, hcldur séu kröfurnar og dómarnir helber hræsni, sett fram i þeim eina tilgangi að láta taka eftir sér og tjalda þvi skársta sem völ er á þegar ganga skal fram fyrir kjósendur og biðja þá að kjósa Aiþýðuflokkinn i vor. Ný og ný skýrslugerð er engin atvinnubót! Norðlendingar bíða enn eftir framkvœmdum! Þegar Eggert ráðherra Þorsteinsson svaraði fyrirspurnuni Ragnars Arnalds á Alþingi, gat hann ekki gefið neina skýr- ingu á því, hvers vegna enginn árangur varð af störfum atvinnumálanefndarinnar, sem ferðaðist um Norðurland fvrir tveimur árum. Nefndin sendi aðeins frá sér bráða- Ihrgðaskýrslu, sem ekkert var gert með. Nú tveimur árum síðar er enn á ferðinni nefnd til að vinna nákvæmlega sama verkið. Og enn virðist aðeins vera von á svipaðri skýrslu. Ráðherrann svaraðLengu urn það, hvenær árangurs væri að vænta eða hve mikið fjármagn ætti að renna í framkvæmdir. Ragnar Arnalds brýndi fyrir ráðherranum, að skýrslu- gerð væri ágæt, en fyrst og fremst væri þó þörf á raunveru- legri framkvæmdaáætlun og síðan tafarlausum framkvæmd- um. Norðurlandsáætlun mætti ekki aðeins verða nafnið tómt — fallegt orð handa frambjóðendum til að veifa framan í kjósendur á kosningafundum í vor. Ragrnar Árnalds spyr ráðherra nm störf tveggfja atvinhnmála* nefnda, sem áttn að athugra at vinnnáistand á Norðurlandi í framsöguræðu sinni minnti Ragnar Arnalds á störf atvinnu- málanefndarinnar, sem skipuð var voriS 1964. HefSi hún rætt viS fjöldamarga aSila í kaup- stöSum og kauptúnum á NorS- urlandi vestra og sent frá sér bráSabirgSaskýrslu þá um haustiS.' Samtímis hefSi ráS- herra fullvissaS þingmenn um þaS, aS nefndin myndi senn skila frá sér endanlegu áliti og tillögum, en síSan ætlaSi ríkis- stjórnin aS hefjast handa um atvinnubætur á NorSurlandi hiS bráSasta. Ragnar benti á, aS síSan þetta var, væru nú liSin tvö ár, og ekkert hefSi gerzt í málinu. Nefndin hefSi horfiS sporlaust niSur í jörSina og ekkert hefSi spurzl til hennar síSan. Hvarf nefndarinnar hefSi orSiS NorS- lendingum nokkur ráSgáta, en segja mætti, aS þeir væru ýmsu vanir, enda minntu þessi ein- kennilegu örlög nefndarinnar einna helzt á hvarf séra Odds frá Miklabæ! í sumar kom ný sendinefnd í heimsókn til NorSlendinga, sagSi Ragnar, og var hún frá Efnahagsmálastofnuninni. Hún kvaSst hafa nákvæmlega sama hlutverk og hin fyrri: aS rann- saka ástandiS og gefa skýrslu. Ragnar sagSist því vilja spyrja, hvenær árangurs væri aS vænta af störfuin þessarar nefndar. NorSIendingar væru aS vísu gestrisnir menn og hefSu ekkert á móti því aS fá skemmtilega og gáfaSa nefndarmenn í heimsókn annaS hvert ár, en hitt þætti þeim þó meir um vert aS sjá loforSin efnd — sjá ráSstafanir og fram- kvæmdir í atvinnumálum í staS- inn fyrir nýjar og nýjar skýrslur. Ráðherrann svarar I svarræSu sinni var Eggert Þorsteinsson ráSherra, stutt- orSur um fyrri nefndina, en reyndi aS láta líta út eins og síSari nefndin hefSi tekiS viS starfi fyrri nefndarinnar í eSli- legu framhaldi. Enga skýringu gaf hann þó á því, hvers vegna næstum tvö ár liSa frá því síSast fréttist til hinnar fyrri og þar til hin síSari nefnd skýtur upp koll- inum á NorSurlandi. OrSrétt sagSi ráSherrann: „Fyrri nefndin hefur veriS leyst upp og starfsmenn Efna- hagsstofnunarinnar hafa tekiS viS þessu verkefni. Starfshópur Efnahagsstofnunarinnar skilar atvinnujöfnunarsjóSi skýrslum um hvern hluta NorSurlands fyrir sig, þar sem lagSar eru fram tillögur um kerfisbundinn stuSning viS atvinnulíf svæS- anna. Ein skýrsla hefur þegar veriS lögS fram, um Húnaflóa- svæSiS og er Strandasýsla þá þar meS talin. Von er á skýrslum um SkagafjörS ásamt SiglufirSi og um austurhluta NorSurlands innan skamms. ReiknaS er meS, aS Efnahagsstofnunin skili ríkis- stjórninni skýrslu um NorSur- land allt á þessum vetri.