Mjölnir - 10.02.1967, Blaðsíða 8
Samið um sölu á dósasíld
til Sovétríkjanna
Mjolmr
Sovétríkin kaupa niðurlagningarvörur fyrir 24 millj.
kr. - Sigló-verksmiðjan fær helming magnsins
Þá hefur SIGLÓ-verksmiðjan
fengið pantanir frá fleiri lönd-
Verksmiðjan hefur, síðan í
október í haust, haft í vinnu
50—60 manns. í siðustu viku ÚTG. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA
unnu þar t. d.
17 karlmenn.
um 45 konur og
ÁbyrgSarmaSur: Hannes Baldvintson. AfgreiSsla: SuSurgötu 10, Siglufirli,
simi 71294. Árgjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri
Fyrir fáeinum dögum var
gengið frá samningi við Sovét-
ríkin um sölu á niðurlagðri síld
og niðursoðinni fyrir 24 millj-
ónir króna. Standa vonir til þess
að Sigló-verksmiðjan framleiði
helming þess magns, og mun það
aðallega eða eingöngu vera gaff-
albitar og flök í tveggja flaka
dósum. —
um, m. a. Bandaríkjunum, Vest-
ur-Þýzkalandi og Danmörku. Er
sýnt, að mikil verkefni eru fram-
undan. Kæligeymsla verksmiðj-
unnar verður að líkindum tilbú-
in innan skamms, og verður þá
hægt að vinna mestallt eða allt
árið.
MYNDAGETRAUN MJÖLNIS 6.
Arsþinð ÍMttiMliwns
Hinn 4. jan. sl. hé'lt Iþrótta-
bandalag Siglufjarðar ársþing
sitt. Þingið sátu 17 fulltrúar, frá
Knattspyrnufélagi Siglufj arðar,
Skíðafélaginu og Tennis- og
badmingtonfélaginu. Samþykkit
var fjárhagsáætlun fyrir 1967.
Kosin var ný stjórn bandalags-
ins, og er hún þannig skipuð:
Júlíus Júlíusson formaður, Tóm-
ar Jóhannsson, Bjarni Þorgeirs-
son, Skarphéðinn Guðmunds-
son, Gunnar Guðmundsson, Guð
laugur Henriksen og Daníel Bald
ursson. Fráfarandi formanni,
Age Schiöth, voru þökkuð ágæt
störf í þágu bandalagsins und-
anfarin þrjú ár.
Meðal samþykkta, sem gerð-
ar voru á þinginu, var áskorun
á stjórn ÍSÍ, um að beita sér
fyrir því, að gerðar yrðu breyt-
ingar á gildandi samþykkt um
stjórn bæjarmála í Siglufirði á
þá leið, að stjórn ÍBS verði í-
þróttamálanefnd bæjarins.
Ennfremur var samþýkkt að
koma upp tveim sjóðum, „Upp-
byggingasjóði“ og „Þjálfunar-
sjóði.“
Sagt er nánar frá samþykkt-
um þingsins á öðrum stað í
blaðinu.
Þetta er sjötta myndin í
myndagetraun Mjölnis. —
Þessi rammgerði kastali er
þannig staðsettur hér á
Norðurlandi, að til skamms
tima óttu þess ekki margir
kost að skoða hann. En nú
er að verða ó því mikil
breyting. Hvaða mannvirki
er þetta, og hvar stendur
það? — Haldið blöðunum
til haga, þar til ollar mynd-
irnar hafa verið birtar og
sendið þó svör við öllum
spurningunum til Mjölnis.
Ein verðlaun verða veitt að Hvaða 111811IIVirkÍ er II11 þetta?
upphæð eitt þúsund krónur.
Stjórnmdlofundir Alpýðubandalagsins
Á undanförnum árum hefur
Ragnar Arnalds, alþingismaður,
notað jólaleyfi þingmanna til
þess að ferðast um kjördæmið
og kynna sér viðhorf fólks og
vandamál þess. Alþýðubandalag-
ið hefur boðað til almennra
stjórnmálafunda í kaupstöðum
og kauptúnum í kjördæminu og
hefur Ragnar verið framsögu-
maður, rætt störf Alþingis og
stj órnmálaviðhorfið almennt. —
ir ð
Borið hefur á skemmdum í
saltsíld á Austfjörðum að und-
anförnu. Mun hér vera um að
Heyrzt heftir
AÐ þegar framómenn Sjólfstæð-
isflokksins úkvóðu að velta
Jóni ísberg út af framboðs-
listanum hér í kjördæminu,
til þess að fó rúm fyrir Eyj-
ólf Konróð, hafi Stefón bæj-
arstjóri verið kjörinn einróma
til að stjórna framkvæmd
verksins, sökum reynslu í
slikum störfum.
