Mjölnir


Mjölnir - 10.02.1967, Qupperneq 1

Mjölnir - 10.02.1967, Qupperneq 1
Mjölnir XXX. árgangur Föstudagur 10. febrúar 1967 2. tbl. Aðalfundur Vðku Aöalfundur verkalýösfélags- ins Vöku, Siglufirði, var haldinn 29. jan. sl. Reikningar félagsins sýndu, að hrein eign þess um síö. ustu áramót var tæplega 1.6 millj. kr. Ur Sjúkrasjóði voru greiddar á sl. ári um 110 þúsund krónur. Uppbót á fiskverð norðanlands sama og sl. vetur Sex togbátar verða gerðir út frá Siglufirði og Eyja- fjarðarhöfnum, netabátur frá Hofsósi og ráðstaf- anir gerðar til örvunar útgerð frá Sauðárkróki Dagana 21. og 22. janúar hélt Atvinnumálanefnd Norð- urlands fund á Akureyri með fulltrúum útgerðar og fisk- móttökustöðva víða að af Norðurlandi. Voru þar teknar ákvarðanir um sams konar uppbótagreiðslur á afla og greidd- ar voru sl. vetur á vegum nefndarinnar. — Viðtal við Óskar Garibaldason, fulltrúa Alþýðusambands íslands í nefndinni, fer hér á eftir: — Það hefur heyrzt, að þetta hafi verið mjög fjölmennur fund ur, og mörg þýðingarmikil at- vinnumál rœdd þar. — Auk nefndarmannanna 5 og framkvæmdastjórans, voru boðaðir til fundarins útgerðar- menn og forráðamenn frysti- húsa á svæðinu Horn — Langa- nes. Alls munu hafa mætt nærri 40 manns, flestir af Mið-Norð- urlandi. Ur Húnavatnssýslum, Strandasýslu og Norður-Þingeyj- arsýslu komu engir fulltrúar, því miður. Það hefði verið æskilegt, að mætt hefðu fulltrúar frá stöð- um, þar sem atvinnuáslandið hef Daglegar Mikið fjör hefur verið í flugsamgöngum milli Reykja- víkur og Siglufjarðar Undan- farið. Hefur 4ra sæta Cessna- vélin, sem Flugsýn hefur haft á þessari leið, farið upp í fjórar ferðir á dag á milli, með farþega, póst og vörur. Er að þessu hin bezta sam- göngubót, ferðin tekur aðeins rúrnan klukkutíma. — Farið kostar 900 'kr. fyrir manninn. Er því bæði mikill tíma- og peningasparnaður að því að r fara með Flugsýnar-ferðun- um ,miðað við aðra mögu- leika. Ekki hefur fengizt leyfi til að nota nýja völlinn til lend- ingar, og virðist hann þó í góðu lagi. Gamli völlurinn hefur undanfarið verið eins og hann beztur getur orðið, auður, en frosinn og rennslétt ur að heita má, að því er Gest ur Fanndal, umboðsmaður Flugsýnar hér, tjáði blaðinu fyrir nokkrum dögum. ur verið slæmt, eins og t. d. Skagaströnd. En samgöngurnar hér norðanlands eru erfiðar um þetta leyti árs. — Hver voru aðalverkefni jundarins? — Fyrst og fremst að rabba um viðhorfin á hinum ýmsu stöðum með fulltrúum þeirra, og taka ákvarðanir um, hvernig haga skyldi starfinu þessa mán- uði, sem eftir eru af þeim tíma, sem í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin starfaði, en honum lýkur 31. maí í vor. — Hvernig er atvinnuástand- ið á svœðinu nú? flugferðir "*ir Óskar Garibaldason. — Það er misjafnt, eins og gefur að skilja, og e. t. v. veit maður ekki nógu vel um það til þess að geta kveðið upp dóm um það. Eins og ég sagði áðan, vantaði fulltrúa frá ýmsum stöðum. En eins og stendur virð- ist mér, að Húnaflóasvæðið og Skagafjörður, þ. e. Hofsós og Sauðárkrókur, séu einna við- kvæmastir atvinnulega séð. — Hver heldurðu, að útkom- an yrði, ef gerður vœri saman- hurður á atvinnuástandinu nú og í fyrra um sama leyti? — Eg veit ekki. Ætli meðal- talið yrði ekki eitthvað svipað. Kannski er það ögn skárra á stöku stað, á öðrum lakara, t. d. í S'kagafirði. — Er þetta dragnótaveiðin að hefna sín? — Það veit ég ekki. En hvað útgerð og afla snertir, er ástand- ið í Skagafirði nú eitlhvað það versta, ef ekki það al-svartasta, sem þar hefur komið. En þú varst að spyrja um verkefni fundarins. — Höfuð- verkefni nefndarinnar