Mjölnir


Mjölnir - 10.02.1967, Qupperneq 4

Mjölnir - 10.02.1967, Qupperneq 4
Framboð Framsóknar Framsóknarmcnn hafa nú birt framboðslista sinn hér i kjördæminu og er hann óbreyttur fró því, sem siðast var. Nokkur ótök urðu um skip- an listans. M. a. munu Framsóknarmenn í Siglufirði hafa gert i vetur samþykkt, sem hneig í þó ótt, að Jón Kjartansson yrði ekki á listan- um sem fulltrúi Siglufjarðar, heldur yrði „heima- Siglfirðingur" settur i sætið. Þó hafa menn fyrir satt, að Skagfirðingar hafi talið Jón litið erindi eiga ó listann. Það varð þó ofan ó að hafa list- ann óbreyttan, til að forðast vandræði, sem kynnu að hljótast af breytingum. Ástæðan til þess, að ótök urðu um fjórða sætið, er sú, að liklcgt er talið, að efsti maður listans, Skúli Guðmundsson, muni hætta þing- mennsku innan fórra óra, sökum aldurs. Mundi þó fjórði maður listans taka sæti hans sjólf- krafa, að óbreyttum hlutföllum kjörfylgis hér í kjördæminu. Framboð SJálf- stæðisflokksins Síðustu Alþingiskosningar og bæjarstjórnar- kosningarnar sl. vor urðu Sjólfstæðismönnum hér i kjördæminu vonbrigði. Það varð því að freista einhverra róða til að hressa upp ó minnkandi fylgi flokksins, nú þegar stilla skyldi upp til Alþingiskosninganna að vori. Og lausnin fannst. Stillt var í þriðja sæti listans Reykvík- ingi, Eyjólfi Konróð Jónssyni, einum af rit- stjórum Morgunblaðsins, liklega ofstækisfyllsta og kreddubundnasta ihaldsmanni landsins. — Ástæðan fyrir tapi flokksins var sem sé talin of mikið frjólslyndi hinna ýmsu forystumanna flokksins i kjördæminu, og var einum þeirra, Jóni ísberg sýslumanni, vikið af listanum fyrir þessar sakir. Eyjólfur Kanróð mun eiga að teljast fulltrúi Siglufjarðar ó listanum. Hann er þó lítt þekktur hér ncma af ofstækisleiðurum sinum í Morgun- blaðinu. Fyrir tveim óratugum eða svo mun hann þó hafa verið nemandi i gagnfræðaskóla hér, og skömmu síðar gerzt meðritstjóri Sigl- firðings eitt sumar, ósamt Stefóni bæjarstjóra, er mun vera nóinn sólufélagi hans og vinur, cnda mun Stefón hafa ótt drýgstan þóttinn í að koma honum í þetta sæti ó listanum. Er það ólit sumra manna, að Eyjólfi sé ekki eingöngu ætlað það hlutverk að sópa til sin kjörfylgi ó Siglufirði, heldur í og með að halda volgu sæti ó listanum fyrir Stefón vin sinn, sem kynni að vcrða fóanlegur til framboðs siðar, þcgar kring- umstæður væru hentugri en þær eru nú. Gerð var tilraun til að kanna aðdróttarafl Eyjólfs að lokinni uppstillingunni. Var nýlcga boðað til samciginlegs fundar ollra Sjófstæðis- félaganna ó Siglufirði með Eyjólf sem framsögu- monn. Um 20 manns sóttu fundinn. I ljót Og Sigflnljörðnr Með tilkomu Strókavegar, sem verður full- gerður ó þessu óri, kemst ó varanlegt vegasam- band milli Siglufjarðar og Skagafjarðar. Með þessari vegarlagningu ætti að skopast alveg nýtt viðhorf í mólum Siglufjarðar og Austur- Skagafjarðar, einkum Fljótanna. Aðstaða þcirra ætti að geta orðið sú sama og annarra sveita, sem næst liggja stórum bæjum og þorpum. Gagnkvæm kynni og samskipti byggðarlaganna ættu að geta orðið bóðum til hagsbóta. Ber því að vona, að forystumenn þeirra taki sem fyrst upp skipulega samvinnu um cflingu slikra sam- skipta. 