Mjölnir - 04.12.1970, Qupperneq 1
MjöLnir
XXXIH. árgangur Föstudagur 4. des. 1970 8. tölublað.
Norðlenzk verkalýðssamtök
krefja ríkisstjórnina efnda
Óska eftir viðræðran við ríkisstjórnina ran efndir á loforði
frá 1965, um gerð framkvæmdaáætlunar í atvinnumálran fyr-
ir Norðurland
Á í'undi sambandsstjórnar Al-
þýöusambands Noröurlands,
í-em haldinn var á Akureyri 22.
nóv. s. 1., báru fulitrúar verka-
iýðsféiagsins Vöku á Siglufiröi
fram eftiríarandi tillögu, sem
var samþykkt einróma:
„Fundur í sambandsstjórn
AN 22. 11. 1970, samþylckir
aö óska ejtir vi'öræöum viö
ríkisstjórn Islands um fram-
kvœmd á samningsbndnu
fyrirheiti ríkisstjórnarinnar
frá 7. 6. 1965, um gerö fram-
kvæmdaáætlunar i atvinnu-
málum fyrir Noröurland.
Fundurinn telur aö ekki
hafi veriö staöiö viö þaö
fyrirheit, sem þá var gefiö
um atvinnuuppbyggingu á
Noröurlandi og bendir í því
sambandi á, aö um s. I. mán-
aöamót var helmingur skráös
atvinnuleysis á landinu, á
Noröurlandi vestra.
Sambandssijórnin álitur aö
gera beri tafarlaust fram-
kvæmdaáætlanir í atvinnu-
málum einstakra kauptúna
og bæjarfélaga á Noröur-
landi, og bendir á, aö aukn-
ing togskipaúigeröar og fisk-
vinnslu mundi í mörgum til-
fellum eitt saman nægja til
útrýmingar atvinnuleysis.
Þá telur sambandsstjórn
þaö kjöriö verkefni Atvinnu-
leysistryggingasjóös, aö fjár-
magna slíkar áætlanir, og
trúlegt aö fjármagn sem til
slíkrar atvinnuuppbyggingar
færi, myndi á fáum árum
skila sér til sjóösins aftur,
vegna minnkaöra atyinnu-
leysisbóta."
Eins og margir minnast, var
loforð ríkisstjórnarinnar um
atvinnuuppbyggingu beinlínis
forsenda júnísamninganna 19ö5.
Þetta loforð hefur ríkisstjórhin
svikið. 1 stað raunhæfra úrbóta
í atvinnumálum liafa Norðlend-
ingar fengið ófullnægjandi kák-
og sýndarráðstafanir, og i stað
raunhæfrar áætlunar um upp-
byggingu atvinnulífsins hafa
þeir fengið óbermi það, sem
kallað er Norðurlandsáætlun og
á sáralítið skylt við áætlana-
gerð, enda samin af einum af
trúboðum íhaldsins hér norð-
anlands og mótað af hagfræði-
kreddum þess, sem aldrei hafa
hæft aðstæðum hér norðanlands
verr en nú.
Það er því ekki ófyrirsynju,
að norðlenzk verkalýðshreyfing
gerir nú kröfu til efnda á lof-
orði rikisstjórnarinnar, eftir að
hafa verið dregin á þeirn með
sýndartilburðum í fimm ár.
Skíðalyftur og slökkpallur
Ti,l Siglufjarðar koma á næst-
unni tvær skíðalyftur af Borer
Star gerð, 300 m. langar drátt-
arlyftur. Eiga þær vafalaust
eftir að hleypa auknum krafti
í skíðaiðkanir hér.
Verð lyftanna er samtals 500
þús. kr., en smávegis uppsetn-
ingarkostnaöur mun bætast við.
Verðið er greitt með 300 þús.
kr. gjöf Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík, en Iþróttasjóður
leggur fram 40%, eða 200 þús.
Það er því hin stórhöfðinglega
gjöf Siglfirðingafélagsins, sem
gerir Skíðaféiaginu fært að
kaupa þessi tæki. Innflytjandi
er Framkvæmdabankinn, sem
alls flytur nú inn 17 lyftur til
landsins.
Auðvelt er að koma lyftunum
fyrir. önnur verður sett í ljosa-
brautina fyrir neðan Gimbra-
Fulltrúar AB í bæjarstjórn
hafa fengið samþykkta tillögu
um, að framvegis verði af og
til haldnir sérstakir spurninga-
fundir í bæjarstjórninni. Ekki
er enn fyllilega ákveðið með
hverjum hætti þeir fundir
verða. Megin tilgangurinn meö
þessari tillögu er sá, aö bæjar-
búum gefist tækifæri lil þess
aö' beina spnrningum um bæjar-
mál til bœjarstjóra og bœjar-
fulltrúa. Þessir fundir verða
auglýstir sérstaklega og eru
bæjarbúar eindregiö hvattir lil
kletta. Mun vera nær einsdæmi,
að fólk hafi þannig skíðalyftu
svo að segja við húsdyr sínar.