“ Þá talaSi ráSherrann um væntanlegan fiskileitarleiSangur á Húnaflóa og SkagafirSi, og sagSi, aS sérstök athugun færi nú fram á rekstri frystihúsa og fiskvinnsIustöSva viS Húnaflóa, sem lögS yrSi til grundvallar viS úthlutun lánsfjár úr Atvinnu- jöfnunarsjóSi. RáSherrann minnti á samn- inga verkalýSsfélaganna viS rík- isstjórnina voriS 1965, en þá var ríkisstjórnin knúin til aS lofa verulegum atvinnubótum á NorS- urlandi. Var þá annars vegar lofaS, aS gerSi yrSi fram- kvæmdaáætlun fyrir NorSurland og á grundvelli hennar stór- felldar ráSstafanir til varanlegra atvinnubóta, en hins vegar yrSi skipuS nefnd frá ríkisstjórninni og verklýSssamtökum á NorSur- landi til aS undirbúa skyndi- úrræSi og hráSabirgSaráSstaf- anir næstu tvo vetur. (Eins og fram hefur komiS dróst þaS síS- an í meira en ár, frá vori 1965 til miSsumars 1966, aS hafinn væri undirbúningur aS framkvæmda- áætlun, en þá hófu sendimenn Efnahagsstofnunarinnar ferS sína um NorSurland og virtust ekkert vita um rannsóknir og skýrslugerS fyrri nefndarinnar.) RáSherrann rakti síSan gerSir þessarar samstarfsnefndar rík- isstjórnar og verklýSshreyfingar (í nefndinni eru Óskar Gari- baldason frá Vöku, SiglufirSi, og Björn Jónsson frá Einingu, RAGNAR ARNALDS EGGERT ÞORSTEINSSON Akureyri). Var þaS augljóst af ræSu ráSherrans, aS bráSa- birgSaúrræSi þessarar nefndar eru hiS eina raunhæfa, sem gert hefur veriS í atvinnuvandamál- um NorSlendinga. Viðurkenna þarf forystu- skyldu ríkisvaldsins Ragnar Arnalds þakkaSi ráS- herra svörin, en sagSist ekki hafa fengiS neina skýringu á því, hvers vegna enginn sýnilegur árangur varS af störfum atvinnu- málanefndarinnar 1964 og eng- in framkvæmd á NorSurlandi leiddi af skýrslugerS hennar. ÞaS væri rétt, aS eftir aS verka- lýSshreyfingin hefSi byrjaS af- skipti sín af málinu 1965 og síS- an átt tvo fulltrúa í skyndi- úrræSanefnd, hefSi loksins feng- izt nokkur stuSningur til bráSa- birgSa viS útgerS og síldarflutn- inga norSanlands. En NorSlend- ingar biSu enn eftir þeim ráS- stöfunum, sem gætu leitt til var- anlegra atvinnubóta, nýjum framkvæmdum samkvæmt fyrir- framgerSri áætlun, eins og ríkis- stjórnin neyddist til aS lofa verkalýSsfélögunum voriS 1965. Ár eftir ár liSi, án þess aS þessi framtíSarúrræSi sæju dagsins ljós. Ragnar lagði á það sérstaka áherzlu, að viðurkenna yrði forystu- skyldu rikisvaldsins við lausn á þess- um atvinnuvandamálum. Af ýmsum ástæðum teldu einstaklingar hag- kvæmara fyrir sig að reisa og reka fyrirtæki í nágrenni við höfuðborg- ina. Þetta hefði leitt af sér ofþenslu og vinnuaflsskort við Faxaflóa en atvinnuleysi úti um land. Ríkis- stjórnin neitaði að skipta sér af því, hvar menn rcistu fyrirtæki sin og festu fé stt, og þetta sjárnleysi á fjárfestingunni væri mcginorsök fólksflóttans suður á Faxaflóa- svæðið. Ragnar taldi það enga áætlun, ef Efnahagsstofnunin ætlaði sér að- eins að gefa Atvinnujöfnunarsjóði skýrslu um ástandið, en siðan ætti að biða eftir þvi, að umsóknir bær- ust um lán og hafa skýrsluna til hliðsjónar við afgreiðslu lánsbeiðna. Raunverulcg framkvæmdaáætlun