Mjölnir - 10.02.1967, Blaðsíða 3
Flutnindur d síld til söltunar I
i sumri
Eins og áður hefur verið skýrt jrá hér í
blaðinu, er starfandi hér í bœnum 5 manna
nefnd, sem starfar að s'ófnun hlutafjár með
það fyrir augum að stofna hlutafélag til að
kaupa og reka flutningaskip, sem flytji síld aj
fjarlœgum miðum til. söltunar á Siglufirði.
Nefnd þessi á ennjremur að vinna ýmis jleiri
undirbúningsstörf í málinu, þ. á. m. að gera
rekstraráœtlun um slíka flutninga. Nefndin
hefur riú samið slíka áœtlun, mjög vel unna og
raunhæfa og kemst að þeirri niðurstöðu, að
1500 tonna skip með 19 manna áhöfn beri sig
ágœtlega með þriggja til fjögurra mánaða út-
haldstíma, ef það flytur hingað 48 þúsund
tunnur, eða sem svarar að það kœmi fjórum
sinnum með fullfermi.
Miðað við aðstœður í fyrarsumar hefði
þetta tekizt og vel það. Að sjálfsögðu getur eng
inn sagt með viss um, hvernig reynslan verður
nœsta sumar, en það eitt er víst, að til margra
útgerðarfyrirtœkja hefur verið stofnað und-
anfarna tíma, sem óálitlegri liafa verið en
þessi útgerð. Þann tíma ársins, sem skipið vœri
ekki í síldarflutningum, eru horfur á rekstri
þess góðar, skal þó ekki farið ut í þá sálma
frekar að sinni.
Undirtektir undir þetta mál eru yfirleitt góð-
ar hjá Siglfirðingum. Að sjálfsögðu er hér til
eins og annars staðar nöldrunarseggir og böl-
sýnismenn, sem aldrei sjá neitt framundan
nema svart myrkrið, sem betur fer eru þeir
þó fáir, en dugnaðar- og bjartsýnismennirnir
fleiri, sem skilja að vandamálum Siglufjarðar
verður ekki bjargað við með því að halda að
sér höndum, heldur verður að hefja raunhœf-
ar aðgerðir til að bœta úr vandanum, og að
þeim, sem ekki vill bjarga sér sjálfur, verður
aldrei við bjargað.
Verði fluttar hingað 48 þúsund tunnur af
uppmœldri síld og úr því kœmu 30 þúsund tunn
ur uppsaltaðar, er það mikil björg í bú fyrir
Siglfirðinga, Það myndi að verulegu leyti
bjarga við öllurn söltunarstöðvunum, sem hér
starfa nœsta sumar Þá eru það verkamennirn-
ir, verkakonurnar og bílstjórarnir, en þeirn
myndi þessi rekstur gefa í vinnulaun milli 10
og 15 milljónir króna. En jleiri eiga hlut að
máli, ekki fara launþegarnir með þessar 10
til 15 milljónir heim í handraðann eða leggja
þœr í bankabók. Það verður keypt í verzlun-
um, af iðnaðarmönnum og mörgum öðrum,
fyrir mestalla þessa peninga, Þá myndi þessi
rekstur gefa bœjarfélaginu sjálfu, í hajnar-,
vöru- og bryggjugjöld, aðstöðugjaldi o. fl.
um 2 milljónir króna,
Að öllu þessu athuguðu, verður Ijóst, að
vandjundinn verður sá maður í bænum, sem
ekki hefur beina hagsmuni af að máli þessu
verði hrundið í framkvœmd, og að vel takist
til.
Það kostar mikið fé að kaupa skip með
nauðsynlegum útbúnaði eins og áformað er,
og teksl ekki nema með skilningi og góðvilja
stjórnarvalda, hins vegar hejur ekki jormlega
verið leitað eftir neinum fyrirgreiðslum enn.
Hins vegar telja ýmsir áhugamenn í þessu
efni, að engu þurfi að kvíða hvað þetta snertir,
heldur þvert á móti. Enda hejur hœstvirt rík-
isstjórn lojað því, að gert verði á þessu ári
stórkostlegt átak í atvinnumálum Norðlend-
inga og fé haft tiltœkt til þeirra hluta, eins og
fulltrúi ríkisstjórnarinnar, herra hagfrœðing-
ur, Jónas Haralz, skýrði frá á fundi liér á
Siglufirði síðastliðið haust. En sá geindi mað-
ur, Jónas Haralz, sagði fleira á þeim fundi.