AÐ bótarnir Orri og Tjaldur séu
hættir veiðum, en mönnum
sé ekki Ijóst, hvort Hringur
sé hættur.
ræða krydd- og sykursíld, sem
veAuð var fyrir finnska kaup-
endur. Eitthvað var búið að
flytja út af þessari síld, áður en
skemmdanna varð vart, og bár-
ust þá fljótt kvartanir frá kaup-
endunum. Komu síðan finnskir
matsmenn til að athuga þá síld,
sem lá á stöðvunum, og hafa
fundizt skemmdir í allmiklu
magni af síld, líklega 15—20
þsund tunnum. Er nú komin til
Iandsins samninganefnd frá
finnskum síldarkaupendum, og
standa yfir umræður um, hversu
fara skuli með þetta mál. Munu
hinir finnáku kaupendur neita
að taka við síldinni fyrir fullt
verð, en hins vegar vera til við-
ræðu um að kaupa hana, eða
a. m. k. meginið af henni, fyrir
lægra verð.
Hefur þessum, fundum víðast
verið tekið af feginleik, því að
á þessum fundum hafa verið
rædd sérvandamál hvers staðar.
A flestum fundum hafa mætt
menn úr öllum stj órnmálaflokk-
um og tekið þátt í umræðum,
ekki alltaf sem pólitís’kir fulltrú-
ar, heldur miklu fremur sem á-
hugasamir borgarar um málefni
byggðarlagsins.
Nú að undanförnu hefur Ragn
ar Arnalds, alþm., verið í slíkum
fundaleiðangri, og haldið fundi
í bæjum og þorpum kjördæmis-
ins.
Flestir fundirnir hafa verið vel
sóttir og umræður miklar.
Fundurinn á Siglufirði var
haldinn í Alþýðuhúsinu 4. jan.
Þar flutti Ragnar athyglisverða
framsöguræðu um vandamál
landsbyggðarinnar, dreifbýlis-
svæðanna gagnvart þéttbýlis-
svæðinu við Faxaflóann. Mun
Mjölnir birta helztu kafla þess-
arar ræðu smám saman. Á þess-
um fundi, sem var þó alltof fá-
mennur, urðu fjörugar umræður
og að mörgu leyti gagnlegar. í
umræðunum tóku þátt Alþýðu-
bandalagsmenn og Framsóknar-
menn. Hvorki Sjálfstæðisflokk-
ur né Alþýðuflokkur áttu full-
trúa þar, og er engu líkara en
þessir flokkar telji sig hafna yf-
ir svo „smásítlegar11 lýðræðisat-
hafnir sem þátttáka í umræðu-
fundi eru. Og þeir boða ekki
sjálfir til neinna slíkra funda.
Alþýðubandalagið í Norður-
landskjördæmi vestra hefur tal-
ið það skyldu sína að boða til
slíkra opinna funda, og fulltrúi
þess, Ragnar Arnalds, alþm., hef
ur verið ötull að ferðast um og
mæta á þessum fundum. Hvort
fundir sem þessir eru vel eða
illa sóttir, er nokkur mælikvarði
á áhuga fólks fyrir almennum
málum, héraðs- og landsmálum,
og mun þar einu gilda, hvaða
pólitískir flokkar til þeirra boða.
Yfirleitt mun áhugaleysi ríkj-
andi hjá fólki og alltof mikið af-
skiptaleysi um það,- hvernig al-
þingismenn og stjórnarherrar
standa í stöðum sínum, og standa
við hin fögru loforð sín frá dög-
unum fyrir síðustu kosningar.
Ef til vill er þetta áhuga- og
afskiptaleysi almennra kjósenda
helzta orsökin til þeirrar léttúð-
ar, kæruleysis og vanvirðingar
á lýðræðisreglum, sem fjölmarg-
ir stjórnmálamenn í áhrifastöð-
um sýna við alltof mörg tæki-
færi.
Öruggasta og sterkasta varð-
staðan um almenn lýðréttindi er
almennur og vakandi áhugi kjós
endanna, aðhald og þrýstingur
á alþingismenn og ráðherra. - e.
Nemendur Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar sýna »Þorlák þreytta*
Nemendur Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar æfa nú af kappi
gamanleikinn „Þorlákur þreytti“
en leikstjóri er Júlíus Júlíusson.
Frumsýning verður að líkindum
um miðjan mánuðinn.
Undanfarið hafa sjónleikir
Gagnfræðaskólans verið fastur
þáttur í skemmtanalífi bæjar-
ins. Vonandi halda bæjarbúar
áfram að sýna að þeir meti
þessa starfsemi, með því að
sækja sýningarnar.
Agóði af leiksýningunum renn
ur í ferðasjóð nemenda.
Hættir veldam
Þeir tveir bátar, sem róið hafa
með línu frá Siglufirði síðan í
haust, Tjaldur og Orri, eru nú
hættir og búast nú á vertíð syðra.
Þótt afli hafi verið tregur hjá
þessum bátum, þá hafa þeir þó
forðað hraðfrystihúsi S. R. frá
því að loka.
— fara suðnr
Þriðji báturinn, Hringur, hef-
ur frá því seint á sl. sumri verið
í einhvers konar tilrauna- eða
föndur veiðiskap, og er öll út-
gerð þessa báts orðin langt fyrir
ofan skilning allra venjulegra
manna. En „það er gaman að
geta þetta,“ eins og kallinn sagði.