væri annað og meira en skýrslugerð og almcnnar hugleiðingar. í nánu samstarfi og samráði við sveitar- félögin ætti að semja áætlun um tiltekin verkefni og ákveðnar stór- framkvæmdir, sem til þess væru fallnar að gjörbreyta atvinnuástand- inu á Norðurlandi. Rikisvald og sveitarfélög yrðu að taka frumkvæði og forystu i sinar hendur, aðstoða einstaklinga og einkafyrirtæki eftir mætti, en láta þó ekki þar við sitja, heldur taka hiklaust þátt í félags- legrí lausn vandamálsins með stór- felldri og skipulagðri atvinnuupp- bvggingu. IIIUIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllUIIIHIIIIUIIIIIIimNINimimilllllllllllll ÓSKALISTI UR LYTINGSSTAÐAHREPPI Rætt við Dag cinn í febrúarmánuði síðast liðnum vorum við þingmenn af Norðurlandi vestra kallaðir saman á fund i Alþingishúsinu. Tilefnið var, að kominn var i heimsókn til okkar gestur úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, Björn Egilsson, oddviti. Vildi hann halda yfir okkur stutta tölu, sem hann og gerði. Björn las fyrir okkur og gerði grein fyrir óskalista, sem sveitar- stjórn Lýtingsstaðahrepps hafði samþykkt að leggja fyrir þingmenn- ina til frekari fyrirgreiðslu. Eins og að líkum lætur fékk málflutningur hans góðar undirtektir. Nú í sumar átti ég leið um Lýt- ingsstaðahrepp og hitti þá aftur Björn oddvita á Sveinsstöðum. Nokkur helztu hagsmunamálin, sem nefnd höfðu verið á óskalistan- um voru þá komin í heila höfn, en Egilsson, oddwita önnur ekki. Verða þessi mál talin upp hér á eftir samkvæmt upplýs- ingum Björns: 1. ÍÞRÓTTASALUR í FÉLAGS- HEIMILI Fyrsta og helzta ósk sveitar- stjórnarinnar var sú, að veitt yrði íé á íjárlögum 1967 til íþróttahús við Steinstaðaskóla. Þar ætlar hreppurinn að reisa fé- lagsheimili, 2300 rúmmetra að stærð, þar sem gert verður ráð fyrir íþróttasal og búningsklef- um fyrir sundlaug. Ráðuneytið hefur samþykkt þessa sambygg- ingu og verður 37% af bygging- unni talið skólahúsnæði, sem rík- ið á að greiða að s/i hlutum. Gert er ráð fyrir, að byggingin öll kosti 6 milljónir á verðlagi ársins 1965. Sveitarstjórn og skólanefnd hafa samþykkt a§ koma á fullri skólaskyldu með unglinga- kennslu í 1. og 2. bekk, og verður hreppurinn einn sá fyrsti í Skaga- firði til að ná þessu marki fræðslulaganna. Fræðslumálastjóri mun hafa mælt með því, að tekin yrði upp í fjárlög 1967 fjárveiting til byggingarinnar, en seinast þegar til fréttist var málið óafgreitt í fj árveitinganefnd. 2. ÍBÚÐARHÚS AÐ LAUGAR- BÓLI Annað málefnið á óskalista sveitarstjórnarinnar var það, að ríkið greiddi á þessu ári kostnað við endurbætur á íbúðarhúsi að Laugarbóli, sem ætlunin er að nota fyrir heimavist framhalds- deildar í Steinstaðaskóla. Ráða- menn hafa nú samþykkt að verða við þessari beiðni, með því -skil- yrði að fé verði veitt til þess á fjárlögum. 3. SAMKOMUHÚS UNGMENNA- FÉLAGSINS Þá var óskað eftir því, að rík- ið keypti samkomuhúsið gamla, sem Ungmennafélagið Framför heíur átt. Er ráð fyrir því gert, að andvirðið renni til byggingar hins nýja félagsheimilis, en gamla samkomuhúsið verði not- að til verknámskennslu í Stein- staðaskóla. Hafa ráðainenn syðra fallizt á, að verða við þess- ari beiðni. 