Mjölnir - 26.02.1971, Blaðsíða 3

Mjölnir - 26.02.1971, Blaðsíða 3
Hvar er íslenzk aiþýða ? Oft hefur mér brunnið sú spurn á vörum, er ég sé live hatramlega er gengið á rétt liennar, á öllum sviðum, þar sem því verður við komið. En þá liefUr mér einnig vaknað sú hugsun, um leið: Hvað hef eg gert til þess að rétta hluta hennar? Og svarið verður: Harla lítið! Okkur er svo gjarnt að varpa ábyrgðinni yfir á herðar ann- arra. Ætlast til þess að ein- hverjir aðrir taki að sér for- ustuna og beri hita og þunga af framgangi mála. En jafnvel þó að li! þess veljist færir menn og víðsýnir, þá mega þeir sín lítils, ef þeir hafa ekki fylgi okkar á bak við sig. Mér finnst því ekki vanzalaust, að ég láti lengur minn hlut eftir liggja. Ef ég gæti vakið einhvern til um- hugsunar um, hvar við erum stödd og hvert okkur ber að stefna. Nú er rétt, áður en lengra er haldið, að gera grein fyrir við hvað ég á með orðunum: Is- lenzk alþýSa. Mér er sem sé ekki grunlaust um, að stéttvísi íslenzkrar al- þýðu sé nokkuð á reiki. Og sumir ætli sér jafnvel nokkuð hærri hlut. Um það vitnar kjara barátta undangenginna ára, og smánarbætur þær, ásamt margs konar eftirgjöfum, baktjalda- makki og verzlun með kjör launafólks. En með orðunum: íslenzk alþýöa á ég einfaldlega við: hændur, sjómenn, iðnað- armenn, verkafólk, afgreiðslu- fólk, skrifstofufólk o. s. frv., yf- irleitt alla þá, sem „neyta sins brauðs i sveita síns andlitís", eins og flestir Islendingar gera að undanteknum nokkrum pen- ingasjúkum óþurftarmönnum, sem ekki skirrast við að láta falt fyrir stundarauð land sitt og þjóð og hvað annað, sern orðið gæti verzlunarvara. Okkar fámenna þjóð er nefni- lega að langfeðgatali öll komin af sömu forfeðrum og mæðrum, sem reyndar voru mörg hver höldar og konungadætur. Og stéttaskipting er, sem het- ur fer, óþörf á íslandi. Hér eru aðeins starfshópar við ólik störf, en öll jafnþörf og ómiss- andj .Og öll höfum við sameig- inlegra hagsmuna að gæta á svo mörgum sviðum, að þar er ó- þarft að metast á. En það er því miður stað- reynd, að alþýða Islands er margklofin og tvístruð milli flokkaUneð ólíkar skóðariir og stefnumál. Og þar með eyði- lagðir allir möguleikar til sam- eiginlegra hagsbóta. .lafnvel hafa sumir glapizt á að ganga í lið með höfuðfjandmönnum sínum, ihaldsflokknum. Og er það því furðulegra, sem þeir draga enga dul á fullan mál- efnalegan fjandskap og yfir- gang, ásamt algjöru tillitsleysi og margs konar níðingsverkum gagnvart íslenzkri alþýðu. -— Sníkjudýr á íslenzku þjóðfélagi og skaðvaldar í íslenzkri póli- tík. Jafnaðarmenn, svo nytsain- ir sem þeir voru, meðan þeir héldu við sínar hugsjónir, liafa nú um langt árabil verið hand- hendi íhaldsins. Lítið plnu prik sem það veifar um sig og otar fyrir sig, þegar þörf er að stugga við óánægðu lágiauna- fólki og lasburða gamalmenn- um. Petta er því sorglegri með- ferð, sem stefna jafr.aðarmanna var í upphafi sameining alþýðu og kjarabarátta fyrir hennar hönd. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og þar urðu foringja- skipti, sem gerðu gæfumuninn. Peningavald ílialdsins sleppir ekki tangarhaldi á svo auð- sveipum skutilsveinum. Enda „Alþýðuflokkurinn'M! ekki til lengur sem slíkur. Aðeins nokkr ar sviknar sálir, sem af tryggð og þrjózku iðka enn þá mein- lætastarfsem; að gefa honum atkvæði sitt, og efla þar með sinn erkifjanda, íhaldið. Pað er löngu ljóst, sem fyrir var vitað, að feigðarflan Hanni- hals með stofnun nýs flokks var aðeins til að sundra enn og tvístra hinum marghrjáða hópi, alþýðunni. Og er leitt til þess að vita að hann skyldi í elli sinni verða til þess. Og það því fremur, sem hann hafði fyrr á ámm gert margt gott og Kjarasamningar Þar sem samningsuinleitanir milli Starfsmannafélags Siglu- fjarðarkaupstaðar og Bæjarráðs fyrir liönd bæjarstjórnar, hafa farið út um þúfur og málinu vísað í Kjaradóm, viljum við undirritaðir taka fram eftir- farandi: Megin sjónarmið okkar í þessari samningsgerð voru þau, að fyrst og fremst bæri að hækka lægst launuðu starfs- menn baéjarins í launaflokkum. 1 þeim samningum, sem við álitum að hefðu náðst við samninganefnd bæjarstarfs- manna, kom þessi stefna okkar og reyndar Bæjarráðs fram i því, að í stað þess að áður var 9. launaflokkur lægsti flokkur- inn, var nú gengið út frá því að 12. laúnaflokkur (sjúkralið- ar) yrðj lægsti launaflokkur hjá bæjarstarfsmönnum. 1 12. flokki eru upphafslaun kr. 20.780,00 á mánuði. Hins vegar vorum við því algjörlega andvígir, að starfs- menn í hærri launaflokkunum færðust ofar í flokka. Pessa af- stöðu okkar rökstyðjum við með því að benda á eftirfar- andi atriði: Með því að hækka þá starfs- menn bæjarins, sem með ó- breyttum launaflokk áttu að liafa allt frá 30—35 þús. kr. á mánuði, er verið að ýta und- ir aukinn launamismun og ó- réttlæti. Þegar þess er enn- fremur gætt, að laun samkv. þessum launaflokkum eru allt að helmingi hærri en laun fyr- ir almenna verkamannavinnu, sáum við ekki ástæðu til þess að færa þessa starfsmenn ofar í launaflokkum. Enn fremur verður að hafa í huga hina tak- mörkuðu greiðslugetu bæjar- sjóðs. Pað er og hefur verið stefna Alþýðubandalagsir.s, að sem stærstur hluti tekna bæj- arsjóðs yrði notaður til skyn- samlegrar uppbyggingar og at- vinnuaukningar, en hyrfi ekki í kostnað vegna skrifstofu- og mannahalds. Kolbeinn FriSbjarnarson Gunnar Rafn Sigurbjörnsson gagnlegt fyrir alþýðuna. En nú brást honum hogalistin. Þar er því aðeins ein leið fær. Sú, að snúa við til sama lands, ef ekki á að steita á skeri og illa að fara. Um Framsóknarflokkinn er það eitt að segja, að harin velk- ist fyrir vindi um úfinn sjó stjórnmálanna og hefur fyrir löngu týnt bæði stefnu og markmiðum. í upphafi samvinnulireyfing- arinnar og fram eftir árum gerði hann margt vel og sumt ágætlega. En með breyttuin lifnaðarháttum landsmanna dróst hann aftur úr og brást síðan hrapallega hlutverki sinu að halda saman alþýðu fólks til sjávar og sveita, sem alla tið liefur átt og á sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það á af- komu sína undir því, að jafh- vægi haldist milli framleiðslu og kaupgetu, ásamt launajafn- rétti og margs konar víxlverk- andi atvinnuháttum. Þessu fólki á Framsóknarflokkurinn sinn drjúga þátt í að etja saman sem óvildarflokkum, þar eð sum fyrirtæki Sambandsins hafa skipað sér í flokk ineð vinnuveitendum, og í vinnu- deilum styður hann peninga- valdið bæði leynt og Ijóst. Enda Samband íslenzkra sam- vinnufélaga orðin auðhrings- eftirlíking, með stórgróðasjón- armið, án nokkurrar ívilnunar við íslenzkt alþýðufólk. Ef upp kemur rödd yngri manns um það, að þörf sé á stefnubreytingu, setjast þeir gömlu ofan á hann hið skjót- asta, svo