Mjölnir - 26.02.1971, Blaðsíða 1

Mjölnir - 26.02.1971, Blaðsíða 1
Mjölnir XXXIV. árgangur Föstudagur 26. febrúar 1971 1. tölublað. Eru ný viðhorf að skapast í atvinnumálum Siglufjarðar Stutt viðtal við ÓSKAR GARIBALDASON Drangur siglir aftur Hlutafélag var stofnað um flóabátinn Drang hinn 10. febr. s. 1. Stofnendur voru ríkissjóð- ur, sem á 49%, Steindór Jóns- son 25%, og fimm sveilarfélög. Hlutaféð er 8.204.000,00 og skiptist þannig: Ríkissjóður 4.018.000,00, Steindór Jónsson 2.050.000,00, Siglufj. 550.000,00, Ólafsfjörður 550.000,00, Hrísey 150.000,00, Grimsey 100.000,00. Kaupverð skipsins er um 10 millj. kr., en á því hvílir norskt lán að upphæð ca. 140 þús. n. kr. Hlutaféð má greiða á þrem árum. Fleiri sveitarféiögum var gefinn kostur á aðild að hluta- félaginu ,en þau óskuðu ekki eftir þátttöku. Rekstrarhalli mun verða greiddur af fjárlögum, að frá- dregnum afskriftum, samkv. reglum um rekstur flóabáta, ennfremur klössunarkostnaður. Stjórn félagsins skipa bæjar- stjórar Akureyrar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, og þeir Stein- dór Jónsson og Sigurður Ring- sted útibússtj., Akureyri. Drang er fyrst um sinn ætl- að að fara tvær ferðir í viku milli Akureyrar og Siglufjarð- ar. Var fyrsta ferðin farin 16. febr., og kom sér vel í illviðris- kaflanum. Skipstjóri er Stein- ór Jónsson. Ekki er blaðinu kunnugt um, hver orsök þess er, að ríkis- valdið gerir nú eignaraðild sveitarfélaganna að skilyrði fyrir áframlialdandi rekstri flóabátsins, en undanfarið hef- ur gætt hjá því vaxandi til- hneigingar til að koma kostn- aði yfir á sveitarfélögin. Ráðu- neytisstjórinn, sem sat stofn- fundinn, lýsti yfir að rekstur bátsins mundi engin áhrif hafa í þá átt að minnkaðar yrðu fjárveitingar til vegafram- kvæmda, vegaviðlialds og snjó- ruðnings af vegum, og er von- andi, að sú yfirlýsing standist, einkum að því er síðasttalda atriðið varðar. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, báru fulltrúar Vöku á fundi í stjórn Alþýðusambands Norður- lands í vetur fram tillögu um, að sambandið krefði ríkis- stjómina efnda á loforðinu frá 1965 um útrýmingu at- vinnuleysis á Norðurlándi. Tillagan var samþykkt og kjör- in þiiggja manna nefnd til viðræðna við ríkisstjórnina um þetta mál. Nefndin, sem skipuð er þeim Birni Jónssyni, Tryggva Helbasyni og Óskari Garibaldasyni, fór fyrir nokkru til Reykjavíkur til viðræðna við ríkisstjómina um málið. Blaðið spurði Óskar frétta um.árangur ferðarinnar fyrir nokkrum dögum: — Hvað viltu segja um ár- angur af þessum viðræðum, Óskar? — Ég lít svo á, að undirtekt- ir ráðherranna, sem við rædd- um við, Jóhanns Hafsteins, Magnúsar Jónssonar og Eggerts G. Þorsteinssonar, hafi verið jákvæðar. Þeir lýstu sig sam- þykka þeirri tillögu okkar, að gerðar yrðu áætlanir um upp- byggingu atvinnulífsins í hverju einstöku byggðarlagi. Hins vegar tóku þeir skýrt fram, að því aðeins mætti vænta aðstoðar ríkisvaldsins, að frumkvæði og framtaksvilji væri fyrir hendi í viðkomandi byggðarlögum. — Nú hefur um langt skeið verið gengið lit frá því, að því er Siglufjörð snertir, að auð- veldasta leiðin til þess að fá stuðning ríkisvaldsins við