4) — Mjölnir S i' s 1» i (» í (' i! ii (» i; ii c c (' (' s (» !» Iskyggileg öiugþróim. sem veröur að stööva! LANDSBYGGÐIN ER AÐ VERÐA EINS OG VANÞRÓUÐ NÝLENDA í SAM- ANBURÐI VIÐ FAXAFLÓASVÆÐIÐ Árið 1965 fjölgaði íslendingum um þxjú þúsund manns. En á sama tíma fækkaði fólki á Norðurlandi vestra. Hver er skýringin? Fæðast ekki nógu mörg börn í þessum lands- hluta? Eru Norðlendingar kannski ófrjórri en aðrir menn eða deyja hér fleiri en í öðrum byggðum landsins? Nei, aðalástæðan er auðvitað sú, að brottflutningur úr kjördæminu reyndist meiri en eðlileg fólksfjölgun. Hátt á annað hundrað manns flutti burt á þessu ári. Og þannig hefur það gengið ár frá ári. Unga fólkið flytur burt — oft athafnasamasta kynslóðin. Ef litið er ó skýrslur hagstofunn- or um ibúafjölda í landinu undon- farin 35 ór, kemur í Ijós, að ó þess- um tíma hefur mannfjöldi ó Islandi aukizt um 78%. En hér ó Norður- landi vestra hefur ibúatalon hjakk- að í sama farinu allan þennan tima, ýmist verið rétt yfir eða undir tíu þúsund. Þetta ástand hér í kjördæm- inu er þó ekkert einsdæmi. Einn- ig á Austfjörðum hefur íbúa- fjöldi nánast staðið í stað i 35 ár, og á Vestfjörðum hefur fólki fækkað verulega. Á Norðurlandi eystra 'hefur hins vegar orðið dálítil aukning, einkum á Akur- eyri og Húsavík. Þó er aukning- in í þessu kjördæmi næstum helmingi minni en meðalaukning in á landinu öllu. Hvar fjölgar þá fólkinu? Svarið þekkja allir. Það er Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- ið, sem gleypir svo til alla fólks- fjölgunina. Byggðavandamálið er ekki sér íslenzkt fyrirbrigði, heldur al- þjóðlegt vandamál, sem fjölda- margar þjóðir glíma við. En hvergi þar sem ég þekki til, er ástandið þó orðið jafn ískyggi- legt og hér á landi, þar sem mik- ill meirihluti þjóðarinnar hefur safnast á lítinn blett í einu lands- horni og enginn annar byggða- kjarni hefur möguleika til að veita eðlilega samkeppni. Þessi afdrifaríka öfugþróun í byggð Iandsins er ótrúlega 'hröð eins og bezt sézt á því, að fyrir 35—40 árum var ókki verulegur munur á mannfjölda þar syðra og hér á Norðurlandi. En ef hlið stæð þróun á sér stað næstu 35 árin, verður mannfjöldi við sunnanverðan Faxaflóa orðinn niu sinnum meiri en hér í öllum Norðlendingafjórðungi, frá Hrútafjarðará að Gunnólfsvíkur fjalli á Langanesi. Þá verða 38 þúsund manns á Norðurlandi og 334 þúsund í Reykjavík og á Reykjanesi. Öfundsýki eða réttlætismál Furðulega margir eru algjör- lega sljóir gagnvart þessari ó- heillaþróun. í Reykjavík þykir það jafnvel hin fráleitasta hreppa pólitík að verja sérstöku fé til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Menn taka ekki eftir því, hvað þróunin er ör og skilja ekki, að því fleira fólk, sem þessi Faxaflóasegull dregur að sér. þeim mun meira aðdráttarafl hefur hann gagnvart því fólki sem eftir situr. Fæstir gera sér grein fyrir því, að hin öri að- flutningur fólks skapar stórfelld vandamál, sem erfitt er að leysa, t. d. húsnæðisvandræði í Reykja vík. Eins virðast menn ekki sjá, hve kostnaðarsamt það er fyrir þjóðfélagið, þegar þúsundir manna flytja búferlum og skilja eftir mikil verðmæti, sem illa nýtast. Þeir þekkja ekki heldur þá erfiðleika, sem fólksfækkun og stöðnun leiðir af sér víða um land, og skilja það alls ek’ki, að byggðavandamálið er þjóðfélags leg meinsemd, sem veldur vax- andi óréttlæti og misskiptingu lífsgæðanna. Sumir virðast jafn vel halda, að allt tal um byggða jafnvægi stafi af einskærri öf- undsýki og illgirni í garð Reykja víkur! V ítahringurinn í umræðum um alþjóðamál er oft gerður greinarmunux annars vegar á nýlendum og öðrum van- þróuðum löndum, og hins vegar á háþróuðum iðnaöarríkjum. — Löndin eru kölluð vanþróuð