Hann sagði, að cnginn Siglfirðingur skyldi
láta sér delta í hug, að ríkisstjórnin myndi
ein, án tilverknaðar þeirra sjálfra, verja stór-
um fjárfúlgum til uppbyggmgar atvinnulífs-
ins hér. Frumkvœðið yrði að vera hjá Sigl-
firðingum sjálfum. Siglfirðingar sjálfir yrðu
að athuga málin vel og koma fram með hyggi-
legar tillögur, þá vœri stuðningur vís, annars
yrði ekkert fyrir okkur gert.
Atvinnumál Norðlendinga eru ekki í góðu
lagi, og sums staðar ríkir óþolandi ástand, eins
ag t. d. á Skagaströnd, og reyndar fleiri stöð-
um. A sumum þessum stöðum þarf mjög mik-
ið til, það þarf að byggja upp ný fyrirtœki frá
grunni og sjá þeirr, fyrir hráefni og rekstrar-
möguleikum. Hér á Siglu/irði erum við það vel
í sveit settir, að stór og mikil atvinnufyrirtœki
eru fyrir hendi, þar sem eru verksmiðjurnar
og söltunarstöðvarnar. Það er eingöngu hrá-
efnisskorturinn, sem þjáir okkur.
Með þeirri lillögu, sem hér um ræðir, til
að bœta úr hráefnisskorinum, eru okkar vanda-
mál að mestu leyst í atvinnumálum, ef sá
rekstur sem fyrir er, lieldur áfram.
Það er því mikið minna hjá okkur en flesl-
um stöðum öðrum, sem til þarf til að leysa
vandann. Þessi hyggilegu áform um björgun
Siglufjarðar, œttu sem flestir að styðja. Það
œlti enginn að hugsa sem svo: Það munar
ekliert um mig. Því margt smátt gerir eilt
stórt. Því síður œttu menn að hugsa sem svo:
Eg er ekkert að skipta mér af þessu, ef hinir
koma því fram, nýt ég góðs af því hvort eð er.
Siglfirðingar œttu sem jlestir að veita þessu
góða máli styrk, með því að gerast þátttakend-
ur í samtökunum til að koma því fram, og þess
fleiri, sem leggja hönd á plóginn, þess léttara
verður verkið.
Nkaðaveðnr í Skagafirði
Föstudaginn síðasta í janúar skemmdum víða, aöallega a
■skemmdum víða, aðallega á ingshúsum. Mestu skemmdirnar
gerði mi'kið aftakaveður af heyjum, sem fuku út í buskann, munu hafa orðið á bæjunum
austri um austanverðan Skaga- þá tók járn af þökum, rúður Úlfsstöðum, Hjarðarhaga, Hof-
fjörð. Veðrið olli miklum brotnuðu í íbúðarhúsi og pen- staðaseli og Víðivöllum.
Londtmit shíiomuonu
d Slglufirði um pdshuno
Samkvæmt ákvörðun Skíðasambands Islands fer hið árlega landsmót
íslenzkra skíðamanna fram á Siglufirði um komandi páska. Skiðafélag
Siglufjarðar, Skíðaborg, sér um framkvæmd mótsins og er undirbúningur
þegar hafinn og dagskrá ákveðin.
En siglfirzkir skíðamenn bíða ekki aðgerðarlausir eftir landsmót-
inu, heldur stunda skíðaíþróttina af kappi. Frá áramótum hefur
hinn gamalkunni skíðakappi Jónas Asgeirsson starfað sem þjálfari
á vegum Skíðasambandsins og lagt aðaláherzlu á hinar norrænu
greinar, göngu og stökk.
Hefur þátttaka í námskeiðum hans verið mikil, bæði af ungum
sem öldnum, en þeim er nú því miður lokið og Jónas farinn tii
starfa annars staðar á Norðurlandi.