Hin lyftan, sem verður knúin
með dísilvél, verður færð lil
eftir hentugleikum. Hefur Skiða-
félagið í hyggju að koma upp
festingum fyrir hana á nokkr-
um stöðum.
Næstum er lokið smíði stökk-
brautar í Gryfjunum, — líka
inni í miðjum bænum. Þar má
stökkva um 22 metra. Þetta er
talsvert mannvirki, unnið í
sjálfboðavinnu af skíðamönn-
um.
Skíðamenn hafa staðið" að
þessum málum af miklum dugn
aði og fyrirhyggju. Þeir hafa
notið aðstoðar Hákonar Ólafs-
sonar verkfræðings, en formað-
ur lyftunefndar er Sverrir
Sveinsson.
þess aö notfæra sér þessa lil-
högun.
Eins og kunnugt er, þá eru
nær allir fundir bæjarstjórnar
opnir, en mjög fáir notfæra sér
þá aðstöðu til þess að fylgjast
með gangi bæjarmála. Þetta er
þeim mun bagalegra, þar sem
blaðaútgáfa hér í bænum er
bæði lítil og óregluleg. Þá póli-
tísku lognmollu, áhugaleysi og
uppgjöf, sem ihér ríkir, má án
efa rekja að stórum hluta til
þess, hvað opinberar umræður
og skoðanaskipti eru takmark-
Hörpudiskur
Tveir ungir menn hér í bæn-
um, Sveinn Björnsson og Haf-
þór Rósmundsson, hafa átt frum
kvæðí að því að leitað yrði að
hörpudisks-miðum hér í grennd-
inni. Þeir rituðu bæjarráði bréf
og bentu á, að líkur væru til
að slík mið fyndust út af Haga-
nesvik og Héðinsfirði.
Siðan hefur bæjarráð sam-
þykkt að styrkja þá Svein og
Hafþór og sömuleiðis Björn
Karlsson, til þess að leita slikra
miða og kanna þau. Báðir þess-
ir aðilar hafa útvegað sér við-
eigandi veiðitæki (plóga).
Hér er um mikiisvert mál að
ræða og fyllsta ástæða til þess
að gefa atliugunum fyllsta gaum
og allan stuðning. Vinnsla á
hörpudisk er tiltölulega mann-
frek og gæti því veitt mikla at-
vinnu og er þar að auki talin
mjög ábatasöm.
aðar. Sú hugmynd hefur komið
fram, að flokkarnir allir stæðu
saman að útgáfu bæjarmála-
blaðs, sem kæmi reglulega út.
Enn er þetta aðeins hugmynd.
Hitt er augljóst, að málefnaleg-
ar umræður gætu orðið upp-
spretta nýrra hugmynda og
veitt stjórnendum bæjarins nauö
synlegt aöhald.
Sérstök athygli lesenda Mjöln-
is skal vakin á því, að AB held-
ur í vetur reglulega fundi ann-
an hvern föstudag í Suðurgötu
10, kl. 8,30. Þar eru bæjarmálin
rædd og bæjarfulltrúar AB gera
grein fyrir því, sem er að ger-
ast hverju sinni og svara spurn-
ingum fundarmanna.
Þessir fundir eru öllum opnir.
Spurningafundir í bæjarstjórn
Hörmulegt slys
Það hörmulega slys varð um miðjan dag fimmtudaginn
26. nóv. s. 1., að geysisterk stormhviða þeytti bifreið út af
veginum við Sauðanes. Hrapaði bifreiðin niður í fjöru
mikið fall. 1 bifreiðinni var einn maður, Jón Gunnar
Þórðarson, símaverkstjóri, og beið hann bana.
Þennan dag gekk á með sterkum stormhviðum. Síma-
menn höfðu undanfarið unnið að viðgerðum í fjarskipta-
stöðinni á Sauðanesi og var því verki lokið, aðeins eftir
að ganga frá húsinu og þess háttar og fór Gunnar í síma-
bílnum út eftir, ásamt viðgerðarmanni frá Akureyri, en
sá ætlaði að aka beint heim á leið frá Sauðanesi. Þeir
voru á heimleið, komnir ofarlega á afleggjarann heim
að vitanum, er sterk stormhviða gekk á, og stöðvuðu þeir
bílana. En allt í einu herðir vindinn og símabillinn, sem
var Volvo fjallabíll, þeyttist út af veginum, en einmitt
þar var skemmst fram á brúnina og síðan snarbratt niður
í fjöru.
Hjálparmenn frá Siglufirði komu á staðinn nokkru síð-
ar og fundu Gunnar látinn. Mun hann hafa dáið strax.
Jón Gunnar Þórðarson var á bezta aldri, 35 ára, og lætur
eftir sig konu og þrjú börn.
Þetta sviplega slys sló þungum harmi á bæjarbúa.