4. BORUN EFTIR HEITU VATNI Fyrir nokru var borað eftir heitu vatni í Steinstaðalandi, 200 melra djúp liola, og fengust þá 10 sekúndulítrar af 63 stiga heitu vatni. Samkvæmt gamalli sáttar- gerð á ríkið að greiða kostnað- inn við borunina, og skóli, fé- lagsheimili og sundlaug eiga framvegis að fá ókeypis heitt vatn. Jarðhitadeild krafði sveit- arstjórn um greiðslu kostnaðar, en hún vísaði á ríkið með lilið- sjón af fyrrnefndri sáttargerð og hefur það verið tregt til að borga. Þegar seinast fréttist til, var þetta mál ennþá óútkljáð. Eða eins og Björn orðar það: Þar stendur hnífurinn í kúnni. Kláfurinn yfir Héraðsvötn undan Flatatungu. Myndin er tekin 1923. 5. BRU A HERAÐSVOTN Fimmta hagsmunamálið á lista sveitarstjórnar var það, að þegar yrði hafinn undirbúningur að byggingu brúar á Héraðsvötn undan Flatatungu. Taldi Björn að slík brú yrði 80 metra hengi- brú og nokkuð dýr. Þá yrði kom- inn hringvegur um innhéraðið og brúin myndi stytta veginn norður um átta kílómetra. Aður fyrr var þarna kláfur yfir Héraðsvötn. En árið 1929 varð það slys, að kláfurinn slitn- aði niður við flutning á fólki, og fórst þar ung stúlka. Hafa engar samgöngur verið þar yfir síðan. Væntanlega verður þetta mál tekið upp, þegar vegaáætlun verður næst endurskoðuð. 6. SUÐUR MÆLIFELLSDAL Á KJÖL Þá er það ósk sveitarstjórnar, að rudd verði leið suður Mæli- fellsdal á Kjalveg, en eins og kunnugt er, er nú aðeins fært á Kjöl upp úr Blöndudal í Húna- vatnssýslu. Björn segir, að þessi leið liafi verið farin einu sinni árið 1947 við illan leik en skki síðan og verði meðal annars að byggja brýr á Ströngukvísl og Blöndu. Björn var ekki bjart- ->R p-r t-VV - , Steinstaðaskóli í Lýtingsstaðahreppi. sýnn um, að þessi ósk næði fram að ganga í bráð. Ráðherra og vegamálastjóri úthluta fé í fjalla- leiðir sem þessa. 7. OPNUÐ LEIÐ INN Á SPRENGISANDSVEG Neðst á óskalistanum er sú beiðni, að byggð verði brú á Jök ulsá eystri á Hofsafrétt, en þar með mundu Skagfirðingar geta ekið beina leið á Sprengisands- veg. Brú þessi yrði inn á öræf- um, norðaustan við Hofsjökul, og eru þar aðeins tæpir 20 metr- ar milli klappa. Búið er að ryðja veg báðum megin að brúar- stæðinu og liggur leiðin upp úr Vesturdal frá Þórljótsstöðum. FELAGSHEIMILI INNAN HREPPS EÐA í VARMAHLÍÐ Eftir að við höfðum farið yfir óskalistann, spurði ég Björn að lokum, hvort ekki hefðu verið uppi raddir um, að Lýtingsstaða- hreppur léti sér nægja að taka þátt í byggingu félagsheimilis í Varmahlíð. — Það er nú ekkert leyndar- mál, sagði Björn. Ýmsir fyrir- svarsmenn hreppsins voru þeirr- ar skoðunar, og ég var einnig í þeim hópi. En bygging félags- heimilis innan sveitar hefur ver- ið samþykkt á almennum sveit- arfundum bæði 1957, 1960 og 1962 með miklum meirihluta atkvæða. Lýtingsstaðahreppur er stór hreppur með nægum jarð- hita og hefur verið út af fyrir sig, svo langt sem sögur herma. Eftir að ég hafði tekið við odd- vitastörfum, var enginn vafi hjá mér, hvaða leið skyldi velja. Akvörðun hafði verið tekin á lýðræðislegan hátt með miklum meirihluta atkvæða, og ég taldi mér auðvitað skylt að vinna að þessu máli í samræmi við óskir meirihlutans. Því má svo bæta við, að skömmu áður en blaðið fór í prentun, kom Björn á Sveins- stöðum í heimsókn til okkar þingmanna á nýjan leik, og skýrði frá því með svipuðum hætti og hér hefur verið gert, hvernig komið væri þeim mál- um, sem nefnd voru á óskalist- anum. Má af þessu sjá, að Björn oddviti rekur erindi sveitar sinn- ar með þeim dugnaði að til fyrir- myndar er. Ragnar Arnalds. Silfur-barnaskeiðar Gullkrossar Gullhringar SVAVAR KRISTINSSON úrsmiður 4) — Mjölnir Mjölnir — (5

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.