vegna þess að þar er atvinnulíf frumslætt, samgöngur lélegar, menntamál í ólestri og framfarir hægar. Það er alkunna, að mörg þessi vanþróuÖu lönd eru enn að dragast aftur úr í samanburöi við ríku, þróuðu löndin. Bilið fer vaxandi en ekki minnk andi, meðal annars vegna þess, að margir efnilegustu mennta- menn og athafnamenn þessarra þjóða flytjast af landi brott til ríku þjóðanna. Byggðavandamálið á íslandi er ekki ósvipað í eðli sínu. Faxa- flóabyggðin er að verða háþróað iðnaðarsvæði með góðum sam- göngum og fjölbreyttu menning- ar- og atvinnulífi, en aörir lands- hlutar liggja langt að baki í þró- uninni; þar er fjárfesting einhæf og hlutfallslega lítil, atvinna oft stopul, víða vantar nauðsynleg- ustu menntastofnanir, sjónvarp berst ekki þangað, fyrr en mörg um árum eftir að það er sett á stofn og samgöngur eru í mikl- um ólestri. Fólkið flyzt suður vegna stöðnunar heima fyrir og vegna þess að höfuðborgarsvæðið hef- ur upp á meira að bjóða. En stööugur brottflutningur fólks Breiða strikið, sem stefnir Hl himins, sýnir mannfjölgun á Reykjavíkur- og Rcykjanessvæðinu undanfarin 35 ór. Á sama tíma er mannfjölgun á Norðurlandi (sjú neðra stríkið) svo hæg, að nénast er um stöðnun að ræða E F T I R R AG N A R ARNALDS veldur enn frekari stöðnun. — Þannig er byggðavandamálið komið í þann vítahring, sem erf- itt er að brjótast út úr nema með stórfelldum ráðstöfunum. Of mikið vald á einum stað Sögulegar og landfræðilegar ástæður valda því, að höfuðborg arsvæðið ber nú ægishjálm yfir aðrar byggðir landsins. Auðug fiskimið við Reykjanes hafa átt ríkan þátt í þessari þróun. Þó Ragnar Arnalds hefur það tvímælalaust verið þyngzt á metunum, að valdastofn anir þjóðfélagsins hafa verið staðsettar þar, Alþingi, ráðu- neyti, bankar og hvers konar meiriháttar stjórnarstofnanir. LandsbyggSin og fulltrúar hennar standa máttvana gagn- vart þeim aðstöðumun, sem höf- uðborgarsvæðið hefur skapað sér. Það þykir sjálfsagt, að þll meiriháttar fyrirtæki hafi aðal- setur þar. Smám saman verður viðhorf embættismanna, sérfræð inga og annarra háttsettra manna hið sama og hið sígilda viðhorf til nýlendunnar: Þeim finnst gaman að ferðast þar um, en ekki gætu þeir hugsað sér að setjast þar að. Varla er það nein goðgá að minna á þann möguleika, að rík- isvaldið væri flutt í annan lands- hluta til þess að skapa þar nýja höfuÖborg, sem gæti orðið til styrktar byggðakjörnum á Norð ur- og Austurlandi. En þó að sli'k hugmynd sé vissulega vel framkvæmanleg, yrði hún vafa- laust aldrei samþykkt. Raunhæf- ara er að krefjast þess, að dreg- iö verði úr því mikla miðstöðv- arvaldi, sem myndast hefur í Reykjavík og varpað hefur skugga sínum yfir aðra lands- lduta. Það er orÖið löngu tíma- HLOÐVER SIGURÐSSON: Bréf fró Svípjóð bært að dreifa framkvæmdavald- ■ ■ inu að vissu marki og koma á • fót héraðsstjórnum í landsfjórð- j ungunum með takmörkuöu fjár- ■ veitins;arvaldi. ° s ■ ■ Fjármagnið sogast suður ■ ■ Er þá Iandsbyggðin arðrænd ■ til hagsbóta fyrir höfuðborgar- j svæðið líkt og vanþróað nýlendu ríki, sem er arðrænt af erlendum auðmönnum? Auðvitað er staða ■ landsbyggðarinnar tæpast sam- j bærileg við hlutskipti nýlendunn- ar, og varla er unnt að tala um sams konar arðrán. En hitt er : \ 1 óneitanlega sameiginlegt með ný- lendum og vanþróuðum lands- hlutum á íslandi, að mikið fjár- magn er flutt þaðan á brott, jafn- óðum og það myndast. Arlega berast á land á Aust- fjörðum verðmæti, sem