Mjölnir - 24.10.1969, Qupperneq 8

Mjölnir - 24.10.1969, Qupperneq 8
Frá hátíðatundi Alþýðubandalagsins í Borgarbíói •:.. x >•'< v\ ":-.v : x " á iláwl! Báðir í sömu vilpunni ÞaS vekur nokkra íurðu, að ritstjórar stuðningsblaða ríkis- stjórnarinnar, AM og Islend- ings — Isafoldar, hafa báðir gert að umtalsefni síðasta þing A. N. og á þann hátt að segja af því vísvitandi rangar fréttir. Eilt er það, að þar hafi farið fram pólitískt uppgjör milli mín ann- ars vegar og Björns Jónssonar hins vegar eða Alþýðubandalags ins og hinna Vinstri-frjálslyndu- jafnaðarmanna B. J. og hinir síð artöldu haft betur. Þegar ritstjór- arnir tveir eru búnir að fá þessa útkomu, er samfagnað í kór yfir góðum fréttum. A 11. þingi A. N. voru við- fangsefnin rædd málefnalega. Þótt deilt væri nokkuð fast um atvinnumálin og þau vinnu- 'brögð, sem viðhöfð voru við kjarasamningana 1968 og 1969, varð ekki vart við pólitískt hnútu kast milli manna. Slíkt er einber hugarburður ritstjóranna. A þinginu ræddi ég nokkuð um skýrslu formanns og spurði um nokkur atriði varðandi samn ingana. Björn Jónsson svaraði mér af sinni alkunnu hógværð •— eins og alþingismanni sæmir, á þann veg, að sannleikurinn kom ekki í Ijós. Umfram þetta tók ég ekki þátt í umræðum á þinginu. Kolbeinn Friðbjarnar- son frá Siglufirði flutti ásamt nokkrum öðrum þingfulltrúum, ályktun í kjaramálum (Hún er birt á öðrum stað í blaðinu), sem var skýr og ákvcðin. I henni fólst aðvörun til verkalýðssam- takanna um að forðast þá villu, sem fjölmargir telja að hent hafi forustumenn samtakanna í samn- ingum um atvinnu- og kjaramál undanfarin ár. Þessa ályktun þoldi Björn Jónsson ekki og flutti hann strax tillögu um að vísa henni til stjórnarinnar, sem var „mild“ frávísunartillaga og ekkert annað. Björn hafði hér vilja sinn fram og það er yfir þeim „sigri“, sem ritstjórarnir, Herbert og Sigurjón, eru svo kampakátir, ef þeir þá vita nokk- uð við hvað þeir eiga. Eg studdi ályktun Kolbeins o. fl„ en tók ekki þátt í umræðum um hana. Samt sem áður setja þeir roitt nafn í sviðsljósið, og segja mig hafa orðið undir við eitthvert uppgjör. Eg veit ofur vel hver tilgangurinn er hjá þess- um ágætu mönnum. Þeir eru að reyna að gera hlut okkar Alþýðu bandalagsmanna sem minnstan. Þeir fagna klofningsbrölti B. J. og félaga, vegna þess, að það er eingöngu vatn á myllu stjórnar- flokkanna og gæti trvggt þeim áframhaldandi völd við næslu kosningar. Sigurjón ritstj. AM segir að ég hafi ekki fengið alla fulltrúa Iðju til að samþykkja tillögu „kommúnista“. Hann á þar við ályktun Kolbeins o. fl.! Hvað er hæft í þessu? Ég bað engan af fulltrúum Iðju um atkvæði í þessu sambandi. Við Iðju-full- trúar erum algerlega frjálsir í at- kvæðagreiðslum á verkalýðsþing um og félagsfundum. Ég veit hins vegar að ýmsir aðrir for- menn stéttarfélaga vilja helzt hafa handjárnað lið á svona þing, þ. á. m. fylgismenn Sigur- jóns og Herberts. En samræmist það frelsi og lýðræði? Þeir ætlu að líta sér nær. A þingum A.S.I. hefur sá ósómi verið innleiddur hin síð- ari ár, að stjórnmálaflokkarnir allir, nema Alþýðubandalagið, hafa efnt til kvöldverðarboða fyr Víi tiepiftlm íramsólmar Þeir tvíeinu félagar, Björn og Hannibal, fengu að kjósa með Framsóknarflokknum við nefnd- arkjör í upphafi þings, nú eins og í fyrra. Þeir hlutu þá umbun fyrir fylgispekt sína, að komast í 2 eða 3 nefndir. Nú er ár liðið síðan Björn Jónsson lýsti því yfir í áheyrn alþjóðar við útvarpsumræður á alþingi, að þeir ætluðu sér að stofna sérstakan þingflokk mjög fljótlega og skapa sér þannig við unandi starfsskilyrði, eins og hann komst að orði. Enn hefur enginn þingflokkurinn