at- vinnulífið hér væri sú, að þau fyrirtæki, sem ríkið á sjálft hér, og standa undir fjórum fimmtu hlutum atvin'nurekstr- arins í bænum, hefðu frum- kvæði um uppbygginguna hér. Sú leið hefur þó virzt erfið. Virtist þér, að lijá ráðherrun- um kæmi fram vilji í þá ált, að þeir kysu heldur að farnar yrðu aðrar leiðir? — Um það vil ég ekki fuil- yrða, en einhvernveginn fékk i ég þá hugmynd, að ráðherr- arnir hefðu meiri vilja til stuðnings við einkaaðila. — Hvað mundir þú eftir þetta viðtal leggja til,- að næst yrði reynt hér? — Að mínu áliti væri mjög æskilegt, að einkaaðilar, sem fást við atvinnurekstur hér, reyndu að þoka sér betur sam- an, helzt steypa rekstri sínum saman í stórt fyrirtæki. Slíkt stórt fyrirtæki, sem hefur veru- leg áhrif á atyinnulífið í bæn- um, ætti miklu auðveldari að- gang að fyrirgreiðslu og stuðn- ingi opinberra aðila en mörg smá fyrirtæki, auk þess sem það mundi njóta meira al- menns trausts út á við. — Hefur farið fram nokkur könnuii á afstöðu einkaaðila í atvinnurekstri hér, til þessarar hugmyndar? —■ Já, smávegis. — Og hverjar hafa undirtekt- irnar verið? — Það er of snemmt að full- yrða nokkuð um það enn, slíkt mál þarf nokkurrar umhugsun- ar og undirbúnings við. Ég get þó sagt það, að mér virðast iþær fremur jákvæðar, og ég álít, að vinna beri að frekari athugun á þessum möguleika nú á næstunni. - Rar Sigló-verksmiðjuna á góma? — Já. Ráðherrarnir fræddu mig um það, að búið væn að festa kaup á 3000 tunnum til viðbótar þeim 8000, sem búið var að kaupa handa Sigló. Ekki er búið að ráðstafa þessum 3000 tunnum, en líkur eru til að eitthvað af þeim, kannske allt magnið, fari til Sigló. — Nokkuð að lokum? Nei, ekkert nema þá það, að ég vænti þess, að sveitar- félögin gefi þessum málum fullan gaum og veiti verkalýðs- samtökunum fyllsta stuðning til að knýja fram úrbætur í at- vinnumálum, því það er vissu- lega mikið í húfi fyrir þau. Ég vænti þess líka, að einka- aðilar, sem við atvinnurekstur fást, taki þær tillögur, sem við berum fram, til mjög gaum- gæfilegrar umhugsunar. Aðalfundur Vöku var haldinn 28. jan. s. 1, Stjórn félagsins var endurkjörin, og er hún þannig skipuð: Formað- ur Óskar Garibaldason, vara- formaður Sigurbjörg Hjálmars- dóttir, ritari Ólína Hjálmars- dóttir, gjaldkeri Kolbeinn Frið- ibjarnarson og meðstjórnendur 'Guðbrandur Sigurbjörnsson, Þorkell Renónýsson og Þórunn Guðmundsdóttir. Fjárhagur félagsins er góður. Hrein eign félagssjóðs var um 750 þús. kr., sjúkrasjóðs rúm milljón, hjálparsjóðs um 875 þúsund og Alþýðuhússins um 825 þús. Eignaaukning varð alls hjá þessum fjórum sjóðum um 635 þús. kr., mest hjá sjúkrasjóði, nærri 250 þús. kr. Útgerðin frá áramótum Slæmar gæftir. Dauft hefur verið frá ára- mótum yfir útgerð frá Siglu- firði. Minni bátar liafa reynt að sækja, en gæftir verið stirðar. Afli Dags og Tjalds á línuna var með skárra móti framan af, en dregið hefur úr honum upp á síðkastið, þá sjaldan gefið hefur. Afli tog- skipanna Dagnýjar og Hafnar- ness hefur verið rýr, og á stirt tíðarfar sinn þátt í því. Siglfirðingur hefur veriö og er enn í slipp, en losnar væntanlega innán skamms. Atvinnuástand bæjarins hef ur sökum