nema þúsundum milljóna króna. Hve mikill hluti þessara verðmæta skyldi verða eftir á Austurlandi? Auðvitað aðeins lítið brot. Lang- mestur hluti þeirra er kominn í veltuna í Reykjavík að skömm- um tíma liðnum. Að sjálfsögðu er þetta eldci með öllu óeðlilegt. Sjómenn og útgerðarmenn við Faxaflóa eiga stóran hlut að þessarri verðmætasköpun, og enginn fær komið í veg fyrir, að verðmætin dreifist um allt efna- hagskerfið. Samt er það aug- ljóst, að byggðir Austurlands myndu njóta þess margfalt betur, að síldarauðæfin berast einkum þar á land, ef ekki kæmi til hinn voldugi segull við Faxaflóa, sem dregur allt til sín. Eins er það með aðra lands- hluta, að óeðlilega stór hluti af þeim verðmætum, sem þar eru sköpuð, sogast suður á höfuð- borgarsvæðið eftir ýmsum leið- um. Ein af þessum leiðum ligg- ur í gegnum bankakerfið. Ef litið er í ársskýrslur helztu bankanna, kemur í ljós, að úti- bú þeirra víða um land lána yf- irleitt miklu minna út en nemur innlánum. Mismunurinn rennur að mestum hluta til aðalbank- anna í Reykjavík, sem þannig safan saman fjármagni utan af landi til útlána syðra. Einnig er nokkur hluti af þessu fjármagni frá útibúunum frystur í Seðla- bankanum samkvæmt fyrirskip- un stjórnarvaldanna. Eðlilegra virðist, að útibúin væru notuð til þess að veita fjármagni frá aðalbankanum út um landsbyggð ina, þar sem víða ríkir stöðnun og atvinnuleysi, á sama tíma og syðra er kvartað yfir þenslu- ástandi og vinnuaflsskorti. Þetta er auðvitað ekki sök útibússtjór- anna; þeir fá sín fyrirmæli að sunnan. Sannleikurinn er sá, að allt skipulag útlánakefrisins er landsbyggðinni í óhag, og ekki Svealiden 19, Mölndal 25. jan. 1967. Hér í Mylludalnum erum við eiginlega stödd í Kópavogi þeirra Gautaborgarbúa. Hér höfum við ágæta stofu og lít- ið útskot, rétt fyrir rúmin, sem við sofum í; lítinn krók í öðru horni'Stofunnar með lítilli elda- vél og stálvaski, — allt mjög vel lagað fyrir hinn ágætasta kastarholubúskap. Enn fremur pínulítil forstofa, bað og skáp- ar, samtals um það bil 35 fer- metra íbúð. En þetta kostar sem svarar 8000 — átta þús- und krónum — íslenzkum á mánuði, og þykir víst ekki dýrt hér, enda leigt út sem hót- elherbergi. Svo verður fæðið líka ekki eins dýrt á svona stað en það kemur sér vel að geta eldað, þar sem ég hef ekki enn getað fundið neina matsölu hér í grenndinni. Eg held, að Sví- ar hljóti að vera minni sölu- menn en Danir. Þó er matur nokkuö dýr hér, sumt er jafn- vel dýrara en heima, t.d. mjólk in. Líka eru strætisvagnagjöld dýrari hér en í Reykjavík. En hér er yndislegt að búa, bara ef einhvern tíma sæi sól, en veðráttan hér er álíka leiðinleg og í Reykjavik. Aftur á móti eru Svíar allra skemmtilegasta fólk, og margt er hér merkilegt að sjá í skóla- málum. Það eina, sem ég þori bætir úr skák sú stjórnarstefna, sem ríkt hefur í landinu á und- anförnum árum. Hér hefur fyrst og fremst verið rætt' um byggðavandamólið almennt eðli þess og helztu einkenni, og hvoð við blasir, ef ekki eru þegar gerðar róttækar róðstafanir til þess oð snúa þessari öfugþróun við. I síðari grcinum mun ég ræða sér- staklega um þessi mól, eins og þau horfa við fró bæjardyrum Norðlend- inga: Hvað geta Norðlendingar gert og hvað eiga þeir að gera til að hafa óhrif ó þessa þróun? I öðru lagi mun ég ræða um hlutverk rikisvaldsins — hver er skylda þess og hvað getur það gert til cflingar byggð ó Norð- urlandi? w«^www«^w%^w< Gerist áskrifendur að