hann má sig hvergi hræra. Það mesta að þeir hvísli í eyra hans til huggunar, að þetta sé auðvitað satt, en það megi bara aldrei viðurkennast. Sósíalistafélag Reykjavíkur á ekki fylgi eða framtíðarmögu- leika. Hentar ekki við íslenzk- ar aðstæður og gerir aðeins að dreifa og eyðileggja vinstrisinn- uð öfl, sem gætu verið sterk í sameiningu, en mega sín einsk- is margtvístruð. Þá á ég ótalinn þann flokk- inn, sem ég bind mestar vonir við, fyrir hönd íslenzkrar al- þýðu. Þann er líklegastur er til að vinna landi og lýð til gagns og framfara, Alþýðubandalagið. Alþýðlegan umbótaflokk, sprott- inn al' þörf alþjóðar og íslenzk- um staðháttum. Það er á okkar valdi, íslenzkt alþýðufólk, að gera hann að öflugum baráttu- flokki, og hrinda þannig af 'okkur þeirri áþján óg niðurlæg- lægingu, sem núverandi stjórn hefur yfir okkur leitt. Mér er reyndar fullljósl, að fjármálaöngþveiti núverandi ríkisstjórnar, ásamt margskon- ar óstjórn og úrkynjun, er ekki eftirsóknarverð súpa að setjast í. En einhver verður að taka að sér að hreinsa til, þegar úr hófi keyrir með sóðaskap. Við stöndum nú frammi fyr- ir miklum vanda og meiri en nokkru sinni fyrr. Merðir og Hrappar íslenzkra stjórnmála hafa boðið heim ásókn og yfir- troðslum allra átta. Mengun lands og landlielgi, í margskon- ar inyndum, vofir yfir, ef ekki er fast á málum haldið, af mik- illi framsýni og einingu um hag lands og þjóðar. Þó er ef til vill hættulegust sú stefna valdhafanna að liundsa vilja og rétt einstakl- inga og hagsmunaliópa. Láta einfaldléga eins og þeir séu ekki til.Þar til nægir að nefna ferskasta dæmið: landeigenda- félagið þingeyska og þann mál- fhitning allan. Bændur, sjómenn, verkafólk, íslenzk alþýSa! Eigum við nii ekki einu sinni að rísa upp samtaka og sýna að við séum til og ætlum að vera til, í þvi landi sem er okkar og okkar einna. Eigum við ekki að sýna það sameiginlega, að við séum frjálsborin þjóö, sem fær er um að lifa í og af landi sínu, án íhlutunar annarra. Ég heiti á ykkur að skoða hug ykkar all- an, ekki aðeins gruggugt yfir- borðið, þar sem ýmis óheilla- öfl hafa náð að koma ár sinni fyvir borð. Gerið það upp við ykkar heilbrigðu skynspmi, áður en þið gangið að kjörborðinu í vor, hvar atkvæði ykkar gerir landi og lýð gagn, en ekki ó- gagn. Það er ekki nóg að segja bara: „Ég hef ekk; hundsvit á pólitík“, — og kjósa samt!! Á þeim fávísu sálum hefur peningavaldið oftast byggt fylgi sitt. Þær eru ginkeyptar fyrir glæstum kosningaundir- búningi og gylliboðum. Austurhlíð, 10. febr. 1971. GuöríSur B. Helgadóttir HundraÖ . krónur breyta engu en Happdrætti SÍBS getur breytt þeim milljón Því ekki að nota möguleikana? Einu sinni geturðu fengið heila milljón og einu sinni hálfa. 10 hljóta 300 þúsund og 15 hreppa 100 þúsund, 500 manns fá tfu þúsund og 1400 fimm þúsund. Og 14473 sinnum sjá einhverjir að þeir hafa hlotið tvö þúsund. Aldrei minna en 1000 vinningar á mánuði. Auk þess Jeep Wagoneer Custom — bifreið fyrir byggðir og óbyggðir, vinnuna og fjölskylduna — tveir bílar í einum. Sterk, rúmgóð og. kraftmikil bifreið sem kostar venju- lega 570 þúsund, en verðmæti hennar til vinningshafans verður 725 þúsund vegna sérstaks útbún- aðar tii öryggis og þæginda. Dregið ll.janúar 's L. það borgar sig að vera með MJÖLNIR — s

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.