Þarna fórst inndæll maður, allra hugljúfi í umgengni og
starfi sínu.
235 á atvinnuleysisskrá
Um síðustu mánaðamót voru
235 menn skráðir atvinnulausir
hér á Siglufírði. Skiptust þeir
þannig eftir starfsstéttum: Verka
menn 65, verkakonur 134,
verzlunarkonur , 2, sjómenn 23,
iðnaðarmenn 5 og bílstjórar 6.
Af þessu fólki höfðu 59 kon-
ur og 44 karlmenn einhverja
stopuia vinnu. Við síðustu út-
borgun atvinnuleysisbóta fengu
alls 160 manns einhverjar bæt-
ur. Af þeim fjölda munu nálægt
50 karlmenn og ca. 90 konur
fengið greiddar fullar bætur.
Ekki eru horfur á, að atvinnu-
ástandið batní að ráði í desem-
ber, en úr áramótum ætti að
geta ræzt úr að mestu eða öllu
leyti. Siglóverksmiðjan virðist
eiga ársverkefni framundan,
Tunnuverksmiðjan fer væntan-
lega í gang um áramót, og þess
ætti að mega vænta, að þau
fjögur togskip, sem gerð eru út
héðan, gætu ásamt bátunum
tryggt hraðfrystihúsunum báð-
um nokkurn veginn samfelldan
rekstur.
Kvöidsölur ræddar í bæjarstjórn
A næstsíðasta bæjarstjórnar-
fundi báru Alþýðubandalags-
menn fram tiUögu þess eínis,
að kvöldsöluleyfi yrðu frá
næstu áramótum háð því, að
aðeins yrði afgreitt gegnum
söluop á kvöldin. Tillögunni var
vel tekið, og var henni visað til
bæjarráðs og barnaverndar-
nefndar til umsagnar og frek-
ari athugunar.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
iá fyrir bókun bæjarstjóra varð-
andi þetta mál. Segir þar, að
barnaverndarnefnd mæli ein-
dregið með samþykkt tillögunn-
ar. Hinsvegar dugi einhhða
samþykkt bæjarstjórnar ekki til
að takmarka kvöldsöluleyfi
þeirra sölustaða, sem hafi veit-
Aflafróttir
Gæftir hafa verið heldur
slæmar i nóvember og sjósókn
erfið. 1 mánuðinum hafa borizt
hér á land 336 lestir, en á sama
tírna í fyrra 296 lestir. Af þess-
um afla eru 107 lestir togbata-
fiskur, en 229 lestir línufiskur.
Héðan róa nú 11 bátar með
línu. Aflahæstir í nóv. voru
Dagur með 67 lestir í 14 sjó-
ferðum og Tjaldur með, 53 lest-
ir í 12 sjóferðum.
Heildaraflinn á þessu ári
nemur nú 6.004 lestum, en á
sama tíma í fyrra 7.650 lestir.
Munar þar auðvitað mestu að
togarinn Hafliði hefur verið í
klössun undanfarna mánuði.
Afli togbátanna hefur verið
lítill, og einnig hafa þeir selt
erlendis. Þegar þessi frétt er
skrifuð er hið nýja skip, Hafn-
arnes, t. d. í söluferð.
ingaleyfi útgefið af bæjarfógela,
nema þá með reglugerðarbreyt-
ingu, er takmarki lokunartíma
veitingastaða almennt í umdæm-
inu, þar með talin t. d. hólel
og matsöluhús. Hins vegar geti
bæjarfógeti i vissum tilfellum
afturkallað veitingaleyfi, ef á-
stæða þyki til.
Samþykkt var að vísa málinu
aftur til bæjarráðs, bæjarstjóra
og barnaverndarnefndar til frek-
ari athugunar. Munu allir hafa
verið á svipuðu máli um, að
lítil bót yrði að umræddri breyt
ingu, ef hún næði aðeins til
þeirra kvöldsala, sem hafa
kvöldsöluleyfi frá bæjarstjórn,
en hinar væru opnar eftir sem
áður.
Það er því augljóst, að enn
verðum við Siglfirðingar að
treysta á smáútveginn og efla
hann.
Nýjar verzlanir
Síðan Kaupfélag Siglfirðinga
hætti rekstri hafa þrjú ný verzl
unarfyrirtæki með fjórar búðir
verið sett á laggirnar og mæitu
ókunnugir álíta, að mikil grózka
væri í verzlunarlífi bæjarins.
Mjólkursamlögin á Akureyri og
Sauðárkróki settu fljótlega upp
matvöruverzlun í samlagshúsinu
við Aðalgötu og opnuðu 1. des.
útibú í húsi KFS að Hvanneyr-
arbraut 42. Óli Geir Þorgeirs-
son hefur opnað matvöruverzl-
un að Suðurgötu 42 og Gunnar
Möller mun vera að opna verzl-
un á neðstu hæð skrifstofuhúss
KFS og þar seldar ýmsar vörur,
annað en matvara.