Mjölni. Auglýsið í MJÖLNI að bera saman við þá hér, er skriftin. Eg fullyrði, að ungl- ingar á Siglufirði skrifa betur en þeir gera, jafnaldrar þeirra í Katrinelundsskolan, sem ég hef mest heimsótt til þessa. Þá er íburður í skólabyggingum minni en heima, að því er ég fæ bezt séð. En um kennslu- tækni og aðbúnað, standa Sví- ar okkur svo langtum framar. Samt held ég að mestu muni á kennslubókum hér og heima. Eg hef til dæmis verið að blaða í kennslubók í sænsku fyrir 7. Klass, sem svarar til 1. bekkj- ar í gagnfræðaskóla heima. — Hér er ekki rúm til að lýsa þeirri bók að neinu ráði, en þess skal þó getið, að í henni er allmikil setningafræði, og sú setningafræði hlýtur að vera hreinasti skemmtilestur fyrir börnin, að minnsta kosti í sam anburði við þá kennslubók, sem við höfum heima i þeirri grein. Stjórn Bókasafns SiglufjarÖar samþykkti nýlega að fala til kaups bóka- og handritasafn Guðlaugs Sigurðssonar, póst- manns. Var bókaveröi ásamt for- manni stjórnarinnar, Þ. Ragnari Jónassyni, falið að leita samn- inga við Guðlaug. Hafa kaupin nú farið fram og er safnið kom- ið í bókhlööuna. Samkvæmt samningnum er Guðlaugi þó heimilt að hafa hjá sér það, sem hann télur sig þurfa af handrit- um og öðrum gögnum úr safn- inu, en hann vinnur enn að ýmis konar fræðimannsstörfum. I bókasafni Guðlaugs, sem mun hafa verið 5—600 bindi, er margt ágætra bóka og rit- safna. Ber safnið þess augljós merki, að þar hefur bókavinur um fjallað, því bækurnar eru ekki einungis mjög vel farnar, Svo sem nærri má geta, hef ég spurzt fyrir um kj ör og laun kennara hér. Auðfundið er, að kennararnir eru stoltir af þeim árangri, sem þeir náðu í verk- falli á öndverðum þessum vetri. Það er skemmst frá að segja, að kennaralaun eru svona um það bil 70—80% hærri hér en heima, og skóla- stjóralaun tvöfalt hærri. Það eru fleiri en íslenzkir Iæknar, sem geta boriö launin sín sam- an við laun stéttarbræðra sinna í Svíþjóð. Ekki hef ég enn þá rekizt á hinn villta sænska æskulýð, sem talað er um í blöðum, leð- urjakkana svonefndu, en ég sá heldur ekki neitt slíkt í Reykja- vík, þrátt fyrir okkar Þjórsár- dals og Hreðavatnsævintýri. Það er greinilegt, að sam- skipti kennara og nemenda eru frjálslegri hérna nú en þau voru 1933, þegar ég dvaldist hér síðast, enda hefur margt brevtzt á 34 árum. Eins þykist ég sjá, að ýmislegt, sem þá þótti góð nýjung og enn er talið gott heima, er nú orðið úrelt hér. Héðan förum við norður til Varmalands 8. febrúar. Þar var 19 stiga frost um daginn. Þá tekur maður upp föðurlands- brækurnar. Kær kveðja til kunningjanna frá okkur hjónunum. heldur hefur Guðlaugur látið handbinda mikið af þeim í mjög fagurt og vandað band. Flestar eða allar bækurnar, sem í safn- inu eru, mun bókasafnið þó hafa átt fyrir, en engu að síður er að þeim mikill fengur. Aöalfengurinn felst þó í hand ritasafni Guðlaugs, sem er bæði mikið að vöxtum og fjölbreytt að efni, en hann hefur um áratuga skeið lagt stund á söfnun ýmis konar alþýðufróðleiks, vísna, rímna, þjóðsagna og fróðleiks um fólk, atburði og staði. Er þar margt að finna, sem ekki er ann- ars staðar til. Vonast Mjölnir til að geta síðar gert lesendum sín- um nánari grein fyrir þessu. Guðlaugur er lesendum Mjöln is aö nokkru kunnur, því hann sá um árabil um vísnaþátt í blað- iuu. Hlöðver Sigurðsson. Bókasafn Siglufjarðar kaupir safn Guðlaugs Sigurðssonar Mjölnir (5

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.