verið stofnaður, — ekki einu sinni skírður, — enda ekki hægt að stofna þingflokk milli kosninga. Raunar birti Verkamaðurinn og hitt blaðið, glæsilega mynd af þingflokknum í fyrra vetur. A myndinni sáust greinilega fimm menn. Þrátt fyrir þetta halda þeir Bj örn og Hanniba áfram að vera einn í hóp og tveir í lest, eins og þar stendur, og eiga þann einn kost, að hama sig undir heygarðs horni Framsóknar í von um rekj ur eða rudda. Allt er hey í harð- indum. Það er sagt að líkamningar geti stundum komið fram á film- um, ef fundirnir eru nógu „sterk- ir“. Gæti sú skýring verið á myndinni í Verkamanninum og liinu blaðinu? Wobref elHÉoid Nú í haust hafa verið til sölu skuldabréf Elliheimilanna á Ak- ureyri og Skjaldarvík. Skulda- bréf þessi eru boðin til sölu til að flýta fyrir því, að stækkun heimilanna verði sem fyrst full- gerð. Það ætti að vera áhugamál einstaklinga og félaga að kaupa þessi bréf, þau veita beztu vexti af þeim fjármunum, sem fyrir þau eru greidd, en skapa um leið möguleika á því, að búa sem bezt að hinum aldurhnigna, sem er verðugur þess, eftir langt og erf- itt brauðstrit, að njóta þeirrar umönnunar, sem hægt er að veita. ir fulltrúa, sem þeir eigna sér og ætla að hafa áhrif á. Þetta á kannski sinn þátt í því, að nú er svo komið, að stunðingsmenn ríkisstjórnarinnar ráða lögum og lofum í stjórn heildarsamtak- anna, Alþýðusambands íslands. Þing Alþýðusambands Norð- urlands hafa hins vegar verið blessunarlega laus við pólitískt þras og flokkadrætti ,og vænti ég að svo verði framvegis. Mið- stjórn A. N. var öll kjörin ein- róma, eftir tillögum uppstillinga- nefndar. Nokkrar breytingar urðu á stjórninni og þær til bóta. T. d. var Þorsteinn Jópatansson ekki endurkjörinn sem fyrsti varamaður í miðstjórn, en Þor- steinn hefur um langt skeið alið á óeiningu og rógi innan raða verkalýðshreyfingarinnar og boð að flokksstofnun, sem aldrei get- ur orðið nema til skaða fyrir fag lega og pólitíska samstöðu launa- fólks. Ekki þykir mér ótrúlegt, að rógskrif tveggja áðurnefndra rit- stjóra um gang mála á þingi A. N., séu undan hans rifjum runnin og það sé hans sök að Herbert og Sigurjón vaða nú verjulausir í sömu lygavilpunni, sjálfum sér til skammar og skaða. Jón Ingimarsson. Akureyringar og aðrir, sem búa í nærliggjandi sveitum, ættu því að gera sitt til að stuðla að framgangi þessara mála, með því að kaupa skuldabréfin, það safnazt þegar saman kemur. Skuldabréfin eru til sölu á skrifstofu bæjarins og víðar. J. ÍBA-LIÐIÐ í UNDÁN- ÚRSLIT í BIKAR- KEPPNI K.S.Í. Sl. laugardag léku Akureyring ar við Víking, nýliðana í I. deild, og sigruðu þá naumlega í framlengdum leik með 4:3. Þar með er ÍBA-liðið komið í und- anúrslit í Bikarkeppninni í knatt- spyrnu. Lið ÍBA hefur orðið fyrir miklu „mannfalli“ í sumar, og bjuggust því fæstir við því að liðið kæmist svo langt sem raun hefur orðið í Bikarkeppninni. F/nðrafok Það er ekki ofsögum sagt, að það sé fjaðrafok vegna Fjaðra- foks, leikrits Matthíasar Johanne sens, sem sýnt er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Dag eftir dag má lesa í Reykjavíkur- blöðunum ummæli vegna leik- ritsins, og þá eru það oftast skrif vegna skoðana einhverra á leik- ritinu, sem vægast sagt hefur fengið misjafna dóma. Og staðreyndin er sú, að þeir sem hafa fylgzt að nokkru ráði með þessum ritdeilum eru hneykslaðir og hissa á því hvað blaðamennskan getur komizt á lágt stig. Er það einkum Morgun blaðið sem leggst lægst þar, og þeir sem ekki trúa því geta setzt niður og lesið skrif um Fjaðra- fok Matthíasar í Reykjavíkur- blöðunum undanfarnar tvær vikur.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.