Skíðamót Siglufjarðar (meistaramót) stendur nú yfir og hófst
þar um næst síðustu helgi með keppni í göngu, öllum aldursflokk-
um. Um síðustu helgi var keppt í stökki, sömu flokka, og næstu
helgar verða svo notaðar fyrir alpagreinarnar. Þátttaka í mótinu er
allgóð og áhugi mikill.
Urslit í þeim greinum mótsins, sem þegar er lokið, urðu þessi:
, • .. 'VFéSiiySfdýÚ i
Urslit í göngu laugardaginn og sunnudaginn 14. og 15. janúar:
6—8 ára: • ! : JiJ
1. Þorsteinn Sæberg Sigurðsson .............. 13 mín. 55 sek.
2. Sigurbjörn Ragnar Antonsson .............. 14 mín. 00 sek.
3. Kristján Kristjánsson..................... 17 mín. 33 sek.
9—11 ára:
1. Þófhallur Renediktsson ................... 13 mín. 45 sek.
2. Hallgrímur Sverrisson .................... 16 mín. 39 sek.
3. Rögnvaldur Gottskálksson.................. 16 mín. 47 sek.
12—13 ára:
1. Sigurgeir Erlendsson ..................... 13 mín. 32 sek.
2. Þórhallur Gestsson........................ 14 mín. 04 sek.
3. Sturlaugur Kristjánsson .................. 14 mín. 36 sek.
14-—16 ára:
1. Olafur Baldursson ........................ 13 mín. 08 sek.
2. Sigurður Steingrímsson.................... 13 mín. 13 sek.
3. Ingólfur Jónsson.......................... 15 mín. 38 sdk.
17—19 ára:
1. Sigurjón Erlendsson .................... 53 mín. 27 sek.
20 ára og eldri:
1. Þóbhallur Sveinsson ...................... 47 mín. 45 sek.
2. Gunnar Guðmundsson ....................... 47 mín. 56 sek.
3. Haraldur Erlendsson ...................... 49 mín. 28 sek.
Úrslit í slökki laugardaginn og sunnudaginn 21. og 22. janúar:
6—8 ára:
1. Hörður Júlíusson ................. 5.5 m 6.5 m 125.0 stig
2. Ólafur Marteinsson .............. 4.0 m 3.7 m 112.0 stig
3. Birgir Ólafsson .................. 3.0 m 3.5 m 104.8 stig
9—11 ára:
1. Andrés Stefánsson................. 7.5 m 7.7 m 124.7 stig
2. Ásmundur Jónsson ................. 8.0 m 7.2 m 124.3 stig
3. Rögnvaldur Gottskálksson ......... 6.2 m 8.0 m 121.8 stig
12—13 ára:
1. Guðmundur Ragnarsson ........... 15.5 m 13.5 m 133.0 stig
2. Jón B. Hannesson................ 13.5 m 16.0 m 130.0 stig
3. Þorsteinn Jóhannsson ........... 12.5 m 14.5 m 124.5 stig
14—16 ára:
1. Ingólfur Jónsson ............... 16.5 m 19.0 m 100.0 stig
2. Haukur Snorrason ............... 19.5 m 19.0 rii 83.9 stig
17—19 ára:
1. Sigurjón Erlendsson............ 22.0 m 23.5 m 120.6 stig
20 ára og eldri:
1. Sigufj.meistari: Haukur Freysteins. 27.5 m 27.0 m 138.5 stig
2. Steingrímur Garðarsson ......... 26.5 m 26.0 m 137.8 stig
3. Geir Sigurjónsson .'............ 26.0 m 25.5 m 134.8 stig
Stökkkeppnin fór fram inni í Hvanneyrarskálarbotni í minni
brautinni (30 m). — Veður var gott, skýjað hægviðri og frostlaust.
— Færi var gott. — 15 menn gerðu brautina tilbúna fyrir keppni ú
ca. 3 tímum, enda mikið verk að troða undirbrautina nægilega vel,
þar sem snjór var blautur og gljúpur. Áhorfendur voru margir.
Mótsstjóri landsmótsins verður Sverrir Sveinsson. — Núverandi
formaður Skíðafélagsins er Reynir Sigurðsson.
Mjölnir — (3