hefur frá upphafi verið að reyna að hafa áhrif til örvunar atvinnulífi á svæðinu Horn — Langanes, og til þess hefur hún mátt eyða vissri upphæð árlega. A þessum fundi var gengið frá starfs- skýrslu fyrir sl. ár, og verður hún væntanlega birt innan tíð- ar. En aðalverkefnið var það sarna og á fyrri fundum, og nú var um það að ræða að leggja drög að síðasta starfsáfangan- um. Það helzta, sem gerðist á þessum fundi, var það, að sam- þykkt var að leggja fram fé til greiðslu uppbóta á vinnslufisk á sama hátt og í fyrra, gegn fram lagi frá fiskkaupanda eða öðr- um aðila. Nemur framlag ’nefnd- arinnar 50 aurum á kg af afla Framhald á bls. 7. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa: Formað- ur Oskar Garibaldason, varafor- maður Guðrún Albertsdóttir, rit- ari Ólína Hjálmarsdóttir, gjald- keri Kolbeinn Friðbjarnarson og meðstjórnendur Þorkell Benónýs son, Þórunn Guðmundsdóttir og Guðbrandur Sigurbjörnsson. Kosin var á fundinum nefnd til að gera tillögur um fyrirkomu lag við innheimtu félagsgjalda, sem eru kr. 700 fyrir karla og kr. 500 fyrir konur. AÐILD AÐ FÉLAGSHEIMILI Þá var samþykkt á fundinum ályktun um að félagið gerðist aðili að byggingu félagsheimil- is í bænum. Var hér um að ræða eins konar viljayfirlýsingu, en endanleg'ákvörðun er háð sam- þykki félagsfundar að lokinni nánari athugun málsins. STYÐJA SÍLDARFLUTNINGA Þá var á fundinum samþykkt áskorun á félagsmenn og aðra Siglfirðinga að stuðla að því að keypt verði skip til flutnings á söltunarsíld, með því að kaupa hlutabréf í fyrirtæki því, sem unnið er að því að stofna í þess- um tilgangi. »SplíiriiBjor« d trell Vélskipið Siglfirðingur er fyr ir nokkru hættur síldveiðum og er skipið nú farið á togveiðar hér fyrir Norðurlandi og mun leggja aflann upp á Siglufirði. KldpHli d BretdtÉnim! Nefnd sú, sem starfar hér í Siglufirði að undirbúningi und- ir byggingu félagsheimilis, sam- þykkti nýlega að sækja til bæj- arins um lóð undir væntanlegt félagsheimili á svonefndu Breta- Fjárhagsáætlun Siglutjarðarkaup- staðar 1967 síðbúin Ekki er fjárhagsáætlun Siglufjarðar 1967 enn farin að sjá dags ins ljós, þótt ljósmæðrunum, sem eiga að aðstoða við fæðingu henn ar, liafi fjölgað. En miklir klíkufundir hafa staðið yfir hjá meiri hlutanum undanfarið, auk þess sem troðningar á leiðinni bæjar skrifstofa — verksmiðjulóð — Síldarútvegsnefnd — áfengisverzl un, — hafa dýpkað mikið undanfarið, að fróðra manna sögn. Bend ir þetta til þess, að meirihlutinn hafi brátt fullsmíðað frumburð sinn Ef að vanda lætur, verður ekki mikils að vænta í atvinnumálum í sambandi við áætlunina. I þetta sinn mun hin svonefnda Fram- kvæmdaáætlun Norðurlands, sem ríkisstjórnin hyggst láta semja fyrir kosningarnar í vor, verða notuð sem átylla til þess að halda að sér höndum í atvinnumálum. túni. Verður umsóknin væntan- lega til umræðu á næsta bæjar- stjórnarfundi. Flest félagasamtök í bænum hafa samþykkt aðild að félags- ■ heimilinu, þ. á. m. verkalýðsfé- lögin. Skortur á góðu húsnæði til skemmtanahalds og ýmis konar félagsstarfsemi er fyrir löngu farinn að segja til sín hér í bæn- um. Er það því ánægjuefni, að einhver skriður skuli vera kom- inn á þetta mál. Að vísu má gera ráð fyrir, að þungt verði undir fæti við bygginguna, þar sem Félagsheimilasjóði mun vera fyr irframt ráðstafað langt fram í tímann, sumir segja til næstu aldamóta. Samt ætti að vera kleift að koma hér upp góðu fé- lagsheimili, ekki síður en í mörg um öðrum byggðarlögum, jafn- vel margfalt fámennari, ef geng- ið er að verki með þrautseigju og dugnaði.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.