hráefnisskorts fisk- vinnsluhúsa verið mjög bág- borið. Togarinn. Rráðabirgðauppgjör fyrir b. v. Hafliða á árinu 1970 liggur nú fyrir. Samkvæmt því varð hallinn á rekstrin- um 3.736.000 króna óg eru þá fyrningar ekki meðreiknaðar. Aflaverðmæti var um 22.6 milljónir króna, en heildar- afli 2.353.893 kg. Um 740 tonnum var landað erlendis. Skipið var þrjá mánuði frá veiðum vegna klössunar. I samanburði við aðra tog- ara er rekstrarútkoman og aflinn langt fyrir neðan með- allag. Útgerðin á við marg- víslega örðugleika að striða, enda skipið orðið gamalt og óhagkvæmt í rekstri. Á árinu fór fram mikil klössun á skip- inu, en þrátt fyrir það verð- ur framvegis að reikna með háum fjárhæðum ti! viðhalds og endurnýjunar. , Söluferðir á s. 1. ári voru ekki eins arðsamar litgeið- inni og vonir stóðu til. Er nú svo að skilja á forráðamönn- um liennar, að söiuferðir séu engu arðsamart en landanir hér heima. Nú sem stendur vantar 2 milljónir króna til þess að koma skipinu út. Að venju er erfitl að útvega fé í rekstur þessa mikilvæga atvinnutæk- is. Sú peningastofnun hér i bænum, sem ætti, nafnj sinu samkvæmt að minnsta kosti, að vera hér hjálparhella, er að venju ha'rðlæst. Sá, sem þar ræður, virðist lieldur vilja styðja við útgerð á Suður- landi með inneign í aðalbank- anum í Reykjavík. Hann er e. t. v. enn að sækjast eftir betri stöðu þar syðra og vill þá hafa eitthvað milli liand- anna, þegar þarf að lána þar í litgerðina. Togaraverkfallið Siglfirðingar hafa gert út togara í rúm 20 ár, og eru það orðnar margar krónur, sem af þeirri útgerð hafa dropið hingað. Sjaldan hefur þó verið um reksturshagnað að ræða á reikningum þeirra fyrirtækja, sem annazt hafa útgerðina. Sé farið aftur í timann má sjá, að togarar okkar hafa ekki verið eftirbátar hvað snertir aflamagn og aflaverð- mæti undir stjórn ýmissa happasælustu skipstjóra tog- araflotans. Síðustu órin hefur hallað undan fæti hvað þetta snertir, og samkv. bráða- birgðauppgjöri s. 1. árs var aflaverðmætið í algeru lág- marki, eða- um 22 millj. kr., eða réttur helmingur af afla- verðmæti elzta togarans, Ing- ólfs Arnarsonar, sem einnig mun hafa skilað álitlegum hagnaði til útgerðarinnar. Mikið liefur verið skrafað og skrifað um togaraverkfall- ið, sem staðið hefur í 7 vikur, og þá ekki minnst um þær of- boðslegu launakröfur, sem yf- irmennirnir beri fram, og miði að því að setja þá í flokk með læknum og öðrum opin- berum starfsmönnum, sem hæst séu launaðir, eða jafnvel hærra. Eru hvítflibbamenn- irnir á skrifstofum útgerðar- fyrirtækjanna, sem reka skip- in að nafninu tU, einna há- værastir um þetta. Með allri virðingu fyrir læknum og öðrum skal á það bent, að ábyrgðin, sem á þeim og ýmsum öðrum liálauna- mönnum hins opinbera hvilir, er engu meiri en á mörgum yfirmönnum liinna stóru og dýru skipa. Reynsla síðustu ára hefur líka fært heim sann inn um það, að tekjur yfir- manna á togurum og hinum stærri bátum hafa færzt í það horf, að hagkvæmast hefur orðið fyrir dugmikla menn að fara af togurunum yfir á bát- ana. Hefur þetta jafnvel leitt til þess, að ýmsir af afla- Framhald á öftustu síöu

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.